Alþýðublaðið - 06.11.1982, Síða 5

Alþýðublaðið - 06.11.1982, Síða 5
Laugardagur 6. nóvember 1982 5 Hverju ræður bóndinn um verð á afurðum sínurn? Nánast engu. Ráðherrarnir ráðskast nteð það á fárra vikna fresti, einkunt kringum vísitöludaga. Hvernig er þá hægt að ætla bóndanum að taka ábyrgð á' framleiðslunni? Telji einhver afkomu sína ekki nógu góða í þessu kerfi, þá sendir hann ríkinu bakreikning sem ríkis- stjórnin framselur til launþeganna í landinu í nútíð og framtíð. Hvers vegna ætti einhver rekstraraðilinn að leitast við að standa sig betur í þessu kerfi, ef hinir vaða í vasa al- mennings með tilstyrk ríkis- stjórnar? Menn gera samninga um kaup og kjör. Þeim er rift jafnharðan með lagaboði. Ríkið sjálft riftir jafnvel nýgerðum samningum sín- um.Þetta er vísasti vegurinn til ábyrgðarlausra samninga og ríkið varðar þar veginn. Hér á landi gildir samtrygging ábyrgðarleysisins á öllum sviðum. Hver vísar á næsta, Kerfið er reyndar svo fráleitt að það er tæp- ast hægt að ætlast til að neinn sýni ábyrgð. Sé samið um kauphækkun er samningunum rift, sé fiskverð hærra en útflutningsverð þolir, fell- ir ríkisstjórnin gengið eftir pöntun. Það mun ekki nást árangur í efna- hagsstjórn nerna ábyrgð og á- kvörðun fylgist þar að. Allir, hver og einn, verða að bera ábyrgð á eigin gerðum og ákvörðunum. Það verður að gilda um einstaklinga, um samtök þeirra, um atvinnurek- endur, um sveitarfélög, og um rík- ið sjálft. Ábyrgð er lykill að á- rangri. Abyrgðarleysið hefur líka gegn- sýrt stjórnmálin. Stjórnarflokkarn- ir láta loforð sín og stefnu Iönd og leið. Alþýðubandalagið barðist gegn kaupskerðingum.en fram- kvæmir þær. Framsókn lofaði niðurtalningu verðbólgu en hún varð að engu. Þeir láta sér báðir fátt um finnast og sitja áfram að völdum. Með því hafa þeir svikið kjósendur og þjóðina alla. Þetta er ábyrgðarleysi. Þeir eru ekki einu sinni heiðarlegir gagnvart sjálfum sér. Alþýðflokkurinn hefur risið gegn ábyrgðarleysi í efnahagsmál- um og óheiðarleika gagnvart stefn- umiðum. Hann sagði sig úr ríkis- stjórn, þegar hann fékk ekki að standa við meginatriðin í stefnu- málum sínum, þegar reka átti óbreytta, úrelta, steinrunna efna- hagsstefnu, sem ekki skilaði neinum árangri, hvorki þá, né fyrr, né síðar. Með því vorum við heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og stefnu okkar. Við hlupum ekki á brott frá stefnu og markmiðum, heldur vorum þeim trú. Við krefj- umst árangurs og ábyrgðar, ekki bara af öðrum heldur ekki síður af sjálfum okkur. Líka í þessu efni boðum við nýja tíma. Tvískinnungurinn í íslenskum stjórnmálum nær hámarki í Sjálf- 'stæðisflokknum. Hann segist vilja frjálst markaðskerfi, en stendur dyggan vörð um miðstýrt landbún- aðarkerfi, sem er komið í rembi- hnút. Sjálfstæðisflokkurinn segist vera aðalóvinur kommúnista. En hver studdi þá í æðstu valdastöður í verkalýðshreyfingu og ríkisstjórn? Það voru sjálfstæðismenn. Þeir bera ábyrgð á völdum og áhrifum Alþýðubandalagsins. Sjálfstæðis- flokkurinn segist vera í stjórnar- andstöðu við ríkisstjórn, sem er undir forsæti flokksbundins sjálf- stæðismanns. Á íslandi eins og annars staðar eru það jafnaðarmenn, sem erú besta vörnin gegn kommúnisma. Hér eins og erlendis eru kommún- istar veikir þar sem Alþýðuflokks- menn eru sterkir. Hér eins og ann- ars staðar elur sterkt íhald kom- múnista til vaxtar og viðgangs. Það hefur í raun ríkt stjórnmála- leg kreppa á Islandi í langan tíma. Sú kreppa á sér meðal annars rætur í úreltri stjórnarskrá og kosninga- löggjöf. 