Alþýðublaðið - 01.03.1989, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.03.1989, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 1. mars 1989 5 SJAVARSIÐAN HVERNIG BER AD HEGDA SER VID FALL I KALDAN SJÓ Þaö er erfitt aö gefa einhverja algilda reglu fyrir þvi hvernig mönnum ber að hegða sér við fall í kaldan sjó. Við ætlum í eft- irfarandi grein að reyna að varpa Ijósi á hvernig mönngm ber að hegða sér við slíkar aðstæður og hverjir lifsmöguleikar þeirra eru. Hvort heldur þeir falla óvænt í sjóinn eða þeir verða að yfirgefa sökkvandi skip sitt úti á rúmsjó. Skip sekkur Rannsóknir hafa leitt í ljós þá staðreynd að skip sökkva oftast á innan við 15 mínútum. Smærri bát- ar sökkva á enn skemmri tíma. Ef menn hafa hugleitt fyrirfram þá staðreynd að skip sökkva á meðan siglt er og hvernig eigi að bregðast við í slíkum tilfellum þá ræður það oft úrslitum um björgun. Nokkur atriði sem hafa ber i huga ef skip er yfirgefið 1. Þar sem að allur klæðnaður hverju nafni sem hann nefnist verndar menn gegn kulda þá er mjög áriðandi að menn klæðist eins miklu af hlýjum fötum og nokkur kostur er. Mjög áríðandi er að höf- uð háls, hendur og fætur hafi fata- skjól. 2. Þar sem það getur reynst mjög örðugt fyrir mann sem lendir í sjó að halda sér á floti, þá er það mjög áríðandi að menn klæðist björgun- arvesti og festi því rétt. Björgunar- vestið veitir einnig þó nokkra vernd gegn kulda. Menn sem klæðast björgunarvesti og lenda í sjó geta ekki drukknað því vestið heldur þeim á floti. Ef skipbrotsmenn lát- ast við þessar aðstæður þá er það vegna kulda. Besti kosturinn er að sjálfsögðu björgunargalli og ættu menn að klæðast honum ef nokkur kostur er. Væri ráð að sjómenn tækju til gaumgæfilegrar athugunar hvort ekki væri rétt að klæðast flotbún- ingum við vinnu sína að staðaldri hvort sem búningarnir eru skyldað- ir í viðkomandi bát eða ekki. 3. Margir hafa kynnst þeirri nöt- urlegu staðreynd að verða sjóveikir. Ef minnsti grunur leikur á að skip- brotsmenn gætu átt við þann krankleika að stríða þá ættu þeir að taka sjóveikistöflur strax og komið er um borð í björgunarfar. Það að kasta upp orsakar mikið magnleysi auk verulegs vökvamissis. Einnig auka uppköst verulega hættuna á ofkælingu. Getur þetta skipt sköp- um um hvort viðkomandi verður bjargað eða ekki. 4. Menn ættu að reyna hvað þeir geta til að sleppa við að lenda i sjón- um þegar þeir yfirgefa sökkvandi skip. Blautur fatnaður eykur veru- lega á hættuna á ofkælingu. Á slíkri neyðarstundu er oft hægt að notast við ólíklegustu hluti til þess að komast um borð í björgunarfar, jafnvel brunaslöngurgeta komiðað góðum notum. 5. Komist menn ekki hjá því að stökkva i sjóinn þá ættu þeir að reyna eftir fremsta megni að láta kælingaráfallið sem þeir fá við það að Ienda í köldum sjónum verða eins vægt og unnt er. Snögg kæling á líkamann getur valdið verulegum öndunarhraða sem eykur hættuna á því að menn fái sjó í lungun sem getur valdið skjótum dauða. í köld- um sjó fá menn oft mikinn skjálfta og mikið tak undir bringspölunum. Þetta eru ósjálfráð viðbrögð sem geta orðið mjög sár, en það deyr enginn úr sársauka. 