Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1998, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1998, Blaðsíða 5
1830 kom hann í Bessastaðaskóla og braut- skráðist þaðan vorið 1834. Næsta vetur var hann á Bessastöðum hjá Hallgi-ími Scheving og kenndi sonum hans undir skóla. Haustið 1835 sigldi hann til Hafnar og var innritaður í háskólann 21. desember s.á. Arið eftir tók hann annað lærdómspróf og hlaut fyrstu ein- kunn í báðum hlutum. Síðan hóf hann að lesa lögfræði og lauk embættisprófi 5. nóvember 1841 með fyrstu einkunn bæði í fræðilegri og hagnýtri lögfræði. Pað þótti tíðindum sæta að hann fékk ágætiseinkunn í danski'i réttar- sögu. Slíkt var fágætt meðal íslendinga. Á Hafnarárum Jóns er hans einkum getið vegna kunnáttu sinnar og áhuga á stærðfræði. Það var þrautaráð landa hans að leggja einhverja reikningsþraut fyrir hann til að fá hann til að líta upp úr lögfræðibókum sínum. Líkt og aðr- ir íslenskir Hafnarstúdentar gekk hann í Hafnardeild Bókmenntafélagsins og skrifaði fréttirnar í Skírni 1842 að embættisprófi loknu. Jafnframt vann hann sem sjálfboðaliði í rentukammerinu þar til hann sigldi heim til íslands vorið 1842 með Stykkishólmsskipi og var nýkominn heim á Víðivelli þegar faðir hans andaðist 29. júlí s. á. Allir braedornir i Fjölnisfélaginu. Víðivallabræður voru allir í hinu svonefnda Fjölnisfélagi sem stofnað var 1839 til að halda útgáfu Fjölnis áfram. Bæði Pétur og Brynjólfur birtu þar greinar og gegndu for- mennsku í Fjölnisfélaginu. Þeir voru allir samtímis í Höfn frá haustdögum 1839 til vor- daga 1841 og skrifuðu undir bréf Fjölnis- manna 20. febrúar 1841 til Félagsritamanna um að sameina félögin. Jón skrifaði aldrei neitt í Fjölni og svo fór að hann sagði skilið við Fjölnismenn og fór yfir til þeirra sem stóðu að Nýjum félagsritum 1843. Jón Péturs- son hafði mikið álit á nafna sínum Sigurðssyni og þeir skrifuðust á frá 1842 t.a.m.um þjóð- mál. í bréfum sem fóru milli þeirra bræðra Brynjólfs og Jóns kemur fram að Félagsrita- mönnum þótti góður fengur í Jóni Péturssyni, en honum féll ekki allskostar málflutningur Fjölnismanna. Eftir að Jón lét í haf frá Höfn vorið 1842 sáust hann og Brynjólfur aldrei. Freeðistörf Péturs Péturssonar Pétur Pétursson sótti bæði um Hrafnagil og Breiðabólstað á Skógarströnd og var vígð- ur í Reykjavík til þess síðarnefnda 17. júlí 1836, en kom þangað aldrei.Tæpu ári seinna, 22. apríl 1837 var honum veitt Helgafell og síðar, 26. ágúst s. á. Staðarstaður. Hann þjón- aði Helgafelli í tæpt ár, en fluttist að Staðar- stað vorið 1838. Sama ár varð hann prófastur í Snæfellsnesprófastsdæmi. Hann hafði ekki dvalist árið á Staðarstað þegar syrti að. Eftir að prestshjónin fluttu þangað fór fljótlega að bera á vanheilsu hjá Onnu Sigríði sem ágerð- ist svo að hún andaðist á uppstigningardag 1839. Hinn 18. maí s.á. skrifaði sr. Pétur Bjarna amtmanni Porsteinssyni og óskaði eft- ir nærveru hans og „vera aðalprýði þess litla hóps sem væntanlegur er“ þegar Anna Sigi'íð- ur yrði til grafar borin, „Það áliti eg einhvörn hinn mesta velvildarvott við mig og heiðrun við þá burtsofnuðu" segir í bréfinu. Prests- hjónin voru bamlaus og því autt og hljótt í ranni á Staðarstað eftir lát húsfreyjunnar. Til að svæfa harm sinn brá sr. Pétur á það ráð að sigla um haustið til Hafnar til skipta um um- hverfi og fást við áhugamál sín á sviði fræða- anna. Um sama leyti og sr. Pétur sigldi sótti Jón Jónsson lektor á Bessastöðum um lausn frá skólanum á fullum launum. Sr. Pétur hafði mikinn áhuga á skólamálum og vel kann að vera að utanför hans hafi í og með þjónað því markmiði að taka við stjórn skólans. Jón lekt- or tók umsóknina aftur af því að hann fékk ekki full eftirlaun. Einnig hafði sú hugmynd komið fram að stofna sérstaka kennslustofn- un í guðfræði. Sr. Pétur var fáorður um rann- sóknir sínar í Höfn, en sagði þó í bréfi til Bjama amtmanns Þorsteinssonar 26. mars 1840 að hann hefði varið tímanum til að „skrifa og lesa