Alþýðublaðið - 11.11.1989, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 11.11.1989, Qupperneq 3
Laugardagur 11. nóv. 1989 3 Kroníka vikunnar EB 1992 og Norðurlöndin Hinn sameiginlegi innri markaður Evrópubandalagsins Um fátt er nú meira rætt og ritað jafnt hér á landi sem annars staðar í Evrópu en mynd- un hins sameiginlega innri markaðar Evr- ópubandalagsins fyrir árslok 1992. í mjög stuttu máli og afar grófum dráttum má lýsa þessari þróun sem breytingu á Evrópu- bandalaginu úr tollabandalagi í sameiginlegt markaðssvæði. í tollabandalagi hafa aðildar- ríkin fellt niður tolla í vöruviðskiptum sín í milli og tekið upp sameiginlegan toll gagn- vart öðrum ríkjum. Á sameiginlegu mark- aðssvæði í þeim skilningi sem ég nota það hugtak hér hefur hins vegar hvers konar við- skiptahindrunum verið rutt úr vegi, ekki að- eins í viðskiptum með vörur heldur einnig í viðskiptum með þjónustu af ýmsu tagi, fjár- magn og vinnuafl. Þannig er myndun innri markaðarins iðulega lýst þannig að með henni sé stefnt að því að koma á ferns konar frelsi: Frelsi í viðskiptum með vörur, frelsi í viðskiptum með þjónustu, frelsi í viðskiptum með fjármagn og frelsi í viðskiptum með vinnuafl. Ég tek nokkur dæmi til þess að skýra þessi frelsishugtök. Frelsi í vöruviðskiptum er auð- skilið en frelsi í þjónustuviðskiptum þýðir til dæmis að þegn eins ríkis hafi rétt á að not- færa sér þjónustu banka eða tryggingarfé- lags í öðru ríki, frelsi í fjármagnsviðskiptum þýðir til dæmis að engar — eða að minnsta kosti litlar — skorður séu reistar við fjárfest- ingu erlendis hvort sem er í verðbréfum, fyr- irtækjum eða fasteignum eða við eignarað- ild útlendinga í innlendum fyrirtækjum og frelsi í viðskiptum með vinnuafl þýðir ein- faldlega að þegn eins ríkis hafi rétt til að leita sér vinnu hvar sem er í öðrum ríkjum með öðrum orðum að komið sé á fót sameiginleg- um vinnumarkaði. Raunar felur myndun sameiginlegs mark- aðssvæðis ekki aðeins í sér almenna fríversl- un á öllum sviðum heldur leiðir einnig óhjá- kvæmilega af henni samræming milli ríkja á fjölmörgum sviðum. Þetta á til dæmis við um stefnuna í skattamálum og raunar í efna- hagsmálum yfirleitt. Evrópubandalagsríkin hafa — með nokkrum mikilvægum undan- tekningum — á undanförnum árum haft með sér samstarf í gengismálum í hinu svo- nefnda EMS-kerfi en nú er stefnt að því að koma á laggirnar myntbandalagi aðildarríkj- anna og jafnvel sameiginlegum seðlabanka fyrir Evrópubandalagið. Það er ekki útkljáð hver verði endanleg niðurstaða í þessum málum en séð í þessu ljósi ber myndun hins sameiginlega innri markaðar Evrópubanda- lagsins óneitanlega keim af því að vera skref í átt að stofnun Bandaríkja Evrópu. Hvað sem því líður er ljóst að efnahagsleg- ur ávinningur Evrópubandalagsríkjanna af myndun innri markaðarins getur orðið um- talsverður. Þannig hefur verið áætlað að landsframleiðsla Evrópubandalagsríkjanna í heild verði rúmlega 4% meiri, verðlag 6% lægra og störf 2 milljónum fleiri en ella hefði verið þegar allar breytingarnar verði komn- ar ií kring. Þessi ávinningur er talinn munu skila sér fyrst og fremst eftir óbeinum leið- um, meðal annars í aukinni hagkvæmni í vöruframleiðslu í stórum stíl og