Alþýðublaðið - 06.11.1982, Síða 4

Alþýðublaðið - 06.11.1982, Síða 4
4 Laugardagur 6. nóvember 1982 Þingsetningarræða Kjartans Jóhannssonar, formanns AlþýðufIokksins: Félagar okkar víða um heim hafa unnið ötullega að framgangi jafn- aðarstefnunnar. Þeir hafa margir hverjir unnið glæsta sigra á ný- liðnum misserum. Ég minni á Grikkland og Svíþjóð. Og fyrir tæpri viku vann Alþýðuflokkurinn á Spáni glæsilegan kosningasigur. Ég legg til að þingið sendi Felip Gonzales og félögum okkar á Spáni svofellda kveðju: „Flokksþing Alþýðuflokksins á ís- landi sendir þér og bræðraflokkn um á Spáni hestu heillaóskir í tilefni af glæsilcgum kosningasigri. við óskum ykkur gæfu og velgengni í starfi ykkar við að treysta lýðræðið á Spáni og auka veg jafn- aðarstefnunnar til hagsbóta fyrir alþýðu Spiánar.“ Friður, frelsi, framtíö Án friðar en engin framtfð, án frelsins ekki friður. Við íslending- ar njótum friðar og frelsis, en hvorki friður né frelsi eru sjálfgef- in. Ófriður hefur verið regla frekar en undantekning í sögu mannkyns- ins. Frelsið er nýunnin mannrétt- indi fárra útvaldra þjóða. Frið og frelsi megum við ekki glata. Jafn aðarstefnan erlriðarstefna. Frelsið er hornsteinn jafnaðarstefnunnar. Við eigum okkar framtíð, ef friður og frelsi fær að ríkja í heiminum. Við eigum okkur batnandi framtíð ef jafnaðarstefnan fær að ríkja, við eigum okkur traustari framtíð í þessu landi ef við kunnum fótum okkar forráð og nýtum landgæði af kostgæfni. Verkefni okkar er að treysta frið, að efla frelsi, að hafa framtíðarsýn. Verkefni okkar er að hvort hann fær nóg að bprða á morgun. I þessari fátækt býr hætta á ófriði. Hætta á ófriði er ekki ein- ungis vegna átaka austurs og vest- urs, heldur felst hún líka í víðtæku hungri og baráttunni umauðlindir jarðar. Það er okkar hlutverk að skilja og gera það sem við megum til þess að brúa þetta bil á milli ríkra og snauðra þjóða. Til þess þarf mikið fé. Það fé má finna í samdrætti í vígbúnaði. Það er hörmulegt til þess að vita að fimmtungur mann- kyns svelti meðan síauknum fjár- hæðum er varið til vígbúnaðar. Vígbúnaðarkapphlaupið beinist nú í æ ríkari mæli í kjarnorkuvopn. Vopnabúr stórveldanna í kjarna- vopnum nægir til þess að drepa mannkynið mörgum sinnum. Það skiptir í rauninni ekki máli hversu mörgum sinnum. Það skiptir í rauninni heldur ekki máli hvort menn lifa af í kjarnorkustyrjöld. Þótt þeir lifi sprengjuregnið af, munu þeir ekki geta bjargað sér. Þá verða peningar einskis virði, samgöngur verða engar, hjúkrun verður ekki að fá. Hróp á hjálp verður ekki svarað. Leit að mat verður helsta verkið. Sú leit verður tilgangslaus. Maturinn verður mengaður; sjór, loft og land geisla- virkt. Tortíming verður alger. Þessi vopn má aldrei nota og fram- leiðsla þeirra er í sjálfu sér vitfirr- ing. Um þetta er fólk að vakna til vitundar. Menn biðja um grið frá því að afrakstri vinnunnar sé varið í slíka vitfirringu. Þessi vakning verður að ná jafnt til vesturs sem austurs, norðurs sem suðurs. Við skulum leggja okkar lóð á vogar- skálarnar í þeirri vakningu. Enginn hann. Enginn þarf að vera í vafa um, hversu miklu betur við stæðum nú, ef fylgt hefði verið tillögum AI- þýðuflokksins. Nú kann ríkis- stjórnin engin önnur ráð en að senda launafólki reikninginn