Alþýðublaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 8
MÐUBMBIB Föstudagur 18. nóvember 1988 FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson skrifar Skýrsla hallanefndar um ríkisfjármál TEKJUHALLI OG SKULDIR NIINNI EN í FLESTUM OECD-RÍKJUM Hlutfall skatttekna af heildartekjum rikis og sveitarfélaga hefur farið minnkandi frá árinu 1968. Hluturóbeinna skatta af heiidarsköttum hefur vaxið verulega. Fjárlaga- og hagsýslustofn- un sendi frá sér fróðlega skýrsiu i vikunni um ríkisfjár- mál. Skýrslan er niðurstaöa svokallaðrar hallanefndar, sem komið var á fót á árinu 1986 til að kanna tengsl á milii ríkissjóðshalla og vax- andi misvægis i utanríkisvið- skiptum,þ.e. á viöskiptajöfn- uð, og fleiri þætti s.s. verð- bóígu og vexti. í nefndinni sátu hagfræð- ingarnir Gunnar H. Hall, Jóhann Rúnar Björgvinsson, Már Guðmundsson, Tór Ein- arsson og Þórólfur G. Matthíasson. Allt sérfræðing- ar við ýmsar þær stofnanir sem fjalla um efnahagsmál hér á landi. Fimmmenningarnir fá ýms- ar athyglisverðar niðurstöður i þessari könnun: 1. Greinilegt er að hallarekst- ur í opinberum búskap hefur ekki verið eins við- varandi hér á landi og ætla mætti af almennri umræðu. Nefndin tók árin 1980-85 til sérstakrar athugunar en á því sama árabili reyndist einkageir- inn hins vegar með tekju- halla öll árin. 2. Á þessu árabili jukust hreinar skuldir opinberra aðila tiitölulega lítið. 3. Allar stærstu sveiflur i viö- skiptajöfnuði þjóðarinnar verða ekki raktar til sveiflna í tekjujöfnuði rík- isins heldur utanaðkom- andi þátta m.a. sveiflna i afla, fiskverðs á erlendum mörkuðum o.s.frv. Sveiffur í viðskiptajöfnuði hafa aft- ur á móti i för með sér sveiflur í tekjujöfnuði hins opinbera. 4. Samanburður við lönd V- Evrópu, Japan og Banda- ríkin sýnir að tekjuhalli og skuldir hins opinbera hér á landi hafa verið minni en i flestum samanburðar- löndum á þessu tímabili þ.e. 1980-85. 5. Afkomusveiflur hér á landi, einkum i útlutnings- greinum, verða ekki greindar í tilsvarandi sveiflum í afkomu hins opinbera. Sveifluþættirnir vega hver annan upp i tekju- og útgjaldahliðinni. LÍTIL SKULDAAUKNING MIÐAD VIÐ ÖNNUR LÖND Þegar höfundar skýrslunn- ar ræöa umfang opinberrar starfsemi skilgreina þeir vió- fangsefniö eftir þrennskonar leiðum þ.e. meö þröngri-, miö- og víðri-skilgreiningu. Þrengsta skilgreiningin nærtil A-hluta ríkissjóös, sveitarsjóöa og almanna- trygginga. Miðskilgreiningin tekur einnig til lánasjóöa i B- hluta ríkissjóös. Víöasta skil- greiningin tekur einnig til rík- isfyrirtækja og orkuveitna sveitarfélaga. Hvaöa mynd fæst þá af hallarekstri ríkissjóös eftir þessum skilgreiningarleiö- um? Á árunum 1980-85 mældist tekjuhalli aðeins tvö ár skv. þrengstu skilgrein- ingu, enginn tekjuhalli mæld- ist á þessu árabili skv. miö- skilgreiningu en halli var hins vegar í fjögur ár af sex ef beitt varvíöustu skilgrein- ingu. Þegar rikissjóöshallinn er metinn með tilliti til A-hluta og sjóöa i B-hluta ríkissjóös kemur nánar tiltekið í Ijós að hið opinbera er rekiö meö tekjuafgangi öll árin sem nemur 1-4% af vergri lands- framleiöslu. Hins vegar var hrein lánsfjárþörf hins opin- bera veruleg, eóa á bilinu 2- 5% af landsfrmleiöslu, og stafar af miklum lánveiting- um til aó fjármagna a.m.k. hlutaaf fyrrnefndum tekju- halla einkageirans öll árin. Þegar allt er tekið meö í reikninginn þ.e. auk A- og B- hluta, ríkisfyrirtæki oa orku- veitur sveitarfélaga (víöasta skilgreining) kemur í Ijós aö tekjujöfnuður hins opinbera sýnir lakari afkomu sem fyrr segir. Á árunum 1980-83 var tekjuhallinn 0,3-1,6% af landsframleiðslu, en árin 1984 og 1985 var tekjuafgang- ur. Lánsfjárþörf hins opin- bera var mikil þar sem skv. þessari skilgreiningu koma einnig til sögunnar lánveit- ingar sjóöa og lánastofnana auk fjárfestinga ríkisfyrir- tækja og orkuveitna, s.s. Landsvirkjunar og hitaveitna. Aftur á móti segir orörétt