í sparnaði í rekstri banka, tryggingarfélaga og annarra þjónustufyrirtækja vegna aukinnar sam- keppni. Nauðsyn aðlögunar fyrir Norðurlöndin Hér má einnig sjá meginás tæðuna fyrir þvi að ýmis ríki sem standa utan Evrópubanda- lagsins — þar á meðal EFTA-ríkin en þau eru Norðurlöndin önnur en Danmörk og að auki Austurríki og Sviss — telja sér nauðsynlegt að aðlagast sameiginlegum markaði banda- lagsins. Evrópubandalagið er mikilvægur markaður fyrir fyrirtæki í þessum ríkjum og hætta er talin á því að þau fari halloka í sam- keppni við fyrirtæki í ríkjum Evrópubanda- lagsins verði þeim ekki búin sambærileg starfsskilyrði og síðarnefndu fyrirtækin munu koma til með að njóta á hinu sameigin- lega markaðssvæði. Til marks um það hversu mikilvægur markaður Evrópubandalagið er fyrir fyrir- tæki á Norðurlöndunum má nefna að árið 1987 fóru 39% af vöruútflutningi Finna til rikja Evrópubandalagsins, 47% af útflutningi Norðmanna og 49% af útflutningi Svía. Fyrir „Við blasir að í Vestur-Evr- ópu verði komið á sameig- inlegum fjármagnsmarkaði á allra nœstu árum. Norð- urlöndin eru þar virkir þátttakendur. Við íslending- ar höfum allt að vinna og engu að tapa á því að vera með í þeirri þróun.“ íslendinga var þetta hlutfall enn hærra árið 1987 eða 53%. Aðlögun ríkja utan Evrópubandalagsins að sameiginlegum markaði þess snýst ekki nema að litlu leyti um það að tryggja fyrir- tækjum aðgang að hinum sameiginlega markaði heldur fyrst og fremst um það að tryggja fyrirtækjunum viðunandi stöðu í samkeppni við fyrirtæki í Evrópubandalags- ríkjunum. Aðgangur að fjármagni og fjár- málaþjónustu á góðum kjörum er auðvitað einn mikilvægasti þátturinn í samkeppnis- hæfni fyrirtækja. Aðlögun Norðurlandanna að breyttum viðskiptaháttum með fjármagn og fjármála- þjónustu í Evrópu snýst um þetta. Hún felur ekki nema að takmörkuðu leyti í sér flókna samninga við Evrópubandalagið um gagn- kvæmar tilslakanir i þessum málum heldur fyrst og fremst einhliða breytingar hvers rík- is á lögum og reglum um gjaldeyrismál í frjálsræðisátt. Aukið frjálsræði í fjármagns- viðskiptum á Norðurlöndum Stjórnvöld og hagsmunaaðilar á Norður- löndunum hafa fyrir löngu gert sér ljósa grein fyrir nauðsyn þess að búa sig rækilega undir hinn sameiginiega innri markað Evr- ópubandalagsins. Þessa sér til dæmis glögg- an stað í Efnahagsáætlun Norðurlanda 1989—1992 sem ráðherranefnd Norður- landa og Norðurlandaráð samþykktu fyrr á þessu ári. Þar er því lýst yfir að höfuðvið- fangsefni norrænnar samvinnu í peninga- málum skuli vera að opna fyrir viðskipti milli fjármagnsmarkaða þeirra Norðurlanda sem standi utan Evrópubandalagsins og alþjóð- legra fjármagnsmarkaða, einkum þó fjár- magnsmarkaðar Evrópubandalagsins. Það er einnig rakið í áætluninni að aukið frjáls- ræði í gjaldeyrisviðskiptum milli Norður- landanna og Evrópubandalagsins muni af sjálfu sér leiða til myndunar sameiginlegs peningamarkaðar á Norðurlöndunum. í Efnahagsáætluninni er gert ráð fyrir því að Norðurlöndin stigi ákveðin skref til þess að rýmka reglur um fjármagnshreyfingar gagnvart öðrum löndum fyrir árslok 1992. Af því sem á eftir hefur komið er ljóst að þessi skref og tímaáætlunin voru varfærnis- leg. í Efnahagsáætluninni