Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1993, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1993, Blaðsíða 7
GUÐJÓN SVEINSSON li II Hl li li Viktoríuhús í Vigur, reist um 1860. Það var tekið í gegn yst sem innst sumarið 1992 og samhliða því byggðu bændurnir í Vigur viðbyggingu við húsið, gestastofu sem notuð hefur verið til mótttöku ferðamanna. Sálmur hinna sví- virtu / hatursfullum augum birtist eymd mannkyns stendur nakin — blygðunarlaus í anddyrum afskræmdra húsa er gráta glerbrotum hlusta á tortímingarhróp svívirtra kvenna er geta ekki lengur grátið né gefið börnum sínum brauð. í. byggingarstig árið 1992. Skúrnum ?r breytt til minningar um gömlu timb- irstofuna, gert við Viktoríuhúsið og Xestastofa reist aftan við. iem lítið mark sé á takandi. Hugmyndin um iögulegar minjar, þjóðminjar og Þjóðminja- iafn, byggir einmitt á því að þjóðin eigi sér íameiginlegar tilfinningar til uppruna síns og >urfi á því að halda að eiga menningarsögu- egar minjar því til staðfestingar. Þegar venjulegur gripur er tekinn til varð- reislu í safni er öllum ráðum beitt til að koma veg fyrir að hann máist og eyðist þrátt fyr- r að hann haldi áfram að eldast. Gripurinn >erður ekki á sama hátt og áður þátttakandi framvindu sögunnar. Hann nýtur sérstakrar /erndar og hættir að eldast nema í tíma. Þegar um hús er að ræða eru þessu oftast iðruvísi farið. Hús eru í vissu skilningi ferli en ekki fast- nótaður, óbreytanlegur hiutur. Svo að notað ié stærðfræðihugtak þá má líta á hvert hús iem fall eða fúnksjón af ýmsum áhrifum sem >að verður fyrir. Þegar ákveðið er að taka lús til varðveislu í safni, kemur það sjaldan ?f nokkru sinni fyrir, að það sé varðveitt að iliu óbreytt með öllum ummerkjum um sögu i>ess. Mér vitandi er ekkert dæmi þess hér á landi að slíkt hafi verið gert. Þess í stað er íinmitt lögð mikil áhersla á það að færa áúsið aftur í tíma ef svo má segja. Seinni tíma breytingar eru afmáðar og reynt að færa húsið til eldra horfs. Þetta hljómar nánast eins og þverstæða, vegna þess að öll ummerki um sögu hússins, þar með taldar breytingar á því, eru auðvitað hluti af menningarsögulegu gildi þess í víð- asta skilningi. Að nokkru leyti hlýtur húsið því að missa gildi við að ummerki um sögu þess eru afmáð. Skýringin á þverstæðunni liggur hins vegar í því að oftast eru húsin tekin til varðveislu vegna byggingarlistarsögulegs gildis, sem er þrengra sjónarhom innan menningarsögunn- ar, og frá þeim sjónarhóli verða áherslumar svolítið aðrar. Þá getur skipt miklu máli að hið upphaflega hús er sem næst hreinræktuð húsagerð, eins og hlekkur í þróunarkeðju, og allar seinni tíma viðbætur og breytingar gera hana óljósari, afskræma hana. Þá velja menn gjarna að skoða byggingar- listina sem samsetta úr húsagerðum (týp- um). Á hveijum tíma sé til nokkur íjöldi húsa- gerða, misalgengar, misstórar og til mismun- andi nota. Nýjar gerðir koma til sögunnar og hætt er að byggja aðrar. Nýju týpurnar spretta af nýjum þörfum, nýrri tækni, nýjum byggingarefnum, breyttum samfélagsháttum o.s.frv. Þegar hús eldast og þarfnast end- umýjunar leitast menn við að aðlaga þau nýjum hústýpum sem komið hafa fram á sjón- arsviðið síðar, laga þau að nýrri tísku. Eftir það verða slík hús ekki lengur hreinræktaðar týpur heldur sem torskiljanlegir blendingar. VIKTORÍUHÚSIÐ í VlGUR Ég ætla nú að Iokum að greina svolítið frá einu þeirra húsa sem Húsafriðunamefnd ríkis- ins hefur nýlega tekið til varðveislu, Viktoríu- húsinu í Vigur. í Vigur bjuggu um miðja 19. öldina Krist- ján nokkur, efnaður bóndi, og kona hans Anna. Þau áttu fallega dóttur sem Marta hét. Kristján lést árið 