Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1996, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1996, Blaðsíða 7
Þýski útgefandinn Klaus Hey- mann hefur stýrt Naxos-útgófu sinni í aó veróa ein heista út- gáfa sígildrar tónlistar í heimi meó þaó helst aó vopni aó selja plötur lágu verói. ÁRNI MATTHÍASSON hitti Heymann í stuttri heimsókn hans til Islands fyrir skemmstu, og komst aó því aó hann gerir sér góóar vonir um samstarf Naxos og Sinfóníu- hljómsveitar Islands, ekki síst vió hugsanlega útgáfu á verkum íslenskra tónskálda. r r Morgunblaóiö/Þorkell SIGILD TONLIST ER ALLS STAÐAR Klaus Heymann olli straum- hvörfum í sígildri útgáfu þegar hann hleypti af stokkunum Naxos-útgáfu sinni í Hong Kong. Henni var í upphafi ætlað að þjóna Asíumarkaði' og því var verði diskanna haldið í lág- marki, þeir yfirleitt seldir á þriðjungi þess sem diskar stórfyrirtækjana kostuðu. Með tímanum fór Heymann að fá pantanir frá öðrum löndum og Naxos er nú eitt stærsta útgáfufyrirtæki heims í sígildri tónlist, hefur meðal annars mikla yfirburði hér á landi. Heymann var staddur hér fyrir stuttu, með- al annars til að hitta dreifingaraðila Naxos hér, sem fyrirtækið hefur verðlaunað fyrir góðan árangur, en einnig til að ná tali af forsvarsmönnum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands, en hann vill að Sinfónían hljóðriti öll hljómsveitarverk Sibeliusar fyrir Naxos, aukinheldur sem hann hefur áhuga á frek- ara samstarfi, þar á meðal útgáfu á ís- lenskri tónlíst. Klaus Heymann hefur búið í Hong Kong alllengi og var búinn að koma undir sig fótunum þegar hann kynntist japönskum fiðluleikara, Takako Nishizaki, sem var í tónleikaferð til borgarinnar. „Takako fluttist til Hong Kong og við giftum okkur 1975, en hún fékk ekkert að gera í Hong Kong. Takako er listamaður sem vinnur ekki ef hún hefur ekki að neinu að stefna. Ég lof- aði föður hennar að ég myndi halda henni við æfingar og ákvað að koma henni á út- gáfusamning, en ég dreifði þá plötum fyrir ýmis smáfyrirtæki og hafði ágæt sambönd í útgáfuheiminum. Við byijuðum á verkum Fritz Kreislers, sem dugði henni í tvö ár. Þá var röðin komin að kínverskri tónlist. Hana vildi aftur á móti enginn gefa út svo ég stofnaði Marco Polo-útgáfuna og ein fyrsta útgáfan var kínverskur fiðlukonsert, Fiðrildakonsertinn, sem sló í gegn í Hong Kong. Takako varð stjarna, mér græddist mikið fé og kom traustum fótum undir útgáf- una. Þá var röðin komin að sjaldheyrðum vestrænum verkum." Heymann segist ekki hafa verið ánægður með geisladiskasölu almennt í Austurlöndum og því hafi hann ákveðið að setja á stofn fyrirtæki sem sérhæfði sig í ódýrum diskum sem teknir væru upp á eins hagkvæman hátt og unnt væri án þess að ráða til verks rándýrar stórstjörnur. „Líklega réð mestu um framgang Naxos hvað ég fékk góðan frið til að móta merkið og treysta það í sessi í Hong Kong; menn hafa hugsað sem svo að ekki væri ástæða til að taka mark á biluð- um Þjóðverja í Kína og útgáfunni hans. Kunningi minn sem var háttsettur í evr- ópskri risaútgáfu sagði mér að hann hefði verið viðstaddur stjórnarfund þar sem menn spáðu því að Naxos myndi ekki kemba hær- urnar. Ég hefði varla náð eins langt ef ég hefði byrjað með fyrirtækið í Þýskalandi eða Bandaríkjunum." Heymann segist hafa þurft að glíma við vantrú kaupenda framan af því fólki hafi einfaldlega þótt upptökurnar það ódýrar að þær gætu ekki verið góðar. Þær voru þó það ódýrar að mörgum fannst í lagi að prófa og voru þá komnir á bragðið. í upphafi tí- unda áratugarins fóru gagnrýnendur síðan að leggja við hlustir og gáfu ýmsum Naxos- útgáfum hæstu einkunn. Með tímanum hefur Naxos sótt verulega í sig veðrið víða um heim, er til að mynda orðið helsti útgefandi sígildrar tónlistar í Bretlandi og stendur sterkt að vígi í Þýska- landi og reyndar víðast í Evrópu, en Hey- mann segir að fyrirtækið stefni inn á Banda- ríkjamarkað um þessar mundir. í kjölfar gríðarlegra vinsælda Naxos hafa stórfyrir- tækin tekið við sér og meðal annars gefið út úr uppökusafni fyrri ára á lágu verði. Heymann segist ekki merkja að sú sam- keppni hafi dregið úr velgengni Naxos; fyrir- tækin séu að gefa út sömu upptökurnar aftur og aftur. „Vitanlega er margt eigulegt í upptökusafninu og ég kaupi sjálfur ýmsar plötur á niðursettu verði, en þau hafa ekki brugðist rétt við. Fyrir það fyrsta eru þau of seint á ferð; ég er þegar búinn að gefa út 1.100 titla, og í öðru lagi þá eru þau oft að gefa út annars flokks upptökur sem keppa við stafrænar nýjar upptökur okkar.