Alþýðublaðið - 11.11.1989, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 11.11.1989, Qupperneq 6
6 Laugardagur 11. nóv. 1989 SKIPULAG — STARF í upphafi var EFTA stofnað sem „pólitísk viðbrögð" við Efnahagsbandalagi Evrópu (EBE — Efnahagsbandalag Evr- ópu er eitt af þeim þremur bandalögum sem síðan mynd- uðu Evrópubandalagið — EB), af löndum sem af einhverj- um ástæðum, t.d. vegna utanríkisstefnu sinnar, vildu ekki inn í EB, eða fengu ekki inngöngu. Upphaflega voru aðildar- lönd EFTA sjö; Austurríki, Bretland, Danmörk, Noregur, Portúgal, Sviss og Svíþjóð. Fipnar áttu aukaaðild að sam- tökunum frá 1961 og Lichtenstein hefur sömuleiðis átt þar aukaaðild um langan tíma. Þrjú landanna hafa gengið úr EFTA og fengið aðild að EB: Bretland, Danmörk og Portúgal. Hin löndin hafa öll á einhverjum tíma sótt um aðild að EB, ellegar þá aukaaðild en t.d. í Noregi var aðild hafnað í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Austurríkismenn sóttu síðast um aðild að EB á þessu ári en verður væntanlega ekki hleypt inn fyrr en 1995 ef þeim verður á annað borð hleypt inn. EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Af hverju EFTA?______________ Þegar slitnaði upp úr viðræðum Evrópuríkja árið 1958 um eitt evr- ópskt efnahagssvæði, en í staðinn stofnuðu ríki Kola- og stálbanda- lagsins Efnahagsbandalag Evrópu með Rómarsáttmálanum, óttuð- ust ríkin utan EBE að stofnun þess yrði til að loka þau úti frá þeim markaði sem EBE löndin þá voru. Þau vildu hinsvegar ekki af ýms- um ástæðum ganga til liðs við EB, Bretar vildu t.d. ekki sleppa sér- stakri samvinnu sem þeir áttu við Bandaríkjamenn og heldur ekki þeim ávinningi sem þeir höfðu af nýlendum sínum. Mörg hlutlaus ríki gátu ekki hugsað sér að vera aðilar að EB vegna þess að þar voru flest ríkin innan Atlantshafs- bandalagsins. EFTA-ríkin vildu halda möguleikum sínum til frjálsra viðskipta víðs vegar um heim opnum þrátt fyrir einhvers- konar samvinnu eða samtök inn- an Evrópu. EFTA-ríkin vildu samt halda samstarfi við EBE áfram og litu á stofnun EFTA sem góða leið til þess og síðast en ekki síst vildu EFTA ríkin vinna að hindrunar- lausum viðskiptum um allan heim. Munurinn á EFTA og EBE ' '2.. ...———— — ........... A Stokkhólmsráðstefnunni árið 1960, þar sem EFTA var formlega stofnað var ákveðið að koma á fót fríverslunarsamtökunum í sam- ræmi við XXIV. kafla GATT-sam- komulagsins (GATT = Almenna samkomulagið um tolla og við- skipti). Þetta var önnur af þeim leiðum sem færar voru til efna- hagslegrar samvinnu undir GATT, hin var myndun tollabandalags sem hefði sérstaka ytri tolla en ekki tolla meðal bandalagsríkj- anna. Á þann veg hefur EB alltaf starfað. Mismunur þessara tveggja leiða er því sá að í fríverslunar- samtökum heldur hvert land sjálf- stæði sínu til að ákveða tolla á inn- flutningi annarra ríkja en aðildar- ríkjanna, á meðan í tollabandalagi gildir sami ytri tollur hjá öllum að- ildarríkjunum sem ákveðinn er af sameiginlegri yfirstjórn eða með sameiginlegri ákvörðun þeirra. EFTA hefur ekkert yfir- þjóðlegt vald en það hefur EB aft- ur á móti. EFTA hefur ekki á sín- um snærum neinar stórar stofnan- ir líkt og EB hefur reiðinnar býsn af, í EFTA eru mestanpart starf- andi litlar nefndir. Stofnanamálin verða einmitt eitt af helstu atrið- unum sem EFTA og EB þurfa