einkum lagaboð geistlegum viðvíkjandi" og fengið aðgang að skjalasafni kansellísins. Hann taldi sig verja tímanum vel, „og þó eg hafi orðið að steypa mér í skuld- ir, þá hefi eg ekki fyrir mörgum að syrgja“ sagði hann í bréfinu. Friðrik VI. Danakonungur lést 3. desember 1839 og Kristján VIII. tók við völdum. Danska þjóðin vonaðist eftir auknu frelsi við valdatöku hans og bænarskrár þess efnis streymdu til konungs, en undirtektir hans ollu vonbrigðum. íslendingar í Höfn sendu sex manna sveit á fund konungs með ávarp þess efnis að innlendri ráðgjafarsamkomu yrði komið á fót, menntun presta aukin með innlendri kennslustofnun og kjör þeirra bætt, læknisþjónusta aukin og verslunarfrelsi rýmkað. Sr. Pétur var einn þeirra sem gengu á fund konungs og líklegt að þau atriði sem Myndin er í eigu Alþingis. PÉTUR Pétursson, biskup. lutu að aukinni menntun og bættum kjörum presta séu frá honum komin. Um viðtökur konungs komst hann svo að orði í bréfinu til Bjarna: „Hann var sériega náðugur við okkur og hét íslendingum öllum vernd sinni“. Hins vegar gast sr. Pétri ekki að þeirri gagnrýni sem konungur sætti af hendi danskra þjóð- frelsisliða, enda sagðist hann ekki vera „einn af de ultra-liberale“ sem báðu konung um áþekka stjórnarskrá og hann hafði áður fært Norðmönnum. í bréfi 2. apríl 1840 til Bjarna Þorsteinsson- ar kemur fram að sr. Pétur ætlaði upphaflega að vera aðeins vetrarlangt í Höfn, en sú fyrir- ætlun breyttist þar sem hann hafði sent guð- fræðideildinni ritgerð í því augnamiði að fá einhverja háskólagráðu. Hinn 11. maí hlaut hann „Licentiatgráðu" fyrir ritgerð um Tyrannius Rufinus kirkjufóður. Einnig vann hann að framhaldi á Kirkjusögu Finns bisk- ups Jónssonar og frestaði því heimferð sinni um ár. Kirkjusaga Péturs náði yfir eina öld, 1740-1840, og er á sjötta hundrað síður í fjög- urra blaða broti. Henni var lokið á vordögum 1841 því að formálinn er dagsettur 4. maí. Einnig fékkst hann við rannsókn á hagsögu íslensku kirkjunnar fyrir áeggjan L. Engel- stoft prófessors i því augnamiði að hljóta doktorsnafnbót. Sr. Pétur og Bjarni amtmaður Þorsteins- son unnu að því að stofna bókasafn fyrir Vest- urland. Meðan sr. Pétur dvaldist í Höfn not- aði hann tímann til að afla því styrktarmanna og bókakosts. Pétur sigldi heim til íslands eftir að kirkju- sagan var komin út. Hinn 14. júní 1841 var hann kominn heim að Staðarstað því að þann dag sendi hann Bjarna amtmanni Þorsteins- syni eintak „af Historíunni minni ef svo mætti kalla bæklinginn". Þetta sumar gerðist það einnig að hann kvæntist Sigríði Bogadóttur frá Staðarfelli 28. ágúst. Hún tók þegar við búsforráðum á Staðarstað og þótti mjög bregða til hins betra. Sr. Pétur dvaldist heima fram á haust 1843, en þá sigldi hann aftur til Hafnar og var þar vetrarlangt. Hann fór ekki erindisleýsu fremur en áður því að 21. mars varði hann aoktorsritgerð sína De jure eccles- JÓN Pétursson, háyfirdómari. iarum in Islandia ante et- post Reformationem. Félagsslörf sr. Péturs Þegai' hann kom til Hafnar þetta haust sótti hann um að verða lektor við Bessastaða- skóla, en auk hans sóttu Sveinbjörn Egilsson og Helgi G. Thordersen dómkirkjuprestur og sr. Pétur vildi að sr. Helgi fengi stöðuna og Bardenfleth fyrrverandi stiftamtmaður mælti með honum, Finnur Magnússon og C.C. Rafn mæltu með Sveinbirni, en guðfræðideildin og kansellíið með sr. Pétri. Þá beitti sr. Pétur sér fyrir því þetta sama haust að stofna hófsemdarfélag meðal ís- lendinga í Höfn ásamt Konráði Gíslasyni. Hann var einnig virkur í Fjölnisfélaginu og skrifaði grein í 7. árgang Fjölnis Um tekjur presta á Islandi. Einnig talaði hann um „betrun prestakjara“ á fundi í félagsskap sem gekk undir heitinu Almennir fundir Is- lendinga. Um sumarmál kvaddi sr. Pétur Höfn og þar skildu leiðir þeirra bræðra Brynjólfs og hans. Sr. Pétur stóð fyrir ýmsum nýjungum eftir að hann kom aftur heim á Staðarstað. Hann stofnaði lestrarfélag í Staðarsveit og studdi starfsemi