Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1999, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1999, Blaðsíða 20
Morgunblaðið/Ásdís , SKÓGARHÖLLIN eftir Jóhannes S. Kjarval. LISTASAFN ISLANDS MÓDERNISMI, FRUM- HERJAR OG POPPLIST KLARA Stephensen og Ólafur Gíslason koma verkum Sigmars Polke fyrir í sal listasafnsins. RJÁR sýningar verða opnaðar í sölum Listasafns Islands í dag kl. 15. Tvær sýningar í eigu safnsins og sýning á gvassmyndum Sigmars Polke, sem hingað er komin frá Þýskalandi. Fjórir frumherjar I sal 1 eru verk eftir Þórarin B. Þorláks- son (1867-1924), Ásgrím Jónsson (1876-1958), Jón Stefánsson (1881-1962) og Jóhannes S. Kjarval (1885-1972). Þessir fjór- ir málarar hófu allir listamannsferil sinn á fyrstu áratugum þessarar aldar og lögðu þar með grunn að nútímamyndlist hér á landi. Náttúra landsins var í hugum aldamóta- manna tákn þess sem íslenskt var og varð hún höfuðviðfangsefni fyrstu kynslóðar ís- 'ítnskra listamanna. Þórarinn B. Þorláksson, sem var elstur fi-umherjanna fjögurra, hélt fyrstu sýningu sína árið 1900 og sýndi þar meðal annars málverkið Þingvellir frá sama ári. I því verki, þar sem landið er hjúpað náttbirtu, tókst honum að laða fram andblæ djúphygli í rómantískri túlkun sinni, sem átti eftir að einkenna margar landslagsmynda hans. Andblær djúphygli, sem rekja má til rómantíkur 19. aldar, ríkir einnig í málverki Jóns Stefánssonar Sumarnótt, lómar við Þjórsá frá 1929. Jón hafði að loknu námi í Kaupmannahöfn sótt skóla Henris Matisses í París og kynnst róttækum kenningum hans. I málverkum sínum af auðn landsins leitaðist hann við að skapa heildræna mynd með nak- in form iandsins sem efnivið. í elsta málverki ^sgríms Jónssonar, Tindafjöll frá 1903-4, er landið einnig sveipað hjúp sumamæturinnar og hrikaleg fegurð snæviþaktra tinda hafín upp. Ásgrímur hreifst af impressjónisman- um franska og er leið á feril hans leitaðist hann við að túlka birtuna og litbrigðin í nátt- úrunni eins og sjá má í málverki hans af Heklu frá 1927 og myndum sem hann málaði í nágrenni Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Sérstæðastur frumherjanna er Jóhannes S. Kjarval. Hann kynntist snemma symbólism- anum franska og síðar einnig kúbisma og ex- pressjónisma og nýtti sér þau kynni á per- sónulegan hátt við túlkun á íslensku lands- jagi. Á sýningunni er verk hans, Skógarhöll- *n, sem hann málaði árið 1918. Verk þetta sýnir vel tengsl Kjarvals við symbólismann og er að því leyti tímamótaverk í íslenskri málaralist. Með málverkum frá Þingvöllum um og eftir 1930 innleiddi Kjarval nálægðina í íslenska landslagslist þar sem hann beindi sjónum að hrjóstrugum jarðveginum, hraun- inu, klettunum og lággróðrinum. Með því móti varð myndefnið, landslagið, nafnlaust og óstaðbundið, og náttúra landsins miðill til að tjá tilfinningar og hugmyndir. Gott dæmi um hvernig Kjarval umbreytir landslaginu í form sem eru á mörkum þess að vera abstrakt er málverkið Heyþurrkur eftir Heklugos frá 1947-66. Sýningin stendur til 11. apríl. Gvassmyndir Sigmars Polke í sal 3 verður opnuð sýningin Tónlist af óræðum uppruna og er sýning á 40 gvass- myndum Sigmars Polke (f. 1941). Hann til- heyrir þeirri kynslóð þýskra listamanna sem kom fram í miðju kalda stríðinu á 7. áratugn- um undir merki nýs raunsæis. Þessi kynslóð leitaði fanga í fjöldamenningu neyslusamfé- lagsins og vaxandi áhrifum fjölmiðla og fjöldaframleidds myndefnis. Polke kallaði myndlist sína í upphafi „kapítalískan real- isma“, og vildi með því andæfa ríkjandi abstrakthefð í vestrænni myndlist annars vegar, og þeim sósíalrealisma sem var ríkj- andi austan járntjaldsins hins vegar. Hann mótaðist af popplist 7. áratugarins og því nýraunsæi, sem sá í myndmáli fjöldamenn- ingarinnar þann veruleika sem myndlistin gat byggt á. Þótt flestar myndir Polkes byggist á fígúratífu myndmáli úr auglýsinga- og fréttaheiminum, þá hefur hann