Alþýðublaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 3
Föstudagur 18. nóvember 1988 3 FRÉTTIR Stjórnmálaskóla Alþýöuflokksins undir yfirskriftinni RÉTTLÆTI & RAUNSÆI lauk á þriöjudaginn með framsögn formanns Alþýðufiokksins Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanrikisráðherra, um jafnaðarstefnuna, sem hann kallaði Samstarf, samkeppni og samhjálp. Alls voru fyrirlestrarnir sex talsins á jafn mörgum kvöldum og að sögn skólastjóra Stjórnmálaskólans, Birgis Árnasonar hagfræðings, var þátttakan mjög góð og liflegar umræður spunnust i framhaldi af framsöguerindunum. Ljósm.: G.T.K. Verndardeilan Innsetningarbeiðni fyrir fógetarétt Deilurnar innan fangahjálp- arsamtakanna Vernd kunna að ná hámarki í dag. Þá verð- ur tekin fyrir í fógetarétti krafa „uppreisnarstjórnarinn- ar“ um innsetningu sinnar sem lögleg stjórn samtak- anna og að hún fái til ráð- stöfunar allar eignir Verndar. Sem kunnugt er klofnaöi Vernd í kjölfar mikilla deilna á aðalfundi samtakanna fyrir skemmstu. Deilt var um hverjir hefðu atkvæðisrétt á fundinum og sagði sr. Jón Bjarman af sér fundarstjórn eftir að vefengdur hafði veriö úrskurður hans um aö allir mættir skyldu vera atkvæðis- bærir. í kjölfarið var ákveðið að slíta fundi og boða til framhaldsaðalfundar eftir að lögfræðilegt álit lægi fyrir um atkvæðisbærni manna. Hiniróánægðu i Vernd hafa einkum beint spjótum sínum að Jónu Gróu Sigurð- ardóttur formanni og fram- kvæmdastjóra Verndar. Tals- menn þessa hóps hafa eink- um verið Ásgeir Hannes Eiríksson, varaþingmaður Borgaraflokksins, Guðmund- ur Jóhannsson, formaður uppreisnarstjórnarinnar, Björk Bjarkardóttir fangavörð- ur og fleiri. Þau kusu sér nýja stjórn á sérlegum aöalfundi, þar sem mættu tveir af 40 að- alstjórnarmönnum Verndar, þeir Guðmundur Árni Stef- ánsson og Guðmundur J. Guðmundsson. í dag veröur sem fyrr segir innsetninga- beiðni þessarar stjórnar tekin fyrir í fógetarétti, en þaó er Jón Oddsson lögmaður sem er lögmaður gerðarbeiðenda. Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins liggur nú fyrir álit Lagastofnunar Háskólans samkvæmt beiðni „gömlu“ stjórnarinnar. Þar er meðal annars komist að þeirri niður- stöðu að úrskurður Jóns Bjarmans á aðalfundinum, um að allir mættir skyldu atkvæðisbærir, hafi verið ólögmætur og enn fremur að það hafi verið lögmæt ráð- stöfun að slíta fundi eins og gert var og boða til fram- haldsaðalfundar. Hvalamálið George Shultz harmar misskilning Sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, Nicholas Ruwe, afhenti í dag Jóni Baldvin Hannibalssyni, utanrikisráö- herra, svarbréf George P. Shultz, utanrikisráðherra Bandaríkjanna, varöandi hvalamálið. í bréfinu er harmaður sá misskilningur sem orðió hef- ur i þessu máli og lýst er þeirri von að hægt sé að komast að samkomulagi um framtíðarlausn hvalamálsins. Ákveðið hefur verið aó full- trúar bandaríska utanríkis- ráðuneytisins og íslenska sendiráðsins i Washington eigi með sér fund í þessum mánuði þar sem frekari grein verður gerð fyrir afstöðu Bandaríkjanna. Jafnframt hefur verið ákveðið að Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra eigi sérstakar viðræður við George P. Shultz á meðan utanríkisráðherrafundur Atlantshafsbandalagsrikj- anna stendur í Brussel dag- ana 8. og 9. desember n.k. Sjá varútvegsráðherra Vill sameiningu fyrirtækja i sjávarútvegi I ræðu á aðalfundi LÍÚ í gær nefndi sjávarutvegsráð- herra nokkrar leiðir út úr vanda sjávarútvegsins og lagði m.a. til aö ekki verði lagt út í fjárfestingar vegna kaupa, nýsmíði eða meirihátt- ar endurbóta á fiskiskipum. í fiskvinnslu verði leitast vió að sameina fyrirtæki og auka samvinnu þeirra. aðilar í sjáv- arútvegi komi á fót aflamiðl- un og að lánardrottnar verst settu fyrirtækjanna veiti eftir- gjöf af kröfum eða breyti þeim i víkjandi lán. OECD skýrslan Aðgerðir í vaxtamálum skret aftur á bak Samkvæmt skýrslu OECD um islensk efnahagsmál voru aðgerðir stjórnvalda i vaxta- málum nýveriö skref aftur á bak, en þó nauðsynleg í Ijósi lögbindingar launa. Segir að nauðsynlegt sé að koma aft- ur á markaðsákvörðun vaxta sem fyrst til að tryggja að raunvextir lækki ekki um of. Góð tækifæri til að stýra hagkerfinu inn á stöðuga hagvaxtarbraut án verðbólgu hafa glatast. Nauðsynlegt sé að auka til muna aðhald i peninga- og ríkisfjármálum til að hemja verðbólgu og stuðla að jafnvægi í