Alþýðublaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 2
Laugardagur 6. nóvember 1982 2.... Jón Baldvin Hanni- balsson. „Menntamönnum og skáldum, íslenz- kum, með víkinga- blóð í æðum, hefur löngum þótt lítið til koma hugmynda- f ræð/ sósíaldemó- krata. Einkum þeim, sem hafa lesið kommúnistaávarpið, grautað í „kapítal- inu“ og haft spurnir af Lenín og rúss- nesku byltingunni“. í „í samanburði við þau ósköp sem hlot- ist hafa af hugsjón- um hatursfullra og hálfmenntaðra mannkynsfrelsara Stórasannleiks, eru atvinnurekendur eða kapítalistar, sem hugsa bara um pyngju sína, sauðmeinlaust lið. Til þess eru ótal ráð að takmarka eignar- rétt þeirra og vald, ef lýðræðið er virkt". „Þegar sósíal- demókratar áttu að velja á milli allsherj- ár þjóðnýtingar og alræðis skv. for- múlu, eða lýðræðis, þá völdu þeir lýðræðið. Því að án lýðræðis er enginn sósíalismi. Og án lýðræðis eru frið- samlegar, hægfara umbætur, útilok- aðar“. jafnaðarstefn; Það gleður mig, að ég er ekki fyrr á förum úr ritstjórastóli Alþýðublaðsins en ungur fræðimaður finnur hjá sér hvöt til þess að gera gagnrýna úttekt á ritstjórnarpólitík blaðsins undir minni stjórn. Hinu er ekki að leyna, að ég hefði kosið að svo umvöndun- arsamur hugsjónamaður væri sjálfur vandari að meðulum. Sérstaklega er mér óskiljanlegt með öllu það athæíi hans að taka sér á fölskum forsendum vald til þess að fleygja út efni blaðsins og troða grein sinni í staðinn í algeru heimiidarleysi. Var ekki þessi ungi maður að átelja ritstjóra Alþýðublaðsins fyrir að honum gengi betur að kenna heilræðin en halda þau? Ádrepur K.O. á ritstjórnarskrif undirritaðs eru þá orðnar þrjár talsins. Fyrst gefur gagnrýnandinn sér eina meginforsendu: Hún er sú, að brýna nauðsyn beri til að Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag myndi breiðfylkingu gegn leiftursóknaröflum markaðshy- ggjumanna (þ.e. Hannesar Hólmsteins og félaga, sem eru partur af ungliðadeild Sjálfstæðisflokksins en fjarri því flokkurinn allur) K.O. vill íhuga það, hvort Á-A-flokkarnir eigi ekki að sameina kraftana. Sem sannur sósíaldemókrati vill hann þó að samruninn verði í áföngum, við hægfara þróun. Þá fullyrðir K.O. að Alþýðubandalagið hafí nú gert meginið af efnahagstillögum Alþýðuflokksins að sínum. Ef satt væri, færi vonandi að rofa til í efnahagsmálum. Sú spurning hlýtur að vakna, hvort Alþýðuflokkurinn eigi ekki að stíga fyrsta skrefið með því að ganga inn í núv. ríkisstjórn, sem Kjartan skilgreinir sem „vinstri stjórn?“ Út frá þessari forsendu fínnur K.O. mér það til foráttu, að ég hafí ekki gert mér grein fyrir þessum „nýju viðhorfum“. Eitt er að skilja hvað vakir fyrir sumum mönnum - annað að vera því andvígur. Látum vera að sinni. Áréttum aðeins nokkrar helstu ályktanir og ávirðingar undirritaðs, sem K.O. leiðir út frá meginforsendunni. Nokkur dæmi: 1) Hann segir mig hafa sofíð á verðinum, þar sem ég hafí ekki nennt að ansa 100 greinum Hannesar Hólmsteins um þá Hayek og Friedman. Spurning: Hefur Kjartan nennt því? Hefur nokkur nennt því? 2) Ritstjórnar- skrif mín hafí ekki verið til þess fallin að efla einingu og samstöðu innan flokksins, þau hafí m.ö.o. verið óvinafagnaður 3) Hann segir skrif mín hafa gefíð óheppilega mynd af flokknum út á við. Enda segist hann hafa setið agndofa úti í Þýskalandi s.l. vetur við leiðaralestur Alþýðublaðs. 