Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1999, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1999, Blaðsíða 12
INNFÆDDIR fá sér að borða á gangstéttum þar sem örlitlir krókar eru nýttir til veitinga. Neðri myndin: Hér er hægt að borða fyrir lítið. Fjölbreytnin í ávaxta- framboðinu er með ólíkindum. DÆMIGERÐ taílenzk íbúðarhús. Að ofan: Hús á staurum eins og lýst er í greininni og að neðan: Þannig byggja menn á bökkum fljóta og skurða. Þá er eins víst að enginn vegur eða gata sé að húsinu og fólkið fer ferða sinna í bátum. BÚSTAÐIR á Kwai-fljótinu. Húsin eru úr bambus og standa á flekum. í „RÉTTUNUM", þ.e. á börunum þar sem vændið er fyrir opnum tjöldum. Flestar stúlknanna eru kornungar og oftast eru þær veiddar í þessa gildru í fátækum þorpum norður í landi. félaga Reebok og Nike. Þar er prúttað og þykir sjálfsagt að koma ásettu verði niður um helming. A öðrum stað gefst kostur á að líta inn í húsgagnaverksmiðju. Ef það væri vélvætt verkstæði á vestræna vísu hefðu víst fáir áhuga á því. En hér er allt með öðrum og hljóðlátari brag. Sú hefð að skera út húsgögn er rótgróin norðar í landinu og þaðan er handverksfólk, konur og karlar, ráðið og sker út í ákvæðisvinnu, en hlutirnar fara jöfnum höndum á innanlandsmarkað og til útlanda. Hér þarf engin vinnuborð því útskurðar- fólkið situr yfirleitt á gólfínu við vinnu sína. Flestir voru að vinna við borðplötur með gíf- urlega flóknum útskurði; hér þarf austur- lenzka þolinmæði og mjúkan við sem ekki kvámast úr. Hvorttveggja er fyrir hendi og hefðin að auki. Sumir unnu beinlínis að gerð stórra útskurðarmynda; mótífið taflenzkur skógur og fílar. Þeir voru búnir að grafa svo langt inn í efniviðinn að myndirnar voru nánast orðnar þrívíðar. Fram- leiðslan var svo til sýnis í stórum sýningarsal og þar mátti m.a. sjá útskorið sófasett, 4 stóla, sófa og 3 borð. Verðið var 600 Bandaríkjadalir eða um 420 þús. íslenzkar krónur. Leiðin liggur vestur á landið og nú taka að rísa fjöll sem öll eru vaxin ein- hverjum viði upp á brúnir en liturinn er fölur; ann- aðhvort er það eðlilegur litur vetrarins og köidu árstíðarinnar, eða að hann er til kominn af ónógri úr- komu. Eftir fjalldölum óralangt úr norðri fellur Kwai-fljótið í tveim kvísl- um sem sameinast sunnar í landinu. Nafnið á fljótinu hljómar ennþá kunnuglega þótt liðn- ir séu um það bil fjórir áratugir síðan kvik- myndin um brúna yfír Kwai-fljótið var sýnd við góðar undirtektir og mörgum er eftir- minnileg frammistaða Alecs Guinness í myndinni. Við komum síðar að brúnni yfír Kwai-fljótið, það er að segja þeirri brú sem þar er nú. Ekki síður en myndin verður gististaðurinn við fljótið eftirminnilegur; herbergin á prömmum meðfram háum bakka fljótsins og ekkert rafmagn. Aðeins fær gesturinn með sér eina olíulugt og þess konar lugt notaði ég síðast við gegningar á beitarhúsum á mínum yngri árum. En rúmið var gott og maður sofn- aði vært við sefandi skvampið frá straumi fljótsins undir prammanum. Kyrrðin var þó oft rofin þegar bátar fóru framhjá með gaura- gangi og háværum vélargný og pramminn ruggaði í smástund á eftir. I morgunljómanum fór umferðin á fljótinu vaxandi. Þrír og fjórir yfirbyggðir prammar bundnir saman og einn smábátur streittist við að draga þá móti straumnum. Um borð voru Taílendingar og mikill fögnuður ríkj- andi; fólkið þó að því er virtist í vinnufötum. En nú var það ekki á leið til vinnu, heldur í árlega skemmtisiglingu sem tekur einn dag og fyrirtæki efna til í stað þess að greiða bónus. Ferðaþjónustan býður ferðamönnum hins vegar upp á þá upplifun að ganga undir nátt- úrulega sturtu; nefnilega volgan foss sem fell- ur fram af fjögurra metra hárri bergbrún og út í fljótið. Þetta er svona hliðstæða við Bláa lónið. Farþegar bregða sér í sundföt og prammanum er einfaldlega bakkað undir fossinn. Framhald í næstu Lesbók. KRISTINN GÍSLI AMGNÚSSON TORG- KLUKKAN Svo langt sem liðið er leit ég hana velkomna kassalagaða klukkuna á Lækjartorgi himnesks friðar langt frá Kína Éggekk þar nýjum sporum í gær ofan í þessi gömiu góðu og varð ekki meint af Annað hvort væri eftir allt tilstandið kringum þá gömlu sem siær hávaðalaust Ég horfí upp til hcnnar gamail maðurinn hættur að hlaupa við fót þennan stað stundvísi strætisvagna. Höfundurinn er skóld í Reykjavík og prenlari ó eftirlaunum. UNNUR BJARKLIND LITLA BARN Amma kveður við rúmið þitt. Ljúflingslög. Og þú brosir og augun þín búa yfír leyndarmáii ástarinnar. Litla barn. Þú ert arabísk nótt og þig dreymir um frið og bjartar nætur á íslandi, þar sem mamma þín fæddist og þú fæðist til að sameina alla menn í friði, þegar fyrstu snjókornin falla, og sítrustréð biómstrar í austri. Litla barn. Þú ert austur og vestur. Þú ert dulúð Austurianda, og norðurljós vestursins. Veistu, að Abraham er í blóði þínu, og aftur kemur Melkorka íþér? Þú ert friðardúfa. Litla barn. Þegar þú fæðist breytast tár mín ífailegar periur handa þér. Höfundurinn er amma í Reykjavík. 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. FEBRÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.