Alþýðublaðið - 01.03.1989, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 01.03.1989, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 1. mars 1989 „Hér á landi hef ur skort almenna fræðslu fyrir foreldra og RKI sýnir lofsvert f ramtak í þeim málum. það brenna ýmsar spurningar á foreldrum. Á námskeiðinu fá þeir upplýsingar sem hafa notagildi i daglega lífinu," segja þær Anna Maria Snorradóttir og Guðbjörg Guðbergsdóttir, hjúkrunarfræðingur sem sjá um námskeið á veg- um RKI fyrir foreldra ungra barna. Þær sögðu að meö foreldrafræðslu sé unniö fyrirbyggjandi starf m.a. í tengslum við slys og tannvernd. Fyrsta starfsár fræðslumið- stöðvar Rauða krossins Nýverið var komiö á fót Fræðslumiðstöð Rauða kross íslands sem er m.a. ætlað það hlutverk að sam- ræma og annast heildar- skipulag á fræðslustarfi RKÍ. Nú er komin út námskrá fyrir vorönn 1989. Boðiö er upp á margs konar námskeið, sum ætluð almenningi og sjálf- boðaliðum Rauöa krossins, en önnur eingöngu ætluð sjálfboðaliðum RKÍ. Fræðslu- miðstöðvar sem þessi eru starfandi víða um lönd á veg- um Rauða krossins. Fyrir almenning eru í boói fjögur mismunandi nám- skeið. Margar RKÍ deildir halda skyndihjálparnámskeið. Kunnátta í skyndihjálp gerir fólk hæft til að veita fyrstu hjálp þegar slys eða óhapp ber að höndum. Námskeið í umönnun barna eða svoköll- uð barnfóstrunámskeið, verða haldin víða um land og eru þau einkum ætluð börn- um og unglingum 11 ára og eldri. Foreldranámskeið verða haldin í Reykjavik. Á þeim er m.a. fjallað um algengustu slys í heimahúsum og skyndihjálp, líkamlegan og andlegan þroska barna, mál- þroska, næringarþarfir, barnasjúkdóma og samskipti foreldra og barna. Fræðslu- miðstöðin skipuleggur einnig námskeið í aðhlynningu aldr- aðra. Samningur milli MFA og tölvu- fræðslunnar Menningar- og Fræöslu- samband Alþýðu og Tölvu- fræðslan hf., hafa gert með sér viðtækan samning vegna félagsmanna ASÍ um endur- menntun og námskeiðahald fyrir árin 1989 og 1990. Samningurinn sem undir- ritaður var af forráðamönn- um, á sameiginlegum blaða- mannafundi MFA og Tölvu- fræðslunnar, fimmtudaginn 23. febrúar, í húsakynnum Tölvufræðslunnar, að Borgar- túni 28, kveður m.a. á um verulega afslætti á námskeið- um Tölvufræðslunnar fyrir alla félagsmenn Alþýðu- sambands íslands, rúmlega 60 þúsund talsins. Þetta á við um námskeið hvar sem þau eru haldin á landinu. Tölvufræðslan kemur til með að sjá um kennslu á Tölvudögum, sem MFA mun halda í Olfusborgum 1989 og 1990 auk þess sem haldin verða sérstök námskeið fyrir þátttakendur á vegum MFA á tímabilinu frá 10. maí til 25. júní í húsakynnum Tölvu- fræðslunnar i Reykjavík og Akureyri. Félagsmenn ASÍ munu einnig eiga þess kost að fá sérstakan afslátt fyrir börn sín í sumarbúðir Tölvufræðsl- unnar fyrir unglinga sem vak- iö hafa lukku, því þar er tvinnað saman hollri útiveru og tölvufræðslu í fallegu um- hverfi úti á landi. • Krossgátan. □ 1 2 3 p 4 5 6 □ 7 Ý 9 10 □ 11 □ 12 V. . 