í niðurstöðum hallanefndar: „Fullyrðingar um gegndar- lausa skuldasöfnun hins opinbera eru villandi, þar sem stór hluti lánanna renn- ur til aö mæta fjárþörf ein- staklinga og atvinnuvega... Raunhæfara er aö skoöa skuldir hins opinbera umfram lánveitingar, þ.e. hreinar skuldir." Og þá kemur eftir- farandi niðurstaða í Ijós: „Hreinar skuldir (skv. víö- ustu skilgreiningu) hafa auk- ist nokkuö á síöasta áratug, eöa úr 16% af vergri lands- framleiðslu 1975 í um 27% 1985.Munar þar mest um skuldir orkuveitna ríkis og sveitarfélaga. En þótt mælt sé á hinn víðtækasta kvaröa hafa hreinar skuldir hins opinbera aukist fremur lítið hérlendis miöaö við reynslu ýmissa grannríkja." MINNI SKATTATEKJUR Nefndarmenn komast aó þeirri niöurstööu aö á öllu tímabilinu 1968-1985 verði áhrif sveiflna í opinberum fjármálum vart greind í viö- skiptajöfnuðinum eins og ætla mætti. Sveifiur í við- skiptum út á viö hafi bein áhrif á tekjujöfnuð ríkis og sveitarfélaga en „hefði stefn- an í opinberum fjármálum veitt meira aöhald aö inn- lendri eftirspurn, hefði viö- skiptahalli oröió minni aö meðaltali á tímabilinu, þótt sveiflurnar hefðu orðiö þær sömu,“ segir í skýrslunni. í sérstökum kafla um fjár- mál hins opinbera á árunum 1968-1985 kemur fram aó í upphafi þess tímabils námu skatttekjur hins opinbera um 98% af heildartekjum þess, en í lok þess um 94%. „Hlut- ur eignatekna, aöallega vaxtatekna, hefurvaxið. Óbeinir skattar voru í byrjun ■tímabilsins rúmir tveir þrióju hlutar af heildarsköttum en í lok þess rúmir þrír fjóröu og hafa því vaxið verulega," segir í skýrslunni. Kemur einnig fram að beinir skattar náðu hámarki áárinu 1972, en þaö ár urðu miklar breyt- ingar á skattalögum, og juk- ust þá beinir skattar mikiö aö raungildi. Árið 1974 var skattalögunum breytt enn frekar og óbeinir skattar juk- ust til muna á kostnað beinna skatta, en á árunum 1974-75 náðu óbeinir skattar hámarki mælt í hlutfalli vió verga landsframleiðslu. Aftur varö breyting á skattalögun- um 1978 og jókst þá hlutur beinna skatta litillega. Breyt- ingar á söluskattsprósentu og söluskattsstofni hafa ver- iö tíðar á þessu tímabili; bæói hefur prósentan hækk- aö og undanþágum fjölgaö. ÁHRIF HAGSVEIFLNA í niðurstöðum sínum benda hallanefndarmenn á aö áhrif hagsveiflna á tekju- jöfnuð hins opinbera eru alls ekki einhlít þar eð einstaka þættir geta haft gagnverk- andi áhrif. „Þetta skýrir hugs- anlega hvers vegna hag- sveifluáhrifin hafa ekki verið meiri hér á landi en raun ber vitni, þrátt fyrir umtalsverðar hagsveiflur. Ljóst er aö breyt- ingar á tekjuöflunarkerfum hins opinbera gætu breytt hagsveifluáhrifunum. Þannig mun staögreiöslukerfi beinna skatta auka þau. Þaö þarf ekki aö vera neikvætt, því ekkert mælir gegn því aö rik- issjóður sé rekinn meö halla á samdráttartímum, ef á móti kemur afgangur í góðærum,“ segja skýrsluhöfundar. Hér hefur aöeins verið stiklað á stóru í þessari viða- miklu skýrslu en þar birta höfundar einnig mikið af töfl- um og er ekki hvað síst fróö- legt aö kynna sér saman- burðartölur viö önnur vest- ræn lýðræðisríki sem flest ef ekki öll hafa þurft aö gllma viö sömu vandamál viö stjórn ríkisfjármála og viö íslend- ingar. Sá samanburður leiðir m.a. í Ijós aö þau lönd sem búa viö hvað mestan ríkis- sjóöshalla búa einnig viö hraövaxandi rlkisskuldir, eins og t.d. Belgía og Ítalía en þar eru rlkisskuldirnar orönar um eöa yfir 100% af vergri lands- framleiöslu áriö 1986. Á sama hátt hafa skuldir hækkaö litið (jafnvel lækkaö) I hlutfalli viö landsframleiðslu þar sem halli hefur veriö óverulegur. Skuldir ríkis hér á landi sam- kvæmt fyrrnefndri „þrengstu skilgreiningu' hafa hins vegai lítiö breyst á þessum árum. Hallarekstur í opinberum búskap ekki eins viðvarandi og almennt hefur verið talið. Hreinar skuldir hins opinbera lítið aukist á árunum 1980-85.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.