Alþýðublaðið - 01.03.1989, Page 4

Alþýðublaðið - 01.03.1989, Page 4
4 Miðvikudagur 1. mars 1989 í MIÐRI VIKII Magnús Jonsson skrifar VÍSITÖLUHAMHLEYPINGAR „Að beita viður- kenndum hagstjórn- armeðulum með peningakerfið bein- tengt við verðlag og kauplag er álíka gáfulegt og að skip- stjóri verði skip sitt áföllum í stormi og stórsjó með vélina á fullu og sjálfstýr- inguna á. “ Nýgerð breyting á lánskjaravísitölunni, m.a. ágiskaðar og upplognar vísitölur eins og svokölluð launavisitala, er ekki til að auka álit mitt á nýju lánskjaravisitölunni. Taka verður upp nýja visitölu sem innihéldi tvo þætti; gengi og viðskiptakjör, segir Magnús Jónsson veðurfræðingur i eftirfarandi umræðugrein. Rétt einu sinni gengur vísitölu- fár yfir. Það er því liklega að bera í bakkafullan lækinn að bæta þar einhverju við. Sl. sumar sat undir- ritaður í s.k. Verðtryggingar- nefnd, og skilaði þar séráliti um fyrirkomulag verðtryggingar hér á landi. Þar lagði ég til að gerðar yrðu breytingar á vísitölunni eða ný tekin upp að gefnum forsend- um um betra jafnvægi í verðlags- og peningamálum okkar. En að gerð yrði sú breyting sem nú ný- lega vargerð, óraði migekki fyrir. Hef ég áður látið í ljósi miklar efasemdir varðandi þá breytingu, bæði efni hennar og afturvirkni, þótt ég sé sammála þeim sem telja hana löglega. Upplognar visitölur Það er trú min að nýgerð breyt- ing á lánskjaravísitölunni (lv) verði ekki til að lægja þær öldur sem hafa risið í kringum hana undanfarin ár. Ennþá eru á lv. all- ir þeir gallar, sem ég hef talið helsta og raunar heldur meiri eftir breytinguna. Ágiskanir og upp- lognar visitölur eins og s.k. launa- vísitala verður ekki til að auka álit mitt á nýju Iv. Þótt ég hafi verið harður gagn- rýnandi lánskjaravísitölunnar í mörg ár lagði ég ekki til að hún yrði afnumin enda vantar mikið á fyrrnefnt jafnvægi og ennþá eimir talsvert eftir af verðbólguhugsun meðal þjóðarinnar. Á meðan stór hópur fólks sér gamla verðbólgu- tímann I hillingum og meðan sparnaður er ekki eins mikill og meðal annarra þjóða er að mínu mati ekki hægt að jarða vísitölu- viðmiðunina á sparifé. Hafaverð- ur í huga að megintilgangur Iv á sínum tíma var að byggja upp sparnað í landinu, sem var hrun- inn fyrir 1979. Segja má að mál- tækið „eyddu áður en þú aflar“ hafi verið búið að taka við af „græddur er geymdur eyrir“. Gengi og vidskiptakjör í fyrrnefndu áliti mínu lagði ég til að tekin yrði upp ný vísitala sem innihéldi tvo þætti: gengi og viðskiptakjör, stærðir sem notað- ar voru í s.k. Ólafslögum frá 1979. Lítum á nokkur rök fyrir að slík vísitala yrði notuð. 1. Hún yrði ekki sjálffóðrandi. Það er svo augljóst að fjármagns- kostnaður hefur áhrif á verð vörtl og þjónustu að ekki þarf að fara mörgum orðum um það þótt deila megi um hversu stór sá þáttur sé. 2. Hun yrði ekki samningsatriði, t.d. milli stjórnarflokka eða milli ríkisvalds og vinnumarkaðar. Nóg er af dæmum um hið síðar- nefnda þótt aldrei hafi vitleysan risið hærra en í kjarasamningun- um 1986, þar sem benzín, bílar og grænfóður var notað til að falsa vísitölur. Leiða má að því sterk rök að þeir samningar séu allstór bölvaldur í þeim vanda sem við eigum við að glíma nú. 3. Hún yrði óháð skattheimtu- aðferðum. Það er raunar með ólíkindum að það skuli skipta máli fyrir peningakerfi þjóðar- innar hvort skattar eru lagðir á í formi tekjuskatts eða t.d. vöru- gjalds og bensíngjalds svo eitt- hvað sé nefnt. Fróðlegt væri að reikna út hver þau áhrif yrðu á Iv. að taka upp skattheimtukerfi EB- landanna, þar sem við þyrftum líklega að lækka óbeina skatta um 30 milljarða og hækka þá beinu