Alþýðublaðið - 06.11.1982, Síða 3

Alþýðublaðið - 06.11.1982, Síða 3
Laugardagur 6. nóvember 1982 3 V OG FRJÁLSLYNDI asíatískri harðstjórn nýrrar yfir- stéttar, sem réttlætir alræðisvald sitt með spámannlegri hand- leiðslu hjáguðanna, Marx, Eng- els, Leníns, Stalíans eða Maós, eins og einvaldskonungar fyrri tíðar þóttust þiggja vald sitt frá guði. Flest sem Marx gamli hafði að segja um örbirgð, arðrán, undirokun og firringu mann- skepnunnar í frumkapitalisman- um brezka á fyrri helming 19du aldar, er eins og lifandi lýsing á þjóðfélagsveruleikanum í hinum sveltandi sósíalisma lenínismans. Ef sósíalismi er bara formúla um allsherjar hervæðingu og miðstýringu efnahagsstarfsem- innar, verður að flokka þúsund ára ríki þýzka nazismans sem fyrirmynd arríki sósíalisma. Rétt- ara væri að segja að Sovétríkin hafi, skv. rökréttri niðurstöðu lenínismans, endað í fasisma. IV: Lífvænleg lífsskoðun Hver er niðurstaðan af hundrað ára stríði kommúnista og sósíal- demókrata um eðli þjóðfélags- breytinga? Um það þarf ekki að deila. Hún liggur ljós fyrir. Nokkrum tugum milljóna mannslífa síðar vitum við, að hin- ir hundgrimmu og hálfmenntuðu mannkynsfrelsarar Stórasann- leiks, sem ná allsherjarvaldi, eru stórhættulegir umhverfi sínu. í samanburði við þau ósköp eru atvinnurekendur eða kapítalist- ar, sem hugsa bara um pyngju sína, sauðmeinlaust lið. Til þess eru ótal ráð að takmarka eignar- rétt þeirra og vald, ef lýðræðið er virkt. Það er í þessum punkti sem skilur í milli feigs og ófeigs, milli kommúnista og sósíaldemókrata. Það er hinn gerólíki mannskiin- ingur, sem liggur að baki hug- myndum þeirra um mann og þjóðfélag. Kommúnistar eru „besserwisser“; þeir fyrirlíta lýðinn. Lýðræði er ekki til á þeirra orðabók. Sósíaldemokratí hefur hins vegar náð sáttum við það bezta í evrópskri menningar- arfleifð: Húmanismann - mann- úðarstefnuna. . Bernstein gamli var ekki nærri því eins gáfaður og guðspjalla- maðurinn Marx En hann sá það nú samt út af hyggjuviti sínu fyrir seinustu aldamót, að veruleikinn hegðaði sér ekki eins og Marx mælti fyrir um. Hann mælti þau fleygu orð, að aðferðin sjálf, hreyfingin, lýðræðið, skipti meira máli en formúlan, eða hin fyrirfram gefna niðurstaða. Þegar sósíaldemókratar áttu að velja á milli allsherjar þjóðnýt- ingar og alræðis skv. formúlu, eða lýðræðis, þá völdu þeir lýðræðið. Því að án lýðræðis er cnginn sósíalismi. Og án lýðræðis eru friðsamlegar, hægfara um- bætur, útilokaðar. En „óhjá- kvæmileiki" hægfara umbóta er kjarni hinnar sósíaldemókratísku hugmyndafræði. Þess vegna hef- ur hún aldrei staðnað í kreddu. Sósíaldemókratar hafa alla tíð leyft sér þann munað að endur- skoða baráttuaðferðir sínar og kennisetningar í ljósi síbreyti- legrar þróunar, sem enginn fær séð fyrir. Þess vegna er sósíal- demókratí lífvænleg lífsskoðun, sem í þankagangi og vinnubrögð- um samrýmist aðferðum vísinda. Við prófum okkur áfram. V: Frelsi með ábyrgð Eftir stríð hafa margir sósíal- demókratar verið helzúr talsmenn hins blandaða hagkerfis. Skv. því fer efnahagslífið fram á grund- velli markaðsviðskipta milli fyrir- tækja og heimila, innan ramma heildarstjórnar lýðræðislegs rík- isvalds. Þetta er eina hagskipun- in, sem tryggir einstaklingunum sem launþegum, neytendum, framleiðendum, iistamönnum, o.s.frv. verulegt frjálsræði til þess að fara sínu fram, án þess að vera upp á náð og miskunn ríkisvalds- ins komnir. Þessi hagskipun gerir hvort tveggja að skila vörunum, tryggja hagvöxt, sem er forsenda bættra lífskjara, og tryggja einstaklingn- um