Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1993, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1993, Blaðsíða 2
Biskups hef ég beðið með raun Fyrir þremur árum sótti ég heim Svartárkot, sem er fremsti bær í austanverðum Bárðardal í Suð- ur-Þingeyjasýslu. Stendur sá bær við rætur Ódáðahrauns við Svartárvatn, sem er mikið og gott veiðivatn upp á Fljótsheiði. Frá Svartárkoti ' til sjávar við Skjálfandaflóa eru tæpir 100 kílómetrar. Liggur bærinn hæst allra jarða í Suður-Þingeyjarsýslu, um 400 metra yfír sjó. Er það með hæstu byggðum bólum á Is- landi. Sér þaðan fram til Dyngjuijalla, Vatna- jökuls, Trölladyngju, Herðubreiðar, Kollóttu Dyngju og fleiri Qalla. Einnig má greina Snæfell þaðan í góðu skyggni, á öræfum Austurlands. Er bærinn um 9 km frá Víðikeri, sem er á heiðarbrúninni. í Bárðardal eru nú um 30 býli í byggð, beggja megin Skjálfandafljóts, sem fellur um dalinn. Af gögnum frá 16. öid má ráða að _þá hafí legið vegur eða ferðamannaleið um Ód- áðahraun, sunnan Bárðardals, til Möðrudals á Efra-Fjalii. Síðar mun leið þessi hafa iagst af um langt skeið, þegar miðaldamyrkur, ótti við ókunnar slóðir og útileguþjófa svarf hvað fastast að þjóðinni. Sagnir herma að Oddur Einarsson, biskup í Skálholti 1589—1630, hafi nokkrum sinnum farið þessa leið á vísitasíuferðum sínum til Austurlands. Er svo mælt að biskup fengi jafnan leiðsögumann að austan, yfir hraunið, og skyldi hann mæta biskupi á tilteknum degi við Kiðagil, norðan undir Sprengisandi, en þar austuraf tekur Ódáðahraun við. Tií fylgdar var venjulega nefndur gamall bóndi, kallaður Barna-Þórður. Eitt sinn á efri árum biskups er hann fór þessa leið, kom hann ekki á tilsettum tíma að Kiðagili. Þórður beið hans um hríð, én varð frá að hverfa vegna matarskorts. Reit hann þá með staf sínum í moldarflag þessa víðkunnu stöku: Biskups hef ég beðið með raun og bitið lítinn kost. Áður ég lagði á Ódáðahraun át ég þurran ost. Skömmu síðar bar biskup þar að, ásamt sveinum sínum, og sá verksummerki. Var þá ráðið að leggja á hraunið við forsjá og leið- sögn biskups. Hafa þeir félagar e.t.v. komið við í Svartárkoti, alltjent átt leið skammt sunnan þess. En þeir hrepptu þoku og fóru villir vegar; fundu þó um síðir reykjarlykt, enda bar þá loks að kotbæ einum, að því er virtist í miðju hrauni. Þar voru þeir nætursak- ir og fengu góðan beina. En að morgni fylgdi bóndi þeim rétta leið og gaf biskupi að skiln- aði vænan hest, er nefndur var biskupsgráni. Söguna nam séra Jón Halldórsson frá Hít- ardal í æsku af föður sínum, sem lært hafði í Skálholtsskóla, og hafði hana eftir einum sveina biskups í ferð þessari. Síðan spunnust þjóðsögur um ferðina, enda var talið að biskup hefði lent hjá útilegu- manni og stofnað til vináttu við hann, sem entist meðan báðir lifðu. En nú telja kunnugir að biskup og sveina Bæjarhús og fjárhús á Bólstað, fremsta (syðsta) bæ í Bárðardal. Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti, þar sem hið mikla fljót steypist ofan af hálendinu niður í Bárðardal. hans hafí borið að býlinu Hrauntungu í Suður- árbotnum, fagurri grasi gróinni vin í auðn brunahrauns, um 20 km leið suðaustan Svart- árkots, — sem næst miðja vegu milli þess og Dyngjufjalla. Má þar enn greina vallgrónar bæjarrústir, enda verður lesið um býlið Hrauntungu i forn- um heimildum, en enginn veit hve lengi það var við lýði, né heldur nær það lagðist af. Væntanlega hefur Hrauntunga talist tit Mý- vatnssveitar, enda mun Skútustaðakirkja tal- in eigandi lands suður um öræfí norðan Vatnajökuls. Hreppamörk Bárðdæla og Mý- vetninga eru skammt austan Svartárkots, en þar á bæ er byggð talin hefjast um 1670, þá hjáleiga Stórutungu í Bárðardal. Það var bekkjarbróðir minn, Kjartan Ragn- ars, sem bauð mér í þessa ferð, en hann er nákunnugur á þessum slóðum. Hafði m.a. dvalið í Svartárkoti í æsku sinni og jafnan síðan verið í nánum tengslum við ýmsa Bárð- dælinga. Við ökum fram Bárðardal vestan- verðan og komum fyrst við í Bólstað og Mýri. Eru það fremstu bæir í dalnum vestan- verðum. Mikil myndarbýli. Á Bólstað búa Héðinn Höskuidsson og kona hans Ingileif Ólafsdóttir frá Mosvöllum í Önundarfírði. En faðir hans var Höskuldur Tiyggvason frá Víðikeri, sem er í austanverðum Bárðardat. Þar bjó á 19. öld Jón Þorkelsson, bróðir Jó- hanns dómkirkjuprests í Reykjavík. Jón í Víði- keri var lengi fylgdarmaður erlendra ferða- manna um Ödáðahraun og til Öskju. Eftir honum er svokallað Jónsskarð í Dyngjufjöllum nefnt. Ýmsir merkir menn hafa búið í Víðikeri. Þaðan var m.a. ættaður Hermann Jónasson (1858—1923) skólastjóri búnaðarskólans á Hólum í Hjaltadal og alþingismaður 1900— 1908, mikill búnaðarfrömuður og gáfumaður. Bóndi á Þingeyri árin 1896—1905. Hann vildi koma á þegnskylduvinnu í landinu. En sú hugsjón hans varð ekki að veruleika, því mið- i legi aireii, par sein siik. iioiuiocivl naiui eiuvi áður tíðkast hérlendis. Var um þetta leyti stiflað fyrir frárennsli úr vatninu, þannig að það stækkaði til muna úr smátjörn í stórt fjallavatn. Bændumir í Svartárkoti höfðu um 370 fjár á fóðrum er við heimsóttum þá, en engar kýr. Kaupa þeir mjólk frá Húsavík til heimila sinna. í Bárðardal stunda bændur yfírleitt sauð- fjárbúskap. Heimsókn okkar að Bólstað, Svartárkoti og Víðikeri var um marga hluti ánægjuleg, þótt mikið rigndi. Við hittum þar dugmikið og elskulegt fólk, sem byggir sérkennilega og fagra sveit. Það hlýddi því kalli tímans, að ræktun og nytja, landsins væri í senn dyggð qg þjóðamauðsyn. Þess vegna eru sveitir Islands blómlegri og byggilegri en nokkru sinni fyrr. Þess mætti þjóð okkar gjaman minnast í dag, þegar mikið brestur á að íslenskur landbúnaður sé metinn að verð- leikum. ■ Jónas frá Hriflu sagði mér margt um Bárð- dælinga þann tíma sem við vorum samtímis á Alþingi. Hafði hann á þeim miklar mætur. Undrar mig það ekki eftir að hafa heimsótt þessa sérkennilegu og fögm fjallabyggð, sem vonandi heldur áfram að veita fólki sínu far- sæld og hamingju. Um Svartárkot í Bárðardal, sem er í útjaðri Ódáðahrauns og meðal þeirra bæja á íslandi sem hvað lengst eru frá sjó. Eftir SIGURÐ BJARNASON