Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1996, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1996, Blaðsíða 11
BLOÐBERGIÐ ILMAÐI MEST SMÁSAGA EFTIR SIGRÚNU ODDSDÓTTUR H ÚN hljóp yfir kastalahól- inn, það var þar troðning- ur í votu grasinu og í suðurbæinn. Kastalinn var klettabelti utan í hólnum og kastalabrekk- an græn og brött í kring. í kastalanum átti dóttir hjónanna í norðurbænum bú, þar var gömul eldavél, ketill og fleira. Kastalinn opnaðist eins og göng inn í grænan hólinn, svört göng inn í iður jarðar, dyr að álfheimum. Það var alveg bannað að hlaupa yfir hólinn, þar skyldi farið hljóðlega. Af hólnum var undurfagurt útsýni út á nesið og yfir fjöruna, og þver- hnípt klettabelti niður að sjó fyrir neðan norðurbæinn. Til suðurs voru suður- og vest- urbærinn og hlaðið á milli, og kirkjan. Eina kirkjan á landinu sem kirkjudyrnar sneru til austurs. Handan við hlaðið var líka kamar- inn, sem áður hafði verið gamli kirkjutum- inn, en þjónaði nú þessu mikilvæga hlutverki í lífi fólksins. Hann lauk síðar ferðinni sem eldiviður í gömlu kolavélinni í suðurbænum þegar tímar liðu. Það hafði rignt um morguninn og það leið að hádegi, þau höfðu verið að sjóða slátur í norðurbænum og nú hljóp hún yfir hólinn og hundarnir, með heitt slátrið í plastpoka. Hún hugsaði um það eitt að komast heim með slátrið. Mikið hlakkaði hún til að bragða á því. Efst á hólnum gerðist það, pokinn undan slátrinu gaf sig og heitir keppirnir ultu niður á jörðina. Burt! Burt! Kallaði hún á hundana sem hámuðu í sig það sem þeir náðu til. Hún tíndi upp það sem hún gat, grösugt og sprungið slátrið. Hún var gráti næst. Skömmin, skömmin að hlaupa yfir hólinn, skammastu þín, skammaði hún sjálfa sig upphátt og í hljóði. Seinna sótti hún hjartasalt í brauð og lokið úr plasti faukaf á hólnum, nákvæmlega á samastað og slátr- ið hafði oltið úr pokanum. Álagablettur, sagði gamla fólkið, og „þú veist þú átt ekki að hlaupa yfir álfhólinn, fólkið þar vill fá að vera í friði". Allt er þegar þrennt er og hún datt eina ferðina enn yfir hólinn og kastalinn utan i brekkunni. Hefði átt að fara brekkuna hugsaði hún, búin að höggva sundur hnéð á buxunum svo lagaði blóð úr sári á hnénu, en það var verra með buxurnar. Hún fór ekki aftur yfir hólinn, heldur ýmist kastala- brekkuna, bratta, svo hún gekk skökk, annar fóturinn ofar en hinn, eða nær sjónum fyrir neðan hólinn. Utan í brekkunni ilmandi og sæt blómin af bláum umfeðmingnum svo góð á bragðið. Þegar rigndi stórir svartir brekku- sniglarnir, — lófastórir. Stundum örlitlar rauðar og svartar maríuhænur, svo þú gast óskað þér. Húsið var gamalt, hvítmálað bárujárn með rauðu þaki, tveir kvistir vísuðu niður traðirn- ar, virðulegt gamalt hús, áfastur skúr, steypt- ur með torfþaki, þar utar kolageymsla og innangengt í fjósið, gegnum það í hlöðuna. Moldargólf, en veggirnir steyptir úr hand- hrærðri steypunni, — mölin úr veggjunum farin að molna. Úr skúrnum gekkstu lika upp þrep og inn í íbúðarhúsið. Á gólfinu strig- amottur, úr ganginum í búr og utar salerni, inn í eldhúsið um lágar dyr, þar við hliðina upp á loftið, en innst gömul og massív skips- hurð, reki og á henni kringlótt lúga með sveif sem opnaði eða lokaði loftlúgunni. Þar fyrir innan svefnstofa bræðranna á bænum. I skúrnum og ganginum sterk lykt manna og