Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 22
Ummyndum Krists. Gluggar Leifs Breiðfjörð í Steibis Idesember 1986 foluðust kirkjufeður í bænum Steibis í Allgau í Suður-Þýzkalandi eftir þremur gluggum hjá Leifi Breiðflörð, sem vakið hefur athygli út fyrir land- steinána fyrir glerlist sína. Forráðamenn kirkjunnar í Steibis höfðu séð á myndum glerverk Leifs í StGiles kirlq'unni í Edinborg, sem á sínum tíma var kynnt í Les- bók. Þeir báðu um glermyndir i tvo kringlótta glugga, sem hvor um sig er 3,80 m í þvermál og þar að auki í einn 20 metra háan glugga, 30 fermetra að flatarmáli. Ekki var beðið um ákveðið myndefni, en að sjálfsögðu skyldi byggt á Biblíunni og Leifur valdi ummyndun Krists, Mattheus 17,1-4 og Nýju Jerúsalem úr Opinberunarbók- inni, 21. Hann sendi þeim fyrst teikningar í 1/10 af fullri stærð til samþykktar og vann • síðan verkið í fullri stærð og ákvað litina endanlega. Teikningar urðu að sendast til samþykktar hjá kirlqulistamefnd kaþólsku kirkjunnar í Augsburg og ekki stóð á þeirri samþykkt. Nefndarformaðurinn, Schell, vígði síðan gluggana 17. apríl í vor. Glervinnan sjálf fór fram hjá W. Derix Glasgestaltung í Rottweil og fór Leifur þá utan og valdi glerið og aftur fór hann síðar til að vera við ætingu á glerinu og málaði loks sjálfur á það. Það er mikið unnið í þetta gler; áhrifin eru grafísk. Þeir þylqa samt íhaldssamir á allar hefðir þama í Suður-Þýzkalandi og það þótti út af fyrir sig merkilegt, að útlendur listamaður skyldi samþykktur til verksins. Formsins vegna varð að fá þýzk- an listamann til að leggja fram tillögur, sem var hafnað og hann fékk greitt fyrir. Þau hjónin Leifur Breiðflörð og Sigríður Jóhannesdóttir kona hans vom að sjálfsögðu boðin til að vera við vígslu glugganna og það var mjög hátíðleg athöfn. Kirkjan á mikil og sterk ftök í fólki á þessum slóðum og kaþólikkar em flölmennir í Steibis, sem er ferða- mannastaður með heilsubótarstöðvum og kúrhótelum. Gluggamir fengu góðar viðtökur og merkilegast þótti þeim í Steibis, að lútherskur listamaður skyldi geta unnið slíkt verk með kaþólskum táknmyndum. GS. Nýja Jerusalem. Martröð gerð. Konan sem var með honum í bílnum gat ekkert sagt annað en að þau hafí venð stöðvuð af grímuklæddum mönnum. eg spurði ekkert nánar út í þetta, kom það ekki við. Mig undraði í rauninni ekki að maður eins og hann kallaði yfir sig hefnd. Það er slæmt að halda að heimurinn sé leik- fang fyrir mann einan. En hafði hann alltaf hugsað þannig? Líka þá — þegar hann virtist vera fómfús — hafí hann vitað! Það kom fyrir að stúdentar gerðu sér glaðan dag, kvöld og kannski nótt. Það var tilbreyting að fara út í víngarðana og drekka í þorpi innan um margt fólk. Kvöld nokkurt emm við á slíku ferðalagi, fjórir saman, ungir útlendir karlmenn. Við fáum okkur sæti við stórt borð og þar er par fyrir. Mér kemur það strax undarlega fyrir, sérstak- lega hann. Hann horfir meir f kringum sig en maður sem er úti með stúlkunni sinni ætti að gera. Hann brosir framan í okkur. Hún horfír líka á okkur en ekki eins mikið og hann. Hún lítur oft til hans en hann lítur varla á hana. Við sitjum þar til við höfum dmkkið hálfan líter hver, þá vilja strákam- ir fara á annan stað, dansstað, þangað sem kæmi ferðafólk, ungar stúlkur . . . Ég gleymdi þeim ekki. Hann var lágvaxinn með stórt en ekki illa lagað höfuð, rauðbirkinn með mjög djarflegt augnaráð, breiður um axlir og hendumar sterklegar. Hún var lág- vaxin, grönn og fagursköpuð, hárið var dökkrautt en húðin með ljósri brúnni slikju. Það var eitthvað hreinlegt og meyjarlegt við hana. Auðvelt að hugsa sér hana Díönu í málverki frá endurreisnartímanum. Var ekki samt eins og einhver skuggi á andliti hennar, í augunum? Fannst mér það ekki þá?’ Ég held það. Síðar um veturinn sat ég einu sinni einn með einum þeirra sem var með mér kvöldið í vínþorpinu. — Manstu eftir parinu sem við settumst hjá þegar við fómm út í þorp í haust? — Hvaða pari? — Fólkinu sem sat við borðið sem við settumst við? — Já, ég held það. — Ég rakst á þau aftur. — Nú, og hvað með það? — Ég varð mjög undandi. — Af hveiju? — Það var á þekktu kaffihúsi. — Þekktu? — Já, í ákveðnum hópi, fyrir fjárhættu- spil og falar konur. — Hvað varst þú að gera þar? — Ég rakst þar inn af forvitni, ég hafði svo oft gengið framhjá og aldrei lagt í að líta inn. — Og hvað sástu? — Hann er dólgur. - Og hún? — Ein úr stóðinu. — Ég trúi þér ekki. — Já, ég var líka undrandi, en ég sá hana fara með náunga og koma aftur eftir hæfílegan tíma. Samt held ég hún hafí sér- stöðu. Hún talaði meira við hann en hinar dömumar. Hann spilaði ekki, sat, leysti krossgátur og fylgdist með því sem gerðist. — Hvar er þetta? Hann tók upp lítið eldspýtnabréf og rétti mér. Nafnið á kaffíhúsinu, götu- og síma- númer, opið frá kl. 10 f.h. til 2 e.m. — Þakka þér fyrir. Þú þarft ekki að svara frekar en þú vilt, en tókstu hana? — Nei, mig langaði til þess en samt ekki, ekki undir þessum kringumstæðum. — Ég skil. ^ Nokkrum vikum síðar er ég staddur í nágrenninu, ég átti erindi í fombókaverslun sem var ekki langt frá. Þegar ég kom út á götuna eftir viðskiptin blasti við mér heitið á götunni. Ég stakk hönd í brjóstvasa og fann litla eldspýntablaðið. Þetta gat ekki verið langt undan. Agætt, ég hef ekki séð blöðin í morgun, ég get skoðað þau og dmkkið kaffí. Ég verð að láta líta svo út sem ég komi þama af algjörri tilviljun. Strax og ég kem inn leita ég að blöðunum með augnum, vel mér þau sem ég vil lesa, geng að borði við glugga, legg blöðin á borðið, fer úr yfírhöfn og hengi hana á snaga á stólpa við sætið. Eg sest og byija að skoða blöðin. Þá kemur feitlagin elskuleg kona og spyr hvers ég óski. Eg svara því og lít aðeins á hana. Ég les blöðin og tek lítið eftir því sem gerist í kringum mig. Ég rekst á grein sem vekur áhuga minn og gleymi mér alveg. Þegar athyglin slaknar heyri ég raddir og iít úpp. fiíin stendur íijá "péninga- kassanum í sólargeisla sem skásker salinn, grönn, í ljósgrárri dragt, ljósblárri blússu og gráum, háhæluðum skóm. Hún minnir á ungling sem nýlega hefur fengið fyrstu full- orðinsfötin sín. Hún er að tala við gömlu konuna sem afgreiddi mig en hún horfir ekki á hana. Ég fylgi augnstefnu hennar. Fullorðinn maður með grátt hár og bústið skegg, magamikill og þungur á sér er að standa upp. Hann tekur hatt sinn og staf og gengur hægt út. Þau horfast í augu, mér sýnist hann kinka til hennar kolli. Þeg- ar hann er kominn út gengur hún út líka. Ég sé þau tala saman stuttlega og ganga svo arm í arm upp götuna. Mér flökraði og ég fékk mér vatnssopa. Löngu seinna sat ég síðdegis á háskóla- bókasafninu, hafði setið þar í nokkra klukkutíma og var orðinn þreyttur. Ég festi ekki lengur hugann við lesturinn, ég sá brosmilt andlit, síðan hana alla standa í sólargeisla morgunsins, granna, rauðhærða og snyrtilega eins og stúlka heima. Ég stóð upp. Þegar ég kom á kaffihúsið var þar fleira fólk en samt kyrrð. Úr innra herbergi sem skilið var frá framsalnum með þungu fióka- tjaldi