6. Ef menn Ienda í sjónum þá ættu þeir að byrja á því að hneppa að sér fötunum ef ekki hefur unnist tími til þess áður. Einnig ættu menn að setja á sig vettlinga sé þeim til að dreifa. Það er mjög áríðandi að menn átti sig fljótt á öllum aðstæð- um og líti strax eftir björgunarbát, björgunarfleka eða félögum sem einnig eru í sjónum. Áríðandi er að menn kveiki strax á merkjaljósinu á björgunarvestinu og finni til flaut- una. 7. Alls ekki er mælt með því að menn syndi í sjónum nema þá til þess að ná til björgunarbáts, félaga, eða fljótandi hlutar sem möguiegur væri til þess að fljóta á. Öll óþarfa hreyfing í sjónum gerir það að verk- um að sá sjór sem næstur er húð- inni og líkaminn hefur hitað upp, endurnýjast með köldum, við mikla hreyfingu. Veldur þetta aukinni kælingu á líkamanum. Því er það mjög áríðandi að hreyfa sig sem minnst og reyna að halda hinum hlýja sjó næst líkamanum eins lengi og nokkur kostur er. Þessu getur fylgt mikill sársauki en staðreyndin er sú að sársauki drepur engan eins og áður sagði. 8. Skipbrotsmenn ættu liggja samanhnipraðir i sjónum. Halda fótunum þétt saman, handleggjun- um að síðunum og höndum kross- lögðum framan á björgunarvest- inu. Við þetta verður snertiflötur líkamans við sjóinn eins lítill og mögulegt er og dregur því úr kulda- áhrifum sjávar. Menn ættu að reyna að halda höfði og hálsi eins hátt upp úr sjónum og nokkur kost- ur er. 9. Áríðandi er að menn reyni að komast sem fyrst um borð í björg- unarbát, björgunarfleka eða á ann- að það sem gæti haldið þeim á floti. Sjórinn kælir líkamann 20 sinnum hraðar en loft því er það nauðsyn- legt að menn komist eins fljótt og hægt er upp úr sjónum. Öll hitaein- angrun í fatnaði rýrnar mjög mikið við það að blotna því er mjög æski- legt að menn reyni að leita skjóls fyrir vindi til þess að forðast vind- kælingu. 10. Möguleikarnir á því að menn lifi af sjávarháska vaxa verulega ef menn eru bjartsýnir á björgun. Bjartsýnin eykur þolið verulega og getur hún skipt sköpum. Menn komast langt á viljanum og lífs- lönguninni. Slysavarnarfélag Islands hefur unnið ómetanleg starf i Slysavarnaskóla sjómanna undirgóðri stjórn Þorvaldar Axelssonar. Myndin er fengin að láni úr auglýsingaátaki Slysavarnarfélagsins sem nú stendur yfir. Lokaorð: Sjómenn hafa oft bjargast giftu- samlega við erfiðar aðstæður. Björgun þeirra má oft rekja til réttra viðbragða af þeirra hálfu. Kaldir og hraktir hafa sjómenn oft komið til síns heima og fengið blóm og góðar kveðjur. Það er yndislegra að fá blóm send í lifanda lífi og geta þakkað fyrir þau, en að fá þau á kistuna og geta ekki einu sinni sagt takk. SIGURÐUR PÉTUR HAROARSON AFLAKONGUR VIKUNNAR Sigurður Bjarnason skipstjóri á Friðrik Sigurðssyni ÁR-17 Útgerðin á stóran þátt í velgengninni Aflakóngur vikunnar 19. til 25 febrúar 1989 var Sigurður Bjarnason skipstjóri á Friðrik Sigurðssyni ÁR-17. Hann Iandaði 147.310 kg af fiski eftir 4 veiðiferðir. Fiskurinn veiddist í net og var aflanum öll- um landað í Þorlákshöfn og fór hann í vinnslu hjá útgerð skipsins Hafnarnesi h/f. Sigurður þekkir aflakóngs sæt- ið þó nokkuð. Hann hefur verið i einu af efstu sætunum síðastliðn- ar vertíðir og var aflakóngurinn yfir landið vikuna 29. janúar til 4. febrúar. Útgerðin á sinn þátt__________ i velgengninni________________ Við tókum Sigurð tali og spurð- um hann fyrst hvernig á þessi vel- gengni stæði, hann væri jú alltaf í topp sætunum. Hann sagði að það væri ekkert eitt sem ylli þess- ari velgengni. Það væru margir samhæfðir póstar sem mynduðu æina heild. Fyrst vildi Sigurður nefna gott skip. Friðrik Sigurðs- son ÁR-17 er injög gott