1 misvægi atkvæða birtist mikið óréttlæti. Alþýðuflokkurinn hefur lagt áherslu á að úr þessu yrði að bæta. Hann hefur krafist þess að lýðveldinu yrði sett ný stjórnar- skrá. Hana þarf að afgreiða fyrir næstu kosningar. Kjördæmaskipan og kosningalög eru vandasöm og viðkvæm mál. Þau eru nú mjög til umræðu. í þeim efnum sýnist mér fyrst og fremst tveggja kosta völ. Sá fyrri og betri er að gera landið allt að einu kjördæmi, en auka um leið völd núverandi kjördæma og ætla þeim hluta af því valdi, sem .Alþingi fer nú með. Lýðkjörnir fulltrúar kjördæmanna tækju þá við stjórn þeirra mála sem sérstak- lega varða hvert kjördæmi á ýms- um málasviðum. Hinn síðari er að halda núver- andi kjördæmaskipan, e'n ná mjög auknum jöfnuði í atkvæðaþyngd milli kjördæmanna. Þessi leið sýn- ist fær án umtalsverðrar fjölgunar þingmanna, ef sjálfri grundvallar- aðferðinni við úthlutun þingsæta er breytt. Við notum nú deilingarað- ferð, sem löngu er aflögð í ýmsum grannlöndum okkar. Hún er órétt- lát. Flokkur með um 40% atkvæða getur fengið 60% þingmanna í kjördæmi. Dæmi um það má reyndar finna í úrslitum seinustu kosninga. Uppbótarsæti duga illa til leiðréttingar, þegar misvægi er aukið í kjördæmum með úthlutun- arreglu þingsæta. Með breyttri að- ferð við þingsætaútreikning mætti ná betri jöfnuði innan kjördæma og milli kjördæma. Mér sýnist t.d. að 63 þingmenn hefðu skílað all- góðunt árángri í þe'ssum efnunt í seinustu kosningum, ef hlutfalls- reglu hefði verið beitt. Vilji menn ekki samþykkja að landið allt sé eitt kjördæmi ættu þeir því að snúa sér að breytingum á úthlutunarreglu þingsæta, ef hafa á hóf á fjölda þingmanna og stefna að auknu jafnvægi. Við stöndum á þröskuldi nýs tíma. Þróun í tölvutækni og sjálf- virkni eru lykilorð þeirrar al- heimsbyltingar í vinnu okkar og lífi, sem nú er í vændum. Skrifstof- ustörf, bankavinna, kennsla, versl- unarstörf munu gerbreytast. Tölv- ur sem menn hafa innan þessara greina núna, eru barnaglingur. Tölvan mun leysa mannshugann af hólmi við hin margvíslegustu störf á þessum sviðum. Það sem áður var margra manna verk mun einn leysa af hendi. Sjálfvirkni íiðnaðiogt.d. fiskvinnslu verður undraverð. Tölvustýrð verkfæri og tæki eins konar vélmenni munu vinna hin margbrotnustu verk fljótar, ódýrar og jafnvel betur en mannshöndin. Verður maðurinn þá óþarfur? spyrja menn. Verður ekki þörf fyrir vinnu okkar? Svarið á að vera og verður að vera nei. Manninum og vinnu hans getur aldrei verið ofaukið. En þá þarf líka að laga sig að nýjum aðstæðum og undirbúa þá breytingu sem í vændum er. Sú þróun sem hér er lýst mun veita okkur einstakt tækifæri til þess að auðga líf okkar, bæta lífs- kjörin. Hinn nýi tími er tækifæri til betra lífs, ef rétt er á málum haldið. Ef ekki getur hann fært okkur vandræði. Því þarf ný tök, það þarf framtíðarsýn og gerbreytta stefnu. Bráðabirgðaráð duga'ekki. Þeir flokkar, sem eru á annan áratug að átta sig á því að fylgt sé rangri stefnu í landbúnaðarmálum duga ekki né heldur þeir flokkar, sent halda áfram að stækka skipastól, eftir að hann er orðinn of stór. Þingflokkunt verður ekki treyst sem framfylgja áfram stefnu og markmiðum, sem eru löngu orðin úrelt. Þeir eru steinrunnir í for- tíðinni. Alþýðuflokkurinn krefst ger- breyttrar stefnu, sem svari til