Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1999, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1999, Blaðsíða 2
GARÐAR Cortes stjórnar kóræfingu fyrir tónleikana í Laugardalshöll. Morgunblaðið/Golli SINFONIAN OG GESTIR FLYTJA TURANDOT I LAUGARDALSHOLL Viðamesta verkefnið til þessa SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands ásamt einsöngvurum og kórum flytur óperuna Turandot eftir Giacomo Puccini í Laugardals- höll laugardaginn 6. mars kl. 16. Stjórnandi verður Rico Saccani og kórstjóri Garðar Cortes. Að sögn Helgu Hauksdóttur tónleika- stjóra Sinfóníuhljómsveitar íslands er þessi uppfærsla á Turandot viðamesta verkefni sem hljómsveitin hefur tekist á hendur til TÓNLEIKAR Kammermúsíkklúbbsins verða í Bústaðakirkju á sunnudag kl. 20.30 og eru þeir fímmtu í röð tónleika á þessum vetri sem klúbburinn gengst fyrir. Að þessu sinni verða fluttir strengjakvar- tettar eftir Edvard Grieg og Ludwig van Beet- hoven. Flytjendur eru þau Auður Hafsteins- dóttir, 1. fiðla, Greta Guðnadóttir, 2. fíðla, Guð- mundur Kristmundsson, lágfíðla, og Bryndís Halla Gylfadóttir, knéfíðla. A fyrri hluta tónleikanna verður fluttur strengjakvartett í g-moll op. 27 eftir Edvard Grieg frá árinu 1878. Eftir hlé verður fluttur strengjakvartett í a-moll, op. 132 eftir Ludwig van Beethoven sem saminn var árið 1825. I efnisskrá segir um tónskáldin: „Grieg samdi sinfóníu í c-moll, sem var frumflutt 1864. En þessa sinfóníu dró hann til baka og lagði bann við að hún yrði flutt. Það vakti furðu, en ástæðan er talin vera, að eftir frumflutninginn heyrði hann fyrstu sinfóníu vinar síns, Johans Svendsens, og fannst hún miklu betri en sín. Bannið var ekki rofið fyrr en 1981 í Bergen. Hljómsveitarstjóri var þá Karsten Andersen. Ekki samdi Grieg aftur sinfóníu og ekki önn- ur verk í stóru eða ströngu formi en píanó- konsertinn alkunna, op. 16 og svo strengja- kvartettinn op. 27, sem nú er fluttur í fyrsta sinn í Kammermúsíkklúbbnum. Grieg samdi reyndar vel fyrir hljómsveit, en líkt og Schumann lét honum best að semja ljóðræn pí- anólög og ijóðasöngva. Hann var ágætur pí- anóleikari og tilfinningaríkur stjórnandi. Árið 1824 veiktist Beethoven illa og þótti honum horfa þunglega um líf sitt. En hann náði sæmilegri heilsu á ný. Þá tók hann að semja strengjakvartetta. Það hafði hann ekki gert um árabil. Kvartettamir eru op. 127, 130, 131, 132, 135 og „Stóra fúgan“ op. 133. Þeir eru taldir til stórvirkja í tónlistinni. Þrír þeirra eru þó þessa og hefur ekkert verið til sparað til að gera hana sem glæsilegasta. Þátttakendur eru á þriðja hundrað talsins, níu einsöngvar- ar, 115 kórsöngvarar og 80 manna hljóm- sveit. Til að bæta aðstöðu tónleikagesta í Laugar- dalshöll verða gerðar breytingar á áhorfenda- gólfi, sætaraðir verða hækkaðar upp. Þá segir Helga að nýjustu tækni verði beitt til að gera hljómgæði eins mikil og kostur er. stærstir í sniðum, op. 130,131 og 132. Miðkafl- inn, sem er hægur, ber yfirskriftina: „Heilagur þakkaróður til Guðdómsins frá