Alþýðublaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 5
Laugardagur 11. nóv. 1989 5 ÍÞRÓTTAVIÐBURÐIR FYRRITÍMA Fyrsta maraþonhlaup Ólympíuleikanna: Sigur gríska kotbóndans Þegar undirritaður sat aðalfund Evrópusambands Ólympíu- nefnda í síðasta mánuði í Aþenu ásamt Sveini Björnssyni. Fór ekki hjá því að rætt væri um leikana 1996, en þá er 100 ára afmæli nú- tíma Ólympíuleika, sem fyrst fóru fram í Aþenu. Grikkir hafa sótt um að fá að sjá um framkvæmd leikanna 1996 ásamt fleiri aðilum. Gríska undirbúningsnefndin bauð fulltrúunum til kynningarfund- ar vegna umsóknarinnar og skýrði frá mannvirkjagerð og fleiri atriðum, sem fyrirhuguð eru, hvort sem Aþena fær leikana 1996 eða ekki. Eitt af því, sem talsmaður nefndarinnar skýrði frá, var að ákveðið hefði verið að hin hefðbundna maraþonleið yrði hlaupin. En hver er hún? Eins og margir vita var það hið nafnfræga hlaup gríska hermannsins Feidippides, sem varpaöi af sér þungum her- klæðum eftir orrustuna á Maraþonvöllum og færði Aþenubúum fréttirnar af sigrinum yfir Persum, en hné síðan örendur niður af mæði. Viö skulum nú rifja upp fyrsta maraþonhlaup Ólympíuleik- anna. Þegar Grikkinn Spiridon Louis birtist á leikvanginum i lok maraþonhlaupsi ns fór allt á annan endann. Grísku prins- arnir, Konstantín og Georg hlupu niöur úr konungsstúkunni til móts við Louis og fylgdu honum eftir að merkinu. Það var franskur háskólakenn- ari, Michel Bréal, sem skrifaði upphafsmanni Ólympíuleikanna, Pierre de Coubertin bréf 1895, þai sem hann vakti athygli hans á um- ræddu hlaupi. Það var tillaga hans, að tekin væri upp keppni í nýju hlaupi, sem bæri nafnið maraþonhlaup, til minningar um hreystiverk Feidippidesar. Coub- ertin var fljótur að koma auga á táknrænt gildi þessarar uppá- stungu og fékk því til vegar komið, að hlaupið var sett á dagskrá Ólympíuleikanna. Sendiboðar á gæðingum Fyrstu Ólympíuleikarnir þóttu takast með miklum ágætum, fjöl- menni á Averoff-leikvanginum hvern dag og sigurvegurunum fagnað innilega. En þó bar einn skugga á gíeðina; engum grískum íþróttamanni hafði enn tekist að bera sigur úr býtum. Maraþon- hlaupið var síðasta von þeirra, enda þótt við öfluga keppinauta væri að etja. í þessu hlaupi varð Grikki að sigra. Þar lá við þjóðar- sómi. Hlaupið fór fram 10. apríl, og leiðin var sú sama, sem Feidippid- es hafði hlaupið 2386 árum áður — þjóðvegurinn frá Maraþon til Aþenu. Stemmningin var stór- kostleg og meðfram leiðinni úði og grúði af eftirvæntingarfullu fólki. Ýmsir buðu hlaupurunum matarbita eða drykk, til að svala þorsta hlauparanna, sem ekki var vanþörf á í brennandi sólarhitan- um. Sendiboðar úr gríska hernum þeystu á eldfljótum gæðingum með jöfnu millibili með fréttir af hlaupinu til þúsundanna, sem biðu óþreyjufullir á leikvanginum í Aþenu. Grikkir taka forystuna Þátttakendur voru 25 talsins og þeirra á meðal Ástralíumaðurinn E.H. Flack, Bandaríkjamaðurinn Arthur Blake og Frakkinn A. Lermusiaux, en;hlutu verðlaunin í 1500 metra hiaupinu. Frakkinn tók strax forystuna og var í fararbroddi lengst af. Þegar Lermusiaux kom í þorpið Pikermi var honum vel fagnað af grískum bændum og jafnvel krýndur lár- viðarsveig, þeir töldu víst að þar færi sigurvegarinn. En það var öðru nær, því að skömmu síðar geystust Blake og Flack fram úr Frakkanum. Þeir háðu harða bar- áttu um forystuna og þar varð Flack hlutskarpari og skömmu síðar gafst Blake upp. Grísku áhorfendurnir á Ólymp- íuleikvanginum voru nú orðnir úr- kula vonar um, að landar sínir í hópi keppenda ætluðu yfirleitt nokkuð að láta til sín taka. Flestir reiknuðu með að sjá eriendan sig- urvegara skeiða inn á völlinn á hverri stundu. En þá kom sendi- boði með frétt, sem hleypti öllu í uppnám. Er fáeinir kílómetrar voru til Aþenu, hafði ungur grísk- ur geitahirðir, Spiridon Louis náð Flack og tekið forystuna, og eigi alllangt á eftir honum komu tveir landar hans, Vassilakos og Velok- as. Prinsarnir hlupu með kotbóndanum Mannfjöldinn beið í miklu of- væni í nokkrar mínútur og það ríkti dauðaþögn á leikvanginum. En þegar Spiridon Louis birtist, fór allt á annan endann og fagnaðar- lætin voru ólýsanleg. Grísku prins- arnir, Konstantín og Georg, hlupu niður úr konungsstúkunni til móts við Louis og fylgdu honum eftir að markinu. Áhorfendur risu allir úr sætum sínum og sumir ruddust jafnvel út á völlinn, til að komast sem næst sigurvegaranum. Troðningurinn i kringum sigurvegarann var svo mikill, að ekki var við neitt ráðið, fyrr en prinsarnir báru hann á gullstóli út úr mannþrönginni. Tími Loúis var 2:58:50. Spiridon Louis, fátæki kotbónd- inn frá Amarussi, varð ekki aðeins hetja í augum grísku þjóðarinnar, — hann varð heimsfrægur maður og skráði nafn sitt gylltu letri í sögu Ólympíuleikanna. Griski geitahirðirinn Spiridon Lou- is, kotbondinn frá Amarussi, sem varö hetia grísku þjóðarinnar og skráði nafn sitt gylltu letri í sögu Ólympiuleikanna eftir sigurinn i fyrsta maraþonhlaupi leikanna. Örn Eidsson skrifar EINDAGINN ER 15. HVERS MÁNAÐAR Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaidi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15, hvers mán- aðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftirá. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum", blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- um krónum. Gerlð skil tímanlega RSK RfKISSKATTSTJÓRI

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.