Alþýðublaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 18. nóvember 1988 MmiBLMÐ Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Blaðamenn: Friðrik Þór Guðmundsson, Haukur Hóím og Sólveig Olafsdóttir. Dreifingarstjóri: Þórdfs Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakið. HÚN Á ANNAÐ SKILIÐ I dag hefst 44. flokksþing Alþýðuflokksins á Hótel íslandi undirkjöroróinu „Réttlæti og raunsæi". Allt Alþýðuflokks- fólk er boðið velkomið að taka þátt í þingstörfum og hafa áhrif á stefnu jafnaðarmanna. r A þingi Alþýðuflokksins fyrir tveimur árum áskotnaðist flokknurn liðsstykur, er Bandalag jafnaðarmanna gekk inn í móðurflokkinn. Þá, 1986, ómaði enn af herför nýja for- mannsins um landið. Slagorðin um „Hverjir eiga ísland" voru ekki að öllu afmáð. Flokkurinn lenti í ríkisstjórn, og komst þar með úr þeirri sjálfheldu sem flokkurinn var kominn í eftiráratugafjarvist úr ráðherrastólum. Alþingis- kosningarnar 1987 ullu hins vegar vonbrigðum. Góðurárangurí sveitarstjórnakosningum 1986 hafði vak- ið fyrirheit um að flokkurinn væri á leið upp úr lægð. En Borgaraflokkurinn setti strik í reikninginn 1987 og útkoma Alþýóuflokksins í þingkosningunum var langt frá því sem menn höfðu átt von á. Hálft annað ár er liðið og Alþýöuflokkurinn er enn aðili að rikisstjórn. Miklar sviptingar hafa orðið, og andlit jafn- aðarmanna smároðnað oftar en einu sinni. Pólitískur kúrs formannsins hefur ekki alltaf verið að skapi allra. í fyrst- unni biðlaði hann mjög til Sjálfstæðisflokksins og flokk- urinn stefndi af alefli inn í nýja viðreisnarstjórn að loknum kosningum 1987. Nú er öldin önnur og flokkurinn virðist kominn í spariföt jafnaðarmanna. Lifrarbandalög hafa hlýjað mörgum, en einnig vakið ólund í hópi þeirra sem töldu breyttar áherslur nauðsynlegar. Samvinna til hægri var kafli í leikriti viðreisnarsinna. Það tókst hins vegar ekki. rlokksþingið er því haldið á nokkrum tímamótum. Sam- vinna hefur tekist við „félagshyggjuöfl“ í ríkisstjórn, en þýðingarlaust er að leyna því að kraumi undir. Alþýðu- flokkurinn er sem slíkur dauft selskap. Félagsstarf er kannski engu aumara en í öðrum stjórnmálaflokkum á íslandi, en það afsakar ekki að pólitískur kúrs Alþýðu- flokksins hefur verið stilltur ýmist út eða suður á undan- gengnum árum. Félagar í þessum stjórnmálaflokki hafa einfaldlega ekki skipt sér af því sem er að gerast, og þeim hefur ekki verið gefið tækifæri til þess að hafa áhrif. Póli- tískt starf hefur hvergi verið í stofnunum flokksins. Kannski gerist ekkert á flokksþinginu. Kannski verða menn bara um það eitt sammála að það sé gott að vera í flokknum. Vonandi hafa menn þó burði í sér á þinginu að fjalla af alvöru um grundvallarspurningar sem verður að svara á allra næstunni. Hver er t.d. afstaða Alþýðuflokks- félaga til frekari samvinnu jafnaðarsinna? Og vilji flokkur- inn verða eitthvað annað en munaðarlaus hjörð verður að stórefla flokksstarf. Doðaðir eru breyttir starfshættir með 44. flokksþingi Alþýðuflokksins. Dagskrá þingsins er einnig með öðru sniði en áður. Vonandi verða nýir siðir á þingi og utan þess Alþýðuflokknum til framdráttar. Jafnaðarstefna á upp á pallborðið hjá þjóðinni. Hún á annað skilið en máttlausan jafnaðarmannaflokk. ÖNNUR SJÓNARMIÐ Ögmundur, fyrirmynd einstakl- ingshyggjunnar, orðinn formaöur i róttæku verkalýössambandi. ÖGMUNDUR Jónasson, nýkjörinn formaður Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja, er kampakátur í viötali við tímaritið Þjóðlíf. „Ég er einstaklingshyggjumaður," segir formaóurinn. BSRB- fólki til hughreystingar tekur Ögmundur það fram að hann sé ekki „frjálshyggjumaður". „Við vorum nefnilega að tala um alla einstaklinga, ekki bara þá sem eiga mikla peninga eða hafa völd. í raun er það rangnefni að kalla þetta einstaklingshyggju, sem tröllriðið hefur vestræn- um þjóðfélögum á síðustu ár- um. Þetta á ekkert skylt við hana. í þessu sambandi á að tala um þrönga markaðs- hyggju og fámennisstjórn. Ég er i rauninni einstaklings- hyggjumaður. Ég vil að ein- staklingurinn fái að njóta sín...