samsvarandi. Ljóst er að sú aðlög- un verður að einhverju leyti að fara fram á næstu árum og áreið- anlega verður núverandi lv. óhag- stæð sparifjáreigendum við þær aðstæður. Það er álit mjög margra, að for- senda fyrir viðunandi ástandi í peninga- og efnahagsmálum okk- ar sé að jafnvægi komist á í ríkis- búskapnum. það gerist annað- hvort með niðurskurði eða skatta- hækkunum. Beinir skattar eru mun óvinsælli hér en óbeinir, en þeir eru hinsvegar erfiður biti að kyngja vegna vísitöluáhrifa þeirra. Niðurskurður hefur og reynst nánast ógerlegur þar sem sumir ráðherrar og meirihluti þingmanna hefur verið í hlutverk- um hundsins ,kattarins og svíns- ins“ í sögunni um litlu gulu hæn- una og hrópað í kór: „ekki ég, ekki ég“. 4. Vísitala gengis og viðskipta- kjara myndi gera það að verkum að litlu skipti fyrir útflutningsfyr- irtækin hvort þau skulduðu erlent eða innlent fé. Slík skipan myndi skapa þeim mjög bætt skilyrði til áætlanagerðar og dregur úr möguleikum stjórnvalda á sí- felldu krukki i rekstrargrundvöll þeirra. Þá yrði þessi vísitala full- komlega eðlileg, þegar opnað verður út á hinn alþjóðlega pen- ingamarkað, eins og nú er stefnt að, og kannski ein af forsendum fyrir því. Einnig mundi sú tog- streyta milli fyrirtækja, sem starfa á sama markaði en tekið hafa rekstrarlán á mismunandi við- miðunarkjörum, minnka eða hverfa. 5. Væri ECU-viðmiðun (ECU: gjaldmiðill EB-landanna, sem áætlað er að leysi mismunandi gjaldmiðla þjóðanna af hólmi) notuð yrði kaupmáttur íslenzks sparifjár í Evrópu tryggður til jafns við sparifé íbúa EB-ríkj- anna. í okkar sjúka efnahagskerfi er að mínu mati fullkomlega óeðlilegt að reynt sé að lækna með lyfi sem inniheldur sama sýkilinn. Nær væri að reyna að fá ósýkt blóð til að gefa hagkerfinu en það er því miður ekki að hafa hér á landi sem stendur, og er því til- raunarinnar virði að fá það að- sent. Sparifjáreigendur ættu að telja það sæmilega traustvekj- andi. Vextir réðust síðanaf eftirspurn eftir lánsfé, verðbólgu, sam- keppnisreglum og rekstrarfjár- þörf bankakerfisins, sem vonandi minnkar verulega á næstu árum. Með áframhaldandi viðvarandi tugprósenta verðbólgu yrðu nafn- vextir líklega mun hærri hér en í viðmiðunarlöndunum, jafnvel þótt gengisfelling þyrfti að koma til öðru hverju. 6. Með þessari lv. yrði búin til „dempandi" vísitala en ekki „fjaðurmagnandi" eins og sú sem nú er við lýði. í góðæri með fast gengi hækkar viðskiptakjaravísi- tala og þar með kaupmáttur launa. Sparifjáreigendur njóta þá góðs af því. A samdráttarskeiðum hefur oft reynst nauðsynlegt að lækka gengið og hækkar siíkt auðvitað gengisvísitöluna. Við- skiptakjörin eru þá á niðurleið, þannig að þau dempa sveifluna og lántakar finna því minna fyrir „misgenginu". 7. Hagstjórn á íslandi yrði ekki að verulegu leyti fólgin í skamm- tíma vísitölukrukki, eins og reyndin hefur verið hér allt of lengi. Finnar afnámu verðtrygg- ingu hjá sér fyrir mörgum árum, fyrst og fremst vegna þeirra ann- marka sem hún setti á stjórn efna- hags- og peningamála. Slíkt hefur sýnt sig hér. Að beita hér viður- kenndum hagstjórnarmeðulum með peningakerfið beintengt við verðlag og kauplag er álíka gáfu- legt og að skipstjóri verði skip sitt áföllum í stormi og stórsjó með vélina á fullu og sjálfstýringuna á. Að undangenginni umræðu og kynningu á svona vísitöluviðmið- un er ég sannfærður um að hægt væri að koma á sæmilegum friði um lánskjaravísitölu, meðan slíkt fyrirbæri er talið nauðsynlegt. Frá mínum bæjardyrum séð fellst í henni bæði trygging og jöfnuður jafnt inn á við sem út á við. (Höfundur er veðurfræðingur. Hann átti sæti í svonefndri