er einnig fátt sem lýtur að auknu frjálsræði varðandi viðskipti með fjármálaþjónustu milli landa. Um það atriði segir almennum orðum í Efnahags- áætluninni að stefna skuli að því að opna norræna fjármagnsmarkaði fyrir erlendri samkeppni meðal annars með því að heimila starfsemi erlendra fjármálafyrirtækja og með því að leyfa einstaklingum og fyrirtækj- um að sækja fjármálaþjónustu til annarra landa. Lögð er áhersla á það í þessu sam- bandi að samræma þurfi fjármagnsmarkaðs- löggjöf Norðurlandanna lögum Evrópu- bandalagsins. Sem aðilar að bandalaginu hafa Danir auð- vitað verið virkir þátttakendur í þróun innri markaðarins og síðla árs 1988 afléttu þeir síðustu leifunum af höftum í gjaldeyrisvið- skiptum sem þá voru enn við lýði. Töldu þeir sig þá hafa náð því marki sem framkvæmda- stjórn Evrópubandalagsins hafði ákveðið að aðildarríkin — að Grikklandi, Portúgal og Spáni undanskildum — skyldu hafa náð varðandi frjálsar fjármagnshreyfingar og frjálsræði í viðskiptum með fjármálaþjón- ustu innan bandalagsins fyrir mitt ár 1990. Svíar hafa gengið rösklega til verks á þessu ári í afnámi gjaldeyrishafta. 1 janúarmánuði síðastliðnum var meðal annars aflétt höml- um á kaupum sænskra aðila á erlendum hlutabréfum og erlendra aðila á hlutabréfum í sænskum fyrirtækjum. Frá 1. júií síðastliðn- um hefur Svíum einnig meðal annars verið heimilt að kaupa erlend skammtímaverð- bréf og fasteignir erlendis, taka erlend lán og veita erlendum aðilum lán óháð tilefni og lánstíma, eiga framvirk viðskipti með gjald- eyri og yfirfæra eignir við flutning úr landi. Svíar hafa þvi nú þegar að ýmsu leyti gengið lengra en gert var ráð fyrir í Efnahagsáætlun Norðurlanda 1989—1992 og má segja að þeir eigi nú tiltölulega stutt í land með að koma á frjálsum gjaldeyrisviðskiptum. Finnar og Norðmenn — einkum þeir síðar- nefndu — hafa farið hægar í sakirnar í þessu efni en Svíar. Þó er Ijóst hvert báðar þessar þjóðir stefna á þessu sviði og Finnar hafa ný- verið rýmkað verulega heimildir til kaupa á erlendum verðbréfum og fasteignum erlend- is og hafa boðað frekari breytingar í frjáls- ræðisátt á næsta ári. Norðmenn hafa á síð- ustu árum átt við nokkurt mótlæti að stríða í efnahagsmálum sem meðal annars hefur komið fram í lélegri afkomu norskra banka og hefur það orðið til þess að rýmkun heim- ilda til gjaldeyrisviðskipta hefur gengið til- tölulega hægt. Á síðastliðnu sumri rýmkuðu þeir þó heimildir erlendra aðila til verðbréfa- kaupa í Noregi og er þar um að ræða þátt í fyrirhugaðri opnun norska fjármagnsmark- aðarins. Viðskipti með fjármagn og fjármála- þjónustu milli íslands og annarra landa Það er rétt að það komi fram að fjármála- ráðherra lýsti almennum fyrirvara af íslands hálfu við þann hluta Efnahagsáætlunar Norðurlanda 1989—1992 sem lýtur að auknu frjálsræði í viðskiptum með fjármagn og fjár- málaþjónustu milli landa og vísaði þar til sér- stöðu islensks efnahagslífs. Forsætisráðherra hefur síðan ítrekað þessa sérstöðu við ýmis tækifæri. Ríkisstjórnin samþykkti engu að síður fyrr á þessu ári að reglur um fjármagns- hreyfingar og viðskipti með fjármálaþjón- ustu milli Islands og annarra landa yrðu mót- aðar á grundvelli Efnahagsáætlunarinnar