“ Blaðamaður spyr Ögmund um frelsi verkalýðshreyfingar og um (væntanlegt?) stétta- stríð: „Meginmálið er auðvitað aö verkalýöshreyfing verður að hafa frelsi til að vera verkalýðshreyfing og flokkar frelsi til að vera flokkar. Á sínum tíma var verkalýös- hreyfingin skipulagslega ná- tengd stjórnmálaflokkunum. Þetta gaf stundum góða raun þegar sótt var á brattann. Eftir því sem leið á öldina fóru verkalýösflokkar að ná völdum og þá fara ýmsir hlutir að gerast. í olíukrepp- unni á síðasta áratug beitti Verkamannaflokkurinn breski t.d. tengslunum við verka- lýðshreyfinguna til að láta hana slá af eðlilegum kröf- um. Dæmið gekk upp en fólkið glataði trausti sinu á verkalýöshreyfingunni. Menn sáu hana réttilega sem hand- bendi flokksins. Dæmið get- ur einnig snúist við. Bæði Al- þýðuflokkur og Alþýðubanda- lag sátu á gagnrýni sinni í garð islenskrar verkalýðs- hreyfingar á kaupskerðingar- árunum upp úr 1983 vegna þess að flokksmenn þeirra voru þar í fararbroddi. Þess vegna segi ég að heilbrigt þjóðfélag er þjóðfélag með öflugum stjórnmálaflokkum og öflugri fjölþátta verkalýös- hreyfingu. Þar sem straum- arnir togast á. Verkalýðs- hreyfing hefur að sjálfsögðu skoðun á þjóðfélagsmálum, stjórnmálum sem koma öll- um við. Hún tekur að sjálf- sögðu afstöðu eftir því sem við á, en sú afstaða þarf síð- ur en svo að falla saman við afstöðu stjórnmálaflokka.” HAGVÖXTUR á íslandi stafar fyrst og fremst af auk- inni vinnu — ekki af því að afköst hvers vinnandi manns aukist miöað við klukku- stund. Þetta fullyrðir blaöa- maður Frjálsrar verslunar í síðasta tölublaði ritsins. Spjallað er við Pál Kr. Páls- son forstjóra Iðntæknistofn- unar Vandi okkar liggur ekki ein- vörðungu í ytri aðstæðum eins og verðbólgunni, segir Páll. Spurningin er aukið lýð- ræði: „Meginvandann tef ég liggja i hinum huglæga þætti i rekstrinum og koma þar bæði stjórnendur og starfs- menn við sögu. Umræðan < hefur allt of mikið verið í þá * veru að allir erfiðleikar eigi rætur að rekja til ytri að- stæðna. Má í þvi sambandi nefna mikla verðbólgu, vit- laust skráð gengi, og mikinn fjármagnskostnað. Vissulega eru þetta allt veigamiklir þættir en hinu má ekki gleyma að á bak við rekstur hvers fyrirtækis eru einstakl- ingar sem allir hafa sínar þarfir og tilfinningar. Þar verður hugarfariö til. Með þvi að hafa áhrif á þetta hugarfar má hafa áhrif á ýmislegt, t.d. framleiðnina. Ég held að það sé nauð- synlegt aö menn átti sig fyrst á þvi hvað átt er við þegar hugtakið framleiðni er notað. Við erum ekki að ræða um að auka afköst með því að auka hraðann á færiböndun- um. Það er ekki verið aö tala um þrælahald gagnvart starfsfólkinu. Slíkar hug- myndir heyra sögunni til. Hins vegar þurfum við að tryggja stóraukna valddreif- ingu innan fyrirtækja og stofnana þannig að fólkið hafi meiri bein áhrif á ákvarð- anatöku og njóti þess þegar vel gengur. í íslenskum fyrir- tækjum er hins vegar mjög algengt að þræðirnir séu í höndum eins manns og al- mennir starfsmenn finna þvi litla hvöt hjá sér til að stuðla að aukinni framleiðni." Sem sagt. Allir hafa slnar þarfirog tilfinningar. Það þarf að hafa áhrif á hugar- farið segir Páll forstjóri. Forstjóri Iðntæknistofnunar vill meiri valddreifingu i íslensk fyrirtæki. Það er saga til næsta bæjar fyrir forstjóra framtiðar. % k- , Einn með kaffinu Allir kannast við það mikla tilstand sem fylgir því að flytja búslóðir. Um fardaga má sjá margan manninn burðast með hin ótrúlegustu húsgögn og heimilistæki. Þá er gott að eiga góða vini sem ekki liggja á liði sínu. En sumir eru duglegri og skynsamari en aðrir eins og eftirfarandi saga sýnir svart á hvítu. Þannig var að Jón, Guðmundur og Sig- urður voru að hjálpast að við flutning. Jón var að burðast með stóran fataskáp þegar hann tókeftir því að Guðmund- ur var horfinn. „Sigurður, hvað varð eiginlega af honum Guðmundi?" stundi Jón. „Hann ætti nú að hjálpa til.“ Sig- urður héit nú að Guðmundur væri ekki að skorast undan. „Hann er einmitt inni í skápnum að gæta þess að herða- trén fari ekki út um allt.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.