13 □ r . ■ Lárétt: 1 fantar, 5 fumi, 8 reima, 7 lengdarmál, 8 strá, 10 eins, 11 ræna, 12 veiki, 13 rák. Lóðrétt: 1 þögul, 2 fjöldi, 3 tala, 4 hrósaði, 5 uppeldi, 7 fugl, 9 lek, 12 eins. Lausn á síðust krossgátu. Lárétt: 1 bátar, 5 kátt, 6 urt, 7 gg, 8 nauman, 10 nn, 11 áli, 12 ósið, 13 ræsið. Lóörétt: 1 bára, 2 áttu, 3 tt, 4 regnið, 5 kunnur, 7 galið, 9 mási, 12 ós. • Gengiá Gengisskráning nr. 40 — 27. febr. 1989 Kaup Sala Bandaríkjadollar 51,000 51,140 Sterlingspund 89,492 89,738 Kanadadollar 42,528 42,645 Dðnsk króna 7,1983 7,2181 Norsk króna 7,6548 7,6758 Sænsk króna 8,1418 8,1641 Finnskt mark 11,9831 12,0160 Franskur franki 8,2368 8,2594 Belgiskur franki 1,3377 1,3414 Svissn. franki 32,8502 32,9404 Holl. gyllini 24,8659 24,9342 Vesturþýskt mark 28,0659 28,1430 itölsk lira 0,03807 0,03817 Austurr. sch. 3,9914 4,0023 Portúg. escudo 0,3403 0,3413 Spánskur peseti 0,4464 0,4426 Japanskt yen 0,40420 0,40531 írskt pund 74,809 75,015 SDR 67,7362 67,9221 Evrópumynt 58,3007 58,4607 RAÐAUGLÝSINGAR FLUGMÁLASTJÖRN Bóklegt atvinnuflugnám Kennsla á seinni önn hefst 15. mars nk. og lýkur þeirri önn með bóklegu prófi fyrir 1. flokks at- vinnuflugmannsskirteini. Rétt til þátttöku eiga: Þeir sem lokið hafa prófi á fyrri önn með full- nægjandi árangri. Þeir sem hafa atvinnuflugmannsskírteini III. flokks með blindflugsréttindum og fullnægja skilyrðum um almenna menntun til að öðlast skírteini atvinnuflugmanns 1. fl. Sbr. Reglu- gerð um skirteini gefin út af Flugmálastjórn. Skráning nemenda fer fram i Loftferöaeftirliti Flugmálastjórnar. Þeirsem luku prófi áfyrri önn þurfa ekki að skrá sig. Flugmálastjórn. Drögum úr hraða <S3>- -ökum af skynsemi! Fóstrur Óskum eftir að ráða fóstrur til eftirfarandi starfa hjá Hafnarfjarðarbæ: 1. Forstöðumann á leikskólann Álfaberg. 2. Forstöðumann á leikskólann Norðurberg. Einnig vantar fóstrur strax eða eftir samkomu- lagi áflestdagvistarheimilin i Hafnarfirði í heilar eða hlutastöður. Uppýsingar gefurdagvistarfulltrúi í síma 53444. Kratakaffi Munið kratakaffið miðvikudaginn 1. mars. nk. Komum spjöllum og spáum í pólitíkina. Gestur fundarins Tryggvi Harðarson fram- kvæmdastjóri Alþýðuflokksins. Alþýðuflokkurinn. Félagsmálastjórn. Alþýðuflokksfélagar Akureyrar Heldur aðalfund sinn fimmtudaginn 2. mars að Strandgötu 9, kl. 20.20. Fundarefni: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Önnur mál. Félag frjálslyndra jafnaðarmanna Boðar til kvöldverðarfundar í Veitingahöllinni Húsi verslunarinnar, þriðjudaginn 7. mars. Gestur fundarins: Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins. Fundurinn hefst kl. 7.30 stundvislega. Matarverð um kr. 1.300,- Allir velkomnir. Stjórnin. Grímuball FUJ í Hafnarfiröi FUJ íHafnarfirði heldurhiðárlegagrímuball í Al- þýðuhúsinu við Strandgötu nk. föstudag, 3. mars. Húsið opnarkl. 21.00og eru allirgóðir krat- ar og velunnarar velkomnir. Aðgangur er ókeypis. Stjórnin. Stjórn FUJ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.