og hefur verið unnið eftir þessari samþykkt í viðskiptaráðuneytinu og Seðlabankanum > undanfarna mánuði. Nú er rétt að velta örlítið fyrir sér tveimur spurningum. Fyrst: Er íslensku atvinnulífi nauðsyn á því að innlendur fjármagnsmark- aður fylgi þeirri þróun sem nú á sér stað t Evrópu? í mínum huga er svarið skýrt og skorinort já. Ég gat að ofan um mikilvægi Evrópubandalagsins sem markaðar fyrir ís- lenskar útflutningsvörur. Ef útflutningi ís- lendinga til annarra EFTA-ríkja er bætt við útflutninginn til Evrópubandalagsins kemur reyndar í ljós að um það bil tveir þriðju hlutar heildarvöruútflutnings þjóðarinnar fara til Evrópu. Álíka stór hiuti heildarvöruinnflutn- ingsins kemur frá Evrópu. Þetta sýnir að fyr- irtæki í útflutnings- og samkeppnisgreinum hér á landi eiga i harðastri samkeppni við evrópsk fyrirtæki og þurfa að búa við sam- bærileg starfsskilyrði og þau til þess að standast þessa samkeppni. Áðgangur að fjár- magni og fjármálaþjónustu á heimsmarkaðs- kjörum skiptir þar ekki minnstu máli. Síðari spurningin er: í hverju er sérstaða ís- lensks efnahagslífs í þessu sambandi fólgin? Hér er iðulega vísað til einhæfni atvinnulífs- ins og þeirra sveiflna í þjóðarbúskapnum sem reka megi til þessarar einhæfni. í beinu framhaldi af þessu er lögð áhersla á nauðsyn þess að hér sé hægt að stunda sjálfstæða stjórn efnahagsmála til þess að glíma við hagsveiflurnar. Þess vegna verði að fara ákaflega varlega í það að tengja íslenskan fjármagnsmarkað erlendum þar sem það takmarki svigrúm til sjálfstæðrar hagstjórn- ar. Þetta er auðvitað rétt svo langt sem það nær. Hinu má hins vegar halda fram og færa að því veigamikil rök að svigrúm íslenskra stjórnvalda til þess að reka sjálfstæða efna- hagsstefnu hafi verið óhóflega mikið — að hér hafi í raun skort aðhald að stefnu stjórn- valda í efnahagsmálum. Hér er mikilvægt að hafa í huga að sjálfstæð efnahagsstjórn á lítið sem ekkert skylt við efnahagslegt sjálfstæði. Hver ríkisstjórnin á fætur annarri hefur get- að fylgt óábyrgri efnahagsstefnu — sérstak- lega í peninga- og vaxtamálum og í gengis- málum — sem hefur síst orðið til þess að jafna sveiflur í þjóðarbúskapnum. Aukið frjálsræði varðandi fjármagnshreyf- ingar og í viðskiptum með fjármálaþjónustu við fyrirtæki í öðrum löndum sem hefði í senn í för með sér rýmri heimildir fyrir ís- lendinga til að ávaxta sparnað sinn í útlönd- um og til að notfæra sér þjónustu erlendra fjármálafyrirtækja og fyrir útlendinga til að taka aukinn þátt í íslensku atvinnulífi út- heimti önnur og vandaðri vinnubrögð við mótun og framkvæmd efnahagsstefnu en hér hafa verið tíðkuð. Aukið frjálsræði í þess- um efnum er einnig rökrétt framhald á þeim umbótum á innlendum fjármagnsmarkaði sem hér hefur verið unnið að í áföngum á þessum áratug. Við blasir að í Vestur-Evrópu verði komið á sameiginlegum fjármagnsmarkaði á allra næstu árum. Norðurlöndin eru þar virkir þátttakendur. Við íslendingar höfum allt að vinna og engu að tapa á því að vera með í þeirri þróun. Birgir Árnason aðstoðar- maður viðskiptaráðherra og formaður Sambands ungra jafnaðarmanna er höfundur Króníku Alþýðu- blaðsins þessa vikuna.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.