Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 34

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 34
' og fórum við ekki varhluta af henni. Faðir Leliu var efnaður iðjuhöldur en hann lézt ungur frá bömunum og í kreppunni misstu þau allt og var afar erfitt hjá þeim. Lelia fór í enskunám til London en kenndi auk þess ítölsku í einkatímum. Þar kom íslenzkur söngvari sem vildi læra að syngja á ítölsku, því hann ætlaði að leggja Ítalíu að fótum sér. Eggert var mikill föðurland- 'svinur og hreifst Lelia strax af eldmóði hans og trú á föðurlandið. Þau komu hér að mig minnir um 1919 til Schio og giftust svo árið 1920. Þama fóm saman tveir eld- hugar en efnin vom lítil. Þau vom á fyrstu hæð í húsi fjölskyldunnar hér rétt hjá. Eg- gert veiktist og gat síðan ekki sungið og vom þau mest heima við. Það komu hér erfið flóð í bænum eftir seinna stríð og flæddi illa hjá þeim og var það enn eitt áfallið. Þau létu það ekki á sig fá eii lifðu áfram á eldmóðinum. Ég man hversu ánægð þau vom alltaf þegar bréf bámst frá vinum þeirra á íslandi og svo hafði einn vinur '~’hans skírt yngsta son sinn einmitt Eggert í höfuðið á Eggert Stefánssyni og þótti þeim afar vænt um þann heiður (Eggert Brekkan, læknir). Eggert var stundum bitur en það er oft svo um eldhuga að heiðurinn breytist ekki eins hratt og þeir vilja myndu. Ég man eftir því að Eggert vildi að Island yrði óháð öllum ríkjum, Danmörku sem og Bandaríkjunum, en það hafði verið amerísk herstöð á íslandi. Eggert vildi að ísland yrði eitt sér í engum bandalögum og vildi hann að menningarlíf fengi að þróast í hrein- um jarðvegi á Islandi framtíðarinnar. Þau vom miklir ídealistar og svona fólk er ekki lengur til. Það dmkknar allt í flatneskjunni og stressinu yfir lífsgæðunum. Ég sakna Leliu mikið, við áttum saman góðar stund- ir. Hér em ýmis bréf sem hún lét mér eft- ' ‘ir, meðal annars bréf þar sem hún óskar eftir því að fá að hvíla við hlið manns síns í grafreit í kirkjugarðinum í San Antonio Abate í Flórens, en íslenzka ríkið gaf þann grafreit fyrir þau bæði. Eggert var hrifínn af Flórens og öllum þeim menningarstyrk sem stafaði af borginni og vildi helzt hvfla þar. Hann ritaði ágæta bók um ítalíu, skáld hennar og aðra listamenn. Því miður er bókin á íslensku og get ég ekki lesið hana, en Lelia sýndi mér og útskýrði hveija blaðs- íðu að honum látnum og þykist ég þar skynja vel það næmi sem hann hafði fyrir _pví sem fagurt var. Hann flutti einu sinni hvatningarljóð að mig minnir í útvarpi frá Ottawa sem bar heitið „Óðurinn til íslands". Var það hvatn- ingarljóð til íslendinga vegna væntanlegrar lýðveldisstofnunar árið 1944. Mig minnir að einhver hafí svo' stungið upp á honum til forsetakjörs. (Undirritaður hefur það eft- ir heimildarmanni sínum að það hafi verið Jón Helgason í Kaupmannahöfn, sem eitt sinn hafí sagt í mannfagnaði þegar Eggert birtist elegant í klæðum, með hatt og silki- bindi: „Þú ert bara alveg eins og forseti." Upp frá þessari yfírlýsingu þróaðist hug- myndin, sem frú Magnago Suppiej vísar til.) Lelia vinkona mín lézt 8. febrúar árið y 1981, 94 ára gömul, en Eggert hafði látizt nokkuð löngu áður, 29. desember árið 1962, þá 72 ára. „hnarreistur OG Virðu- LEGA KLÆDDUR Við þökkum frú Magnago Suppiej fyrir og höldum niður Via Maraschin að húsi því, sem Eggert og Lelia bjuggu í á sínum tíma. Þetta er reisulegt hús og búið að gera það upp frá kjallara til riss. En í dag hýsir það skrifstofur borgarfógeta og fer þar fram skráning á alls kyns afsölum og gögnum, einmitt í íbúð þeirra hjóna. Iðjuhöldar í Schio hjálpuðu frú Leliu að halda húsinu síðustu árin og að lokum tóku yfírvöld það yfír og gerðu upp á þennan smekklega hátt. Ég vissi að Eggert reykti vindla og vildi því ná tali af tóbakssalanum, Francesco Boschetti, sem ljómaði allur þegar minnst var á Eggert. Hann benti síðan á efstu hill- una og þar var enn bunki af sams konar vindlum og Eggert var vanur að kaupa. Hann gekk alltaf um hnarreistur og var virðulega klæddur, sagði Boschetti, en síðustu árin var hann farinn að verða bog- inn í baki. En hann sagði fátt þegar hann kom annað en athugasemdir um veðrið og fór svo út með fáeina vindla í bijóstvasan- um. Þetta var líka ágætur göngutúr fyrir Eggert; hann hafði mælt að það væri ná- kvæmlega einn kflómetri frá húsi sínu hing- að að verslun minni, sagði tóbakssalinn í Schio. Höfundurinn er blaðafulltrúi hjá Menningar- stofnun Bandaríkjanna. V Mynd: Sveinn Björnsson ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR Augu í briminu Rann blóð frá búð til búðar áður en morgunninn reif sig úr fjötrum draumsins áður en draumurinn döggvaði sárið. Einir á hafinu og ekki bein úr sjó. Lögðust þungir á árar og kolgrænt iðandi haf og brimgarðurínn. Brimgarðurinn samur við sig. Hann ætlar að hvessa og hana! Þar snýst hann í suðvestan. Vörðuna ber ekki í fjallið og við förum sjónhending. Ætliði að láta brimið hafa ykkur . . . það var þá þetta sem mig dreymdi, bölvaði formaðurinn. Konumar í pilsunum á stæðunum með börnin í földunum. Héndumar bláar og börnin blá með þangið á bakinu. Það rann alltaf eitthvað kalt niður eftir bakinu. Fóm sjö saman í skinnstökkum upp fjömna. Allir gegnvotir og fóm undarlega umvafðir þangi og berhöfðaðir. Formaðurinn höfuðlaus. Við róum í dag upp fjömna lífs eða liðnir. Konurnar krókloppnar og allar í keng og krakkinn með hor og grenjandi. Mamma, sjáðu . . . hvetjir em þetta. Misstu ekki þangið í sjóinn krakkaflón. Heim, greyið mitt og kveiktu uppí þanginu. Fóm sjö saman í skinnstökkum upp fjömna slóðin fylgdi þeim og augu barnanna hljóðnuðu ekki og svo þessi kökkur í hálsinum. Of bognar tilað rétta úr sér. En sáu eitthvað útundan sér. Saltfiskurinn rauður, höndin blá, sjórinn rauður? Var það sjónhending. Hvenær koma þeir af sjó í dag. Þær sáu það útundan sér: Það var þá fyrir daglátum. Stokkseyri i október, 1988. « 34

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.