frelsi til athafna, með ábyrgð. Þessi þjóðfélagsskipan hefur á ár- atugunum eftir stríð skilað efn- hagslegum og pólitískum árangri, sem á sér enga hliðstæðu í sögu Evrópu. Hún er með öllu óþekkj- anleg bðrið saman við þann frum- kapitalisma óheftsmarkaðsbú- skapar, sem bæði kommúnistar og sósíaldemókratar gerðu að út- ,gangspunkti, á öldinni sem leið. Þessi þjóðfélagsskipan er fyrst og fremst árangur af virku pólit- ísku lýðræði. Það er einmitt van- mat Marx og epígóna hans á fé- lagslegum og efnahagslegum af- leiðingum hins pólitíska lýðræðis, sem veldur því, að grimmilegar forspár hans um gang mála rættust hvergi, þar sem lýðræði hefur verið virkt. Sovétkommúnisminn stenzt engan samjöfnuð við þessa þjóðfélagsskipan. í samanburði við hana er Ráðstjórnarkerfið eins og heljarstökk aftur í miðaldavillimennsku. Sovétkerf- ið er hvort tveggja hugmyndalega og efnahagslega gjaldþrota. Það er lokað kerfi, staðnað. Því verð- ur ekki breytt nema með bylt- ingu. Alls staðar, þar sem lenin- isroinn hefur verð reyndur í fram- kvæmd, greiða menn atkvæði gegn honum meðfótunum. Pólit- ískir flóttamenn úr nýlenduveldi sovétkommúnismans skipta nú orðið mörgum milljónum. Gjald- þrot Póllands er táknrænt um gjaldþrot stefnunnar. Áhangend- ur þessa kerfis, hér á landi sem annars staðar, eru sjálfir orðnir pólitískir flóttamenn frá eigin fortíð. VI. Dekurbörn velferðarríkisins En sósíaldemókratar hafa enga ástæðu til að ofmetnast. Þeir hafa vissulega náð miklum árangri. Kreppukratarnir hafa skilað sínu velferðarríki. En stríðinu er ekki lokið. Nú er spurt: Hvaða erindi eiga sósíaldemókratar við eigin afsprengi, hin lífsleiðu dekurbörn velferðarríkisins? Um allan hinn vestræna heim hafa menn af því áhyggjur, að ríkisforsjá og skrifræði velferð- arríkisins sé komið út í öfgar. Að sívaxandi ríkisforsjá á öllum sviðum sé á góðum vegi með að drepa niður sjálfsbjargarhvöt, frumkvæði, sköpunarkraft, sparnaðarviija, starfsiöngun, dugnað og ábyrgðartilfinningu einstaklinganna. En þessar mannlegu hvatir eru aflvaki allra framfara og nýjunga. Þegar mannskepnan er laus úr viðjum skortsins er það freistandi „að varpa öllum sínum syndum bak við sig“. Að skjóta sér undan ábyrgð. Að sætta sig við ráðs- mennsku Stóra bróður, hins alls- ráðanda ríkisvalds. Þá er sjálft lýðræðið, sem er hvort tveggja í senn markmið og aðferð sósíal- demókrata í pólitísku starfi, í hættu. Sósíaldemókratar geta ekki, fremur en aðrir, komizt hjá því að viðurkenna, að innan velferð- arríkisins gætir vaxandi togstreitu milli ólíkra markmiða. Stofnanir velferðarríkisins, hins félagslega öryggiskerfis, - efnahagslegar áætlunargerðar og fjarstýringar, kosta sívaxandi skrifræði, íhlutun og forsjá ríkisvaldsins um málefni þegnanna. Hversu hátt verð eru menn tilbúnir að greiða fyrir „ör- yggið“? Hvað vilja menn ganga langt í skattheimtu í tekjujöfnun- arskyni, á kostnað hagnaðar fyrirtækja, hagvaxtar og fram- leiðni? M.ö.o. lífskjara alþýðu manna? Þessarar togstreitu milli ólíkra markmiða hefur lengi gætt innan hugmyndafræði lýðræðisjafn- aðarmanna: Milli kröfunnar um ríkisforsjá og miðstýringu annars vegar, og kröfunnar um aukið lýðræði, efnahags- og atvinnulýð- ræði og valddreifingu, hins vegar. Vandinn er sá að finna jafnvægi milli forsjár og frelsis. Það hefur aldrei verið hugsjón sósíaldemókrata að koma atvinn- urekendum, kapitalistum, á fé- lagslegt framfæri. Þeir eiga að vera eins konar dráttardýr kerfis- ins, menn sem taka áhættu, og um leið afleiðingum gerða sinna, pg eru gagnlegir til síns