Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1999, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1999, Blaðsíða 5
KJARVALSSTAÐIR Ljósm.RAX. vinnulífínu? Það er ekki út af nauðsyn þess að söfnin haldi sig í gagnrýnni fjarlægð til að geta varðveitt hlutleysi sitt eins og margir vilja meina. Hlutleysið er goðsögn. Með því að falast eftir stuðningi atvinnulífsins eru þessi söfn að seilast inn á einu miðin sem sjálfstætt starfandi gallerí og einstaklingar hafa á að róa. Við erum að tala um brot á samkeppnis- lögum sem leitt gæti til þess að allt menning- arlífíð yrði meira eða minna stofnanavætt. Sú grasrótarstarfsemi sem á sér stað meðal lista- manna og sjálfstætt starfandi einstaklinga, og unnin er að langmestu leyti í sjálfboðavinnu, er forsendan fyrir því að söfnin fái þrifíst. Það sem söfnin hafa að geyma er grasrótarstarf- semi fyrri tíma. Þótt öflugur stuðningur fyrir- tækja við menningarstofnanir sé löngu orðið tímabært er nauðsynlegt að ráðamenn hugsi dæmið til enda og átti sig á þeim hliðarverk- unum sem slíkur samnmi stofnana og við- skiptalífs getur haft í för með sér fyrir áhuga- mannahópa og aðra sjálfstæða listastarfsemi í landinu. Þá er verksvið helstu listasafnanna einnig orðið dálítið óljóst. Listasafn íslands er byrj- að að teygja sig inn í strauma og stefnur líð- andi stundar og Kjarvalsstaðir sýna gjarnan það sem er á döfinni hjá grasrótinni án þess að raunverulegt endurmat eigi sér stað. Ég er ekki að segja að hérlend listasöfn eigi ekki að blanda sér í samtímalistina, þótt hugtökin safn og samtími fari vissulega undarlega sam- an, heldur að þau verða að marka sér skýrari stefnu. Partur af því er að safnið hafi sterka og aðlaðandi ímynd, að eitthvað sé að gerast þar sem skiptir máli. Það er m.ö.o. ekki nóg að sýningin sé vel hengd upp og að sýningar- skráin sé flott ef enginn hjartsláttur er í starf- seminni. Spenna og marghliða framsetning eru hér lykilatriði og þar skiptir drifkraftm- og persónuleiki forstöðumannsins meginmáli. Forstöðumaður Listasafnsins í Edinborg orð- aði það þannig að góð sýningarstjórn væri sambland af „showmanship“ og „curatorship“, nokkuð sem ef til vill fleiri mættu hafa að leið- arljósi. Hagræðing og menningarlegl sjálfstæði Til að átta sig örlítið á stöðunni í dag verð- um við að minna okkur á hvernig Safnið með stóru S er tilkomið. Mannskepnan hefur frá upphafí verið haldin söfnunaráráttu sem í innsta eðli sínu snýst ekki um annað en að búa í haginn fyrir framtíðina með því að hamstra og þannig viðhalda stofninum. En eins og glysgjarn hrafninn gengum við skref- inu lengra en aðrar dýrategundir. Furstar, einvaldar og harðstjórar fylltust margir hverjir mikilli söfnunargleði á öldum áður og létu jafnvel jarða sig með dýrgripum sínum. Eins og allir vita er „museum" náskylt lat- neska orðinu „mausoleum" sem þýðir graf- hýsi. Safnið sem sérstök stofnun óx hins veg- ar út úr upplýsingastefnu 18. aldar og varð ekki til fyrr en í kjölfar frönsku byltingarinn- ar. Fyrir daga Napoleons var Louvre-höllin hálfgert einkasafn Sólkonungsins enda ekki ætluð sauðsvörtum almúganum. Á þessum tíma gerðist tvennt: Alþýðan fékk aðgang að hálistinni, meðal annars vegna þess að menntastéttin/valdhafar töldu hana hafa siðbætandi áhrif á lýðinn, og hitt að hálistinni var beitt til að réttlæta hið nýja þjóðríki borgarastéttarinnar jafnt inn á við sem út á við. Samhliða þessu var hálistin stundum notuð til að renna stoðum undir heimsveldisstefnu