Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1998, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1998, Blaðsíða 11
+ Um ævintýralegan feril Nínu Sæmundsson, myndhöggvara úr Fljótshlíðinni, sem settist að í New York og síðar í Hollywood, en aldrei vildi hún fórna íslenskum ríkisborgararétti sínum og verk sín ggf hún Listasafni Islands. EIN DÁÐASTA kvikmyndaleikkona í Hollywood á fimmta áratugnum, Hedy Lamarr, situr fyrir hjá Nínu, sem virðist hafa fangað svip kvikmyndagyðjunnar fullkomlega. Jónína Sæmundsdóttir eða Nína Sæ- mundsson eins og hún kallaði sig fæddist að Nikulásarhúsum í Fljóts- hlíð 1892. Fljótshlíðin er af mörgum talin vera ein fegursta listasmíð skaparans hér á landi. Að horfa frá Hlíðinni til Eyjafjallajökus og út til hafs þar sem Vestmannaeyjar rísa úr sæ, gefur vísbendingu um að fleira sé handan hafsins. Foreldrar Nínu voru Sæmundur Guð- mundsson og Þórunn Gunnlaugsdóttir, ábúend- ur í Nikulásarhúsum. Bærinn stendur enn í snarbrattri hlíð næst austan við Hlíðarenda. Enginn vegur virðist nokkru sinni hafa verið iagður þangað og túnið hefur ekki verið annað en blettur og mikill vatnsagi í þvi undan hlíð- inni. Bárujárnshús sem þar stendur er opið í gegn og á hlýviðrisdögum leitar sauðfé þangað inn. En fremur er ólíklegt að þetta hús hafi ver- ið komið 1892 og trúlegt að fæðingarstaður Nínu sé tóft eldri bæjar við austurenda húss- ins. Þótt Nikulásarhús væru ekki annað en kostarýrt kot, eignuðust þau Sæmundur og Þórunn 15 böm og var Nína þeirra yngst. Þeg- EFTIR RÍKEYJU RÍKARÐSDÓTTUR ar hún var 14 ára fluttist hún með foreldrum sínum til Reykjavíkur, en undi illa hag sínum, var bæði sár og leið yfir því að þurfa að kveðja Fljótshlíðina sína og dýrin. Nína var svo heppin að eiga vel stæða frænku í Kaupmannahöfn, Helgu Guðmunds- dóttur, sem var ógift og barnlaus og rak þar þvottahús. Helga bauð Nínu að koma og vera hjá sér sem dóttir. Nína greip tækifærið, fór til Kaupmannahafnar og bjó hjá Helgu, sem aðstoðaði hana og kostaði til náms í Den Tekniske Skole 1915-1916 hjá Holger Grön- vold, sem kom við sögu fleiri nafnkenndra ís- lenskra myndlistamanna. Slíkur var dugnað- urinn og metnaðurinn að haustið 1916 gat hún hafið nám í höggmyndadeild Konunglegu Listaakademíunnar og lauk hún námi þar 1920. Myndir Ninu vöktu fijótt athygli Á fyrstu tveimur áratugum aldarinnar voru það hinir fáu en sterku brautryðjendur sem unnu að myndlist á Islandi. Einar Jónsson frá Galtafelli var fyrsti myndhöggvarinn og eftir langa útivist í Kaupmannahöfn var hann að flytja heim skömmu áður en Nína hóf nám sitt við Listaakademíuna. Fyrsta almenna listsýningin í Reykjavík var haldin á vegum Listvinafélagsins í Barnaskól- anum í Reykjavík haustið 1919. Nína hafði þá ekki lokið námi, en hún tók þátt í sýningunni engu að síður. Á miðju gólfi var höggmynd hennar, „Kentár rænir stúlku“. Einnig var þar höggmyndin „Sofandi drengur", sem keypt var til Listasafns Islands ári síðar. Nínu Sæmundsson veittist óvenjulega fljótt sá heiður að fá myndir eftir sig á sýningar á þeim fræga sýningarstað Charlottenborg. Myndir hennar vöktu mikla athygli og fjallað var um þessa ungu listakonu í blöðum, bæði í máli og myndum. Helga frænka var bæði stolt og glöð. Árið 1920 veiktist Nína af berklum og unnusti henr.ar, Gunnar Thorsteinsson, bróðir Muggs, lést ári síðar. Það var Nínu mikið áfall og sjálf var hún þungt haldin. En Helga frænka hjálpaði henni að komast á heilsuhæli í Sviss og þar var hún í eitt ár. Þá tók við námsdvöl í Róm 1921-1922. STANDMYND Nínu af Jóni Sveinssyni - Nonna- - er nú loks komin á sinn stað á Akureyri. „AFREKSHUGUR", höggmynd Nínu, sem prýð- ir forhlið Waldorf Astoria hóteisins . VIÐ OPNUN á höggmyndasýningu Nínu í sýningarsal Ambassador-hótelsins í Los Angeles 1940. Sjálf er listakonan fjórða frá hægri og skartar orðu. Nínu á hægri hönd stendur söngvarinn Cole Porter. NIKULÁSARHÚS