Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1998, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1998, Blaðsíða 2
Afmælisár Listasafns Sigurjóns Ólafssonar ÆVISAGA OG YFIRLITSSÝNING í TILEFNI af því, að níutíu ár verða lið- in frá fæðingu Sigur- jóns Ólafssonar myndhöggvara hinn 21. október næst- komandi og því, að tíu ár eru liðin frá opnun Listasafns Sigurjóns í Laugar- nesi gengst listasafn- ið fyrir stórri yfirlits- sýningu á verkum Sigurjóns í Hafnar- borg, menningar- og listamiðstöð Hafnar- fjarðar. Sýningin verður opnuð á af- mælisdegi lista- mannsins. Sama dag kemur út fyrra bindi bókarinnar Sigurjón Ólafsson. Ævi og list I-II, en listasafnið gengst fyrir útgáfu á riti um listamanninn í tveim bindum. Síð- ara bindi kemur síð- an út í apríl á næsta ári. í fyrra bindinu fjallar Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur um æsku Sigurjóns á Eyrarbakka og námsárin í Reykjavík og danski listfræðingurinn Lise Funder m.a. um dvöl hans í Danmörku árin 1928-1945. Síðara bindið fjallar um list Siguijóns eftir heimkomuna frá Danmörku, tímamótaverkin úr steini, portrettmyndimar, jám- og kopar- suðutímabilið, hinar stóm veggmyndir og loks trémyndimar þar sem helstu viðfangs- efni á ferli hans birtast með nýjum formerkj- um. í bókinni er heild- arskrá yfir skúlptúra Sigurjóns og ljós- myndir auk upplýs- inga um sýningarstaði og eigendur. Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns og stjórnandi Sigur- jónssafns segir um bókina að heildar- skráning verka Sigur- jóns muni auðvelda mönnum að skilja sam- hengið í listsköpun Sigurjóns. „Að baki liggur meira en tíu ára starf og jafnframt verða birtar ljósmynd- ir þar sem því verður komið við, þannig að heildaryfirlit fæst yfir veridn, þróunarferli og innbyrðis tengsl þeirra.“ Listasafn Sigurjóns heldur að venju úti þriðjudagstónleikum tíunda árið í röð og verða alls tíu tónleikar í sumar, sérhvert þriðjudagskvöld kl. 20.30. Þrjár gestasýningar verða þá í lista- safninu. Þeirri fyrstu, á verkum Arnar Þor- steinssonar, Ur málmi, lýkur 4. júlí, en önn- ur sýning hefst 11. júlí. Það er Nína Tryggvadóttir, íslensk listakona í New York, valin olíumálverk frá tímabilinu 1960-1968 úr einkasafni Unu Dóru Copley. Þriðja gestasýningin hefst 7. ágúst og nefn- ist Vinarfundir og eru það málverk eftir nokkra vini Sigurjóns. SIGURJÓNSSAFN gengst fyrir bókaút- gáfu og yfirlitssýningu á afmælisári. ISLENSK GRAFÍK í LISTASKÁLANUM í HVERAGERÐI SUMARSÝNING félagsins íslensk grafik verður opnuð í Listaskálanum Hveragerði, laugardaginn 27. júní n.k. Sýning þessi er viðbót við hinar hefð- bundnu samsýningar félagsins sem haldnar eru fjórða hvert ár. A sumarsýningunni sýna 12 félags- menn verk sín, þau Aðalheiður Skarp- héðinsdóttir, Benedikt G. Kristþórsson, Dröfn Friðfinnsdóttir, . Guðný Björk Guðjónsdóttir, Hjalti Einar Sigurbjöms- son, Jóhanna Sveinsdóttir, Jónína Lára Einarsdóttir, Kristín Pálmadóttir, Sig- rún Ögmundsdóttir, Sveinbjörg Hall- grímsdóttir, Valgerður Hauksdóttir og Þorgerður Sigurðardóttir. Öll verkin eru ný og unnin í hina ólíku miðla grafíklistarinnar. Sýningin er opin daglega frá kl. 13.00 -18.00 til 12. júlí. Morgunblaöið/Þorkell