fyrir stjórnleysið. Afstaða Alþýðuflokksins til þessarar ríkisstjórnar er afdráttar- laus. Þessi ríkisstjórn verður að fara frá. Ríkisstjórnin verður að segja af sér, ætti að vera búin að því. Það er ábyrgðarleysi af þessari ríkisstjórn að sitja áfram. Hún er komin í þrot. Hún er baggi á þjóðinni. Ríkisstjórnin ákvað fyrir skömmu að taka upp viðræður við stjórnarandstöðuna um afgreiðslu þingmála og stjórnarskrá og tíma- setningu næstu kosninga. Þær við- ræður hafa litlu skilað. Alþýðu- flokkurinn benti á, að stjórnin gerði réttast í að fara frá, en ný stjórn yrði mynduð. Því hafnaði ríkisstjórnin. Hún vill fyrir alla muni sitja. Við óskuðum eftir upp- lýsingum um stefnu ríkisstjórnar- innar í lykilmálum. Það fengust ekki svör. Gerð var grein fyrir til- lögum Alþýðuflokksins um ný- skipan efnahagsmálastjórnar. Við því fengust engin viðbrögð. Ég hef hins vegar talið rétt að veita ríkis- stjórninni færi á að veita svör við þessum spurningum og reifa stöðu mála áfram. Við viljum vinna að því með öll- um ráðum að kosningar fari fram sem fyrst, stjórnarskrá verði af- greidd og ríkisstjórnin fari frá svo að hefja megi endurreisn íslenskra efnahagsmála og stjórnmála - og hefja nýtt tímabil í íslandssögunni. Viðræðurnar snúast um þetta. Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins An friðar er engin framtíð — án frelsis ekki friður jafna kjör, að brúa bilið milli ríkra og snauðra, að efla bræðralag manna og þjóða. Við verðum að læra að lifa saman á bústað okkar, jörðinni. Jafnaðarstefnan erlykill- inn að þeirri leið. Við njótum frelsis og friðar, en veröldin er grimm. I Afganistan er háð hetjufull frelsisbarátta gegn ógnarveldi Sovéthersins. í El Salv- ador er lífið murkað úr þúsundum manna. Þar eru pyntingar daglegt brauð og mannréttindi fyrirfinnast ekki. í Póllandi er bannað að bindast í samtök eins og verkalýðsfélög. Það er bannað að hugsa og vilja. Þar ríkir ónýtt kerfi, sem ekkert frelsi þolir, kerfi sem ekki einu sinni get- ur brauðfætt sitt fólk, hvorki í Pól- landi né annars staðar þar sem það er við lýði. I Týrklandi hafa verkalýðsfélög og pólitískir flokkar verið bann- aðir. Þar eru þeir fangelsaðir sem hafa skoðun. í Suður-Afríku er stærsti hluti þjóðarinnar tæpast tal- inn til manna. Mannréttindi þekkja þeir ekki. Þessar þjóðir fá ekki að njóta frelsisíns og þær njóta ekki friðar. í stórum hluta heims ríkir arg- asta fátækt. Bilið milli ríkra þjóða og fátækra er stöðugt að vaxa. Fimmti hver maður á jörðinni býr við algera fátækt, hungur, næring- arskort. Hann á í rauninni ekkert nema sjálfan sig. Hann veit ekki vinnur heldur þetta vígbúnaðar kapphlaup, sem knúið er áfram af trotryggni ogótta. Þeirri tortryggni og þeim ótta þarf að eyða.Smáþjóð eins og við eigum þar hlutverki aö gegna. Smáþjóð ógnar engum, smáþjóð er vopnlaus eðá vopnlítil. Smáþjóðir ættu að bindast sam- tökum um það verkefni að eyða tortryggni stórveldanna í milli. Þá mun raunhæfur árangur nást í af- vopnun. Þá opnast leiðirnar til þess að jafna bilið á milli snauðra og ríkra þjóða. Við njótum friðar. Sú skipan mála, sem við höfum valið í örygg- ismálum. hefur tryggt okkur frið. Því væri óhyggilegt að breyta. En við verðum að beita okkur af alefli fyrir stöðvun vígbúnaðarkapp- hlaupsins. Framtíðin