barst ómur af röddum, líklega spila- manna. Hana var ekki að sjá. Ég skeytti ekki um hinar en settist þannig að ég gat auðveldlega fylgst með dyrum og þóttist lesa. Ég gaf mér ákveðinn tíma áður en ég færi að líta í kringum mig. Hann var ekki liðinn þegar hún kom. Ég kinkaði til hennar kolli, hún svaraði og gaf mér merki um að bíða. Ég fylgdist með henni útundan mér. Hún fékk sér smávegis að borða, talaði við gömlu konuna, og gaf mér svo merki og kom á eftir mér. Hún tók mig undir arminn og tjáði mér dýrleika sinn sem skelfdi mig ekki. Já, hún var kona, en jafnframt telpuleg, hrein, frjálsleg í þjónustusamlegri hegðun sinni. Fyrir minn smekk of mikil stelpa. Ég kaus heldur slík samskipti við myrkari og þyngri konur. Hún var eitthvað að segja mér að hún væri ekki þama alltaf, ég tók ekkert sérlega eftir því þar sem ég bjóst ekki við að leita hana uppi oftar. Snemma það vor sá ég hana í fylgd með dýralæknisstúdentinum sem átti rauðan Porsehe. Ekki á hvetjum degi, aðallega um helgar. Mér virtist þau borða saman hádeg- isverð á laugardögum og fara upp til hans eftir það. Ég fylgdist með þeim. Hann leit aldrei á mig. Hún sá mig, hvort hún þekkti mig aftur gat ég ekki séð. Þau voru mikið saman allt sumarið. Ég komst að því að náunginn hafði lokið námi og fékkst áfram við einhveijar rannsóknir sem hann ætlaði að lúka við áður en hann færi heim. Þegar ég komst ekki hjá að sjá þau velti ég því fyrir mér hvemig þeim liði. Það var erfítt að átta sig á því. Náunginn var aldrei glaðlegur á svipinn og hún kunni víst örugglega að láta ekki sjá á sér hvað hún hugsaði. Samt virtist mér eins og svip- ur þeirra þyngdist þegar leið að hausti. Ef það var rétt var ekki nema ein skýr- ing á því, dólgurinn vildi ekki sleppa henni, annaðhvort alls ekki eða fyrir upphæð sem hinn ungi dýralæknir gat ekki greitt. Það var komið fram yfir jól, þegar ég las grein um átök í undirheimum. Blaðamönn- um tókst oft ágætlega að gera hinum al- menna lesanda ljóst hvemig lögreglunni var innanbijósts gagnvart slíkum átökum. Hún fálmaði í myrkri, skildi lítið og fékk engar skýringar. Glæpamennimir steinþögðu. Inn- sýn veittu aðeins atburðir sem snertu heim okkar hinna vegna þjónustustofnana. Með stuttu millibili gerðust tveir atburðir sem greyptust í minni mitt, af þvf ég þekkti þolendur í sjón. Rauði-Janni, mellukóngur hverfísins, fannst særður úti í skógi. Sárið var ekki skotsár sem líklegast var í þessu tilfelli heldur hafði hann verið geltur og skorið út úr báðum munnvikum hans. Stuttu síðar var komið með unga konu með ljótt sýmsár í andliti á slysavarðstofu. Hún var sögð úr stóði Rauða-Janna, ein af eðal- hryssunum, sérlega metin af æðri embættis- mönnum ráðuneyta, rauðhærð, ung og fersk. Stuttu síðar hvarf rauði Porscheinn og stúlkuna sá ég heldur ekki aftur. Allt þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég hafði flett staðarblaðinu hér sem ég tók mér í hönd eftir morgunverð. Þar var nánar sagt frá slysi dýralæknisins. Þegar farið var að rannsaka hann kom í ljós að hann hafði verið geltur og skorið út úr munnvikum hans. Ég lokaði blaðinu og lagði það frá mér. Mér leið ekki vel og ákvað að skreppa upp á herbergi sem ég hafði ekki ætlað að gera og þurfti því lykillinn aftur. Þegar mér var réttur hann fylgdi lítið uipslag. Ég opnaði það kominn upp á herbergi. í því var sams konar kort og við höfðum fengið í hanastéls- boðinu en skrifað aftan á það: Verið svo I 22

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.