4) Þá talar hann um upp- gjör mitt við ýmis hefðbundin baráttumál jafnaðar- manna. Er á K.O. að skilja, að ég sé versti fjandi velferðarríkisins, auk þess sem ég hafí lítt tekið undir við þá Palme og Sorsa um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum o.f. Reyndar verður ekki annað lesið út úr greinum K.O. en að hann álíti mig stórhættulegan stríðsæsingamann, og er í því efni sem flestum öðrum hjartanlega sammála Þjóðviljan- um. Látum vera. Ég er K.O. sammála um eitt: Það er afar mikilvægt fyrir stjórnmálaflokka að „gæta þess að drukkna ekki í dægurmálabaráttunni, heldur gefa sér jafnframt tíma til að íhuga málefnastöðu sína í víðara samhengi. Nú vill svo vel til, að á s.l. vori lýsti ég stuttlega grundvallarafstöðu minni til stjórnmála í erindi um jafnaðarstefnuna á ráðstefnu Lífs og lands, sem haldin var undir heitinu: „Maður og stjórnmál“. Áður en Kjartan skrifar lengra mál til þess að rang- túlka ritstjórnarskrif Alþýðublaðsins og gera mér upp skoðanir, vil ég biðja mitt gamla blað að birta þetta erindi. Það gæti vonandi orðið Kjartani tilefni til merkilegri fræðirannsókna þótt síðar verði. Hér kemur erindið: I; Spurning um mannréttindi Aðspurðurá 79ára afmæli sínu - eftir hálfa öld í pólitík - hvort hann hefði orðið sósíaldemókrati af bóklestri á námsárunum í Dan- mörku, sagði karl faðir minn: „Nei, ég gerðist sósíaldemókrati í verki, í lífsins skóla í Súðavík. Mér rann til rifja umkomuleysi fólks. Það særði mína réttlæfis kennd. Hún hrærði mig til at- hafna. Pólitískt starf gaf síðan bóklestrinum merkingu - ekki öfugt.“ Ef þessi orð eru tekin trúanleg er sósíaldemókratí - lýðræðisleg jafnaðarstefna - fyrst og fremst mannúðarstefna. Samúð með fólki, sem á bágt. Og hættir þar með að eigaerindi við fólk, þegar það á ekki lengur bágt? Með sama hætti og hagfræðin, þessi heimspeki eymdarinnar, glatar gildi sínu ef og þegar allsnægtar- þjjóðfélagið hefur útrýmt skort- inum? Jafnaðarstefnan er alþýðleg kenning. Þess vegna fer best á því að forðast fín orð - frelsi, jafn- rétti, bræðralag - en lýsa henni frekar í verki. Hvernig lýstu sér bágindi fólks í Súðavík á 3ja ára- tug aldarinnar? Flestir seldu vinnuafl sitt atvinnurekanda, „eiganda framleiðslutækjanna". Hans var valdið, mátturinn og dýrðin, slík sem hún var. Hann réði því, hvort menn fengju vinnu, eða hverjir, og á hvaða kjörum. Hann réði vinnutíman- um. Hann réði því, hvort menn fengju greitt umbun erfiðis síns í peningum eða með vöruúttekt í hans eigin verzlun. Hann var máttarstólpi samfélagsins - kap- ítalisti. Pólitík sósíaldemókrata var fyrst og fremst spurning um mannréttindi. Ef menn gátu ekki unnið, eða misstu vinnu. misstu þeir um leið atkvæðisréttinn. urðu réttlausir utangarðsmenn. Menn bjuggu við öryggisleysi um afkomu fjölskyldu, ef slys, sjúk- dóma, elli eða dauða fyrirvinnu bar að höndum. Lífsbaráttan var hörð og miskunnarlaus. Sósíaldemókratí, lýðræðisjafn- aðarstefnan, kenndi þessu fólki að stofna verkalýðsfélag. Að neita að selja vinnuafl sitt nema gegn meðákvörðunarrétti um verðlagningu vinnuafls, vinnu- tíma o.s.frv.. Þetta var kallað stéttabarátta. Það var fyrsta skrefið. Næsta skref var að neyta atkvæðisréttar fjöldans til að taka völdin í hreppnum eða bænum, ekki hvað síst til þess að gæta hagsmuna fólksins gagnvart valdi atvinnurekenda. Til þess að ráða næsta umhverfi sínu. Kjósa menn á þing. Knýja fram löggjög, sem gerði verkamönnum kleift að búa í mannabústöðum, eða bjó þeim lágmarksafkomutryggingu í ell- inni, eða við slys og sjúkdóma. Þetta heitir pólitískt lýðræði, full- trúalýðræði eða þingræði. Stundum var, oftast af illri nauðsyn, efnt til samvinnurekstr- ar um útgerð, fiskvinnslu eða verzlun, ef og þegar kreppan lam- aði einkaframtakið. Það stefndi í átt til atvinnulýðræðis. Þetta þrennt: Stéttarsamtök til að hafa áhrif á tekjuskiptinguna; virkjun pólitísks lýðræðis til þess að hafa áhrif á félagslega um- gjörð þjóðfélagsins með löggjöf; og blanda einkarekstrar, sam- vinnurekstrar og opinbers rekstr- ar til þess að stuðla að fullri atvinnu - þetta var sósíaldemó- kratí í kenningu og reynd. II; Frelsi frá skorti Bezta dæmið um sósíaldem- ókratí í verki sem ég kann frá að segja er kúabú ísafjarðarkrata. Þegar Vilmundur læknir komst að því að börn fátæklinga þjáðust af næringarskorti, var samþykkt á