Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1996, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1996, Blaðsíða 8
EINBÝLISHÚS í Garðabæ. Arkitekt: Högna Sigurðardóttir, 1968. Núng stendur yfir í Tjarnarsal Ráóhúss Reykjavíkur sýning um íslenska byggingarlist og hefur hún sérstöðu í þá veru, aó þaó eru danskir arkitektar og kennarar vió Arkitektaskól- ann í Arósum sem hafa valið myndir af þeim húsum sem þeim þóttu bezt á Islandi. GISLI SIGURÐSSON hitti að máli Guómund Gunnarsson arkitekt, sem var tengilióur á Islandi og safnaði saman myndefni. GLAUMBÆR í Skagafirði. Torf. MEÐ GLOGGU GES SAFNAHÚSIÐ við Hverfisgötu. SETBERGSSKÓLI í Hafnarfirði. Arkitektar: Björn Hallsson HAMRAS Arkitekt: J. Magdahl Nielsen, 1907. og Jón Þór Þorvaldsson, 1990-1993. Gui Sýning á íslenzkri byggingarlist sem upp var sett í Danmörku í tilefni 50 ára afmælis lýð- veldisins 1994, er komin hing- að. Hún var opnuð fyrir þrem- ur dögum og mun standa út júlímánuð. Þá mun hún raunar halda áfram til Færeyja, Nor- egs og Svíþjóðar. Enda þótt tilefnið væri lýðveldisafmælið, skiptir það út af fyrir sig ekki miklu máli, heldur hitt að það er afar áhugavert að fá lærða og þjálfaða greinendur til þess að leggja mat á það hvernig við höfum byggt og hvern- ig við byggjum. Hér gildir enn sem fyrr, að glöggt er gests augað. Það hefur verið lenzka að telja íslenzkum arkitkektúr flest til foráttu og rétt er það að hann hefur átt sín mögru ár, ekki sízt uppúr miðri öldinni þegar afurðir módernis- mans urðu á tímabili æði fátæklegar. En sú lægð var ekki bara yfír Islandi, heldur víðast hvar annarsstaðar í hinum vestræna heimi. Og væri kíkt austur fyrir Jámtjaldið, var auðvelt að finna margfalt hryggilegri dæmi um heilu borgirnar. Áhugamenn um íslenzka byggingarlist eru að ég held sammála um, að Eyjólfur hafi verið farinn að hressast allverulega um það leyti sem þjóðin hélt uppá hálfrar aldar lýð- veldisafmæli. Af þeim myndum sem hér hafa verið valdar til birtingar má sjá að veruleg tímamót hafa orðið um og eftir 1990. Það var hinsvegar fróðlegt að fá hlutlaust mat á því frá erlendum fagmönnum. En hvernig mátti það verða að slíkt kæmi til? Aðdragandi sýningarinnar á íslenzkri bygg- ingarlist er sá, að Torben Rasmussen, þá for- stöðumaður Norræna Hússins í Reykjavík, beitti sér fyrir íslenzkri viku í Árósum og tilefn- ið var lýðveldisafmælið. Þar var þá haldin sýn- ing um ísland almennt og bar hún heitið Is- land erlandet. Hluti sýningarinnar var framlag Arkitektaskólans í Árósum: Sérsýning um ís- lenzka byggingarlist. Málið hafði átt nokkurn aðdraganda. Haust- ið 1993 hafði skólinn samband við Guðmund Gunnarsson arkitekt, sem er gamall nemandi skólans og síðan var ákveðið í samráði við Arkitektafélagið og Norræna Húsið að stuðla að þessari sýningu. Eftir það varð Guðmundur lykilmaður í þessum undirbúningi og fékk hann 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13.JÚLÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.