Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1993, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1993, Blaðsíða 9
ÚLFUR HJÖRVAR fjallakyrrð Mynd: Tryggvi Ólafsson hljótt kyrrum væng markar hrafn skil gróðurs og auðnar sólstilla hljótt Höfundur er rithöfundur og býr nú í Danmörku. Þar býr höfund- ur myndarinnar einnig. Þrátt fyrir gott árferði á íslandsmiðum á undanförnum missirum þá hefur víð- átta þeirra svæða á norðanverðu Norður-Atlantshafi, sem eru kjörsvæði þorsks, í lieild stórlega minnkað frá því sem var þegar best lét, frá um 1920-1965. ályktanir sem draga má af því sem segir í þessum pistli. 1. Mikil hnignun þorskstofna í Norður-Atl- antshafi síðustu áratugi er augljós. 2. Ætis- eða veiðilendur þorsks á þessu svæði hafa minnkað frá sjöunda áratugnum frá því sem var í góðærinu 1920-1965. 3. Þáttur umhverfis er óumdeilanlegur, spurningin er ekki hvort, heldur hvernig og hve mikið. 4. Vont árferði á íslandsmiðum skilar lé- legri nýliðun (nær 100%), stór stofn og gott árferði gefur góða raun í nýliðun (50%) en lítill stofn undanfarinna ára aftur lélega nýliðun bæði í góðu og vondu árferði. 5. Svonefnd grisjun miðuð við ríkjandi aðstæður í sjónum er ófær leið. 6. Sókn til hins ýtrasta í fullnýtta físki- stofna við versnandi umhverfisskilyrði leiðir til hruns. Tímabundið góðæri gefur aðeins stundarfrið. 7. Að reyna að kenna einhverju öðru um en samspili umhverfis og sóknar er rangt. 8. Gerum okkur grein fyrir því að fyrst og fremst er um atburðarás í sjó að ræða og viðbrögð ástands sjávar og lífríkis við ytri skilyrðum eru margslungin. 9. Leitum áfram að sambandi eðlis- og lífástands, minnug þess að um flókin ferli er að ræða sem láta ekki nauðsynlega að fullkominni stjórn við tölfræðilegar úttektir vegna ónógrar þekkingar og þá ófullkominna líkana. 10. Enn sem komið er virðist ferlið milli ástands sjávar og fiskistofna sýna samhengi í mjög stórum dráttum, samhengi sem ber að taka alvarlega. 11. Tiltölulega fáar hrygnur geta skilað góðri nýliðun, en þegar margar hrygnur hrygna vítt og breytt eiga þær vaxandi möguleika til að ná árangri, þótt e.t.v. sé það samt aðeins lítill hluti þeirra sem honum nær. 12. Stofnstærð þorsks á íslandsmiðum virðist sýna 8-12 ára sveifiu. Hvort gömlu hrygnurnar eða samsvarandi sveifla í árferði í sjónum ræður ferðinni, eða hvoru tveggja, skal ekki fullyrt um enn sem komið er. 13. Lífbeltið í hafínu getur farið eins og á landinu þannig að landsmenn standi að lokum ekki aðeins í skuld við kjarrskóginn heldur og fiskistofna. 14. Stöndum vörð um fiskistofna og haf- rannsóknir en verum einnig vökul fyrir öðr- um möguleikum til hagsældar en miklum afla. Guðlaun fyrir lífíð í landinu Heímildir: Gunnar Böðvarsson og Jón Jónsson 1961. Fluctuations in Marine Population in Icelandic Waters. Nature 92. Konráð Þórisson 1991. Lesbók Morgunblaðsins 23. nóv- ember. Kristján Þórarinsson 1992. Lowestoft úttektin og ástand íslenska þorskstofnsins. Útvegurinn 2.1. Jakob Jakobsson 1980. The North Icelandic herring fish- ery and environmental conditions. Rapp. P.-V. Réun. Cons. int. Explor. Mer., 177. Jakob Jakobsson 1992. Recent variability in Fisheries of the North Atlantic. ICES mar. Sci. Symp., 195. Magnús Jónsson 1992. Þorskurinn og veðrið. Víkingur 11-12. Ólafur S. Andrésson 1992. Hlaupaþorskur. Morgunblaðið 7. júní. Sigfús A. Schopka 1992. Þorskur, Lífríki sjávar. Náms- gagnastofnun og Hafrannsóknastofnun. Steingrímur Jónsson 1992. Wind stress curl over the Nordic Seas and its relation to hydrographic variability. ICES mar. Sci. Symp., 195. Svend-Aage Malmberg og Artúr Svansson 1982. Variati- ons in the physical marine environment in relation to climate. ICES C.M. 1982/Gen:4. Svend-Aage Malmberg og Stefán S. Kristmannsson 1992. Hydrographic conditions in Icelandic waters, 1980-1989. ICES mar. Sci. Symp., 195. Unnsteinn Stefánsson og Guðmundur Guðmundsson 1969. Hydrographic conndition off the northeast coast of Iceland in relation to metéorological factors. Tellus, 21 (2). Þórunn Þórðardóttir 1986. Timing and duration of spring blooming south and southwest x>f Iceland. Role of fresh- water outflow in coastal