verkalýðsfélagsfundi, og fram- kvæmt í bæjarstjórn, að stofna kúabú til þess að fátæk börn gætu fengið mjólk að drekka og kalk í beinin. Kannski var það há- punkturinn á ferli ísafjarðarkrata, þegar þetta kúabú fékk sérstök verðlaun Búnaðarfélagsins fyrir nythæstu kú á landinu. Þar með var sannað að kratar kunnu að reka kúabú, betur en „íhaldið". Þetta er sósíaldemókratí í verki. Halldór Kiljan Laxness hefur kallað þetta „sauðmein- laust sósíaldemókratí". Einmitt. Það er mannúðarstefna okkár tíma. Og hún drepur engan. Það tók skáldið hálfa öld að finna þetta út aftur, eftir að hafa lent í hafvillum með hundgrimmum of- vitum og mannkynsfrelsurum af verstu sort, sem fannst þetta ekki nógu spennandi; of praktískt. Og höfðu það af að lokum að snúa alþjóðahyggju verkalýðsins upp í alþjóðlegt tugthús utan um þriðja part jarðarbúa. Það er sama hvort við nefnum Súðavík eða Svíþjóð sem dæmi um þetta sósíaldemókratí í prax- ís. Það studdist ekki við mjög harða kenningu. Aflvakinn var samhyggð með fátæku fólki og umkomulitlu. Það sem fyrir mönnum vakti var að útrýma fá- tækt. Kröfurnar voru um jöfnun auðs og tekna, félagslegt öryggi og atvinnu handa öllum. Mikið meira var það nú ekki. Sjálfsagt hafa menn gert sér vonir um að tækifæri til náms og þátttöku í menningarlífi fylgdu í kjölfarið, svo sem eins og af sjálfu sér. Sjálfsagðir hlutir, sýnist okkur nú, þótt það væri svo engan veg- inn þá. Og sauðmeinlaust, vissu- lega. Engum datt í hug að nefna blóðuga byltingu einu orði, nema nokkrum hlaupastrákum, sem höfðu lent í múgæsingum á göt- um Berlínar á hinum gölnu dög- um Weimar. Byltingu gegn hverjum? Útgerðarmanninum? Hann var alinn upp við slor eins og þeir hinir. Og undir hörðum skrápnum sló gott hjarta, oftast nær. Skorturinn var bara harður húsbóndi. Niðurstaðan átti að verða ein- hvers konar „velferðarríki". Þjóðfélag, þar sem menn væru frjálsir frá skorti, öryggisleysi, ótta, hatri og öfund. Það er ekki þeirra mál, kreppukarlanna. að útrýming örbirgðarinnar skapaði önnur vandamál, sem kallaði á annars konar úrræði. Það er okk- ar mál. Þeirra flokkur var kreppuflokkur. Okkar flokkur er í kreppu. Af því að þeir skiluðu góðu dagsverki. Nú þykjast allir vera sósíaldemókratar. Jafnt þeir sem hömuðust gegn vökulögum og almannatryggingum sem hin- ir, sem hafa hatast við þennan prólítaríska húmanisma í hundr- að ár og biðu fýldir eftir bylting- unni: Rennur blóð eftir slóð, dilla ég þér þjóð... III; „Rennur blóð...“ Menntamönnum og skáldum, íslenzkum, með víkingablóð í æðum, hefur löngum þótt lítið til koma hugmyndafræði sósíaldem- ókrata. Einkurn þeim, sem hafa lesið kommúnistaávarpið, graut- að í „Kapitalinu" og haft spurnir af Lenín og rússnesku bylting- unni. Alveg eins og Lenín mis- skildi Marx, reistu þeir sína eigin draumaveröld á misskilningi á eðli rússnesku byltingarinnar. Fyrir þeirra smekk vantaði blóð og morð í söguþráðinn hjá kröt- um, til þess að hann gæti kveikt í storknuðu blóði þeirra. Skv. Lenín var sósíalismi for- múla: Afnám einkaeignarréttar á framleiðslutækjunum og öll völd til Flokksins. Þetta var kallað „al- ræði öreiganna", þótt þeir kæmu þar hvergi við sögu. Þessi formúla átti að leysa öll mannleg vanda- mál á einu bretti: Stéttaskipt ingu, arðrán, kúgun, skort og stríð. Lenín sagði, að ef veru- leikinn passaði ekki inn í formúl- una, væri það verst fyrir veruleik- ann. Það hafa reynst orð að sönnu. Veruleikinn reyndist að vísu talsvert flóknari en formúlan gerði ráð fyrir og hefur því orðið hart úti í þeirn hremmingum. Eins og jafnan gerist þegar Stórisannleilicur er á ferð, og hat- ursfullir menn hyggjast læsa lífið inni í formúlu í nafni hans, reyndist læknisráðið verra en sjúkdómurinn, sem átti að lækna. í stað þess að afnema stéttaskipt- ingu hefur Lenínisminn endað í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.