skip að mati hans. Einnig sagði Sigurður að mjög samhent áhöfn ætti sinn þátt í þessu. Kunnugur skipstjóri þarf að vera með skip sem eiga að afla svona vel og taldi Sigurður að hann væri farinn að þekkja þessi mið verulega vel. Hann hefði róið á þessi mið í mörg ár og væri kom- inn með þó nokkuð góða yfirsýn yfir veiðisvæðið. Síðast en ekki síst vildi Sigurður að það kæmi fram að útgerð skipsins Hafnar- nes h/f ætti mjög stóran þátt í þessu. Ekki nein barátta um________ aflakóngstignina____________ Ekki vildi Sigurður kannast við það að það væru nein slagsmál um efsta sætið á vertíðinni. Að- spurður sagði hann að velgengni þeirra á Friðrik Sigurðssyni ÁR-17 og áhafnarinnar á Jóhanni Gísla- syni ÁR-42 mætti rekja til þess að þeir væru á mjög svipuðum slóð- um með net sín. Nú eru þeir í landgrunnskantinum suður af Eyjafjöllum. Eru netin á dýpi allt frá 90 og upp á 200 faðma. Sigurður Bjarnason Aflasamsetningin hefur breyst til batnaðar_________ Aflasamsetningin hefur breyst verulega síðastliðna viku. Nú er um það bil 1/3 hiuti aflans ufsi og 2/3 hlutar af fallegum þorski. Breyttist aflinn í þetta horf seinni part síðastliðinnar viku og að- spurður sagði Sigurður að þorsk- urinn færi enn vaxandi. Ekki sagðist Sigurður fá mikið af öðr- unr fiski Litilsháttar hefur hann fengið af karfa og eitt og eitt lúðu- lok hefur komið svona rétt í soðið eins og hann orðaði það. Flytur netin upp á__________ grunnið eftir páska_________ Sigurður sagðist flytja netin upp á grunnið eftir páskastoppið. Þá verður allt orðið fullt af fiski þar og þá er meiningin að reyna að fanga þann gula í netatrossurnar. Ekki var nokkur leið að fá Sigurð til þess að segja okkur frá því hvar sá guli yrði nákvæmlega eftir stoppið- Hann sagði að lokum að það kæmi í ljós. AFLAKONGAR FJÓRDUNGANNA Slöastliðna vlku glæddist afli nokkuð frá þvi sem áður var. Afli á svæðinu frá Hornafirði og vestur um allt til Vestfjarða var mjög góður. Á öðrum svæöum var afli mjög tregur þegar gat á sjö. Sérstaklega var afli hjá mörgum Austfjarðabátum veru- lega tregur. Það telst ekki góður afli þegar bát ir róa á net og fá ekki nema 524 kg I 6 sjóferóum. Aflakóngar i einstökum landshlutum vikuna 12. til 18. febrúar voru eftir- taldir: Suðvesturland Friörik Sigurösson ÁR-17 Útgerðarstaður: Þorlákshöfn Afli: 147.310 kg Veiðarfæri: Net Skipstjóri: Sigurður Bjarnason Vesturland Rifsnes SH-44 Útgerðarstaður: Rif Afli: 66.600 kg Veiöarfæri: Lina Skipstjóri: Baldur Kristinsson Vestfirðir Patrekur BA-60 Útgeröarstaöur: Patreksfjöröur Afli: 42.700 kg Veiöarfæri: Lína Skipstjóri: Þorsteinn Jónsson Norðurland Siguríari ÓF-30 Útgerðarstaður: Ólafsfjörður Afli: 35.378 kg Veiðarfæri: Lina Skipstjóri: Númi Jóhannsson Austurland Freyr SF-20 Útgerðarstaður: Hornafjörður Afli: 131.800 kg Veiðarfæri: Net Skipstjóri: Grétar Vilbergsson Vestmannaeyjar Kristbjörg VE-70 Útgerðarstaöur: Vestmannaeyjar Afli: 101.460 kg Veiðarfæri: Net Skipstjóri: Ingvi G. Skarphéðinsson Alþýðublaðið er i sambandi við 50 aðila út um land sem gefa upp afla- tölur á hverjum stað einu sinni i viku. Þetta eru viktarmenn, fiskverkendur og einstaklingar vitt og breitt um landið. Út frá þessum upplýsingum eru aflakóngar fjórðunganna fundnir og einnig aflakóngar vikunnar. Án aðstoðar þessa fólks væri útnefning aflakónga vikunnar ekki möguleg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.