að semja um á næsta ári. Ávinningurinn af EFTA EFTA hefur náð því markmiði sínu að ná fram fríverslun með iðnaðarvörur, en flest ríki þess voru og eru iðnframleiðsluríki. Samtökin sjálf hafa orðið árang- ursríkur vettvangur tii að ná sam- komulagi við þau ríki sem mynd- uðu Efnahagsbandalagið sem síð- ar varð Evrópubandalagið. í raun má segja að meginmarkmið EFTA hafi frá upphafi verið að komast nær EB, að fá aðgang að mörkuð- um EB. — EFTA afnam alla tolla af iðn- aðarvörum árið 1966, þremur ár- um á undan áætlun. Ári síðar var gert sama samkomulag við Finna sem áttu aukaaðild. — Fríverslunarsamningurinn milli EFTA og EB 1972/73 gerði að veruleika meginmarkmið EFTA frá upphafi, að komast að samkomulagi við EB. Ennfremur viðhélt það óbreyttu samkomu- lagi um fríverslun við bæði Bret- land og Danmörku sem gengu í EB árið 1973. EFTA-ríkin misstu því ekki spón úr aski sinum þrátt fyrir brotthvarf þessara tveggja ríkja. Ennfremur gerði þessi samningur að verkum að nánara samstarf tókst við EB um framtíð- ar stefnumörkun. — Samstarf um staðla og vott- orð á ýmsum vörum og búnaði sem fluttur er miili landa. Sam- komulagið felur í sér að hver ríkis- stjórn viðurkennir vottorð og staðla annarrar og þar með spar- ast skriffinnska og kostnaður. Þetta skref hefur verið eitt af þeim stærstu sem stigin hafa verið inn- an EFTA til að útrýma tæknileg- um hindrunum á viðskiptum og mörg EB-ríki hafa tekið þátt í framkvæmd þessa samkomulags. — Nýr flötur á starfi EFTA varð til þegar settur var á stofn sjóður árið 1976 til að fjármagna og styðja við atvinnulíf í Portúgal. í upphafi varstofnfé þessasjóðs 100 milljónir Bandaríkjadaia. Jafnvel eftir að Portúgalir gengu í EB árið 1986, hefur þessi aðstoð haldið áfram. — Lúxemborgarsamningurinn 1984. Enn var hnykkt á megin- markmiðið EFTA frá upphafi að ná sem lengst í samstarfi við EB. Ráðherrafundur samtakanna í Lúxemborg árið 1984 var sterk pólitísk 'viljayfirlýsing af hálfu beggja ríkjabandalaga um að taka höndum saman við að mynda einn innri markað í Evrópu. Til að ná þessu markmiði varð að draga úr viðskiptahömlum, einfalda upprunareglur og tollafgreiðslu milli landa. Framtíðarmarkmið EFTA Það má segja að aðal markmið EFTA, eins og það hefur verið skil- greint innan samtakanna, sé að ná fram i formlegum samningum þeim ákvæðum sem fram koma í yfirlýsingu Lúxemborgarfundar- ins frá 1984, þar sem fram kemur einarður vilji bæði EFTA og EB um nánari samvinnu en var. Þetta þýðir enn nánara samstarf við EB en verið hefur. Þetta var staðfest í Hvítbók EB árið 1985 þar sem fram kom í fyrsta skipti hugmynd- in um að Ijúka samræmingu og mótun eins innri markaðar árið 1992. Þetta hafði í för með sér að EFTA þurfti að takast á við alveg nýja hluti þegar samtökin reyna að skilgreina og meta eðli þessa innri markaðar sem koma á á legg- AÐILDARLÖND AUSTURRÍKI íbúafjöldi: 7,6 milljónir FINNLAND íbúafjöldi; 4,9 milljónir (SLAND íbúafjöldi; 0,2 milljónir □ NOREGUR íbúafjöldi; 4,2 milljónir SVlÞJÓÐ ibúafjöldi 8,4 milljónir SVISS íbúafjöldi 6^5 milljónir íbúafjöldi alls innan EFTA; 31,8 milljónir FRÍVERSLUNARSAMTÖK EVRÓPU SKIPURIT Ákvöröunarvald innan EFTA er hjó EFTA- róð- inu sem venjulegast heldur embættismanna- fundi á tveggja vikna fresti og róðherrafundi tvisvar ó óri. FASTANEFNDIR FRAMKVÆMDASTJÓRN