1852 og tveimur ámm síðar giftist Anna aftur sér nokkuð yngri manni sem Sigmundur hér. Marta þótti góður kvenkostur. Hún átti að erfa gott bú því Vig- ur var kostajörð og þótti mjög falleg stúlka. Sumarliði Sumarliðason gullsmiður frá Kollabúðum var nýkominn heim til Islands frá Kaupmannahöfn þar sem hann hafði lært silfur- og gullsmíðar. Sumarliði og Marta felldu hugi saman og gengu í hjónaband um 1860. Sumarliði fluttist í Vigur til Mörtu sinnar. í Vigur var þá torfbær með burstabæjar- sniði. Framan við bæinn stóð sérkennileg bygging, timburstofa sem smíðuð var að ein- hveiju leyti sem svokallað stafverk. Sumarliði og Marta fengu stofuna til af- nota þegar þau hófu búskap en Sumarliði vildi auk þess reisa Mörtu sinni fallegt hús sem hæfði svo yndislegri veru. Hann lét reisa fyrir hana lítið tvílyft timb- urhús sem viðbyggingu við gafl timburstof- unnar. Nýja húsið var með klassísku sniði og skrauti meiru en venjulegt var. Tvílyft hús voru þá aðeins örfá hér á landi. Húsið var aðeins eitt herbergi að grunnfleti, lítið, mjótt en hátt og líktist einna helst litlum turni við gafl gömlu timburstofunnar í Vigur. Turninn hennar Mörtu var byggður eftir smíðareglum fínna húsa, sem fundnar voru upp á Ítalíu á miðöldum. Þegar byggðar voru hallir fyrir hefðarmenn og fursta, þá voru þær gjarna hafðar tvær til þijár hæðir. Gluggar efri hæðanna voru látnir standast á við glugga neðri hæðanna eins og gengur en þeir voru hins vegar hafðir minni til þess að auka á fjarvíddaráhrifin. Þessu bragði beitti Sumarliði við smíði Mörtutumsins. Gluggar efri hæðarinnar eru minni en gluggar neðri hæðarinnar og svei mér þá ef húsið virðist ekki hærra fyrir vikið. Mörtutuminn ber sem sagt með sér ýmiss konar fjarlæg menningaráhrif en jafnframt er hann ástartjáning Sumarliða til þeirrar konu sem hann unni og ætlaði að lifa með í eilífri sælu og vildi að byggi í turni eins og prisessa í ævintýri. En sæla þeirra Mörtu og Sumarliða varð skammvin. Sagan segir að Marta hafi ekki verið sú dyggðum prýdda jómfrú sem Sumarl- iða dreymdi um. Fljótlega kom líka í ljós að hún hneigðist til brennivínsdrykkju í þeim mæli að vandræði vom af. Reyndar hefur Iif- að fram á þennan dag orðrómur um að Marta hafa fermst með brennvíspela í svuntuvasan- um. Áfengisfíkn Mörtu ágerðist og fyrr en varði var svo fyrir henni komið að hún stóð langtím- um saman úti á klettum við sjóinn og reyndi að lokka til sín sjófarendur í von um að geta keypt af þeim brennivínstár. Marta og Sumarliði leystu upp hjónaband sitt og fluttu hvort í sína áttina. Seinna fluttist Marta aftur í Yigur og tók þá til sín ungan mann, Jón Ámason, ofan af landi og gerði að eiginmanni sínum. Þá var ungmeyjarljóminn mestur farinn af Mörtu og ástir hennar og unga húsbóndans urðu ekki farsælar sem skyldi. Reyndar segir sag- an að Jón Ámason hafi numið hana á brott frá stjúpa hennar svo að töluvert hefur að- dráttarafl Mörtu verið þótt komin væri af léttasta skeiði. Móðir Mörtu, Anna, lést árið 1878 og Sig- mundur stjúpi hennar kvæntist mun yngri konu, Viktoríu Kristjánsdóttur, og bjuggu þau í timburhúsunum í Vigur og við Viktoríu hefur húsið hennar Mörtu síðan verið kennt.1 Ekki kann ég að rekja sögu þeirra nánar, en skömmu fyrir aldamótin dó Sigmundur og Viktoría fluttist úr eynni til að gifast manni uppi á landi. Þar með lauk þessum þætti misgengis í ástamálum í sögu Viktor- íuhússins. Langafi bændanna sem nú búa í Vigur, séra Sigurður Stefánsson, eignaðist hluta Viktoríu í Vigur, þar á meðal timburhúsin og gamla bæinn og hefur húsið verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá þeim tíma. Síðan hefur þetta