Alþýðublaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 7
Föstudagur 18. nóvember 1988 7 UTLOND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir PENINGA Attrœður að aldri, virðist John Kenneth Galbraith, vera raun- sœrri en flestir hagfræðingar bœði í austri og vestri. TIK í meira en háifa öld, hefur hinn hávaxni John Kenneth Galbraith sett svip sinn á al- þjóðlega pólitik og efnahags- mál. Honum hefur tekist bet- ur en flestum, að setja fram kenningar sínar um efna- hagsmál, á einfaldan for- dómalausan hátt, ólíkan hin- um flóknu kennisetningum flestra hagfræðinga. Þessi áttræði prófessor er jafnhressilegur og glögg- skyggn enn þann dag í dag og hann var fyrir 30 árum. Hann tekur á móti blaða- manni Det frí Aktuelt i heið- ursíbúð sinni í Harvard há- skólanum í Boston. Maður- inn, sem var einn af nánustu ráðgjöfum Kennedy forseta, segir frá því með mikilli ánægju, að hann hafi verið í Moskvu nú nýverið, þar sem hann var að gefa háttsettum embættismönnum góð ráð, ásamt þvi að halda fyrirlestur við háskólann í Moskva. „Ég sagði þeim að undanfarin 10 ár hefðum við komist að raun um — svo ótrúlegt sem það er — að vestrænt hagkerfi hafi þá eiginleika að geta að- lagað sig eftir nýjum aðstæð- um. Því miður er ekki sömu sögu að segja um þeirra hag- kerfi.“ Blaðamaðurinn spyr hvað þeir hefðu sagt viö þessu. „Þeir gerðu mig að heiðurs- doktor! Það er augljóst mál, að vandamálin austur þar eru þess eðlis að það verður erf- iðara fyrir þá að aðlagast breyttum aðstæðum en fyrir okkur. Það gengur upp hjá þeim í sambandi við þunga- iðnað, en alls ekki í sam- bandi við neysluvörur sem til- heyra lífsháttum í dag.“ Galbraith segir að and- stæðurnar í dag, séu ekki kapitalið og stéttarfélögin, heldur milli atvinnulífs í breiðum skilningi og ríkis- stjórna. Hann segir: „Það mót- sagnakennda er, að þegar stóru einkafyrirtækin eiga við vandamál aö stríða, hlaupa þeir til ríkisstjórnarinnar og biðja um aðstoð. Þá eru stóru karlarnir í viðskiptalífinu allt í einu orðnir sósialistar, þeir sömu sem tala sífellt um frelsi þegar allt gengur upp! Nu er hér í Bandaríkjunum verið að dæla milljörðum dollara í gjaldþrota banka í Texas." „Eitt af stærstu mistökum hagfræðinga er, að halda að fólk sem á mikla peninga, kunni endilega að fara skyn- samlega með þá,“ seair Galbraith, sem alltaf hefur jafn gaman af, að ergja starfsbræður sína sem hon- um finnst að margir hverjir lifi ekki í raunveruleikanum. Nú hellir Galbraith sér yfir blekkinguna um frjálsan markað: „Það verður að að- skilja fræðisetningar og raunveruleikann, en flestir hagfræðingar hagræða veru- leikanum þannig að hann passi við fræðisetninguna." Galbraith hristir höfuðið þegar minnst er á kenningar Thatcher og Reagan um, að markaðurinn ráði. „Markaðskennisetningin sem íhaldssamir prédika er byggð á eiginhagsmunum. Nútíma stóriðja er verkfæri valdatöku. Nútíma hagfræði er skólabókardæmi um, hvernig stórfyrirtæki skipta völdum." Galbraith er áhyggjufullur yfir þeirri þröun sem nú er í Bandaríkjunum, að í stór- borgum vestra eru að mynd- ast risastór fátækrahverfi minnihlutahópa, sem ekki hafa atvinnu. „Þetta er skammarblettur, sem ekki verður þveginn, nema til komi pólitísk for- usta, sem hafi vilja til að eyða miklum fjármunum í íbúðir, menntun og atvinnu- möguleika. Þessu hefur ekki verið sinnt alla stjórnartíð Reagan. Hinir auðugu fengu skattalækkanir, en engar nýj- ar verksmiðjur voru byggðar, það sem kom út úr þessu „bjargræði" var, meira brask í veróbréfamörkuðum." „Ég var á ferð í Austurlönd- um nýlega og þá sannfærðist ég um, að stóru tilboðin í að vinna vörur fyrir Bandarikin og Evrópulöndin, munu ekki lengur koma frá Japan, held- ur frá Taiwan, Koreu og Thai- landi. Kostnaóurinn er orðinn of hár í Japan en í hinum löndunum vinna menn af þeim áhuga, sem einkennir þá sem sloppið hafa undan fátækt í landbúnaðinum." Blaðamaður spyr hvort þetta muni leiða til þess að reynt verði að vernda banda- rískar vörur. „Nei, það verður aðeins í sambandi við landbúnaðar- vörur, sem það kemur til greina vegna pressu þrýsti- hópa, sem hafa lagt mikið í þjóðarbúið." Blaðamaður spurði Gal- braith um álit hans á forseta- frambjóóendunum, þar sem kosningar voru á næsta leiti. „Ég spái alltaf að sá vinni sem ég ætla að kjósa. Þaö er Dukakis. Hann er gáfaður og vel að sér og hann er hæg- fara (moderat), heldur hæg- fara fyrir mig. Vandamál hans og flokks demokrata er, að þjóðin stendur enn í þeirri trú, að hlutirnir gangi vel.“ „í þessu sambandi get ég ekki varist þeirri hugsun, að min kynslóð sem vissulega kom á miklum félagslegum endurbótum, hafi gert fólkið svo ánægt, að það er orðið fhaldssamt! Við höfum lík- lega gert okkur óþarfa." HINN HUGRAKKI QUAYLE! Á dögunum birtist les- endabréf í Boston Globe, sem prófessor Galbraith hafði sent. Þar skrifar hann að kominn sé timi til að vekja athygli á, hve varaforsetaefni Bush, Quayle, sé mikill kjark- maður i rauninni. Quayle hefur nefnilega ver- ið með harðar ásakanir á Dukakis, vegna þess aö hann sé flæktur i samtök sem kall- ast „Jobs with Peace“ (vinna með friði), sem vilja vinna að því aö skapa atvinnu með fækkun vopna. Með nístandi kaldhæðni skrifar hinn aldni prófessor, að þetta hljóti að þýða að Quayle vilji atvinnuleysi með stríði! „Þetta hlýtur í eitt skipti fyrir öll, að stöðva kjaftæði um að Quayle sé huglaus — burtséð frá því aö hann er þekktur fyrir að vilja heldur hætta lífi annarra en sínu“! (Det fri Aktuelt)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.