EFTA Aöalframkvæmdastjóri Aöstoöarframkvæmdastjóri Skrifstofa aðalfram- kvæmda- stjóra Málofni viðskipta- stafnu Lagalog mélefni Efnahags- lag mólefni Upplýsing- ar og fjöl- miðlun Fram- kvæmdar- stjómar- róðið Yfirstjóm og fjór- ' mögnun Framkvæmdastjórn EFTA starfar fyrir EFTA- ráðið, fastanefndir og starfshópa Sériræöinganefnd- nefnd um verslun og viðskipti Nefnd um tækni- legar viðskipta- hindranir Sórfræöinganefnd um upprunareglur og tollamál Ráðgjafanefnd EFTA Þingmannanefndin Fjárveitinganefnd Hitt meginmarkmið EFTA-ríkj- anna er að styrkja GATT-sam- komulagið í sessi og ná þar með fram einu af þeim atriðum sem varð til að EFTA var stofnað; nefnilega að losa um hömlur í al- þjóðaviðskiptum. Gera fríverslun raunhæfa um veröld alla. Skipulag EFTA__________________ Andstætt við EB er ekkert yfir- þjóðlegt vald innan EFTA og skipulag þess og starfssvið sam- takanna er miðað við að takmarka ekki fullveldi aðildarríkjanna né framselja stofnunum samtakanna ákvörðunarvald yfir þeim. Sam- starfinu hefur heldur aldrei verið ætlað að ná til annars en við- skiptafrelsis sem hefur gert EFTA aðgengileg samtök fyrir hlutlaus ríki og nú eru fjögur af sex ríkjum EFTA hlutlaus, Austurríki, Finn- land, Sviss og Svíþjóð. EFTA hefur aðalstöðvar í Genf og þar hefur hvert aðildarríki fastanefnd hjá samtökunum. Kjarninn í skipulagi samtakanna er EFTA-ráðið, þar sem hvert að- ildarríki hefur eitt atkvæði. Fundir í EFTA-ráðinu eru að jafnaði hálfs- mánaðarlega en tvisvar á ári eru haldnir ráðherrafundir. Ráðherra- fundina sitja að öllu jöfnu ráðherr- ar utanríkisviðskipta fyrir hönd ríkja sinna og á tímamótum hafa einnig verið haldnir leiðtogafund- ir. Starfslið EFTA undir forystu að- alframkvæmdastjóra starfar fyrir EFTA-ráðið og nefndir þess og starfshópa. I nefndunum er fjallað um tiltekna málaflokka og tillög- unum skilað til EFTA-ráðsins og eiga jafnan öll aðildarríkin sæti í slíkum nefndum. Þær eru að jafn- aði skipaðar embættismönnum utan tvær sem hafa nokkra sér- stöðu. Það eru Þingmannanefndin sem varð til upp úr óformlegum fundum þingmanna aðildarland- anna og frá 1977 hefur þessi nefnd talist ein af fastanefndum EFTA. Ráðgjafanefnd EFTA er skipuð forystumönnum hagsmunasam- taka í atvinnufífinu og er ráðgef- andi bæði fyrir EFTA-ráðið og skrifstofur EFTA. í EFTA-ráðinu hefur fuiltrúi hvers ríkis neitunarvald nema í til- teknum málum sem einkum varða meint brot aðildarríkjanna á gagn- kvæmum skuldbindingum; þar væri naumast við hæfi að sak- borningur færi með neitunarvald. Einnig þegar ráðið hefur fyrirfram ákveðið að láta meirihluta ráða. Fast starfslið EFTA hefur lengst af talið um 70 manns; fast starfsiið EB hefur á hinn bóginn talið nærri 20.000 manns, enda er stjórnsýsl- an þar ámóta mikil og víðfeðm og í hverju fullvalda ríki. Fríverslu narsam ningar EFTA Hugmyndin um fríverslun er byggð á grein XXIV í GATT-sam- komulaginu þar sem kveðið er á um hóp tveggja eða fleiri toll- svæða sem afnema tolla og aðrar viðskiptahömlur á öllum viðskipt- um milli samningsaðilanna sem fram fara á varningi framleiddum innan fyrirhugaðs fríverslunar- svæðis. Reglur EFTA voru samansettar á þann hátt að þær hefðu sem minnst áhrif á efnahagsstefnu hvers ríkis. Eina skilyrðið fyrir tekjuöflun ríkjanna innan EFTA, er að þau brjóti ekki í bága við