hús verið notað sem íbúð- arhús, verbúð og þvottahús. Þar var ullin þvegin og tófuskinn verkuð. Síðast var Viktor- íuhúsið notað sem geymsla ogtil dúnhreinsun- ar. Allan tímann var húsið notað meðfram sem gestastofa, þar sváfu oftast ungir piltar á sumrin en stundum líka gestir sem meira var við þaft. Fyrir tveimur árum var svo komið, að Vig- urbændur vildu rífa Viktoríuhúsið til að fá rúm fyrir nýja gestastofu á hlaðinu. Ekki var heimamönnum þó ósárt um húsið og þeir leit- uðu til Þórs Magnússonar þjóðminjavarðar um álit áður en það yrði rifið. Fyrir tilmæli hans féllust heimamenn á að gera tilraun til þess að bjarga Viktoríuhúsinu í samvinnu við Húsafriðunamefnd. Viðfangsefnið var sem sagt fólgið í því að hagræða þeim menningarminjum sem Viktor- íuhúsið bjó yfír þannig að gildi þeirra ykist, yrði sem flestum ljóst og kæmi jafnframt að hagnýtum notum í lífi og starfí heimamanna. Viktoríuhúsið ásamt nýrri viðbyggingu skyldi verða að þeirri gestastofu sem heimamenn vanhagaði. Skemmst er frá því að segja, að framkvæmdir hófust snemma árs 1992 og lauk að mestu leyti sama ár. Hér ægði saman öllum þeim vandamálum sem ég drap á fyrr í máli mínu. Húsið var í eðli sínu mjög merkilegt en svo illa farið að það var við það að tortímast. Húsið var nú endurbætt, fært úr stað, grind þess end- ursmíðuð, mörg ummerki um niðurlæging- artímabil þess voru afmáð til þess að geta kallað fram einkenni sem meiru máli voru talin skipta. Viðbygging við húsið var um- smíðuð til að verða sem minnisvarði um upp- haflegu stofuna sem Mörtuturninn var við- bygging við og síðast en ekki síst var reist ný viðbygging við húsið svo að það gæti feng- ið nýtt hlutverk og nýst sem gestastofa. Menningarminjunum í Vigur var sem sagt hagrætt til að gildi þeirra ykist og kæmi að notum - öðrum þræði einnig til þess að tryggja þannig að þær glötuðust ekki. Nú er mál að linni þessu spjalli sem er botnlaust af því það hófst ekki af nauðsyn- legi fyrirhyggjusemi. I þessu spjalli mínu átti svo sem ekki að vera nokkur botn nema helst sá, að varðveisla menningarminja eigi að vera margslungið glerkúluspil og nauðsynlegt sé að hagræða menningarminjum svo að gildi þeirra verði sem flestum sýnilegt og varð- veisla þeirra verði tryggð. Að öðru leyti ætla hér að skilja við efnið botnlaust í von um að það kunni þó að vekja einhverja til umhugsunar. í Lesbók Morgunblaðsins hafa áður birst a.m.k. tvær greinar eftir Sigurð Bjamason um sumt það sem hér er ijallað um, Brúðkaup- ið sem aldrei var haldið, árið 1957, og Gam- alt hús við sjávarbakkann, 24.10. 1992. Einn- ig er hér byggt á minnisatriðum Sigríðar Salvarsdóttur í Vigur. Höfundur er arkitekt. Greinin er byggð á erindi sem hann flutti í Kyndilmessusamkomu Félags íslenskra safnamanna í febrúar 1993. Hvar eru guðirnir!? Hvar fólk hinna sameinuðu þjóða? sem binda áttu enda á óhæfuverk allra stríða? — er fundur við furuborð eftir frúkost — eða á morgun? meðan glerbrotin gráta. Höfundur býr á Breiðdalsvík. ANNA BJÖRNSDÓTTIR Vegna Ijóðanna Ég vil að þú elskir mig vegna ljóðanna, en ekki vegna breiðra lenda minna brjóstanna mjúku. En það verður ekki á allt kosið og ef til vill mun ég rétta þér höndina síðar þegar tímaglasið hefur sáldrað árunum niður þröngan háls sinn. En Ijóð mín bíða áfram eftir að þú elskir þau enn meira. Höfundur er kennari og skáld. GUÐMUNDUR HERMANNSSON Vorkoma Hvar ertu kæri þrösturinn minn? komdu ef þú getur þú hefir vonandi þraukað af þennan kalda vetur Höfundur er fyrrverandi yfirlögreglu- þjónn f Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. MAÍ1993 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.