þjóðar- búskapnum. í skýrslunni er meðal ann- ars rakin þróun efnahags- mála hér á landi undanfarin ár. Þar kemur fram að þróun- in hefur verið hagstæð und- anfarin ár og á árunum 1984 til 1987 hafi landsframleiösl- an aukist um samtals 21%, sem var mun meiri hagvöxtur en var í aðildarrikjum OECD að meöaltali. Atvinnuástand hafi einnig verið gott og ráð- stöfunartekjur á mann aukist meiraen i nokkru öðru ríki innan Efnahags- og þróunar- stofnunarinnar. Þessa hag- stæðu þróun megi að stórum hluta rekja til óvenju hag- stæðra ytri skilyrða í þjóðar- búskapnum og þeirra stefnu- breytinga sem urðu við stjórn efnahagsmála á árinu 1983. Verulegur árangur í umbótum á skipan efnahags- og at- vinnumála hafi og náðst og hafi hann falist í aukinni áherslu á markaðsbúskap og bættri ráðstöfun framleiðslu- getu. Þá kemur fram að horfur séu á, að framleiðsla á árinu 1988 aukist lítið ásamt því að innlend eftirspurn gæti dreg- ist örlítið saman að raungildi. Hins vegar sé ólíklegt að inn- flutningur dragist nógu mikið saman til að koma í veg fyrir að viðskiptahalli aukist og þar með erlend skuldasöfn- un. Þá séu horfur um verð- bólgu afar óvissar. Sérstak- lega sé vafasamt að takist að stilla launahækkunum í hóf, nema strangara aðhald aö eftirspurn komi til og draga takist úr þrýstingi á vinnu- markaði. í framhaldi af því er þess getið að nýleg lögbind- ing launahækkana geti því haft takmörkuð áhrif. Til aö koma aðhaldi við, er nauðsynlegt að draga úr óhóflegri útlánaaukningu bankakerfisins. Umbætur á fjámagnsmarkaðnum hafi haft það í för með sér að vextir bregðast nú fyrr við breyttum aðstæöum og raun- vextir hafi hækkað. Nauðsyn- legt sé að lagfæra ýmsar brotalamir á skipan peninga- og lánsfjáramála ef stjórn þessara mála á aö gegna stærra hlutverki i hagstjórn en verið hefur. Segir í skýrslunni að veröi ekki bætt úr þessum van- köntum á skipan peninga- mála, sé hætt við að áhrif peningastjórnunar veröi áfram takmörkuð. Jafnframt hafi nýleg afskipti stjórnvalda af vaxtaákvörðunum verið skref aftur á bak. Þau hafi þó verið skiljanleg í Ijósi lög- bindingar launa. Það sé nauösynlegt að koma aftur á markaðsákvörðun vaxta eins fljótt og auðió er til að koma i veg fyrir að raunvextir lækki um of. Ráðstafanir til að ná betri tökum á þróuninni í peninga- og lánsfjármálum þurfi að haldast í hendur við aukið aðhald í ríkisfjármál- um. Líklegt sé að halli á ríkis- sjóði á yfirstandandi ári verði meiri en gert er ráð fyrir í áætlunum og því aukist mikilvægi þess að strangt aðhald sé á þeim útgjöldum ríkissjóðs sem ekki tengjast vaxtagreiðslum. Vandi ríkis- sjóðs sé að hluta pólitískur, þar sem hann stafi af því að stjórnvöld hafi leitast við að ná ósættanlegum markmið- um. Segir að viö núverandi aðstæður virðist ástæða til að stefna aö tekjuafgangi rik- issjóðs. Þá er tekið fram að ástæða sé til að fagna þeim skatt- kerfisbreytingum sem gerðar hafa verið. Bætt ráðstöfun framleiðslugetu ætti þegar til lengri tíma er litið að auka hagvöxt og stuöla að aukn- um stöðugleika í hagkerfinu. Nauðsynlegt sé aö halda áfram umbótum á fleiri svið- um efnahagsmála hérlendis í því skyni að stuðla að lang- tíma hagvexti og aukinni fjöl- breytni í atvinnulífinu. Með ísland hátti eins og svo mörg önnur riki í OECD, að raun- vextir af erlendum lánum séu hærri en sem nemur lang- tíma hagvexti, en það geti haft í för með sér erfiðleika þegar fram i sækir. Til vlðbótar á endurskoðun á skattlagningu fyrirtækja til samræmis við skattkerfis- breytingar þær sem þegar hafa verið gerðar, þurfi m.a. að skoða áframhaldandi einkavæðingu og aukna möguleika á erlendri fjárfest- ingu til að vinna að bættri ráðstöfum fjármagns, aukið frjálsræði varðandi fjárfest- ingu erlendis sem á íslandi myndi auka fjölbreytni sparn- aðarkosta. Einnig þurfi að athuga frekari skref i átt til aukins markaðsbúskapar m.a. með því að auk núver- andi fiskmarkaða, verði kom- ið á fót markaði fyrir afla- kvóta. Að lokum segir að hag- stæó efnahagsþróun undan- farin ár ætti ekki að hylja þá staðreynd að góð tækifæri til að stýra hagkerfinu inn á stöðugri brautir án verðbólgu hafa glatast. í Ijósi þess ójafnvægis sem nú ríki, sé ákaflega brýnt að auka til muna aðhald i peninga- og rikisfjármálum til að stöðva verðbólguna og stuðla að betra jafnvægi i þjóðarbú- skapnum til lengri tíma.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.