nýs tíma. Alþýðuflokkurinn einn hefur þessa stefnu. - Taka verður upp nýja fjárfest- ingarstéfnu og endurskoða verðmyndunarkerfið frá grunni. - Skatta- og tollakerfið verður að' stokka upp og komast fyrir skatt- svik% - Leysa verður úr læðingi þau verðmæti sem nú fara í súginn og hætta rányrkju til lands og sjávar. - Setja verður ábyrgðina í önd- vegi að nýju. Víða um heim þar sem íhaldsöfl- in hafa komist til valda hafa þau ráðist á velferðarkerfið. Þegar harðnar á dalnum vex hættan á að íhaldsöflin seilist líka til þess hér á landi. Það er og verður hlutverk Alþýðuflokksins að standa vörð um velferðarkerfið, sem við höfunt byggt upp. Hlutverk Alþýðu- flokksins er að koma efnahagslíf- inu á heilbrigðari grundvöll og treysta þannig grunninn undir vel- ferðarmálum og bæta og jafna kjör. Með þeim hætti búunt við okkur nýja framtíð. Engum öðrum er trú- andi fyrir því verkefni. Því verðum við að komast til valda að af- stöðnum kosningum. Flokksþingið er sett. j— Ritstjórnargrein----- Alþýðuflokkurinn 1 •Alþýðuflokkurinn vill að öll börn eigi kost á dag- gæslu. •Alþýðuflokkurinn beitir sér fyrir auknum bygging- um verkamannabústaða. •Alþýðuflokkurinn vill að tannlækningar falli undir tryggingakerfið. •Alþýðuflokkurinn vill valddreifingu til að auka hlut- deild almennings í stefnumótun, aöhald hans að stjórnendum og beint samband hans við stjórnvöld og almannastofnanir. Efla þarf sjálfstjórn heima- manna í byggðarlögum og landshlutum, en ein- falda hið flókna ríkisbákn og auka ábyrgð lýðkjör- inna fulltrúa á öllum stigum stjórnsýslu. • Alþýðuflokkurinn vill lækka kosningaaldur í 18 ár. •Alþýðuflokkurinn vill að sett verði löggjöf um hlut- verk þjóðaratkvæðis í stjórnskipan íslands. •Alþýðuflokkurinn telur að með alþjóðasamstarfi skuli vinna að friði í heiminum og aðstoð við þær þjóðir, sem eru afskiptar í efnahagsmálum eða búa við órétt í stjórnmálum. Hér hafa aðeins verið tíunduð nokkur atriði í stefnuskrá Alþýðuflokksins. Það er hollt fyrir jafn- aðarmenn, nú einmitt þegar flokksþing Alþýðu- flokksins stendur yfir, að minnast grundvallaratriðanna - minnast þess sem sam- einar alla jafnaðarmenn í Alþýðuflokknum. Stund- um vilja skoðanaskipti um dægurmál og aukaatriði byrgja mönnum sýn. Menn sjá þá stundum ekki skóginn fyrir trjánum. Alþýðuflokkurinn byggir á traustum grunni. Stefnuskrá hans er markviss, beinskeytt og raun- hæf. Þar er horft til framtíðar, með frelsið, friðinn, jafnréttið og bræðralagið að léiðarljósi. Enginn annar stjórnmálaflokkurinn hefur eins traust bjarg . ■ til að byggja á. Aðrir íslenskir stjórnmálaflokkar byggja málefnastöðu sínaá sandi. Mlþýðuflokkurinn á að nýta sér yfirburði sína á málefnasviðinu með samhentri sókn til sigurs. Flokksþingið nú um heigina er kjörið tækifæri til að samstilla strengina fyrir komandi átök við andstæðingana, - sem stjórnast af afturhaldi, peningahyggju og íhaldi. Einkunarorð flokksþingsins: friður, frelsi, fram- tíð, munu hljóma á flokksþingi Alþýðuflokksins um helgina. Það er síðan allra jafnaðarmanna að enduróma þau um allt land í næstu framtíð, Alþýðu- flokknum og þjóðinni allri til hagsbóta. -GÁS Ritstjórnargrein------------------------------------- Nauðsyn samstarfs þriggja smáþjóða í lok síðasta mánaðar var haldinn merkur fundur í Kaupmannahöfn, sem of litla athygli vakti. Þetta var fundur í þingmannanefnd, sem er ætlað að vinna að auknu samstarfi