GALDRA- LOFTUR Á GEISLA- PLÖTU NÚ standa yfir upptökur á óperunni Galdra Lofti eftir Jón Ásgeirsson. Óperan var flutt á Listahátíð fyrir tveimur árum og syngja sömu söngvcarar nú og þá, nema hvað Krist- inn Sigmundsson syngur hlutverk Gamla mannsins, sem Bjarni Thor Kristinss söng áður. Stjórnandi er Garðar Cortes. Myndin var tekin í vikunni og það eru þeir Loftur Erlingsson í hlutverki andans og Þorgeir Andrésson í hlutverki Lofts, sem syngja um- kringdir hljóðfæraleikurum Sinfóníuhljóm- sveitar Islands. FRÁ sýningarskála íslands á EXPO 98 í Lissabon en í dag er sérstakur íslandsdagur heims- sýningarinnar þar sem fram koma 80 íslenskir listamenn og skemmtikraftar. 80 ÍSLENSKIR LISTAMENN Á EXPO 98 ÁTTATÍU íslenskir listamenn og skemmti- kraftar koma fram í dag á íslandsdegi heims- sýningarinnar EXPO 98 í Lissabon í Portúgal. íslensku menningarfulltrúarnir sem skemmta sýningargestum á 10 stöðum á sýn- ingarsvæðinu í dag eru leikarar og tónlistar- menn frá Leikhúsi frú Emilíu sem flytja óper- una Rhodymenia palmata eftir Hjálmar H. Ragnarsson við samnefndan kvæðabálk Hall- dórs Laxness, Örn Árnason, Skari Skrípó, Leikfélagið Ormstunga, íslenski dansflokkur- inn, Blásarakvintett Reykjavíkur, Tjarnar- kvartettinn og Kammersveit Reykjavíkur. Heiðursgestir á íslandsdegi sýningarinnar eru menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, og kona hans, Rut Ingólfsdóttir. Heimssýningin í Lissabon er haldin með þátttöku 140 ríkja og alþjóðastofnana og er sýningarsvæðið allt um 60 hektarar að stærð. Islenski sýningarskálinn er 650 fermetrar og þar er m.a. að finna margmiðlunarmiðstöð sem veitir gestum ítarlegar upplýsingar um ísland og íslendinga. Þá eru á stórum skjá sýndar ýmsar myndir um íslenska atvinnuvegi, nátt- úru og fleira. Góð aðsókn hefur verið að ís- lenska sýningarskálanum á heimssýningunni og raunar talsvert betri en búist var við en samkvæmt upplýsingum frá Útflutningsráði höfðu tæpar 1,3 milljónir gesta heimsótt sýn- ingarsvæðið 17. júní. Heimssýningunni lýkur 30. september. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúnf Yfírlitss. á verkum Ásmundar Sveinssonar. Gallerí Gangur, Kekagranda 8 Robert Devriendt. Út júní. Gallerí Homið, Hafnarstræti Ólöf Sigríður Davíðsdóttir og Páll Heimir Páls- son sýna til 8. júlí. Gallerí Listakot, Laugavegi 70 María Valsdóttir sýnii- til 5. júlí. Gallerí 20 fm, Vesturgötu 10 Birgir Andrésson sýnir. Handverk & Hönnun, Amtmannsstíg 1 Sigrún Lára Shanko sýnir silkislæður. Til 27. júní. Álafosskvos, Álafoss verksmiðjusölunni Samsýning; Ásdís Sigurþórsdóttir, Björg Örvar, Bjöm Roth, Hildur Margrétardóttir, Inga Elín, Magnús Kjartansson, Óli Már, Ólöf Oddgeirs- dóttir, Tolli og Þóra Sigurþórsdóttir. Galierí Stöðlakot Guðmundur W. Vilhelmsson. Tii 28. júní. Kvennasögusafn, Þjóðarbókhlöðu Ragnheiður Jónsdóttir sýnir. Til. 1. júlí. Gallerí Sævars Karls Gjörningaklúburinn: Dóra ísleifsdóttir, Eyiún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hr- ólfsdóttir sýna til 8. júií. Hallgrímskirkja Málverk eftir Eirík Smith. Háteigskirkja, safnaheimili á tengigangi Sýning á textílmyndverkum eftir Heidi Kristian- sen. Ut júní. Ingóifsstræti 