dýra. Eldhúsið var aðalvistarvera hússins, kolaeldavélin, beint á móti dyrunum, eldhús- bekkur og skápur dyramegin og vaskur með eina krananum innan húss. Vatnið mórautt úr mýrarkeldunum í kring. Legubekkur, matarborð og skápur í innri hluta eldhúss- ins. í skápnum neftóbak í stórri dollu og al- manak þjóðvinafélagsins,' sem sagði ná- kvæmlega til um flóð og fjöru. Á eldhúsgólf- inu hleri sem opnaðist niður í kjallara með moldarveggjum og gólfi, þar niðri skilvindan, skyrsían og eldgamall bijálaður bröndóttur köttur. Og í húsinu stelpa úr Reykjavík, löng og mjó með þunnt ljóst hár og gráblá augu. Hún sótti kýmar og rak. Fór i sendiferðir og rakaði saman heyi, en las aðallega Æsk- una, innbundna frá upphafi, fann hlutina í felumyndunum og las rómantískar þýddar sögur sunnan úr álfum um litla lávarða og fátækar stelpur sem urðu ríkar af því að mamma þeirra hafði dáið þegar þær fæddust og skilið eftir nisti með mynd af sér, sem ríki og harðlyndi baróninn, afi þeirra, þekkti aftur. Grét og faðmaði að sér eina barnabarn- ið sitt, eftir mikinn misskilning og vitleysu. Hann sat í sterkbyggðum stólnum, í stóra salnum með þungu plussgluggatjöldunum og landareignin gífurleg, og arfleiddi eina barna- barnið sitt að öllum þessum auði. í suðurherberginu tágastóll sem hafði rek- ið að landi, rúmið frænku hennar voldugt úr dökkum viði með stórum kodda og undir koddanum leyndarmálin. Margt mikilvægt geymt undir koddanum. Koddinn læst hirsla, enginn vogaði sér að lyfta og gægjast. Begon- íurnar í glugganum, rauðar, hvítar og bleik- ar. Stuttur og mjór beddi hinum megin í herberginu, undir myndunum af svönunum og kettlingum í mjólkurkönnunni, myndum af dagatölum. Einn morguninn vaknar hún á beddanum og Hrútsi hafði fótbrotnað í stíunni um nóttina. Fest fótinn milli trériml- anna, og þau settu spelkur, bambusspelkur og hnýttu fastar, en það greri ekki fótbrotið. Heimalningurinn hennar, sem elti hana hvert sem hún fór og drakk úr fiösku með túttu á. Hrúturinn hennar, aflífaður og svið í mat- inn. Það gerði ekki til með selinn, þótt hann hefði elt hana eftir fjörunni. Selkjötið var gott, saltað úrtunnunni, engin fita, ogkart- öflur. En höfuð vinarins, alla ævi og dóttir hennar sagði löngu seinna. „Ég borða ekki svona ljóta apahausa." Og henni varð heitt innra með sér og fegin. Tryppið hafði verið dregið upp úr skurðin- um og þau vöktu í ljósri sumarnóttinni, það lá á blettinum vestan við hlaðið, en það hafði það ekki. Sumt dó en annað lifði. Hann gekk snemma til náða, — um áttaleytið, en hann var líka snemma á fótum, fremur lágur vexti með mikla skeggrót, grannur á níræðisaldri og hljóp á eftir rollunum, hjólbeinóttur, rak þær úr túninu. Á kvöldin stóð hann á kraga- lausri mislitri milliskyrtunni, nýþveginn og angandi af sterkri sápulyktinni. Hann tekur myndina af henni ofan af klæðaskápnum og kyssir hana, myndina af dökkhærðu konunni með fallega andlitið og þykku fléttumar, konunni hans, sem dó úr spönsku veikinni frá honum.ogþremur bömumþeirra. Hann klökknar og setur myndina hægt aftur á sinn stað. Innan á skáphurðinni band með háls- bindum, ótrúlega mörgum og litríkum með margs konar munstri. Hálsbindin höfðu líka verið hans sem var á myndinni af útskriftar- árgangi Bændaskólans á Hvanneyri, yngsta bróður þeirra. Hans sem hafði dáið svo