brúks. Á íslandi eru atvinnurekendur í heilu atvinnuvegunum orðnir að eins konar lífeyrisþegum launþega. Þetta er ekki sósíal- demókratísk pólitík. Við skulum fyrir alla muni forðast að falla í sömu gröf og lenínistarnir: Við skulum forðast að vera „besser- wisser"; forðast að halda að við einir vitum, að við höfum einka- rétt á að hafa vit fyrir öðrum. Hin hliðin á því máli er sú, að við hættum að treysta fólki til að taka sínar eigin ákvarðanir og bera sjálft ábyrgð gerða sinna. Hver væri þá munurinn orðin á okkur og kommúnistum? Við eigum ekki að drepa drátt- ardýrið, sem er sjálfstæður og blómlegur atvinnurekstur undir lýðræðislegri heildarstjórn. Það eru engin búmannshyggindi að blóðmjólka kúna. Það hefur aldrei verið sósíaldemókratísk stefna að færa allt vald frá fólk- inu, frá hinum smærri einingum fyrirtækja, sveitarstjórna og ein- staklinga til pólitískra kommiss- ara. Til þess eru vítin að varast þau. VII. Jafnvægi frelsis og forsjár Ég legg áherzlu á lýðræðið um- fram jöfnuðinn, á frelsið umfram forsjána. Frelsið er æðsta gildið, því að án þess glata önnur gildi merkingu sinni. Við getum hugs- að okkur að fullkominn jöfnuður ríki innan fangelsismúranna. Það er heldur ekkert atvinnuleysi í þrælabúðum Gúlagsins. Þannig er út í hött að tala um jöfnuð og velferð, án frelsis. Frjáls að- gangur að upplýsingum og frelsi til áhrifa á meðferð valdsins í þjóðfélaginu, hin lýðræðislega aðferð, er eina leiðin til að tryggja jafnrétti og velferð til frambúðar. Þar að auki er al- ræðisstjórnarfar ópraktfskt. Frelsi einstaklinganna er for- senda efnahagslegra framíara.Ó- frjálsir menn finna hjá sér enga hvöt til-að vinna yfirboðurum sín- unt og sitja því uppi með tóman disk í þokkabót, eins og Pólverjar mega nú reyna. Það er hinn „sveltandi" sósíalismi samtím- ans. Við erum hins vegar sósíal- demókratar - ekki bara sósíalist- ar, sem ekkert kunna fyrir sér annað en að þjóðnýta eymdina. Framtíð hinnar sósíaldemó- kratísku hreyfingar mun ráðast af því, hvort sósíaldemókratar freistast til að lúta fremur forsjá ríkisvaldsins, eða standa á rétti einstaklingsins og með frelsisbar- áttu hans. - JBH. „En sósíaldemó- kratar hafa enga á - stæðutilað ofmetn- ast. Þeir hafa vissu- lega náð miklum ár- angri. Kreppukrat- arnir hafa skilað sínu velferðarríki. En stríðinu er ekki lokið. Nú er spurt: Hvaða erindi eiga sósíaldemókratar við eigin afsprengi, hin lífsleiðu dekur- börn velferðarríkis- ins?“ „Um allan hinn vestræna heim hafa menn af því áhyggj- ur, að ríkisforsjá og skrifræði velferðar- ríkisins sé komið út í öfgar. Að sívaxandi ríkisforsjá á öllum sviðum sé á góðum vegi með að drepa niður sjálfsbjargar- hvöt, sköpunarkraft, frumkvæði, sparn- aðarvilja, starfs- löngun, dugnað og ábyrgðartilfinningu einstaklinganna. En þessar mannlegu hvatir eru aflvaki allra framfara og nýj- unga“. „Það hefur aldrei verið hugsjón sósí- aldemókrata að koma atvinnurek- endum, kapítalist- um, á félagslegt framfæri. Þeir eiga að vera eins konar dráttárdýr kerfisins, menn sem taka áhættu og um leið afleiðingum gerða sinna og eru gagn- legir til síns brúks“. „Ég legg áherslu á lýðræðið umfram jöfnuðinn, á frelsið umfram forsjána. Frelsið er æðsta gildið, því að án þess glata öll önnur gildi merkingu sinni. Framtíð hinnar sós- íaldemókratísku hreyfingar mun ráðast af því, hvort sósíaldemókratar freistast til að lúta fremur forsjá ríkis- valdsins, eða standa á rétti einstaklings- ins og með frelsis- baráttu hans“.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.