manni, sem hef- ur fengið bata - í lýdiskri tóntegund“. Og yíír fjórða kafla stendur: „Mér vex þróttur á ný“. Síðasti kaflinn er efni, sem Beethoven ætlaði að nota í lokaþátt níundu sinfóníunnar, áður en han ákvað að Ijúka henni með kórsöng. Lýdiska tóntegund má heyra, ef slegnar eru hvítu nóturnar á píanó og byrjað á F. Lýdia var í fomöld nafn á landi vestast í Litlu-Asíu. Þessir kvartettar urðu síðustu stórvirki Beethovens og tónlistar-testament hans. Þar losar hann um hefðbundin form og beitir Gestir Sinfóníuhljómsveitarinnar á tónleik- unum verða einsöngvararnir Veronika Fekete, Daniel Munoz, Lucia Mazzaria, Sergio Fontana, Þorgeir Andrésson, Bergþór Pálsson, Istvan Rozsos, Ferencs Gerdesits og Gábor Nemeth, auk Kórs Islensku óperunn- ar, Unglingadeildar Söngskólans í Reykjavík og Bamakórs Islensku óperunnar. Sviðsetn- ingu annast Randver Þorláksson og ljósameistari er Jóhann Bjarni Pálmason. óvenjulegum samhljómum, sem sumir sam- tímamennn töldu vera afleiðingu af heymar- leysi hans, en nútímamenn láta sér vel líka. Og Beethoven opnar hug sinn meira en í flestum öðrum verkum sínum. Kvartettarnir eru ekki auðveldir við fyrstu áheyrn en endast þeim mun betur. Batinn, sem Beethoven þakkaði Guðdómnum svo vel fyrir, varð ekki langur. Tveimur ámm síðar var hann allur. Kvartettinn op. 132 hefur einu sinni áður verið fluttur í Kammermúsfkklúbbnum. Það gerði Arco-kvartettinn frá Köln í Þýskalandi árið 1978.“ MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitss. á verkum Ásmundar Sveinssonar. Gallerí Fold, Kinglunni Hrafnhildur Bern- harðsdóttir. Til 6. mars. Gallerí Fold, Rauðarárstíg Ómar Stefáns- son. Til 14. mars. Gallerí Horn Alan James. Til 3. mars. Gallcrí Stöðlakot Gunilla Möller. Til 7. mars. Gerðarsafn Svala Þórisdóttir Salman. Til 7. febr. Menningarmiðstöðin Gerðuberg Þctta vil ég sjá: Kristján Davíðss., Magnús Kjartanss. og Sigtryggur B. Baldvinss. Til 28. febr. Hallgrímskirkja Kristján Daviðss. 15. apríl. Hafnarborg Gun Johansson. Sverrissalur: Sigurlaugur Elíasson. Til 1. mars. Ingólfsstræti 8 Ivar Valgarðsson. Til 21. mars Kjarvalsstaðir Austursalur: Jóhannes S. Kjarval. Til 24. maí. Vestursalur: Britt Smel- vær. Til 7. mars. Miðrými: Einar Garibaldi Einarsson. Til 14. mars. Listasafn ASÍ Ásmundarsalur og svalir: Brynhildur Þorgeirsd. Gryfja: Steinunn Helgadóttir, myndverk og hljóðverk Sveins Lúðvíks Björnssonar. Til 7. mars Arinstofa: Ný aðfóng. Listasafn Einars Jónssonar, Skólavörðuholti Opið laugardaga og sunnudag 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Lislasafn íslands Salur 1: Fjórir frumherjar; Þórarinn B. Þorláksson, Ásgrímur Jónsson, Jón Stefánsson og Jóhannes S. Kjarval. Til 11. apríl. Salur 3: Sigmar Polke. Til 28. mars. Salur 4: Gunnlaugur Scheving, Jóhann Briem, Jón Engilberts, Nína Tryggvadóttir, Þorvaldur Skúlason og Snorri Arinbjarnar. Til 18. apríl. Ljósmyndir Inez van Lamsweerde. Til 14. mars. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Yfirlitssýn- ing á verkum Siguijóns. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg 5 Sigurður Magnússon. Til 6. mars. Norræna húsið Aðalsalur: Líf og list H.C. Andersen. Til 14. mars. Anddyri: Ljós- myndasýning af rithöfundum eftir Ulla Montan. Til 21. mars. Nýlistasafnið Kristján Steingrímur, Helga Þórsdóttir, Gunnar Straumland og Jón Sæ- mundur Auðai-son. Súmsalur: Safnsýning. Til 28. feb. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning. Þriðj., mið., fim. 14-16. Til 14. maí. Ráðhús Reylg'avíkur Akríl- og vatnslita- myndir þroskaheftra. Til 7. mars. TONLIST Laugardagur Kirkjuhvolur, Garðabæ: Pí- anókvartettar. Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran, Helga Þórarinsdóttir og Gerrit Schuil. Kl. 17. Ráðhús Reykjavíkur: Stórsveit Reykjavíkur. Kl. 17. Sunnudagur Neskirkja: Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Einleikarar Áshildur Haralds- dóttir og Elísabet Waage. Kl. 17. Fella- og Hólakirkja: Tríó Reykjavíkur og Alina Dubik. Kl. 17. BústaðakirRja: Kammertónleikar. Auður Hafsteinsdóttir, Greta Guðnadóttir, Guð- mundur Kristmundsson og Bryndís Halla Gylfadóttir. Kl. 20.30. Þriðjudagur Salurinn, Kópavogi: Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari. Kl. 20.30. Fimmtudagur Háskólabíó: Sinfóníuhljómsveit íslands. Ein- leikari Edda Erlendsdóttir. Ki. 20. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Brúðuheimili, lau. 27. febr. Tveir tvöfaldir, lau. 6. mars. Bróðir minn ljónshjarta, sun. 28. febr. Abel Snorko býr einn, lau. 27. febr., lau. 6. mars. Maður í mis- litum sokkum, lau. 27., sun. 28. febr., fim. 4., fös. 5., lau. 6. mars. Borgarlcikhúsið Pétur Pan, lau. 27., sun. 28. febr., iau. 6.mars. Horft frá brúnni, fós. 5. mars. Sex í sveit, sun. 28. febr, lau. 6. mars. íslenski dansflokkurinn Diving, Flat Space Moving og Kæra Lóló, lau. 27. febr. íslenska óperan Ávaxtakarfan, sun. 28. febr. Hellisbúinn, sun. 28. febr., fös. 5., lau. 6. mars. Hinn fullkomni jafningi, mán. 1., lau. 6. mars. Iðnó Leitum að ungri stúlku, mið. 3., fim. 4., fós. 5. mars. Rommí, sun. 28. febr. Frú Klein, lau. 6. mars. Loftkastíilinn Mýs og menn, fim. 4. mars Kaffileikhúsið Hótel Hekla, fim. 4. mars. Skemmtihúsið, Laufásvegi 22 Bertold Brecht, sun. 28. mars. Hugleikur: Nóbelsdraumur, lau. 27., sun. 28. febr., fös. 5., lau. 6. mars. Tjarnarbíó Svartklædda konan, lau. 27., sun. 28. febr., lau. 6. mars. Möguleikhúsið v. Hlemm Snuðra og Tuðra, sun. 28. febr. Hafrún, lau. 27. febr. Snúður og Snælda Maðkar í mysunni og Ábrystir með kanel, lau. 27., sun. 28. febr., mið. 3. mars. Bing Dao-Renniverkstæðið á Akureyri Rommí, lau. 27. febr., fim 4., lau. 6. mars. Menningarmiðstöðin Gerðuberg Þumalína eftir H.C. Andersen, sun. 28. febr. KAMMERMÚSÍKKLÚBBURINN TVEIR STRENGJAKVARTETTAR í BÚSTAÐAKIRKJU Morgunblaöið/Keli Á ÆFINGU fyrir tónleika sunnudagsins: Bryndís Halia Gylfadóttir, Greta Guðnadóttir, Auður Hafsteinsdóttir og Guðmundur Kristmundsson. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. FEBRÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.