Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1998, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1998, Blaðsíða 20
JÓN Gunnarsson: Vetur í Hafnarfirði. 1983. Olía á striga. SVEINN Björnsson: Frá Krísuvík. 1958. Olía á striga. HAFNFIRSKAR UPPSPREnUR í Hafnarborg, menningar- tr og listastofnun Hafnar- fjarðar, stendur yfir málverkasýning sem ber yfirskriftina Hafnar- fjarðar-Mótíf. ASÝNINGUNNI eru olímál- verk og vatnslitamyndir eftir helstu íslensku listmál- arana. Allar eiga myndimar það sameiginlegt að vera blásnar sköpurum sínum í brjóst í Hafnarfírði og nán- asta umhverfi. Tilefni sýn- ingarinnar er níutíu ára afmæli Hafnarfjarðar- bæjar og einnig er þess minnst að fimmtán ár eru liðin síðan hafin var starfsemi í Hafnar- borg. Pétrún Pétursdóttir, forstöðukona Hafn- arborgar, segir að það hafi því legið beinast við áð safna myndum með mótífum frá Hafnarfirði. Meginhluti verkanna er í eigu Hafnarborgar en önnur voru fengin að láni. „Við hjá Hafnarborg leituðum til fólks, sem átti málverk frá Hafnar- firði og í stuttu máli var beiðnum okkar afar vel tekið,“ segir Pétrún. „Fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar lánuðu okkur fúslega myndir sín- ar.“ Segja má að tvennskonar myndefni sé á sýningunni, en annarsvegar lýtur það að myndefni sem staðsetja má í tíma og rúmi og vitnar m.a. um byggingarsögu bæjarins og hinsvegar eru myndir sem tjá sterka huglægni og fela í sér „Hafnarfjarðarstemningar". ÞáHaskil í iisHerli Ásgríms Jónssonar Raunar jaðrar framangreind fullyrðing við óleyfilega einföldun, því velflest verkanna sam- eina hvort tveggja. „Hafnai'firðingar hafa löng- um stært sig af góðum listamönnum,“ segir Pétrún kímin. „En einnig vitnar þessi sýning um hið mikla aðdráttaraíl sem Hafnarfjörður hefur haft á utanaðkomandi listamenn. Eitt sterkasta dæmið sem nefna má um þetta eru verk Ásgríms Jónssonar á sýningunni. Pað . i eiga sér stað þáttaskil í listamannsferli hans um 1930 þegar hann tekur sér íyrir hendur að mála mótíf frá Hafnarfirði. í myndum hans fer að bera á meiri sjónlifun þai' sem hann málar t.d. veður og birtu á einstaklega tjáningarríkan hátt.“ Ásgrímur segir ffá Hafnarfjarðartíman- um í bókinni Asgrímur Jónsson - myndir og minningar, sem Tómas Jónsson færði í letur árið 1956, að bærinn hafi verið sérstaklega skemmti- legur staður fyrir málara, en hann hafi sinnt hbnum minna en ella vegna þess hve mikil um- ferð hafí verið á þeim slóðum. „Eg var sérstak- lega á hnotskóg eftir skrítnum húsum og ein- kennilegum klettum, en nú eru eftirsóknarverð- ustu „mótífin“ horfin með öllu.“ (T.M., bls. 174.) , Pétrún segir að margii' áhorfendur hafi ekki síður unun af því að skoða málverk af húsum sem eiga sér sína sögu og margir bera lof á samviskusemi og nákvæmni málaranna. „Það kemur líka berlega í Ijós hvaða afstöðu lista- ÁSGRÍMUR Jónsson: Vetrarsólhvörf í Hafnarfirði. 1930. Olía á striga. Morgunblaðiö/Amaldur „VIÐ hjá Hafnarborg leituðum til fólks sem átti málverk frá Hafnarfirði og í stuttu máli sagt var beiðnum okkar afar vel tekið,“ segir Pétrún Pétursdóttir, forstöðukona Hafnarborgar. mennirnir taka til umhverfis síns,“ segir hún og bendir á mynd af Hafnarfjai'ðarkirkju eftir Eyjólf Illugason frá 1922, þar sem listamaður- inn hefm' „hreinsað til“ á myndinni, en á þeim tíma sem myndin var máluð voru skúrar um- hverfis kirkjuna, en hafa skyndilega horfið til þess að fagur fjallahringur fái notið sín. Annað dæmi má taka af mynd Eiríks Smiths, Dverga- steini, með persónubundnu sjónarhorni, þar sem æskuheimili Emils Jónssonar fyri-verandi ráðherra er í forgrunni myndarinnar og myndramminn sker turninn af kirkjunni sem í ofanálag er sýnd aftan frá. Nýr sýningarsalur, Apótekið, hefur verið tek- inn í notkun í Hafnarborg og þar stendur yfir ljósmyndasýningin Andlit bæjarins á vegum Byggðasafns Hafnarfjai'ðai'. I sýningarsalnum var rekið apótek í um sjö áratugi, fyrst af Soren Kampmann og síðai' Sverri Magnússyni, sem gaf bænum húseignina og bóka- og listasafn sitt, en húsið sjálft var teiknað af Guðjóni Samúels- syni húsameistai-a ríkisins. Hafnarfjarðar-Mótífum lýkur 3. ágúst og er opin daglega frá 12-18 nema þriðjudaga. Aðgangur er ókeypis. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. JÚNÍ 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.