Verð- tryggingarnefnd og skilaði séráliti um fyrirkomulag verðtryggingar og lagði til að gerðar yrðu breyt- ingar á lánskjaravísitölunni eða ný tekin upp.) KVIKMYNÐIR SKÁLDSAGA VERÐUR MYNDABÖK Myndabók: Margrét H. Johannsdóttir og Sigurður Sigurjónsson i Kristnihaldi undir Jökli, „Kvikmynd sem umbreytir skáldsögu i mynda- bók öðlast ekki eigið líf,“ segir Ingólfur Margeirsson m.a. í umsögn sinni um kvikmyndina. Stjörnubíó: Kristnihald undir Jökli /slensk 1988. Leikstjóri: Guðný HaUdórsdóttir. Handrit: Gerald WHson, byggt á samnefndri skáldsögu Halldórs Laxness. Kvikmyndatökustjóri: W.P. Has- selstein. Klipping: Kristín Páls- dóttir. Hljóð: Martin Coucke. Leikmynd: Karl Jálíusson. Tón- list: Gunnar Reynir Sveinsson. Aðalhlutverk: Sigurður Sigur- jónsson, Baldvin Halldórsson, Margrét H. Jóhannsdóttir, Helgi Skúlason, Þórhallur Sigurðsson, Rúrík Haraldsson, Kristbjörg Kjeld, Sólveig HaUdórsdóttir, Gestur E. Jónassson, Gísli Hall- dórsson og fl. Skáldsagan Kristnihald undir Jökli eftir Halldór Laxness fjallar öðru fremur um Islendinga, trú- arlíf þjóðarinnar, bábiljur og goðsagnir, um íslenska náttúru og furðuverk hennar, um eftirminni- lega einstaklinga, sérkenni í fari þjóðar og einkennileg örlög manna og þjóðsagnapersóna. Þessari miklu þjóðarsinfóníu stjórnar Halldór Laxness gegnum einfaldan en þó margræðan sögu- þráð; Umbi biskups er sendur i prestakall undir Snæfellsjökli til að rannsaka kristnihald á staðn- um, furðusögur um einkennilega hegðan prestsins og sögusagnir um furðuleg fyrirbæri. Skýrsla Umba er söguþráður skáldsög- unnar. í þessari skáldsögu fer Halldór Laxness á kostum, bland- ar saman þjóðsögu, paródíu á samtíð sjöunda áratugarins, skýrslugerð, séríslenskum mann- lýsingum, dulúð, ádeilu á lúterska trú og umlykur söguna náttúrulý- rík en þó raunsæi samtímans. Þetta er furðusaga en samt samtímaheimild; ein af orðabók- um Nóbelsskáldsins að sérein- kennum og margræðni íslendinga. Þessa miklu bók hefur dóttir skáldsins, Guðný Halldórsdóttir, freistast til að festa á filmu. Þótt erlendur handritameistari hafi verið fenginn til þess verks að snúa skáldsögunni á kvikmynda- mál, ber handritið engu að síður þess merki, að skáldsagan sjálf og virðingin fyrir bókinni situr í fyr- irrúmi. Kvikmyndin fylgir mjög náið þræði bókarinnar að slepptu upphafi og endi sem er fremur til lýta en hitt. Fyrir áhorfendur sem lesið hafa skáldsöguna verður kvikmyndin því meir myndskreyting á bók en sjálfstætt listaverk. Þaðan af síð- ur er reynt að finna myndlausnir eða skapa eigið myndmál, en myndavélin hlutlaus aðili í frá- sögn bókar. Persónur kvikmyndarinnar eru endursagðar með einstakri ná- kvæmni úr skáldverkinu, og eru Jón Prímus, dr. Godman Sýngm- an, Umbi og Úa þar ljóslifandi komin. Kannski að styrkur mynd- arinnar liggi einmitt í leikaravali og góðri vinnu þeirra. Veikleikinn felst í ósjálfstæði kvikmyndarinnar sem slíkrar; við hina beinu yfirfærslu frá bók til myndar glatast uppbyggingin. Skýringin felst í því að beinabygg- ing bókar er alls ekki sú sama og kvikmyndar. Með því að endur- segja skáldsöguna beint, verður uppbygging kvikmyndarinnar röng. Kvikmyndahandritið hefði þurft endurvinnslu; uppstokkun þar sem gengið er út frá einni grunnhugmynd, „konsepti" sem er burðarás myndarinnar. Þetta vantar. Kvikmynd sem umbreytir skáldsögu í myndabók, öðlast ekki eigið líf. Og það er einmitt lí- fleysi kvikmyndarinnar Kristni- hald undir Jökli sem gerir það að verkum, að myndin verður fremur langdregin og laus við dramatík, þótt tæknilega sé hún ágætlega leyst af hendi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.