ung- ur, ekki úr spönsku veikinni, heldur öðm, einhveiju sem ekki var talað um. Svo small í þegar hann renndi klinkunni til hliðar á hurðinni fram í eldhúsið snemma á morgnana og hann gekk út á hlaðið og fyrir homið að gá til veðurs og kasta þvagi, en buna streymdi í kopp innan dyra þegar fleiri vöknuðu, þótt kamarinn væri ekki lengur á hlaðinu og Gustavsbergsklósettið frammi á ganginum. Skömmu síðar byrjaði skarkið í kolavélinni, þegar skörungnum var stungið inn í eldhólf- ið og viðarbútum og kolum. Eldurinn borinn að með logandi pappír. Kýrnar niður tröðina, sandurinn blautur, ljós og nýbyggð hlaðan til hægri handar, hálfkláruð, en neðan við girðinguna til vinstri Seftjörnin, sem var ekki lengur nein tjörn, ekki að ráði, en sefstrá ennþá og hesthúsin við túnið og skemman, þar inni litla hrífan hennar sem afi hafði gert handa henni, sem var ekki afi hennar, heldur bróðir hans, en hún kallaði afa. Hann var blindur en þekkti allt, gat næstum allt, nema að lesa og stund- um lá hann þungur á bekknum í eldhúsinu þegar sólin skein inn um suðurgluggann og fiskiflugan suðaði. Búinn að saga rekaviðinn í brenni, setja í rauðan Carlsberg kassann við vélina og sagið á gólfínu, en stundum hlátur, innilegur, ef sagan var góð í útvarp- inu. Ein framtönn eftir í efri góm, gul tönn og kannski einhverjar fleiri, og hendin strauk um stuttklipptan hársvörðinn, hávaxinn, grannvaxinn gamall maður, augun brostin sem eitt sinn sáu. Hann hafði verið á vertíð á nesinu, róið á áttæringi í vonskusjó til að bera björg í bú. Góðlegt andlitið og þáði með þökkum að stelpan læsi fyrir hann úr bóka- skápnum af loftinu. Litla lávarðinn í bláu, Verksmiðjustúlkuna eftir Charles Garvis, eða úr Grant skipstjóra. Lendingin dg fjaran, ljós sandurinn og all- ar skeljarnar. Hörpuskelin og silfurbobbamir það dýrmætasta og fágætasta, og ígulkerin. Þarna lærði hún svo margt um hafið og líf- fræði hafsins, stelpan úr Reykjavikinni í skærbláum stígvélunum og gulu regnkáp- unni. Pétursskip, egg skötunnar. Kolkrabbi og þangið, og römm lyktin af þanginu. Að- eins ofar í íjörunni melgresið og fagurblá blóm sumsstaðar með ljósgrænum safaríkum blöðum. Svo þegar hún gekk heim ilmaði blóðbergið eins og þúsundir rósa, já, blóð- bergið ilmaði mest eftir rigningu. Hún var blaut á læmnum, því bleytan lak af gulri regnkápunni niður á buxnaskálmarnar. Tágamuran skreið eftir sandinum með gulum blómum og grænum og silfurlitum blöðunum. Þær höfðu leikið sér í tómri hlöðunni, sem var bannsvæði, með gömlu mygluðu heyi. Hún og stelpan úr norðurbænum. Það var kaffitími, vínarbrauð á disknum með blóma- munstrinu og götuðum hliðum og aðeins brot- ið upp úr barminum á einum stað. Þetta var gamalt vínarbrauð, kex og smurt brauð á fati. Fyrst ein brauðsneið og svo sætmeti voru reglur borðsins. Afí situr við borð- sendann með kremgulan bollann og hellir úr honum á undirskálina og sötrar. Sólin skín inn um suðurgluggann og kirkjan hinum megin við hlaðið. Vaxdúkurinn á borðinu grár með bláu og rauðu köflóttu munstri. Þegar stelpan sér marga græna gesti á dúkn- um, litla og reynir að sópa þeim til sín og kremja þá svo lítið beri á. Augu frænku sjá en munnurinn mælir ekki. Nú vita þau þetta með hlöðuna, þaðan eru lýsnar, úr heyinu. Hún skammast sín, bannsettar lýsnar. Köngulærnar eru betri. Hún