ríkjandi valdhafa, en þar reið Napoleon á vaðið er hann lét greipar sópa um margar af skærustu perlum Afríku. Þegar búið var að koma öllum herlegheitun- um fyrir á einum stað varð til hið mikla þjóð- listasafn, fyi’st Louvre, þá British Museum og svo koll af kolli uns Bandaríkjamenn reistu sitt Metropolitan Museum á mettíma upp úr 1866.1 þessum söfnum ægir öllu saman úr öll- um áttum, enda gefa þau sig út fyrir að vera hinn sögulegi nafli alheimsins. Saga íslensku safnanna er ekki alveg eins stórbrotin þótt hún eigi sér svipaðar rætur; markmiðið var leynt og ljós að treysta þjóðerniskennd lands- manna og gera söguþjóðina sýnilegri í augum ei-lendra ráðamanna. Listasafn Islands var stofnað árið 1884 en var á hrakhólum fram til 1951 þegar það fékk efri hæð Þjóðminjasafns- ins undir sig og komst ekki í eigið húsnæði fyrr en 1988. Hvað hefur gerst á þessu tímabili? Jú, þær forsendur sem lágu til grundvallar stofnunar Þjóðminjasafnsins og annarra sambærilegra safna hafa að mörgu leyti brostið. Rökin sem menn beittu máli sínu til stuðnings, og eru gjarnan ennþá notuð, snerust um mikilvægi þess að varðveita og vernda íslenska menn- ingu og tungu. Ymislegt bendir þó til að þessi sjónarmið eigi ekki að sama skapi upp á pall- borðið hjá ráðamönnum eftir að frjálshyggjan hélt innreið sína og umbylti hinum pólitíska þankagangi. íslensk menning og tunga, ís- lenskt þetta og hitt, virkar kannski ágætlega sem slagorð á tyllidögnum en „the rock bott- om line“ eins og Kaninn segir er hagræðing, skilvirkni og arður. Opinberum stofnunum er nú uppálagt að standa meira undir sér á sam- bærilegan hátt og atvinnulífið þar sem frum- skógarlögmálið ræður ríkjum. Við skulum líka horfast í augu við það að hér býr ekki lengur ein þjóð í einu landi og hefur sennilega aldrei gert. Þjóðerniskenndin er farin að losna á límingunni í hugum lands- manna og þá um leið ímynd þeirra stofnana sem ætlað er að rækta Islendingseðlið. Unga fólkið hefur mest lítinn áhuga á hefðbundinni flokkspólitík og fær grænar bólur þegar minnst er á söfn og stofnanir; viðmiðanir þess eru aðallega ættaðar að utan og mótast af al- þjóðlegu táknmáli dægurmenningarinnar. Hvernig er við öðru að búast þegar allur hug- sjónaeldur er horfinn úr pólitíkinni sem geng- ur orðið út á fátt annað en kjarasamninga og sérhagsmunapot. Meira að segja verkalýðs- hreyfíngin hefur orðið einstaklingshyggjunni að bráð. Vegna lélegrar þátttöku á undan- förnum árum hefur ein stærsta verkalýðs- hreyfing Noregs gripið til þess ráðs efna til mótmæla á alnetinu. Lengi lifi kommúnism- inn og hinn rauði her - að ógleymdum Bill Gates! Ég held að þróun íslensku kvikmynda- stofnunarinnar frá 1980 til 1998 várpi ágætu ljósi á þessar breytingar sem Guðmundur Ás- geirsson bókmenntafræðingur hefur rannsak- að. Meginrökin fyrir stofnun Kvikmyndasjóðs fslands fyrir hartnær 20 árum voru þau að draga mætti úr enskum áhrifum og styrkja menningarlegt sjálfstæði og íslenska tungu með framleiðslu innlendra kvikmynda. En einhvers staðar á leiðinni gufaði sú rökfræði alveg upp og núna hamra íslenskir kvik- myndagerðarmenn einungis á því að þetta sé sérstaklega arðvænleg atvinnugrein sem skili peningum ríkisins margfalt aftur til þjóðar- búsins, enda hlaut Kvikmyndasjóður fslands nýverið aukafjárveitingu upp á 200 milljónir króna. í viðtali í Víðsjá sagði Ágúst Guð- mundsson kvikmyndagerðarmaður að vafa- mál væri hvort Kvikmyndasjóður ætti frekar að heyra undir mennta- eða