8, Ingólfsstræti 8 Sigurður Guðmundsson sýnir tii 26. júlí. Kjarvalsstaðir Stiklað á straumum. Úrval verka úr eigu Lista- safns Reykjavíkur. Til 30. ágúst. Landsbókasafn íslands, Háskólabókasafn Trú og tónlist í íslenskum handritum fyrri alda. Til 31. ágúst. _ Listasafn ASÍ Ásmundarsalur og Arinstofa: Mannamyndir Á- gústs Petersen. Gryfja: Portrett barna. Til 5. júlí. Listasafn Einars Jónssonar, Skólavörðuholti Opið laug. og sun. kl. 13.30-16. Höggmyndagarð- urinn er opinn alla daga. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7 Kaffistofa: Grafíkmyndir Jóns Engilberts. Út júlí. Sýning á höggmyndum Max Ernst. Til 28. júni. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg Norskar konur sýna textíl og skart. Til 13. júlí. Gallerí Geysir, Hinu húsinu Hjörtur Matthías Skúlason sýnir til 12. júlí. Listasafn Siguijóns Ólafssonar, Laugar- nestanga Úr málmi. Öm Þorsteinsson myndhöggvari. Til 1. júlí. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsinu Konur, úrval úr Errósafni Reykjavíkurborgar. Til 23. ágúst. Mokkakaffí, Skólavörðustíg Jón Gunnar Árnason. Sumarsýning. Norræna húsið Fígúratíf list frá Norðurl. og Þýskalandi. Nýlistsafnið, Vatnsstíg 3b Einar Falur Ingólfsson, Erla Þórarinsdóttir og Harpa Ámadóttir, auk sýningar á bókverkum Dieters Roths til 28. júní. Hafnarborg, Hafnarfirði Sýn. „Hafnarfjarðar-Mótíf ‘ til 3. ágúst. Gerðarsafn, Kópavogi Vignir Jóhannsson sýnir til 28. júní. Safn Ásgríms Jónss., Bergstaðastræti 74 Sumarsýning á verkum Ásgríms. Sjóminjasafn íslands, Hafnarfirði Sumarsýning á ljósmyndum Helga Arasonar. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suð- urgötu Handritasýningin Þorlákstíðir og önnur Skál- holtshandrit. Til 31. ágúst. SPRON Mjódd Harpa Björnsdóttir sýnir til 24. okt. Gallerí Sölva Helgasonar, Lónkoti, Skagafirði Ragnar Lár sýnir til 19. júlí. Sclið, Skútustöðum Sólveig Illugadótth• sýnir. Kirkjulivoil, Akranesi Bjarni Þór sýnir til 5. júlí. Ketilshúsið, Grófargili, Akureyri Guðný Þómnn Kristmannsdóttir sýnir til 5. júlí. Listasafn Árnesinga, Selfossi Inga Margrét Róbertsdóttir sýnir til 28. júní. Listaskálinn, Hveragerði Sumarsýn. fél. íslensk grafík til 12. júlí. Safnahús Borgarfjarðar Daði Guðbjömsson sýnir til 16. ágúst. Hótel Edda, Laugarvatni Elín Rebekka Tryggvadóttir sýnir til 20. ágúst. TONLIST Laugardagur Kvartett Olafs Jónssonar á Jómfrúnni kl. 16-18. Mánudagur Júlí-kvartettinn á sumartónleikum í Stykkis- hólmskirkju kl. 21. Þriðjudagur Þómnn Guðmundsdóttir sópransöngkona, með- leikari Kristinn Örn Kristinsson kl. 20.30. í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. LEIKLIST Borgarleikhúsið Forsalan er hafín á Grease. Frams. 3. júlí. íslenska óperan Carmen negra. Rokk-, salza-, poppsöngleikur, lau. 27. júní, sun., fim., fós., lau. Iðnó Tónleikaröð þri. 30. júní, Þorsteinn Gauti og Steinunn Bh-na. Leikhúsið Ægisgötu 7 Leikskólinn sýnir Sumargesti lau. 27. júní, sun., þri., mið., fím. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birt- ar verði í þessum dálki verða að hafa borist bróflcga eða á netfangi fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. JÚNÍ 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.