vaknar með þeim á morgnana. Bústnum búkunum, stór- um, — sandköngulónum. Henni er alveg sama. Sandurinn smýgur líka inn um allt og gegnum allt í þessu gamla húsi. Gólfið í svefn- stofu bræðranna lyftist og hnígur eftir sand- öldunum. Frænka hellir köldu kaffi úr krúsinni á begoníurnar sínar, í mikið bættum gömlum kjól og bæturnar í engu samræmi við efni kjólsins. Þunnar gráar flétturnar niður á bakið og fíngert og fölt andlitið, með vökulum augum sem sjá allt, það er vert er að sjá. Gömul kona, ung í anda, hláturmild og kát eins og stelpa. Hún hefur unun af þjóðlegum fróðleik og krossgátum, en engan sérstakan áhuga á matseld og húshaldi, frekar leiðist það. Hún hefði getað hugsað sér að læra frönsku eins og pabbi hennar kotbóndinn, sem lærði sjálfurtungumál af bókum, meðan krakkarnir borðuðu stropuð svartbaksegg og náðu hrognkelsum úr pollum í fjörunni. Frænka sá líka skafarann, sem er kominn á nýja veginn, sem búið er að leggja yfir mýr- arnar þeirra, og hún stendur við gluggann, gamla konan og lýsir þessu furðulega tæki fyrir bróður sínum, sem liggur á bekknum. Stelpunni sem farin er að nálgast fermingar- aldur fínnst þetta asnalegt, eins og svo margt fleira, eftir að hún fór að eldast og segir svolítið pirruð. „Þetta er bara skafari." Það slær þögn á frændfólk hennar. Kýrnar í fjarska í kíkinum þegar líður að mjaltatíma og stelpan lallar af stað með smalaprikið, stundum langt og einu sinni í þoku villtist hún, rammvilltist hún og fór langt, en kýrnar voru handan við næsta leiti, stutt frá bænum. Hún var stundum svöng, en stundum með mjólkurkex frá kexverk- smiðjunni Esju í vasanum og á því svanur á vatni. Hún tók einn bita og saug hann lengi, lét hann bráðna upp í sér áður en hún tók þann næsta. Hún varð að gæta sín á keldun- um, en hún festist í keldunni og nú varð blátt stígvélið eftir og hún reyndi að hoppa á öðrum fæti en varð aðeins að tilla með rauðum ullarsokknum. Hún reyndi lengi að ná stígvélinu með prikinu, en gafst upp, óð út í og náði því, drullugu innan. Stundum stalst hún til að sitja kú yfir, en það mátti ekki fréttast, þær gátu misst nytina. í kvöldmatnum eru fréttir og veðurfréttir og þunnur mjólkurgrauturinn og súrt slátrið. Stundum stelast eitt eða tvö ár niður kinnar stelpunnar, sérstaklega'snemmsumars, til að salta betur grautinn. Akurhóllinn er fyrir ofan lendinguna og ísleifsstaðir, fjárhúsin. Brunnur með tæru fersku vatni í túninu. Þau eru öll í heyskap og raka og rifja, þegar búið er að slá með orfi og ljá. Skilja mjólkina í dimmum eldhúskjallaranum og strokka smjörið, hnoða það og selja í Borgamesi. Sumir kjósa helst heimagert smjör. Blakkur er í girðingu sunnan við hesthúsið, henni til afnota hvenær sem hún vill og hún nær hon- um, beislar, setur á hann hnakkinn og ríður eftir fjörunni út nesið. Þessi ár eru liðin, en ljós sandurinn í minn- ingunni og ilmur náttúrunnar í vitunum. Gamalt fólk og gott, engar skammir og enda- laus þolinmæði við lítinn stelpukjána úr höf- uðborginni, sem geymir sögumar um Litla lávarðinn, Verksmiðjustúlkuna og Grant skipstjóra í bókahillunum sínum. En best þó í kollinum söguna úr sveitinni á Mýrunum. Höfundur er fréttaritari Morgunblaðsins á Vopnafirói. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. JÚLÍ 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.