Bókmenntafélagsins og Fornfræða- félagsins. Árið 1845 stofnaði hann prestafélag í Þórsnesþingi og gaf út Ársrit presta í Þórs- nesþingi um tveggja ára skeið, en þegar hann fluttist burt úr héraði lognaðist það út af. Þá beitti hann sér fyrir póstferðum milli prest- anna í prófastsdæminu. Engu að síður stefndi hann að því að fá annað starf eins og nú skal rakið. Daði Níelsson lýsti sr. Pétri svo að hann væri „gildur meðalmaður á vöxt, jarpur á háralit, fölleitur í andliti og ekki fríður sýnum, þó eygður vel; predikari góður, enginn radd- maður, viðfelldinn, lítillátur í umgengni og skapvær án öls. Stendur nú næst til að verða biskup íslendinga, ef hann yfírlifir Steingrím biskup, sem líklegt er fyrir aldurs sakir". Steingrlmur biskup Jónsson lést sumarið 1845. Sr. Pétur sótti um biskupsembættið á móti sr. Helga G. Thordersen dómkirkju- presti, en mátti lúta í lægra haldi enda þótt hann væri talinn standa næst því. Veiting biskupsembættisins hafði í fór með sér að embætti dómkirkjuprests losnaði og sr. Pétur sótti um það móti sr. Ásmundi Jónssyni i Odda. Flestir reiknuðu með að sr. Pétur hlyti hnossið, en það fór á annan veg og Brynjólfur bróðir hans kenndi biskupsvitnisburðum sr. Árna Helgasonar um og að stiftamtmennirnir Bardenfleth og Hoppe hafi ekki borið sr. Pétri vel söguna. Einnig mun Helgi biskup Thordersen hafa mælt með Ásmundi. Þriðja embættið sem sr. Pétur sótti um var staða rektors við Reykjavíkurskóla, en hún var veitt Sveinbirni Egilssyni vorið 1846 svo að sr. Pétur sat eftir með sárt ennið. Hann mun þá hafa hugleitt að sækja um brauð í Dan- mörku, en af því varð ekki. Hann var heilsu- veill um þetta leyti, en vann samt að ýmsum framkvæmdum eftir því sem heilsan leyfði þar sem hann bjó sig undir að sitja áfram á Staðarstað. Fyrsli vísir að háskóla á íslandi En á skammri stund skipast veður í lofti. Hinn 21. maí 1847 féll úrskurður konungs um að stofna Prestaskóla á íslandi og daginn eftir skrifaði háskólastjómin stiftsyfirvöldunum um væntanlegan Prestaskóla og skipulag hans og að sr. Pétur yrði forstöðumaður, lekt- or theologiæ. Prestaskólinn skyldi vera tveggja ára skóli. Segja má að þetta ár verði straumhvörf í lífi Péturs. Honum var á hendur falið að grund- valla fyrsta vísi að innlendri háskólakennslu. Hann fluttist einn síns liðs suður til Reykja- víkur og hófst handa um að undirbúa skólann. Húsnæði var til bráðabirgða í húsakynnum Lærða skólans. Sigurður Melsteð var ráðinn kennari að Prestaskólanum. Að mörgu þurfti að hyggja í upphafi, svo sem að semja reglu- gerð fyrir skólann, undirbúa fyiárlestra og setja saman kennsluskrá. Fyrsta skólaárið var einungis kennt í einu lagi sex tíma á dag. Nemendur voru átta talsins. Þeir höfðu eitt herbergi í Lærða skólanum að búa í og kennslan fór öll fram í einni stofu. Næsta ár þurfti að kenna í tveimur deildum og gefur auga leið að fyrstu árin hafa verið erfið þar sem allt þurfti að reisa af grunni. Fyrstu árin sem Prestaskólinn starfaði var allmikil ólga í Lærða skólanum sem endaði með „pereatinu" 1850 og afsögn Sveinbjai'nar Egilssonar árið eftir. Ekki er þess getið að skólasveinar Prestaskólans hafi verið þátttakendur í þeim átökum sem áttu sér stað innan veggja skól- ans og segir það nokkuð til um stjórnlagni dr. Péturs. Prestaskólinn fluttist úr húsakynnum Lærða skólans haustið 1851 og í leiguhúsnæði hjá Sigurði kaupmanni Sívertsen, nú Hafnar- stræti 22, en skólapiltar urðu að búa úti í bæ i leiguhúsnæði. I þessu húsnæði starfaði Prestaskólinn meðan dr. Pétur veitti honum forstöðu. Sjálfur keypti dr. Pétur hús Möllers kaupmanns í Austurstræti 16 haustið 1847 og átti þar heima alla tíð síðan. Hann endurbætti það og stækkaði og þar var bókasafn Presta- skólans geymt meðan hann var í húsnæðisr hraki. Síðari hluti birtist í næstu Lesbók. Höfundurinn er fyrrverandi þjóðskjalavörður. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. JÚNÍ1998 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.