frá Vigur ur. Var talið að þessi vísa Páls Árdal hefði átt veruiegan þátt í að fella hana: Ó hve margur yrði sæll og elska mundi landið heitt mætti hann vera mánuð þræll og moka skít fyrir ekki neitt. En Hermann Jónasson var hinn merkasti maður. Eftir hann komu m.a. út tvær bækur um dulræn efni. Víðiker er glæsilegt býli; vel hýst og rækt- un mikil. Má raunar segja það um alla bæi í Bárðardal. Bændur þar em nú Kjartan Tryggvason og kona hans Kristbjörg Jóns- dóttir. Við komum fram í Svartárkot síðla dags í úrhellisrigningu. Bændur þar vom þá Hörð- ur Tryggvason og Tryggvi sonur hans. kona Harðar er Guðrún Benediktsdóttir. Elín kona Tryggva var ekki heima, er okkur bar þar að garði. Ekki var byijað að slá í Svartár- koti er við komum þangað 15. ágúst. Spratt illa vegna þurrkatíðar framan af sumri. Síðan tóku við stórrigningar. Hófst sláttur því ekki fyrr en 18. ágúst. Svartárkot stendur við Svartárvatn. Er það gott veiðivatn. Víðast er það ekki meira en mannhæð á dýpt, um það bil 2 km á lengd og tæpur 1 km á breidd. Svartá rennur úr vatninu. Önnur á, Suðurá, kemur upp í Ódáða- hrauni. Þessar tvær ár sameinast norðvestan Svartárkots og renna síðan í Skjálfandafljót niðri í Bárðardai. Daginn sem við komum í Svartárkot höfðu bændurnir þar fengið um 50 silunga í net sín. Er hann heidur smár, um 1—3 pund á þyngd, en feitur og lystileg- ur til átu. Er sagt að hann hafi verið fluttur í vatnið frá Mývatni. Einar Friðriksson, sem bjó í Svartárkoti seint á 19. öld er sagður hafa flutt fijóvguð silungshrogn úr Mývatni í Svartárvatn. Tókst honum með því að koma þar upp mikilli silungsrækt. Þótti þetta merki- legt afrek, þar sem slík fískirækt hafði ekki áður tíðkast hérlendis. Var um þetta leyti stiflað fyrir frárennsli úr vatninu, þannig að það stækkaði til muna úr smátjörn í stórt fjallavatn. Bændumir í Svartárkoti höfðu um 370 fjár á fóðrum er við heimsóttum þá, en engar kýr. Kaupa þeir mjólk frá Húsavík til heimila sinna. í Bárðardal stunda bændur yfirleitt sauð- fjárbúskap. Heimsókn okkar að Bólstað, Svartárkoti og Víðikeri var um marga hluti ánægjuleg, þótt mikið rigndi. Við hittum þar dugmikið og elskulegt fólk, sem byggir sérkennilega og fagra sveit. Það hlýddi því kalli tímans, að ræktun og nytja, landsins væri í senn dyggð ^g þjóðamauðsyn. Þess vegna eru sveitir Islands blómlegri og byggilegri en nokkru sinni fyrr. Þess mætti þjóð okkar gjarnan minnast í dag, þegar mikið brestur á að íslenskur landbúnaður sé metinn að verð- leikum. ■ Jónas frá Hriflu sagði mér margt um Bárð- dælinga þann tíma sem við vorum samtímis á Alþingi. Hafði hann á þeim miklar mætur. Undrar mig það ekki eftir að hafa heimsótt þessa sérkennilegu og fögm fjallabyggð, sem vonandi heldur áfram að veita fólki sínu far- sæld og hamingju. Útsýn af Grímsfjalli, upp af Mýri. Séð austur yfir Skjálfandafljót og Ódáðahraun. DyngjufjöII í fjarsýn. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður, sendi- herra og ritstjóri Morgunblaðsins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.