Alþýðublaðið - 01.03.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.03.1989, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 1. mars 1989 MÞYÐUBLÆÐIÐ Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Aúgiysingastjóri: Steen Johansson Dreifingastjóri: Siguróur Jónsson Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriítarsíminn er 681866. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. HAGSMUNA BÆNDA OG NEYTENDA SÉ GÆTT Islendingar eru mikil kvótaþjóð. Kvótakerfi er viö lýði í sjávarútvegi og kvóti hrjáir bændur í hefðbundnum land- búnaði. Kvóti er auðvitað ekkert annað en einkaleyfi. Kvóta er erfitt að breyta, þegar honum hefur á annað borð verið komið á. Pyrir næstum tveimur áratugum storkuðu nokkrir fram- leiðendur kerfi landbúnaðarins meó því að beita frjálsum markaðsbúskap fyrir sig. Kjúklingar voru drifnir ofan í landann framhjá landbúnaðarkerfi og milliliðum. Menn gumuðu framan af mjög af frálsum viðskiptum. Ln þegar frelsið í nýgreinum landbúnaðar varð frjáls- hyggjunni um megn, tóku varphljóðin að færast fram á bæjarhlaðið. Smám saman tóku eggjabændur og kjúkl- ingafurstar að krefjast verndar. Verndar gegn ásókn neyt- enda sem vildu kaupa eggin af því að þau voru ódýr og gegn öllum hinum sem nú vildu seljaódýrt. Óvinurinn, rík- ið, varð að verndara. Kjúklingadýrkendur, sem voru orðnir þreyttir á frelsinu og vildu bregða búi í von um meiri ábót annars staðar, sáu vænstan leik í því að eignast kvóta. Þar með yrði tryggt aö búið seldist vel, rétt eins og ónýtt skip seljast drjúgt í dag, ef þeim fylgir kvóti. Með kvóta fæst hvoru tveggja: Verðtryggt bú og hærra verð á afurðum. Því að auðvitað var ekki hægt að hleypa öllum í kvótann. Þeir sem ekki gátu sýnt fram á löggilt skírteini „eggjaframleið- enda“ eignuðust náttúrlega ekki kvóta. Það er líka þannig í útgerð. Ef þú gerðir út fyrir 1981 færðu ókeypis aðgang að fiskimiðunum. Þeir sem gerðu út eftir 1981 verða að kaupa sig inn á fiskimiðin. Mfleiðingar væntanlegs kvótakerfis í nýjum greinum landbúnaðareru að lítadagsins Ijós. Innbyrðissamningar framleiðendaleiðaævinlegatil hærravöruverðs. Á síðast- liðnu einu og hálfu ári hafa kjúklingar, egg og kartöflur hækkað margfalt umfram almennt verðlag í landinu. Neyt- endasamtökin hafa eina ferðina enn mótmælt óþolandi einokun, en því miður er ekki von til þess að ráðherrar bregðist við. Landbúnaðarráðherra lætur til dæmis hafa eftir sér í Dagblaðinu í gær að hann skilji hækkun sem lækkun. A sama tíma og biðtíminn hjá nýgreinabændum eftir einkaleyfi fyrir kvóta styttist, kljást búnaðarsérfræðingar þjóðarinnar við félagsleg vandamál bændastéttarinnar. Búnaðarþing hófst vestur á Sögu í fyrradag. Formaður Búnarfélags íslands lýsti yfir því á fyrsta degi þingsins að félagskerfi bænda væri að verða að vanskapningi, sem skyti öngum í allaráttir. Um þettaverðurörugglegafjallað formlega og óformlega í Bændahöllinni út vikuna. En félagsleg vandamál bænda opinberast víðar en í fé- lagskerfi þeirra sjálfra. Vandamálin hafa á liðnum árum hlaðist utan á bændastéttina og virðast hafa magnast við aðgerðir stjórnvalda á undangegnum árum. Fyrir aldar- fjórðungi var bent á að við sigldum inn í offramleiðslu í landbúnaði. Þá var hlegið að mönnum sem bentu á nauð- synlegt aðhald. Eftirað þjóðin fórað kynnast öðrum þjóð- um og borða annað kjöt en kindakjöt, jukust erfiðleikarnir til muna. Hver framsóknarráðherrann af öðrum hefur haft umboð til að ráðsksast með málefni landbúnaðar og tek- ist að njörfa bændur við framleiðslukerfi sem er í óþökk framleiðenda og neytenda allra. Hagsmunir bændastétt- arinnarsjálfrarhafaekki setið í fyrirrúmi, en sérhagsmuna milliliða gætt. Það er löngu orðið timabært að setja kvóta á aðgerðir framsóknarmanna í landbúnaðarmálum. Bændur eiga einfaldlega annað skilið. Vonandi tekst bændum sjálfum að koma málum sínum á