“ Kýs aö uppgölva nýja listamenn Naxos hefur stefnt að því að gefa út alla sígilda tónlist og ekki nema eina útgáfu af hverju. Þannig er skammt síðan fyrirtækið gaf út píanósónötur Pierre Boulez, sem þykja heldur tormeltar, og að sögn Heymanns hafa selst af þeim 15.000 eintök, sem honum þyk- ir harla gott. Einnig hefur selst vel diskur með verkum Sofiu Gubaidaiinu, væntanlegur er diskur með verkum Arvos Parts, öll hljóm- sveitarverk Lutsolavskys eru á útgáfuskrá og svo mætti lengi telja. Samtímis þessu hefur Naxos leitað aftur í tímann einnig og gefið út grúa diska með miðaldatónlist. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að almennileg útgáfa á klassískri tónlist eigi að gefa út alla tónlist. Það eina sem erfítt er við að eiga er hve höfundarrétturinn af nýjum verkum en dýr, því markaðurinn er svo lítill." Heymann segist hafa það fyrir sið að leita til sérfróðra manna í hverju landi fyrir sig og biðja þá að benda sér á færa listamenn. Framan af hafi hann einkum treyst á hljóm- sveitir og listamenn frá Austur-Evrópu. Eftir því sem útgáfunni óx fiskur um hrygg sóttust margir framúrskarandi vestrænir listamenn eftir því að komast á samning hjá Naxos og ná þannig heimsdreifingu, en Heymann segir að líka hafi listamenn orðið fúsari að taka upp fyrir fyrirtækið væri eft- ir því leitað, aukinheldur sem hann styrki ýmsar keppnir tónlistarmanna víða um heim og komist þannig í kynni við unga listamenn. „Það hefur einnig komið okkur til góða að stórfyrirtækin hafa sagt upp samningum við fjölmarga listamenn og ég gæti nánast fengið hvaða hljóðfæraleikara sem er til liðs við Naxos. Ég kýs þó að uppgötva nýja lista- menn frekar og þannig koinst ég til að mynda í samband við þá sem hafa tekið upp fyrir okkur breska miðaldatónlist og fengið frá- bæra dóma, og einnig annan flokk franskan, sem er einn sá fremsti sinnar tegundar.“ Allir listamenn sem ráða sig til Naxos verða að beygja sig undir það að þeir fá ekki að taka það upp sem þegar hefur tekið upp; allt verður að vera nýtt fyrir útgáfuna. Heymann segir að nóg sé til af píanótónlist og sjái ekki fyrir endann á henni, en fiðlukon- sertar séu aftur á móti á þrotum og fyrir vikið sæki sumir ungir fiðluleikarar það fast að fá að taka upp sitthvað sem áður hafi verið gefið út. Því hyggst Heymann mæta með því að gefa út í samvinnu við tónlistarhá- tíðir ýmislegar upptökur frá þeim sem verði þá seldar á enn lægra verði en Naxos-útgáf- ur í dag, jafnvel tveir diskar á verði eins. „Eina raunhæfa lausnin er aftur á móti að bæta við útgáfuna; að gefa út tónlist sem við höfum ekki þegar gefið út. Það er svo margt sem ekki hefur komið út en ætti að koma út, til að mynda hefur ekkert fyrirtæki enn gefið út heildarverk Beethovens, svo ótrúlegt sem það kann að virðast. Naxos verður því fyrsta fyrirtækið sem gerir það.“ Sibelius og Sinfónían Eins og getið er hyggst Heymann hljóðrita hljómsveitarverk Sibeliusar með Sinfóníu- hljómsveit íslands. Hann segist hafa komist í samband við Sinfóníuna í gegnum umboðs- mann sinn í Bretlandi. Sinfónían hefur gefið út fyrir Chandos og Heymann segir að það hafi skilað henni virðingu, en ekki mikilli útbreiðslu, að minnsta kosti ekki á Naxos- mælikvarða. „Hver Naxos-útgáfa af Sibeliusi í flutningi Sinfóníunnar á eftir að seljast í tíföldu upplagi á við það besta sem seldist af upptökum hennar á vegum Chandos og gefur augaleið hve miklu það skiptir fyrir hljómsveitina." Einnig segist Heymann hafa fullan hug á að gefa út íslenska tónlist í flutningi Sinfón- íunnar. „Við