í Fljótshlíð, þar sem Nína fæddist 1892. Þetta var næsti bær við Hlíðarenda, en jörðin er nú í eyði. Að því búnu settist Nína að í París og vann þar meðal annars að mynd sinni „Móðurást" og tók þátt í sýningu á „Grand Palais“. Nína vann þar sinn fyrsta listasigur á alþjóðlegri sýningu í París, er fyrrnefnd mynd hennar, „Móðurást", hlaut fyrstu verðlaun. Yfir höggmyndinni blakti franski fáninn á sýningunni, sem þótti umtals- verður sómi. Árið 1924 er Nína komin aftur til Kaup- mannahafnar og gerir þá hina vel þekktu mynd sína, „Dauði Kleopötru“, og sýndi hana um haustið í Grand Palais í París. Listvinafélagið gekkst fyrir því 1928 að „Móðurást“ yrði keypt til landsins. Var það fyrsta höggmyndin sem sett var upp í borginni og ekki var minnismerki eða stytta af tilteknum manni. „Móðurást" ættu Reykvíkingai- þekkja vel, því hún stendur á áberandi stað í garði við Lækjargötuna. Nina sagði í blaðaviðtali um „Móðurást“: „Mér þykir svo vænt um að einmitt þessi mynd verði hér heima vegna þess hve mikla viðurkenningu hún hefur fengið og hversu mikillar viðurkenningar hún hefur aflað mér“. En eftir þennan áfangasigur tók líf Nínu óvænta stefnu, þegar henni var boðið að sýna í Listamiðstöð New Yorkborgar, New York Art Center. HOGGMYND Nínu af Vil- hjálmi Stefáns- syni landkönn- i. Myndin er í eigu Al- þingis. TILLAGA Nínu að mynd um Leif Eiríksson. Þessi mynd er í eigu Kassagerðar Reykjavíkur. Sigraði í samkeppni þar sem 400 listamenn tóku þótt Árið 1926 fer Nína til Ameríku. Hafði frétt að þar væri hægt að lifa af listinni. Eftir sýninguna í New York Art Center var Nínu ráðlagt að taka þátt í samkeppni um gerð styttu sem átti að prýða forhlið Hótel Waldorf Astoría í New York og vera tákn þess stórhugar sem bjó að baki þessarri glæsilegu byggingu, sem þá var og er vafalítið enn eitt nafnkenndasta hótel veraldar. Nína var ein af 400 listamönnum sem tóku þátt í samkeppninni og vann þá hörðu keppni með höggmyndinni ,Afrekshugur“ Þessi höggmynd er af vængjaðri veru og er hún enn á sínum stað yfir aðalinngangi hótels- ins og um leið er hún „logo“ eða táknmynd hót- elsins, sem notuð er á bréfsefni og í smækkuð- um útgáfum til gjafa. Nína var þá aðeins 34 ára og ferill hennar þegar ótrúlega glæsilegur. Afrek hennar vakti óskipta athygli bæði í Bandaríkjunum og á Norðurlöndum; mikið var skrifað um verk hennar í blöðum New York borgar, einnig í Danmörku fengu bæði hún og verk hennar mikla umfjöllun, því Danir vildu nú eigna sér litlu grönnu stúlkuna úr Fljótshlíð- inni. FRUMMYND Nínu að „Móðurást". Afsteypa stendur við Lækjargötu í Reykjavík. Höggmynd af Vilhjálmi Stefánssyni land- könnuði var eitt af næstu verkum Nínu og var sú mynd gefin til íslands í tilefni af Alþingishá- tíðinni 1930. Hún er nú í Listasafni íslands. Islendingar í Bandaríkjunum vildu minnast landafunda Leifs Eiríkssonar með því að láta gera af honum styttu og gefa til íslands á Al- þingishátíðinni 1930. Af því tilefni var efnt til samkeppni sem Nína tók þátt í. Einar Jónsson myndhöggvari mælti sterklega með verki henn- ar og það gerðu einnig aðrir listamenn og arki- tektar. En að þessu sinni var það ekki Nína sem vann samkeppnina heldur Stirling A. Cald- er. Hann er höfundur að þeirri alkunnu högg- mynd sem síðar var valinn staður á Skólavörðu- holti. Á mynd þeirri sem Nína gerði og sendi í samkeppnina stendur ungur, skegglaus víking- ur í stafni á skipi sínu. Hann ber hönd fyrir augu og starir á móti hinu óþekkta. „Ég vil búa til eitthvað stórt" Borgarstjórn Los Angelesborgar bað Nínu um að vinna verk sem táknaði hinu ungu Amer- íku. „Ég vil búa til eitthvað stórt“ sagði hún þá. En Nína var barn síns tíma í þá veru, að hug- ► TIL NEW YORK 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. JÚNÍ 1998 + LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. JÚNÍ 1998 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.