Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1989, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1989, Blaðsíða 2
Von, 1986. íslenzkir grafíklistamenn: Valgerður Hauksdóttir Inokkum tíma hefur orðið hlé á kynningu Lesbókar á íslenzkum grafíklistamönnum, en nú er þráð- urinn upp tekinn að nýju með kynningu á Valgerði Hauksdóttur og vísast hér til myndar eftir hana á forsíðunni, sem heitir tvíræðu nafni: Eyðimerkur/ást. Valgerður er fædd 1955 í Reykjavík og fór ekki þá hefðbundnu leið íslenzkra mynd- listarmanna um Myndlista- og handíðaskóla íslands, heldur nam hún sín fræði í Banda- ríkjunum. Þar sérhæfði hún sig í grafík og var bæði í Nýju Mexíkó og Illinois í sam- tals um 5 ár. Jafnframt lagði hún stund á teikningu og málun og gerir enn, en grafík- in hefur verið megin viðfangsefni hennar. Síðan 1987 hefur Valgerður verið deildar- stjóri í grafíkdeild Myndlista- og handíða- skóla íslands og jafnframt hefur hún gegnt formennsku í félaginu íslenzk grafík. Vinnu- stofu hefur hún heima hjá sér á Grettisgötu 63 og sér sér alveg farborða með list sinni og kennslu. Hún kveðst þó ekki telja það rétta stefnu, að hver og einn sé að koma upp sínu einkaverkstæði fyrir grafík og í nafni félagsins hefur hún verið að vinna að því að- koma upp sameiginlegu verkstæði með fyrsta flokks pressu. Slíkt verkstæði yrði milljónafyrirtæki í uppsetningu og veru- legt átak fyrir félagið, en yrði þegar til kemur rekið á sama hátt og hliðstæð verk- stæði í útlöndum. Hver eru svo myndefni Valgerðar Hauks- dóttur? Þau eru reist á hugmyndalegum grunni og þá er ytra umhverfi eða landslag tengt öðru, kannski sálrænu ástandi eða ákveðnum kenndum. Umhverfið — eða Iandslagið — er þá einskonar tungumál, sem getur miðlað einhveiju um togstreitu, jafn- vægi eða ójafnvægi. „Með ytra umhverfi get ég tjáð mig um hvað sem er,“ segir Valgerður, „en það verður þá um leið töluvert abstrakt, saman- ber forsíðumyndina, Eyðimerkur/ást, þar sem formið gefur hugmynd um blóm, en Valgerður Hauksdóttir um leið er þetta leikur að hugtökum, sem eru andstæður: Ástin annarsvegar og eyði- mörkin hinsvegar. Myndin er raunar ættuð frá eyðimörkinni í Nýju Mexíkó, en það skiptir ekki máli. Ég lít á myndina sem miðlun, en það er frá mínu sjónarmiði ekki eitt og allt, að áhorfandinn skynji nákvæm- lega þá hugsun, sem liggur að baki. Um- fram allt gerir maður þetta fyrir sjálfan sig. Þá er sjálf hugmyndin númer eitt, en ég vil alls ekki meina neinum að hafa sfnar eigin skoðanir á efni myndarinnar.“ Valgerður sýndi síðast í Gallerí Borg 1988 — hún hefur haldið tvær einkasýning- ar hér og stefnir að einkasýningu í Póllandi og Svíþjóð. Og að sjálfsögðu hefur hún tek- ið þátt í fjölda samsýninga. Sem stendur dvelur hún í Kjarvalsstofu í París. GS. E R L ■l E N D / B Æ K jl J F Guðbrandur Siglaugsson tók saman STEVE SMITH: Bits and Pieces Penguin Books Þessi bók hefur marg- an sannleik að geyma. Sannleik sem að sönnu er hægt að komast af án en eins og sannleikurinn einu sinni er, einhvetjum til gagns og fleirum til nokkurrar gleði. Hér má lesa smotterí um lífsmáta rokkhetj- anna, um lög sem aldrei heyrðust, nöfn sem enginn þekkir en persónur sem allir þekkja, dulargervi og dulnefni fólks og ótal margt annað sem svalað gæti forvitni plötusnúða á öldum ljósvakans. Og máski er bókin ekki nýtileg öðrum en þeim, þá þeir eru komnir í þrot með alla sína visku og öll sín orð. HOWARD ENGEL: A City Called July Penguin Books ACity Caileá July Howard f Engel A annasomum morgni berja þeir fóstbræður Tepper- man og Meltzer að dyrum hjá Benny Cooperman sem þá stundina er að laga til í pennakrukkunni sinni. Þeir birtast með góðan dag á vörum og upplýsa hann hik- andi um vandræði þau sem þeir og trúbræður þeirra hafa ratað í. Ekkjur og ekklar hafa treyst einum lög- fróðum Geller fyrir fjármunum sínum en téður Geller er horfinn og með honum allur auðurinn. Cooperman bendir þeim á lögregluna en hneisan er mikil og þeir gefast ekki upp fyrr en Benny hefur sam- þykkt að skoða málið. Hann hefst handa og ratar í ævintýri eins og við má búast af einkaspæjara, leysir gátuna og verður ekki annað eftir en að gefa Howard Eng- el góða einkunn fyrir þessa bók. ELMORE LEONARD: Gold Coast Penguin Books Karen DiCilia stendur uppi ekkja með fullar hendur fjár og árans duttlunga eiginmannsins grafna. Hún er ung og glæsiieg og þarf ekki að óttast nástrá- ið. Hún hefur erft fjórar milljónir