Alþýðublaðið - 01.03.1989, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.03.1989, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 1. mars 1989 Bjórdagurinn cr runninn upp og í gær voru veilinga- menn víóa í óða önn aA gera klárt. Mörgum stöóum hefur verió breytt verulega og nýir staAir bæst í sarpinn og má búast viA talsverAri sam- keppni um kúnnana. Bjórinn kemur til meö að fljóta hvað duglegast í mið- bæ Reykjavikur. Gárungarn- ir hafa haft að orði að nú verði enginn blettur óhultur fyrir bjórþömburum sem þurfa að létta af sér, enda aðeins eitt almenningssalerni á þessum slóðum, „Núllið“ í Bankastræti. Umsjónar- menn Núllsins bentu okkur hins vegar á, að staðurinn lokaði kl. 23 og að allir stað- irnir væru með eigin salerni. Guðmundur Valur, sem starfað hefur í Núllinu í I2 ár, sagði að staðurinn væri nú furðulítið notaður miðað við þær þúsundir sem sæktu miðbæinn um helgar og mætti alveg eins spyrja hvar það fólk létti af sér. f>að var að skilja á honum og Brynj- ólfi Ólafssyni að veðráttan hefði meira að segja um að- sóknina en flest annað og að bjórinn hefði Iítil áhrif mið- að við að Núllinu væri lokað kl. 23. „En ég er sammála um að svona staður þyrfti að vera opinn allan sólarhring- inn. En ekki vildi ég þó vera hér einn að nóttu til“ sagði Guðmundur. Eitt sinn var almennings- salerni þar sem ráðhúsgrunn- ur Davíðs er nú. Skyldi gamla hlutverkið taka sig upp að nýju, bak við báru- járnið borgarstjórans? VEÐRID í DAG VEÐUR í DAG: Hæg norð- austan átt og léttskýjað um sunnan og suðaustanvert land- ið. Lítilsháttar éi á norð- austur og austurlandi. Skýjaðá Vesturlandi en úrkomulaust. Pétur Sigurðsson stjórnarmaður í Atvinnutryggingasjóði: SKIL EKKIADFERDIR SEM BEITA Á MEÐ HLUTARRÉFASJÓÐI Pétur Sigurðsson for- maður AlþýAusambands Veslfjarða og sljórnar- maður í Atvinnulrygging- arsjóði úlflulningsgrcina segisl ekki skilja þá aðferð sem fram hefur komið í umræðum, að beita eigi með fyrirhuguðum Hluta- bréfasjóði. „Ég þykist vita hver til- gangurinn er, en ég skil ekki aðferðina. Ef menn eru tilbúnir að setja sparifé sitt í þetta, þá er það mjög gott, en mér heyrist af um- ræðunni, að þarna eigi að safna að stofnun ríkisins hlutlausum hlutabréfum frá ákveðnum fyrirtækj- um. Ef menn kaupa hluta- bréf í fyrirtækjum, þá ætl- ast menn til ábyrgðar af stjórnendum þeirra. Öðru- vísi horfir við, ef menn rétta fyrirtæki umslag með peningum og segja: Þetta skaltu nota þegar hentar og borga eftir dúk og disk,“ sagði Pétur við Alþýðu- blaði í gær. Hann segir að þegar upp er staðið sé tilgangur At- vinnutryggingarsjóðs að leitast við að skilja hafrana frá sauðunum. I samræmi við aðra grein laganna hafi eitt meginhlutverkið verið að aðstoða þau fyrirtæki sem geta lifað af eftir hjálp miðað við óbreytt ástand. „Síðan hefði maður haldið að framhaldsvinna þessar- ar nefndar hefði einnig átt að vera að glíma við vanda hinna.“ Pétur segir að menn verði að gera sér grein fyrir, að þeir peningar sem þurfi til að skjóta stoðum undir sjávarútveginn verði að koma einhvers staðar frá. Hann segir nauðsynlegt að bremsa útflutning á fersk- unt fiski til að tryggja af- komu í byggðarlögunum, sem byggi tilveru sína á vinnslu sjávarafla. „Út- gerðin hefur nánast frjáls- ar hendur. Hún á fiskinn í sjónum og virðist mega ráðstafa honum að vild. En það er önnur útgerð í Iand- inu sem virðist algjörlega komast hjá skattlagningu, þ.e. verðbréfaútgerðin sem virðist vera ný atvinnugrein við hliðina á fiskvinnsl- unni. Þarna þarf pólitísk- an þjóðarvilja til að bjarga undirstöðuatvinnugrein- unum,“ segir Pétur Sig- urðsson. Ölkjallarinn við Skólabrú er alveg að verða tilbúinn þegar myndin var tekin á þriðjudag. Helst að eftir sé að frikka ásýnd■ ina. Stúlkan litla í glugganum á hæðinni fyrir ofan virðist spennt, en varla af sömu ástæðu og margir hinna fullorðnu. Spenntir starfsmenn og iðnaðarmenn i Gauk á Stöng bera bækur sinar saman kvöldið fyrir bjórdaginn. Myndir: Magnús Reynir. Brynjólfur Ólafsson, starfsmaður ,,Núllsins“ í Bankastræti. Þangað þýðir ekkert að fara eftir kl. 23 á kvöldin. Hvað gera aðframkomnir bjórþambarar þegar búið erað loka? Fara á bak við bárujárnið i ráðhúsgrunninum hans Davíðs? Búseta úthlutað lúð Bygginga rsa m v i n n u fé- lagið Búscti hefur fengið úthlutaA lóð að Trönu- hjalla í Kópavogi, þarsem gerl er ráð fyrir að rísi 24-26 íbúða hús. Samþykktin er háð því að Búseti stofni sérstaka deild í bænum um úthlut- unina. Ennfremur er gert að skilyrði að Búseti leggi fram verk- og fjármögn- unaráætlun. Kópavogsbær hefur einnig fest lóð fyrir bygg- ingu 24-26 kaupleigu- íbúða. Gert er ráð fyrir að hefja framkvæmdir fljót- lega.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.