iðnaðarráðuneyt- ið þótt sjálfur hallaðist hann að því fyrr- nefnda. Og í samræðum við mig hefur Svein- björn I. Baldvinsson furðað sig á því hvers vegna íslenskar kvikmyndir séu ekki gerðar með ensku tali þar sem sóknarfærin liggi öll erlendis. Mig grunar að eitthvað svipað sé upp á ten- ingnum hjá flestum menningarstofnunum, safnahúsum og minjasöfnum í dag; menn tala ekki lengur eingöngu um varðveislu menning- ararfsins sem slíks heldur reyna að slá fram aðsóknartölum og benda á þýðingu sína íyrir ferðaþjónustu í landinu. íslensk menning er eitthvað sem útlendingar geta dundað sér við meðan þeir bíða eftir því að komast í hvala- skoðunarferðir. Er ákvörðun Alþingis um miklar endurbætur á Þjóðminjasafni Islands þá til marks um glimrandi aðsókn, að sú stofnun sé beinlínis þjóðhagslega hagkvæm? Ég skal ekki segja, en víst er að stofnanakerf- ið fer vanalega sínar eigin leiðir, óháð mönn- um og málefnum eins og Foucault hefur sýnt fram á. Við getum t.d. spurt okkur hvort rík- isstjórninni hafi verið full alvara þegar hún lýsti því nýlega yfir að reisa ætti menningar- hús vítt og breitt um landið til að stemma stigu við fólksflótta af landsbyggðinni, en árs- skýrsla Byggðastofnunar frá 1997 leiddi í ljós að ein helsta ástæðan fyrir honum væri skort- ur á hvers konar menningu og afþreyingu. Árlega flykkjast á bilinu 1.500-2.000 manns til höfuðborgarsvæðisins, eða sem nemur íbúa- fjölda Kópavogskaupstaðar, og þessum miklu búferlaflutningum á að mæta með stórfelldum steinsteypuframkvæmdum. Menning snýst ekki einungis um mannvirki heldur aðstöðu þar sem lifandi starfsemi getur farið fram og hún er nú þegar mjög víða fyrir hendi. Nær lagi væri að auðga og efla þá blómlegu gras- rótarstarfsemi sem fyrirfinnst um sveitir landsins áður en fyrsta skóflustungan verður tekin. Versli óvinur síbreytileikans Ég hef hingað til mestmegnis haldið mig við hina stofnanafræðilegu og pólitísku um- gjörð safnanna. En hvað um þau umskipti sem átt hafa sér stað í okkar félagslega um- hverfi? Á aðeins rúmlega tveimur áratugum hefur litla ísland tekið algjörum hugmynda- fræðilegum, viðskiptalegum og tæknilegum stakkaskiptum og ber nú orðið flest einkenni hins síðkapítalíska markaðsþjóðfélags. Til að einfalda hlutina mætti segja að síðmódern- isminn hafi haslað sér völl á íslandi í gegnum viðskiptalífið en ekki fræðasamfélagið (sem enn hangir dálítið í gamla módernismanum) með tilkomu raunverulegrar auglýsinga- menningar, sjónvarpsmenningar og marg- miðlunannenningar - í einu orði sagt, afþrey- ingarmenningar. Fyrsta faglega íslenska aug- lýsingastofan, auglýsingastofan Auk, tók að láta að sér kveða upp úr 1961, Stöð 2 fór í loft- ið 1986 og árið 1991 var hugbúnaðaríýrirtæk- ið OZ hf. sett á stofn. Þessar tímasetningar er ágætt að styðjast við sem eins konar þríeinan útgangspunkt. Til að gefa öriitla sýn inn í um- svif táknmyndaiðnaðarins í íslensku efna- hagslífi má geta þess að brúttó velta stærstu auglýsingastofanna nam á síðasta ári rúmlega fimm milljörðum króna. Mannauðurinn, hugvit og þekking, er dýr- mætasti fjársjóður hverrar þjóðar. Þessu er gjarnan haldið fram, en kjör og aðbúnaður hugvísindafólks talar öðru máli, enda kalla gárungarnir vestanhafs þennan hóp stundum „forréttindastétt hinna snauðu“. I bókinni „Intimations of Postmodemity“ eftir breska fræðimanninn Zygmunt Bauman er rakið hvernig hið löggjafarlega forræði rann smám saman úr greipum menntamannsins sem í staðinn fékk það hlutskipti að