islendinga, Færeyinga og Grænlendinga. Fundinn sátu sex færeyskir þingmenn og íslensku þingmennirnir Árni Gunn- arsson, Páll Pétursson og Stefán Jónsson. Græn- lenskir þingmenn komust ekki, því miður, tii fundar- ins. Aðdragandi þessa máls er sá, að Arni Gunnars- son beitti sér fyrir því á síðasta ári að þingmenn allra flokka flyttu sameiginlega þingsályktun um þennan nýja samstarfsvettvang. Þetta var gert, og tillagan samþykkt samhljóða. Síðan voru kjörnir fjórir fulltrúar í nefndina, einn frá hverjum þing- flokki. í þingsályktunartillögunni, sem samþykkt var, var bent á það, að lengi hefði verið um það rætt að auka samskipti þessara þjóða á mörgum sviðum, þar sem hagsmunir þeirra gætu verið sameigin- legir. Samskipti þessara grannþjóða hafa verið fremur tilviljanakeiind hin síðari árin, og þeim aldrei beint í ákveðinn farveg. Engin ein þjóðanna getur tekið ákvörðun um hvernig samstarfinu skuli háttað, og þótti því nauð- synlegt að koma á fót fastri samstarfsnefnd þ ing- manna þjóðanna. Nefndinni erætlað það hlutverk, að gera tillögur um hvaða leiðir skuli farnar. Gert er ráð fyrir.að samstarfið geti verið á breiöum grund- velli, og má þar nefna atvinnu- og landbúnaðarmál, samgöngumál, orkumál, menningarmál og þó ber einkum að nefna fiskveiðar og fiskvinnslu. Á fundinum í Kaupmannahöfn kom fram mikill áhugi á auknu samstarfi þessara þjóða, og þótti fulltrúum ekki vansalaust hve mikiö hefði dregið úr samskiptum íslendinga og Færeyinga hin síðari árin. Sérstaklega hefur dregið úr beinum persónu- legum kynnum eftir að færeyskir sjómenn hættu að mestu veiðum við ísland. Annað samstarf þjóð- anna virðist einnig hafa dofnað. Á fundinum í Höfn var mikið rætt um menningar- mál, tungumálakennslu, aukið fréttastreymi, bóka- skipti á milli safna, gagnkvæmar ferðir skólafólks og hugsanlega stofnun íslensks-færeysks menn- ingarsjóðs, sem getur orðið mikilvægt framtak í samstarfsátt. Þá var á fundinum rætt um samvinnu þjóðanna í fiskveiðimálum, enda er nú orðið mjög brýnt aö komið verði í veg fyrir lakari sambúð vegna lax- veiða Faereyinga og hugsanleg áhrif þeirra á lax- veiðar á íslandi. Á þessu sviði verður að stórefla ailt vísindalegt samstarf og koma reglu á hlutina. Einn- ig eru sameiginleg fisksölumál báðum þjóðum mjög mikilvæg. íslendingar, Færeyingarog Grænlendingarráða yfir einhverjum mikilvægustu hafsvæðum verald- ar. Þar er eitt mesta matarforðabúr, sem sögurfara af. Það er því ekki að ástæðulausu að nefndar- menn lýstu áhyggjum sínum vegna margvíslegra úrgangsefna, sem kastað er í Norður-Atlántshaf, án umtalsverðs eftirlitsv Hér verður að taka í { taumana og fylgjast betur með. Það þarf ekki mikið af geislavirkum efnum til að eyðileggja mikilvæg- ustu fiskstgfna þessa hafsvæðis og svipta grund- vellinum undan lífafkomu þjóðanna. Sama gildir auðvitað um hernaðarumsvifin í og á haíinu, þar sem mikill floti ferðast með karnorkuvopn og skip eru kjarnorkuknúin. Þá voru samgöngumál þjóðanna rædd á fundin- um í Kaupmannahöfn og það nánast minnir á „ný- lendutímabil", að nauðsynlegt reyndist að halda fundinn í Kaupmannahöfn vegna lélegra sam- gangna á milli þjóðanna þriggja. Það er Ijóst, að þingmannanefnd af þessu tagi hefur mörgum verkefnum að sinna og er það von Alþýðublaðsins að röskiega verði gengið til verks. Sambandsleysiö er þegar orðið of langt. GÁS

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.