er í veði. íslensk stjórnmál eiga að snúast um að skapa okkur betri framtíð, hvort heldur við lítúm til utanríkis- mála ellegar innanlandsmála. Efnahagsstefnan hefur ekki gert það. Efnahagsráðin hafa verið til bráðabirgða. Efnahagsvandi er ekki leystur fyrir framtíðina, held- ur á kostnað framtíðarinnar. Allan liðinn áratug hefur framtíðarsýn skort. Hámarkinu er náð hjá nú- verandi ríkisstjórn. Hún verður að vera seinasti kap- ítulinn í þessari sögu. Með henni skulum við kveðja þetta tímaskeið og hefja nýtt tímabil, nýjan tíma með framtíðarsýn. Frelsið er hornsteinn jafnaðarstefnunnar Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur reynst gæfulaus. Hún hefur haldið áfram að framkvæma steinrunna og úrelta stefnu. Með vitlausri fjár- festingu hafa lífskjörin verið rýrð. Með vitlausri peningamálastjórn hefur sparifé verið brennt á báli. Hún hefur sökkt þjóðinni sífellt dýpra í erlendar skuldir. Nú eru íslendingar meðal skuldugustu þjóða heims. Nú er verðbólgan meiri en nokkru sinni fyrr í íslands- sögunni. Ógæfumetin eru slegin hvert af öðru. Alþýðuflokkurinn varaði við því að svona mundi fara. Hann flutti tillögur um breytta fjárfestingar- stefnu. Hann benti á, að áformuð aukning í erlendum lántökum væri óráð, sem. birtast mundi í stór- auknum viðskiptahalla. Það er nú komið á daginn. Alþýðuflokkurinn benti á, að peningamálastjórnin réði úrslitum um sparnaðinn í landinu. Því var ekki sinnt. Bank- arnireru nú tómir. Alþýðuflokkur- inn hefur þrábent á, að bráða- birgðalausnir dygðu ekki, allt mundi hjakka í sama farinu. Það hefur sýnt sig. Það hefur harðnað á dalnum um þessar mundir. Nokkur samdráttur í þorskafla frá fyrra ári, sem var ajgert metár. Loðnuveiðar eru nú engar. Fyrir þessu finnst. Samt er jjiferðmæti sjávarafurðaframleiðsl- ’unnar á þessu ári það þriðja eða fjorða mesta í samanlagðri íslands- sögunni. Þetta er því ekki kreppa nema í kollinum á ríkisstjórninni. Hitt er ljóst að ríkisstjórnin hefur aukið á vandann í stað þess að létta Alvarlegustu mein þess tímabils, sem senn er að ljúka, er ábyrgðar- leysið. Ábyrgðarleysi í stjórnmál- um, í efnahagslífi, í rekstri, í öllum samskiptum. Það gegnsýrir þjóðfé- lagið og fer sífelit vaxandi. Þeir stjórnmálamenn og flokkar, sem farið hafa nær óslitið með völd drjúglega síðasta áratuginn, hafa alið á þessu meini með athöfnum sínum og stjórnarstefnunni. Ábyrgðarleysið er að naga stoðirn- ar undan þjóðlífinu. Það er eins og enginn axli ábyrgð á eigin gerðum. Menn kaupa til landsins togara, sem þeir geta ekki og ætla ekki að borga, og taka þannig enga ábyrgð á gerðum sín- um. Ráðherra lítur framhjá þessu og víkur sér undan ábyrgð, en þjóðin fær að borga. Hvar er ábyrgðin í því samfélagi, sem lætur skriffinna í Reykjavík ákveða verð á vöru og þjónustu á flestu milli himins og jarðar? Er hún hjá framleiðandanum eða þjónustuaðilanum? Tæpast. Hann gerir eins og hinir. Er hún hjá skrif- borðsmanninum í Reykjavík? Er hún hjá ráðherranum? Hefur nokkur heyrt um að þessir aðilar öxluðu ábyrgð? NeL en hún liggur í rauninni hjá stjórnmálamönnum og flokkum, sem viðhalda þessu kerfi og leggja blessun sína yfir það, en kerfið er rangt og eykur á ábyrgðarleysi.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.