hafa yfirumsjón með menningunni. Þetta reyndist ágætur samningur til að byrja með en nú hefur mark- aðsöflunum heppnast að grafa rækilega und- an áhrifamætti hans með sjálfstæðum fjöl- miðlum, bókaútgáfum, galleríum og sjón- varpsrásum og gert hann að smásmugulegum fræðatrúði. Ef menntamaðurinn reynir að malda í móinn, en til þess fær hann mest lítið svigrúm, er hann strax stimplaður fyrir að vera of akademískur, sem á nútíma íslensku merkir óskiljanlegur, langdreginn og leiðin- legur. Það var sem sagt ekki menntamaður- inn sem dró sig í hlé inn í fílabeinstuminn, þar sem hann streitist nú við að afbyggja valdastrúktúrinn, heldur lokaði kapítalisminn hann þar inni. Þetta ætti vonandi flestum að vera morgunljóst. En það er annar og heimspekilegri flötur á málinu sem tengist hinu hlutræna eðli safn- anna. Söfn snúast jú að mestu leyti um áþreifanlega hluti og það hvernig við nálg- umst og upplifum þá sýn er með allt öðrum hætti en áður. Fyrr á öldum var heimurinn í röð og reglu eins og á safni, kyrrstæður og þrunginn vissu. Listamanninum var falið að breiða yfir ásýnd ringulreiðarinnar með því að leiða áhorfandanum sannleika guðdóms- ins fyrir sjónir. Listaverkið/hluturinn var m.ö.o. tengiliður við æðra tilverustig. Þegar samfélagið hafnaði hornsteinum trúarinnar - opinberun, guðlegri forsjá og eilífri útskúfun - stóðu hlutirnir berskjaldaðir eftir gagnvart óendanlegum túlkunarmöguleikum. Okkar síðmóderníska líferni byggist ekki lengur svo mikið á að búa til hluti og því að safna upplifunum. Persónuleiki okkar er ekki ein- faldlega áskapaður, heldur veljum við hann. Hin hnattvædda auglýsinga- og fréttamask- ína hefur sannfært okkur um að langanir okkar verða aldrei uppfylltar og það eina sem stendur eftir til boða er þráin eftir löng- uninni - að geta gleymt dauðanum. Við lifum á tímum andartaksins og versti óvinur löng- unarinnar er kyrrstæður og óbifanlegur hlutveruleikinn. Hlutirnir/safnmunirnir eru ekki lengur fullrúar hins eilífa, heldur eitt- hvað sem við „neytum" á augabragði eins og um hvern annan skyndibita væri að ræða meðan áhugi okkar er til staðar. Enginn hlutur getur lagt fullkomið hald á athygli okkar eða gert tilkall til þess að við skiljum hann aðeins á einn veg. Það sem hér er í húfí er hættan á því að menn missi einfaldlega lystina þegar visst afþreyingargildi er ekki með, þegar ekkert er gert til þess að vekja upp eftirsóknarverðar og notalegar tilfinn- ingar hjá áhorfandanum. Hvað gera söfnin til að koma til móts við þessar kröfur, til að mæta samkeppni fjöl- miðla- og afþreyingarmarkaðarins? Eða kannski væri rétt að umorða spurninguna og spyrja, er eitthvað sem söfnin geta yfirhöfuð gert? Ekki bætir úr skák að mörg söfn eru á ýmsan hátt illa í stakk búin til að kljást við það hlutverk sitt að flokka og miðla upplýs- ingum. Að sjálfsögðu getur oft verið mikið álitamál hverju á að halda til haga. Söfnin eru hins vegar yfirleitt skipulögð út frá hlut- um sem hengja má á veggi, stilla upp á gólfi eða setja undir gler. En eru slíkir munir það eina sem ber að varðveita? Rúma söfnin ekk- ert annað en efnismikla hluti? Hvemig á Listasafn Islands eða Kjarvalsstaðir t.d. að fara að því að varðveita þá tegund myndlist- ar sem mest hefur einkennt nútimalistina undanfarna þrjá áratugi; innsetningar, fjöl- feldi, gjörninga, myndbandsverk og önnur LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 27. FEBRÚAR 1999 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.