réttan kjöl. Það gerist hins vegar hvorki á fundum né í stríði gegn neytendum. ÖNNIIR SJÓNARMIÐ Hvad er líkt með mink og bjór? MENNTAMÁLARÁÐ- HERRA er ánægður með sig í ráðuneytinu. Hann hefur haft mörg orð um hversu nauðsynlegt var að maður (með viti) kæmi til að taka til hendi eftir að forverar hans úr Sjálfstæðisflokki höfðu „verið i varnarstöðu" í menntamálunum eins og Þjóðvilji hefur eftir honum í gær. Svavar hefur m.a. óskað eftir tillögum til úrbóta á íslenska skól- anum. Á spjallfundi Alþýðubandalags- ins og Þjóðvilja á laugardaginn síð- asta gekk Svavar skrefi lengra og boðaði niðurlagningu stúdents- prófs. Þjóðviljinn hefur þetta eftir ráð- herranum: „Við þurfum fjölbreytt stöðu- próf sem skilgreini möguleika manna til frekara náms, sagði Svavar, - og þar á meðal á að meta reynslu manna í atvinnulífinu, brjóta niður múrana milli skólanna og atvinnulífsins að þessu leyti. Að þessu leyti er stúdentsprófið tíma- skekkja þótt hlutvcrk framhalds- skólastigsins aukist stöðugt. Stimp- illinn sem lýsir sér í hvítum kolli einu sinni á ári, - það er sagn- fræði.“ Svavar hefur opnað dyrnar í hálfa gátt. Tillögur streyma inn í ráðuneyti menntamála. Svavar verður að hafa gögnin í pokahorn- inu þegar hann fer á fund ráðherra fjármála, Ólafs Ragnars. Til þess er leikurinn gerður. FELAG íslenskra iðnrekenda gefur út blaðið „Á döfinni". í síð- asta hefti getur að líta umsögn unt komu þýsks prófessors til landsins. Ræddi hann um sjálfvirkni á fundi hagsmunaðila. Hefur blaðið það eftir Warnecke (en svo hét maðurinn) að ekki mætti gleyma mannlega þættinum i tækninni, og vöruþróun væri til þess að bæta vöruna. Þá hvatti sá þýski til þess að fyrirtæki væru vel á verði, ef glímt væri við óvænt verkefni. Því til staðléstu hefur blaðið eftir Warnecke: „ „Á sjúkrahúsum gerast hlut- irnir strax. Sjúklingi, sem fluttur er á sjúkrahús í bráðatilviki, er ekki sagt að koma eftir fjórar vikur.“ Þá vitum við það. Vissulega vert að vekja athygli á því til hvers sjúkrahús eru — hvað þá sjúklingar. HVAÐ er líkt með mink og bjór? spyr Eystra-horn i leiðara. Og leið- arahöfundur svarar því: „Báðum er hlcypt inn í iandið samkvæmt lögum frá Alþingi. Bar- áttumenn í báðum tilfellum komu auga á hagnaðarvon ákveðinna aðila við það að málið næði fram að ganga. Ætlunin var í uppliafi í báðum tilfellum að fyrirbærið yrði geymt á til þess gerðum stöðum þannig að stærsti skaðinn yrði um- flúinn. Minkurinn flæddi um allt land á fáum árum og er nú til óþurftar við hvers manns dyr. Glöggir menn telja sig sjá að bjórinn muni verða fljótari að nema landið allt, hvernig svo sein ráðamenn liöfðu liugsað sér málið. Þá er það og samciginlegt báðum þessum plágum að þær koma trú- lcga ekki harðast niður á þciin scm standa fyrir nýmælinu, heldur þeiin sem landið erfa, með mink eða bjór.“ Heimir Þór leiðarahöfundur segir jafn erfitt að bæta fyrir mis- tökin af bjórleyfinu og því að hleypa minknum inn i landið. Ekki þýði að banna bjórinn síðar: „Eða trúa menn því kannski að minkaplágan verði úr sögunni ef Alþingi nemur úr gildi gömul lög sem heimiluðu innflutning á því skaðræðiskvikindi?" EINN MEÐ KAFFINU Hallgerður var formaður kvenfé- lagsins og var í mestu vandræö- um aö útvegaskemmtikraftafyr- ir árshátíðina. Þar sem hún sat í í þungum þönkum heimahjásér, bönkuðu tveir útigangsmenn upp á og buðust til að taka til á baklóðinni hjá henni fyrir smá- pening. Hallgerður samþykkti og skömmu síðar sá hún annan rónann fara í fIikkflakk-stökki eftir öllum garðinum og hverfa í löngu endastökki inn í næsta garð. Hún opnaði gluggann og kallaði á félagann: „Heyrðu heldurðu aðvinur þinn sé til í að sýna nokkur fimleikabrögð á árshátið kvenfélagsins?" Maðurinn hrópaði inn í næsta garð: „Dóri, konan er að spyrja hvort þú sért til I að stíga á sex- tommunagla á árshátíð fyrir peninga!!?