erum stærsta útgáfufyrirtæki sígildrar tónlistar á Norðurlöndunum, höfum mikla yfirburði í Svíþjóð og Noregi, ráðum rúmlega þriðjungi markaðar í Finnlandi og Danmörku og höfum yfirburði hér, með um 60% markaðshlutdeild. Okkur þykir því væn- legt að taka upp norræna tónlist á Norður- löndunum, því markaðurinn er okkur mikil- vægmr. Margar upptökur okkar frá Norður- löndum hafa líka selst afskaplega vel, til að mynda hafa upptökur Einars Steens Nökk- elbyes á píanóverkum Griegs selst mjög vel. Það er undir Sinfóníunni komið hvort hún hefur tíma til að hljóðrita fleira en Sibelius, en ég myndi einnig gjarnan vilja hljóðrita kórverk ef hér væri til góður kór, því við erum sem stendur ekki í sambandi við neinn slíkan.“ Klassik sem ekki er klassik Eins og fram hefur komið er Naxos orðin helsta útgáfa sígildrar tónlistar víða í Evr- ópu, komst meðal annars á toppinn i Bret- landi snemma á síðasta ári, og Heymann segir að fyrirtækið hafi algjöra yfirburði sé litið til þess að mikið af því sem stórfyrirtæk- in selji sem klassík sé alls ekki klassík; rétt- ara sé að kalla það popptónlist. „Þau eru að selja tenórana þijá,- eða munkana, eða Hildeg- ard af Bingen með danstakti, sígilda tónlist fyrir ástaratlot eða fyrir matinn. Ég er alfarið á móti því að þynna út klass- íska tónlist til að laða að fleiri kaupendur því þeir munu bara halda áfram að kaupa styttu útgáfurnar með danstaktinum, en leita ekki í átt að upprunalegum útgáfum. Safn- plöturnar seljast í stórum upplögum með miklum auglýsingagangi, en þær auka ekki markaðshlutdeild sígildrar tónlistar til lengri tíma litið. Þegar tenóramir þrír vora hvað vinsælastir jókst sala á klassískri tónlist um 10% á heimsvísu, en þegar fólk missti áhug- ann á þeim aftur fór allt í sama farið. Útgáf- an markaðssetti plöturnar sem poppplötur og þær náðu poppsölu, en hún gerði ekkert til að nýta sér söluna til frambúðar, til að mynda að reyna að vekja áhuga fólks á óper- unum sem arírarnar voru úr. Jafnvel má kenna vinsældum tenóranna þriggja um stór- an hluta þess sem farið hefur úrskeiðis, því þegar platan þeirra varð metsöluplata fóra útgáfurnar að hugsa um það eitt að fínna aðra metsöluplötu til að raka saman stundar- gróða, en ekki að byggja upp fýrir framtíðina og reyna að fjölga langtímakaupendum. Það eru ekki lengur tónlistarmenn sem stjórna ferðinni heldur eru það markaðsfræðingar og auglýsingahönnuðir." Sigild tónlisl er all> staóar „Það koma út fimmhundruð titlar á mán- uði, en fyrir tíu árum eða svo voru útgáfurn- ar hundrað og fyrir tuttugu árum kannski fimmtíu. Plötukaupendum hefur ekki fjölgað að saman skapi, reyndar er klassík lægri prósenta af heildarsölu en var fyrir nokkrum árum, og því geta stórfyrirtækin ekki lengur treyst á að þau selji tuttugu- til þijátíuþús- und eintök af hverri útgáfu, ekki síst ef iit- ið er til þess að gamlar upptökur þeirra eru enn á markaði og í mörgum tilfellum mun betri en það sem þau era að gefa út nýtt. Útgáfukostnaður hefur hækkað til muna, ekki síst vegna þess að listamenn fá sífellt hærri laun, og því tapa útgáfurnar. Fyrir vikið hafa þær dregið úr útgáfu á sígildri tónlist og ég spái því að þær eigi flestar eftir að leggja aðaláherslu á poppklassík í framtíðinni og að selja útgáfur úr segul- bandasafni sínu. í þeirra stað koma smáfyr- irtæki eins og Hyperion og Bis, sem sér- hæfa sig í ákveðinni gerð tónlistar og lifa góðu lífi á því. Sígild tónlist er alls staðar, útvarpsstöðv- ar senda út klassík allan sólarhringinn, hana má heyra á útvarpsrásum allra gistihúsa, í flugvélasætum, í auglýsingum og kvikmynd- um, og víða í Asíu eru strengjakvartettár í hótelanddyrum. Fólk er því sífellt að hlusta á klassíska tónlist en það fer samt ekki í verslanir að kaupa sér diska og allra síst á háu verði. Ef stórútgáfurnar ná ekki að leysa úr þessum vanda á markaðshlutdeild Naxos eftir að aukast ár frá ári eins og hingað til.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. JÚLÍ 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.