samninga með aðferðum sínum til tekjuöflunar. Fríverslun byggir í raun á því að ákveðnar vörur og vöruflokkar mega sendast innan fríverslunar- svæðisins án þess að vera tolllagð- ar. Framleiðsla á vöru getur verið þrennskonar; (a) vörur sem eru framleiddar ein- göngu innan svæðisins úr hráefn- um sem þar má fá. (b) vörur sem framleiddar eru inn- an svæðis úr blöndu af hráefnum sem eru flutt inn á svæðið og þeim sem fá má innan svæðis. (c)vörur sem hafa verið framleiddar ein- göngu utan svæðisins. í tollabandalagi, eins og t.d. EB, eru reglurnar um tollfrelsi vöru milli aðildarlandanna tiltölulega einfaldar. Flokkur (a) gengur eðli- lega alltaf en hinir tveir, (b) og (c) eru tollar greiddir þegar varan kemur inn í eitt aðildarlandanna en þar sem sameiginlegir ytri toll- ar gilda í öllum ríkjunum er tollur á innfluttri vöru alltaf sá sami. í frí- verslunarbandalagi eins og EFTA eru mál flóknari, þar sem hvert aðildarríkjanna hefur eigin ytri tolfa gagnvart ríkjum utan sam- takanna. Til að skilgreina hvaða vörur mega njóta tollfrelsis innan EFTA hafa því verið notaðar svo- kallaðar upprunareglur, sem merkir að aðeins vörur sem rekja uppruna sinn til einhvers EFTA-ríkis njóta tollfrelsis. Þetta hefur svo verið útvíkkað á margan hátt, m.a. með tilliti til þess að vör- ur sem framleiddar eru að hluta innan EFTA megi njóta tollfrelsis og í viðræðum milli EFTA og EB hafa þessar upprunareglur verið mjög mikilvægar, varðandi alla fríverslun, sérstaklega vegna þess að í nútímaiðnríkjum er sjaldgæft að vörur séu framleiddar ein- göngu innan eins ríkis. Þar er oft- ast nær um víðtæka samvinnu að ræða, eða sama fyrirtækið hefur aðsetur í fleiri en einu landi svo dæmi sé tekið. Samkeppnisreglur EFTA Innan EFTA gilda ákveðnar samkeppnisreglur sem eiga að koma í veg fyrir að fyrirtækjum innan samtakanna verði mismun- að á nokkurn hátt. Þessar reglur taka bæði til opinberra- og einka- aðila og varða m.a. hringamynd- un og einokun. EFTA viðurkennir mismunandi efnahag aðildarríkja sinna og skiptir sér ekkert af því hvernig einstakar ríkisstjórnir styðja við bakið á atvinnuvegum í sínum löndum svo íremi sem það hafi ekki áhrif á samkeppnisstöðu fyr- irtækja innan samtakanna. Ríkis- stjórnum er hinsvegar meinað að styðja við bakið á fyrirtækjum sem framleiða vörur sem heyra undir fríverslun og með þeim hætti gera þeim fyrirtækjum auð- veldara að bjóða lægra verð en ella og hafa þannig áhrif á mark- aðinn innan EFTA. Þar á meðal með niðurfellingu beinna skatta eða annarra opinberra gjalda iðn- aðar- eða útflutningsfyrirtækja í tengslum við útflutning. I raun má segja að bein afskipti ríkisvaldsins af framleiðslugreinum sem eru í samkeppni innan EFTA séu bönn- uð, en á móti kemur að EFTA skiptir sér ekki af því hvernig ríkis- valdið beitir sínu fjármagni innan- lands til að endurskipuleggja framleiðslu eða hjálpa við upp- byggingu iðnaðar enda hafi það þá ekki áhrif á samkeppnisað- stöðu inn.flutnings eða útflutn- ings. Til einföldunar má segja að ekk- ert það megi gera af hálfu einka- né opinberra aðila sem orðið get- ur til að spilla eðlilegum viðskipta- háttum á grundvelli heilbrigðrar samkeppni og fríverslunar. Mark- mið EFTA og EB er að útrýma öll- um ríkisstyrkjum til framleiðslu- greina.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.