“ DAGATAL Endalok myrkra mjaðardaga Til hamingju með daginn! í dag er runnin upp söguleg stund! Þið verðið að afsaka að ég taki dálítið upp í mig, og að ég skuli vera nokkuð hátíðlegur. En þið vitið náttúrlega hvað er um að vera. í dag er Bjór- dagurinn langþráði. í dag lýkur myrkum mjaðardögum og sólin brýst fram úr skýjunum og Iýsir upp gullin ölglösin. Ég hef alltaf verið hlynntur bjór. Ég hef aldrei skilið hvers vegna maður má ekki drekka bjór á islandi. Maður má drekka brennivín og léttvín og kardim- ommudropa og allt sem að kjafti kemur og hefur áhrif á heilasell- urnar. En ekki bjór. Það hefur aldrei mátt. Undarleg hræsni. Ég drakk talsvert af bjór í gamla daga þegar ég var á sjón- um. Þegar við strákarnir vorum í höfn, var alltaf rölt upp á krárnar og fengið sér í eina ölkollu. Eða tvær. Aldrei hafði það skaðleg áhrif. Við gátum drukkið bjór í litravís án þess að ölið hefði nokk- ur áhrif. Maður bara pissaði þessu. Og áhrifunum með. Að vísu kom það einu sinni fyr- ir í Bremerhaven að Siggi seilor týndist eftir að hafa drukkið þrjá- tíu kollur í kappdrykkju við ein- hvern Færeying. En Siggi fannst næsta dag ofan í skurði fyrir utan bæinn og við drösluðum honum aftur unt borð. En það var ekki vegna þess að hann hefði drukkið of mikinn bjór. Hann fór nefni- lega í viskiið eftir bjórinn. Siggi seilor þoldi alltaf illa viskí. En það var allt í þessu fína með bjór- inn. Siggi pissaði bara honum. Það var sem sagt tími til kominn að þessir stjórnmálamenn áttuðu sig á því að bjórinn er alveg mein- laus. Enda drekka unglingar bjór- inn erlendis án þess að hann skaði þá neitt. Sonur hans Nonna í Nallanum drakk alltaf bjór í Dan- ntörku. Strákurinn drakk oft tíu flöskur á dag. Og var rétt um fermingaraldur. Varð bara ekkert meint af þessu. En hins vegar fór þetta illa hjá strákgreyinu. En það var ekki fyrr en hann fór í eitrið. Strákurinn fór að fikta í hassi. Og nú mun hann kominn í sterkara eitur. Ef pilturinn hefði bara hald- ið sig við bjórinn hefði þetta verið allt í lagi. Eitrið er hættulegt. Ef menn eru komnir í eitur þá eru þeir alveg ofurseldir. Það veit ég. En bjórinn gerir engum neitt. Egill englapiss vissi hvað bjór var. Ég sigldi með honum i gamla daga. Egill var vanur að segja, „ekkert öl- lífsins böl.“ Egill sagði einnig, „bágur er bjórlaus maður.“ Egill var kallaður en- glapiss af því að hann kastaði aldrei af sér vatni heldur þynntum bjór. Hann gat drukkið tvo öl- kassa á kvöldi. Á morgnana sagði Egill oft: „Kassi á dag, kemur heilsunni í lag.“ Já, það var oft glatt á hjalla í þá gömlu bjórdaga. En eftir að ég hætti á sjónum, þá snarminnkaði bjórdrykkjan. Maður var innilokaður í þessu ve- sæla Iandi, þar bjórdrykkja var talin til höfuðsynda, meðan brennivínið flóði á hverri skál. Þessi della var kölluð ábyrg áfeng- ispólitik. Enda urðu allir snarvit- lausiraf þessu brennivíni. Það var ekki setið og spjallað á krám eins og i Danmörku og í Bretlandi. Nei, nei. Bara slegist á einhverjum öldurhúsum. Og drukkið meira brennivín. Ég hef varla snert áfengi eftir að ég hætti á sjónum. Maður drekkur ekki eins og skepna á opinberum vettvangi og verður sér til skammar. Kemur bara ekki til mála. En nú fer að rætast úr þessu. Nú get ég farið að drekka aftur. Það er að segja bara bjór. Það verður notalegt að setj- ast út á horn í hverfinu og fá sér ölkollu. Halli bakari er búinn að breyta brauðbúðinni í bjórkrá. Hann opnar á morgun og segir að hann hafi bara gert smávægilegar breytingar á starfseminni. Hann noti ekki gerið í brauð lengur, heldur í bjór. Hann ætlar að kalla krána Bjórver. Það er um að gera að grípa gæsina meðan hún gefst. Menn verða að fylgjast með tím- anum. Ég ætla að rölta yfir á hverfi- skrána þegar fer að rökkva. Það verður gaman að kynnast ná- grönnunum eftir öll þessi ár. Kannski að ég taki konuna með.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.