spíra en sá böggull fylgir skammrifi, að hún má ekki njóta iíkamlegra gæða karlmanns vilji hún njóta auranna. Hann Ronald und- ir hattinum og ofan í kúrekastígvélunum á að sjá um að hún verði stillt ekkja. Þessi Ronald er mikið ómenni, óttalaus og grimmur. En kemur þá ekki Cal Maqu- ire eins og inn frá hægri, gefur höfrungum og kynnist ekkjunni sem kann svo vel við hann. Þau leggja á ráðin og gjörast nú mannvíg nokkur og vefarinn Leonard kitl- ar og kitlar lesandann með snöggum stíl sínum og grályndum uppátækjum. Og rósunum fjölgar í hnappagati þessa meist- ara reyfaranna og á hann skilinn prúðan vönd fyrir þessa bók eins og reyndar allf- lestar sem hann hefur skrifað. Henri & Barbara van der Zee: 1688: Revolution in the Family, A Royal Feud. Penguin Books. Vilhjálmur af Óraníu var langt á undan samtíð sinni í mörgu. Til að mynda var hann upphafsmaður að nýrri áróðurstækni sem enn er stunduð. Hið ritaða orð í til- kynningalíki talað. Hann hrifsaði krúnuna af Jakobi kon- ungi á Englandi og lögleiddi þingbundna konungsstjórn. Má vera að hann hafi með því komið í veg fyrir blóðug átök eins og urðu öld síðar í Frakklandi og upp úr því í öðrum ríkjum á meginlandi Evrópu. Vilhjálmur var ríkishafi yfir Niðurlönd- um og átti í eijum við Sólkonunginn franska, var sigursæll hermaður og stjórn- málaskörungur mikill. Mótmælendatrúin var honum allt og til að koma í veg fyrir að pápískir næðu yfirhöndinni á Englandi skarst hann í leikinn og hafði sigur. Hann var náskyldur konungsfjölskyld- unni, konungsdóttirin enska var eiginkona hans og hann systursonur konungsins. Þegar Jakob sýndi það í verki að hann hugðist koma pápískum fyrir sem víðast i yfirbyggingu ríkisins, blöskraði Vilhjálmi og öðrum fylgismönnum hins nýja siðar. Safnaði Vilhjálmur liði og sigldi til Eng- lands. Má vera að hann hafi ekki ætlað annað en að sýna konungi fram á hugsun- arleysi og hroka, en þegar Jakob frétti af liðinu lét hann sig hverfa. Var því ekki aftur snúið og var Ma'ría kona Vilhjálms gerð að drottningu. Þessi fjölskyldudrama gera höfundar góð skil. Bókin er skemmtileg aflestrar og þegar Vilhjálmi og mönnum hans er fylgt á skipsfjöl, í lest, um haf og sund, á land og vaðal í regni, leir og for allt til Lundúna, tekst höfundum svo vel upp að ekki er hætta á að lesandinn dotti. Gary Kinder: Light Years. Penguin Books. Einn svissneskur alþýðumaður stað- hæfir að hann hafi oftar en^itt hundrað sinnum átt stefnumót við verur utan úr geimnum, verur sem eru í litlu einu frá- brugðnar þeim sem drottna yfir jarðar- kringlu vorri. Fátt væri við slíkar stað- hæfingar hægt að gera en svo vill til að maðurinn náði fjölmörgum ljósmynd- um af farartækjum geimveranna og telja sérfræðingar með öllu óhugsandi að um falsanir sé að ræða. Þeir menn sem hafa lífsviðurværi sitt af því að finna upp og stjórna brellum í kvikmyndum segja að slíkt sér að sönnu mögulegt með miklum tilkostnaði kunnáttu og mannafla. Tímafrekt mun það og vera. Víst hafði sá svissneski Eduard Meier nógan tíma en hann var ekki loðinn um lófana og hjálparlaust hefði hann tæpast getað föndrað þetta því hann er einhentur. Ekki náði Meier eingöngu ijósmyndum af feijunum, heldur og tókst honum að kvikmynda eina og að auki fékk hann að gjöf málmbút sem sérfræðingur vest- ur í Bandaríkjunum skoðaði og segist viss um að búturinn hafi komið úr öðru umhverfi en við þekkjum, en ekkert get- ur hann sannað því stykkið hvarf bók- staflega úr höndum hans. Fyrir nýja árukynslóð sem stundar hlægilegan galdur ætti þessi bók að vera nokkur huggun. Wondratscek: Chuck’s Zimmer. Wilhelm Heyne Verlag. Wolf Wondratschek er eitt þessara sjaldgæfu metsöluskálda. hann er þýskt afsprengi Beat-skáldanna Bandarísku, og skyldur Bukovsky í annan legginn. Hann yrkir um hina löngu vegi, hina bitru timburmenn ástardrykksins, reyk- dimm herbergisljóð, stofuljóð leðuijakka- mannsins og afskiptaleysi og hinn síkvika dauða. Bráðskemmtilegur gagnrýnandi, Marcel Reich-Ranicki að nafni, lofar trú- lega ekki upp í ermina á sér þegar hann spáir Wondratschek því að einhver ljóða hans eigi eftir að standa upp úr öllum þeim kveðskap sem gerður var á áttunda áratug þessarar aldar. Wondratschek er auðvitað skáldstirni og á skilið sólblóm í leðuijakka- hnappagatið. Þessi bók geymir öll ljóð og söngva úr fjórum kvæðabókum höfundar. Þær komu út hver í sínu lagi á árabilinu 1974-1980.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.