einnig gert abstraktmyndir, t.d. mýndaröð sem hann kallaði „Moderne Kunst“. Myndir þessar eru þó ekki abstrakt í þeim skilningi að Polke trúi á sjálfstætt gildi óhlutbundinna lita eða forma, heldur eiga þær að sýna abstraktmál- verkið sem hvem annan neysluhlut í samfé- lagi okkar og fjalla því um listina á þeim for- sendum, segir í fréttatilkynningu. Polke hlaut myndlistarverðlaunin Gullljónið í Fen- eyjum árið 1985. Sýningin er farandsýning, valin og sett saman af Götz Adrian og listamanninum og er hingað komin á vegum Institut fiir Aus- landsbeziehungen í samvinnu við þýska sendiráðið á íslandi. Sýningin stendur til 28. mars. Módernismi i mólun í sal 4 eru verk eftir Gunnlaug Scheving (1904-1972), Jóhann Briem (1907-1991), Jón Engilberts (1908-1972), Jón Stefánsson (1881-1962), Nínu Tryggvadóttur (1913-1968), Snorra Arinbjarnar (1901-1958) og Þorvald Skúlson (1906-1984). Meðal annars em þar verk sem vom á hinni sögufrægu Gefjunarsýningu árið 1942. Á fjórða áratugnum má greina mjög glögg skil milli tveggja ólíkra viðhorfa í íslenskri myndlist. Annars vegar er það landslagsmál- verkið, sem þá lifir mikið blómaskeið með þá Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson og Jóhann- es Kjarval, og hins vegar sú kynslóð ungra listamanna, m.a. Jón Engilberts, Gunnlaug- Ur Scheving, Þorvaldur Skúlason, Snorri Ar- inbjarnar og Jóhann Briem, sem kom fram um og eftir 1930. I verkum þessara ungu listamanna komu fram róttæk viðhorf, jafnt í vali á myndefni sem túlkun. Flestir vom þeir aldir upp í smáþorpum og fundu túlkunar- efni sitt í daglegum athöfnum fólks, vinnunni á heimilinu jafnt sem á hafi úti. Þessir lista- menn vom sumir virkir í róttækum, pólitísk- um hreyfingum, svo sem Jón Engilberts, og gætti þjóðfélagsgagnrýni í verkum sumra þeirra án þess að rétt sé að flokka þau undir merkjum félagsraunsæis. Verkið, sem telja má að hafi markað upphaf þess skeiðs í ís- lenskri myndlist, er Bassabáturinn, frá 1929 eftir Gunnlaug Scheving. I því verki sem öðmm verkum Schevings er ekki verið að upphefja sjómennskuna né manninn yfirleitt heldur er þar að finna nærfærna og inn- hverfa túlkun á manninum við vinnu sína. Þeir Jón Engilberts, Snorri og Þorvaldur höfðu allir notið kennslu norska málarans Axels Revolds, sem verið hafði í skóla Matis- ses með Jóni Stefánssyni í París. Hjá honum kynntust þeir hinum norska expressjónisma sem annars vegar átti rætur að rekja til til- finningalegs expressjónisma Edvards Munchs og hins vegar hins formræna og munúðarfulla franska expressjónisma. Róttæk viðhorf í efnisvali og túlkun fóra fyrir brjóstið á ýmsum ráðamönnum hér á landi á tímum mikilla umbreytinga í þjóðfé- laginu í kjölfar kreppu og síðar stríðs sem riðlaði mörgu í íslensku samfélagi. Menn ótt- uðust upplausn og nýjungar í listum og skáldskap þar sem viðteknum hugmyndum um fegurðina var ógnað. Allt frá því á 4. ára- tugnum höfðu menn deilt um myndlist, en í byrjun þess fimmta efldust þær deilur með skrifum Jónasar Jónssonar, formanns Menntamálaráðs, og náðu hámarki með sýn- ingu sem hann hélt í háðungarskyni vorið 1942 á sex verkum í eigu Listasafns íslands eftir fimm listamenn. Þetta vora verkin Þor- geirsboli eftir Jón Stefánsson, Rauða teppið og Við glugga eftir Þorvald Skúlason, Liggj- andi kona eftir Jóhann Briem og Hjörtur Snorrason eftir Gunnlaug Scheving. Voru þau fyrst sýnd í Alþingishúsinu og síðan í verslunarglugga Gefjunar í Aðalstræti. Þetta tiltæki formanns Menntamálaráðs sýnir hve heiftúðugar deilur vora þá um myndlist, en eins og gefur að skilja fylgdu miklar blaða- deilur í kjölfarið. Eru nokkrar greinar, sem þá birtust í blöðunum, til sýnis á sýningunni. Sýningin stendur til 18. apríl. Listasafn íslands er opið alla daga vikunn- ar, nema mánudaga, frá kl. 11-17. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 27. FEBRÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.