marine ecosystem. Ed. S. Skre- slet. NATO ASI series G7. Þakkarorð: Þökk sé öllum þeim sem hafa gefið góð ráð í sambandi við þessa grein, bæði félögum innan sem utan Hafrannsóknastofnunarinn- ar. Sérstaklega ber að nefna Ingvar Hall- grímsson, fiskifræðing, sem bætti bæði stíl og efni, Gunnar Stefánsson, tölfræðing og Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðing, sem báðir komu með þarfar ábendingar og að lokum Sigrúnu Jóhannsdóttur, ritara á Haf- rannsóknastofnun, fyrir góða ritvinnslu og frágang á greininni og Guðmund Sv. Jóns- son, rannsóknamann á sama vínnustað, fyrir gerð myndefnis. Greinin hlýtur þó að vera á ábyrgð höfundar. Höfundur er haffræðingur. Hinir útskúfuðu Utskúfunarkenningar þykja vafasamar. Kalvínistar voru vændir um það á sínum tíma að úrskurða fólk til helvítis. Kom þár margt til, velgengni þótti meðal kalvínskra benda til útvalning- ar, einnig góður námsárangur í skólum og skikkanlegt líferni. Til þess að útvaln- ing og útskúfun væri gjörleg, þurftu menn þó að reyna hvað í þeim byggi, m.a. taka próf. Reynslan af þeim var lögð til grund- vallar dómsniðurstöðu, það var ekki hægt að úrskurða þá á barnsaldri til eilífrar útskúfunar, því að þá var sú trú manna að hið óvænta geti alltaf átt sér stað, jafn- vel á miðjum aldri eða á efri árum. For- sendur að útskúfuninni eða útvalningunni höfðu sinn tíma, reynslutíma, próf. Á þessu varð breyting þegar hin vísinda- lega samfélagsfræði var fundin upp, en með henni og reyndar driffjöður hennar var hinn vísindalegi sósíalismi til. Þá lágu flest mannleg vandamál ljós fyrir. Vísinda- leg gjörþekking á samfélagsferli, og hvað einstaklinginn varðaði þá komu sálfræði- vísindi til aðstoðar, en samkvæmt þeim var fátt auðveldara en að kortleggja hvern einstakling og móta hann til þeirrar gerð- ar sem var framsæknu vísindalega upp- byggðu samfélagi nauðsynlegt og honum sjálfum fyrir bestu. En því miður reyndist svo þegar nánar var athugað, að samkvæmt faglegum rannsóknum sálfræðinga og kennslufræð- inga sem gjörþekktu vitsmunagerð ein- staklingsins og þau lögmál sem sama gerð lýtur, að þroskinn virtist mismunandi í sama aldursflokki (en samkvæmt kenning- unum er hann bundinn við aldursþroska). Við þessu var ekkert að gera. Kennarar lærðir í sálfræði, félagsþroska og innviðum félagshyggjunnar hlutu þann starfsvett- vang að „meta“ vitsmunastig hvers nem- anda, þroska hans til náms og ekki síst félagsþroska. „Matið“ kom í staðinn fyrir kennslu og próf og þá slæmu innrætingu sem tíðkast hafði í elítu-skólum fortíðar- innar. Það hófust viðamiklar kennslufræðileg- ar þroskamælingar innan skólaþróunar- deilda og skólarannsóknardeilda og sjá, út kom viðmiðunar hlutfall, þar sem fjórð- ungur allra nemenda var talinn á því vits- munaþroskastigi að þeir yrðu aldrei færir um að geta stundað nám, sem krefðist vitsmunalegra forsenda. Hinir glöggu matsmenn skyldu annast úrskurðinn þegar í fyrstu bekkjum grunnskólans. Það þýddi ekkert að reyna að lagfæra þetta, því að ítroðsla op utanaðbókarlærdómur var stranglega bannaður ásamt prófum og sá nemandi sem ekki gat inntekið námsefnið með leitaraðferð eða gegnum húðina var ekki og kæmist aldrei á það þroskastig að honum eða henni yrði æðra nám gerlegt. Þessar kenningar voru og eru vísinda- lega sannaðar og falla að þeim metnaðar- fullu uppeldismarkmiðum sem stefnt er að til sköpunar enn metnaðarfyllra og vís- indalega uppbyggðs samfélags. Á þennan hátt kom nefnilega í ljós að talsverður þorri unglinga var þegar á barnsaldri útskúfaður, fordæmdur og í rauninni einskis nýtur þjóðfélagsþegn. Það var óþarfi að þessir útskúfunar-kandídatar gerðu einhveijar tilraunir til þess að forð- ast dóminn og leituðust við að ganga und- ir þá „hina sálfræðilega upplýstu tækni sem gæti gert þeim fært að skynja hin faglega sálfræðilegu markmið“ mats- mannanna. Þar skortir viðkomandi vits- munaþroska. Útskúfunin tekur því gildi snemma í bekkjum grunnskólans og það verður ekki aftur snúið. Kalvínistar drógu þó dóminn oft fram á efri ár. SIGURLAUGUR BRYNLEIFSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. MAÍ1993 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.