Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1996, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1996, Blaðsíða 6
ÞRJAR SYNINGAR VERÐA OPNAÐAR I NYLISTASAFNINU UM HELGINA GRÓTESKUR OG HIMNARÍKI SAMSÝNING þeirra Hrafnkels Sig- urðssonar og Daníels Magnússonar verður opnuð í dag klukkan 16 í Nýlistasafninu. Hrafnkell Sigurðsson útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskólanum árið 1987 og nam við Jan Van Eyck akademíunni í Maastricht frá 1988-1990. Hrafnkell sýnir í neðri sal og í gryfju og uppi á palli er einnig verk eftir Hrafnkel sem nefnist ,s2119“. „Þetta er myndræn útfærsla á ljóði. Eg sé fagurfræði í þessari tölu og mér finnst hún falleg,“ segir Hrafnkell um „2119“ sem gert er úr fylltu gerviefni, en verkið á sér skírskotun til hæsta tinds landsins. Nælonhúðaðir basaltmolar mæta sýn- ingargestum er þeir ganga inn í neðri sal safnsins. Hrafnkell segir að meginhugsun þessa hluta sýningarinnar sé leit sem hefj- ist á jafnsléttu. „Mig dreymdi draum um silfurstein á steingólfi og einn þeirra var hola sem breyttist í helli er ég nálgaðist. Ég skreið inn í hellinn með eldskörung sem líktist sverði og otaði því að rauðglóandi svæði þar sem hellirinn greindist í margar áttir," segir Hrafnkell. Þannig má sjá næsta hluta sýningarinnar í gryfjunni sem fram- hald af drauminum að sögn Hrafnkels. Tölvuunnu ljósmyndirnar sem þar hanga tók Hrafnkell með Gunnari Kristni í Þórsmörk. „Þessum myndum svipar til „faces“ sem ég sýndi í London fyrir nokkru. Þetta mætti kalla gróteskur og margir hafa sagst hafa séð eitthvað kynferðislegt í þeim, en gró- teska tengist orðinu grotto sem þýðir hellir þannig að tenging sýningarhlutanna verður enn meiri vegna þess. Vegna lífsins í mynd- unum má kalla þær náttúrulífsmyndir," segir Hrafnkell. Uppi á palli yfir „2119“ er verk Daníels Magnússonar er nefnist Himnaríki. Daníel leggur til þrjú verk á samsýningu þeirra Hrafnkels, tvo skúlptúra og eina lágmynd. Segir Daníel að verk sín skýri sig að mestu sjálf og einfaldleikinn einkenni þau. „Ég kýs að gefa áhorfendum engar forsendur þegar þeir skoða mín verk,“ segir Daniel. Á sýningunni gerir hann íslenska bók- menntaþjóð að yrkisefni sínu í verkinu Bókahilla fyrir tvær mannlegar bókastoðir. „Þetta geymir hugtakið íslensk bókaþjóð og í raun má segja að þema sýningarinnar sé geymsla. Daníel hefur tekið þátt í samsýningum heima og erlendis síðan hann lauk námi í Myndlista- og handíðaskólanum og einnig hefur hann sett upp einkasýningar heima og erlendis. Morgunblaðið/RAX Danfel Magnússon: „Mín verk skýra sig sjálf. Hrafnkell Sigurðsson innan um nælonhúðaða basaltmola. Eydís Franzdóttir og Brynhildur Ásgeirsdóttir. Sumartón- leikar í Grindavíkur- kirkju í JÚLÍMÁNUÐI verða haldnir þrennir tónleikar í tónleikaröðinni Sumartónleikar í Grindavíkur- kirkju. Verða fyrstu tónleikarnir á morgun, sunnudaginn 14. júlí, þeir næstu sunnudaginn 21. júlí og röð- inni lýkur sunnudaginn 28. júlí. Allir tónleikarnir hefjast klukkan 17 og er aðgangur kr. 500 fyrir 15 ára og eldri. Á morgun standa Eydís Franz- dóttir óbóleikari og Brynhildur Ás- geirsdóttir píanóleikari í eldlínunni, 21. júlí halda Ásdís Arnardóttir sellóleikari og Jón Sigurðsson píanóleikari tónleika og þann 28. júlí koma Sigurður Bragason barítonsöngvari og Hjálmur Sig- hvatsson píanóleikari i heimsókn. Tvær sýningar í Þjóðarbókhlöðu í SUMAR eru tvær sýningar í gangi á vegum Landsbókasafns Islands-Háskólabókasafns. Á ann- arri hæð í Þjóðarbókhlöðu er sýn- ing á verkum breska skáldsins Williams Morris og á fyrstu hæð er sýning haldin í tilefni af 150 ára afmæli Handritadeildar og er sýnishorn margra helstu dýrgripa safnsins, svo sem Passíusálma Hallgríms Péturssonar, íslands- klukku Halldórs Laxness og kvæða Jónasar Hallgrímssonar. Sýning- arnar standa til 15. ágúst og eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17. Auk þess er sýningin á verkum Morris opin frá kl. 13-17 á laugar- dögum. HÖFÐA ÞÓRODDUR Bjarnason opnar sína fyrstu myndlistarsýningu í setu- stofu Nýlistasafnsins klukkan 16 í dag. Inntak sýningarinnar lýt- ur annars vegar að upphafi sýningarfer- ils Þóroddar sjálfs þar sem hann leggur áherslu á að byrja með hreint borð, og hins vegar því að höfða til samkenndar fólks. „Eg sýni myndband þar sem ég þríf setustofuna hátt og Iágt, en það á að fullvissa áhorfendur um að ég byrji í hreinum sal,“ segir Þóroddur. „Hreinleikatilfinning höfðar til allra og meginhugsunin er sú, að höfða til samkenndar fólks þó ekki sé nema í nokkur andartök. Eg hef Iagt mig fram um að grípa þessi augnablik þar sem allir finna fyrir því sama og þetta má auðveldlega heimfæra upp á augnablik samkenndar í víðari skilningi eins og þegar Islendingar hittast erlendis eða fólk sameinast um tilfallandi upplifan- ir,“ segir Þóroddur. Á sýningunni hangir Ijósmynd til áhersluauka af Þóroddi með þau hreinsi- TIL SAMKENNDAR FÓLKS efni sem hann notaði við þrifin og segist hann vera búinn að vinda hálfan salinn ofan í klósettið. Varla er það ofmælt að setustofan sé ilmandi hrein þegar inn í hana er komið og að sögn Þóroddar er hugmyndin með hreinsiefnunum sú að þau hlutgeri samkenndina. „Þetta hefur líka breiðari skírskotun vegna þess að þar sem ég er að henda reiður á þekktri tilfinningu með þrifunum, gef ég líka fordæmi fyrir því að henda reiður á öðr- um kenndum þ.e. að grípa augnablik og ljá þeim Iif,“ segir Þóroddur. „Mín list- sköpun lýtur aðallega að hinu lifandi, sem má skýra á þann hátt að máli maður mynd af manneskjum verður það ekki annað en eftirmynd. Samsetning hreinsi- efna sem Þóroddur notar í setustofunni er handahófskennd en hann segist hafa kannað fletina í setustofunni og fundið bestu fáanlegu efni fyrir hvern flöt. „Hér er kopar, gler og málning og þegar þetta hefur allt verið rækilega þrifið mun fólk sameinast um stund í hreinleikanum.“ 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13.JÚLÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.