Alþýðublaðið - 11.11.1989, Page 7

Alþýðublaðið - 11.11.1989, Page 7
Laugardagur 11. nóv. 1989 7 EB, EFTA og Austur-Evrópa: NÝ EVRÓPA i FÆÐINGU Stjórnkerfi Austur-Evrópu er í upplausn. Umbótastefna Gorbatsjovs er komin í fulla framkvæmd í kommúnista- löndunum austantjalds. Járntjaldiö er rifiö í tætlur, lýðræði og margflokkakerfi heldur nú innreið sína í lönd A-Evrópu sem tróðust undir járnhæl Stalíns að lokinni síðari heims- styrjöld. Frelsisbyltingin í Austur-Evrópu hefur ekki aðeins víð- tæk áhrif á þjóðlíf og stjórnkerfi þarlendra ríkja, heldur mun einnig hafa geysilega þýðingu fyrir þróun Vestur-Evrópu, framtíð Evrópubandlagsins og hagkerfi Evrópu í heild. EFTIR INGÓLF MARGEIRSSON Bylting Gorbatsjovs hefur gengið hraðar fyrir sig en menn hafa þor- að að vona. Umbótastefnan hefur fengið sérlega öra þróun í Aust- ur-Evrópu og svo virðist sem Sov- étleiðtoginn hafi gefið ríkjum Austur-Evrópu gjörsamlega laus- an tauminn. (Sjá þróunina í Aust- ur-Evrópu á þessu ári í sérgrein.) Ekki lengur undir vernd Moskvu____________ Frjálsræðishefð Júgóslóvakíu, yfirlýsing Ungverja á dögunum um að landið sé fullvalda lýðveldi, samsteypustjórn Póllands án þátt- töku kommúnista, opnun A-Þýskalands og loforð stjórn- valda um frjálsar kosningar; allt er þetta bylting frá því sem áður var og kallar á uppbyggingu nýrra þjóðfélaga sem tengjast munu hagkerfi Evrópu og innri markaði EB 1992. Vissulega er stalínisminn enn við völd í þremur ríkjum Austur Evrópu; Tékkóslóvakíu, Búlgaríu og Rúmeníu. En ef umbótastefn- unni verður ekki komið fyrir katt- arnef í Sovétríkjunum (ekkert bendir til þess að þróuninni verði snúið við úr þessu) fer valdatími Milos Jakes.leiðtoga kommúnista- flokksins í Tékkóslóvakíu, Todor Zhivkovs leiðtoga kommúnista í Búlgaríu og Nikolaj Ceausescu, leiðtoga Rúmeníu, óðum að stytt- ast. Og að þessum orðum skrifuð- um berst sú fregn að Zhivkov Búlgaríuforseti sé fallinn! Þre- menningarnir hafa verið, líkt og forverar þeirra í kommúnistaríkj- unum austantjalds, varðir af Kreml og þegar stuðnings Moskvu nýtur ekki lengur við, er hætt við að hitna taki undir valdastólum einræðisleiðtoganna. Ungverjar vilja ganga f EB Þau ríki austantjalds sem stefna nú hraðbyri í frelsisátt, hafa mik- inn hug á að tryggja nýunnu lýð- ræði og fjölflokkakerfi fastan sess. Slá varnagla að ekki verði aftur snúið til stalínismans þótt eitthvað kynni að fara úrskeiðis í umbóta- málum Sovétríkjanna. Það er einkum Ungverjaland og Pólland sem hafa sýnt þessari hlið mála mikinn áhuga. Ráðamönn- um þar í landi er mikið í mun að bæta lífskjör fólks, efla neytenda- mál og tengja uppbyggingu hag- kerfisins vestrænum framleiðslu- og hagkerfum. Pólverjar eru þeg- ar langt komnir í samningum við vestræna banka um aðild að pólsku bankakerfi og víðtæk sam- skipti í viðskipta- og verslunarmál- um milli Póllands og Vesturlanda eru nú í gerjun. Ráðamenn í Búdapest vilja óðir og uppvægir tengjast hinum sam- eiginlega, innra markaði Evrópu- bandaiagsins eftir 1992. Ungverj- ar hafa mikinn áhuga á að sækja um aðild að Evrópubandalaginu. Það virðist dálítið fjarlæg hug- mynd í dag, og því vinna Ungverj- ar nú að því að taka skrefið til hálfs með því að undirbúa umsókn í EFTA sem aftur á móti veitir þeim aðild að samningum fríverslunar- bandalagsins við EB. Comecon er þröskuldur Þarna eru þó mörg ljón í vegin- um. Það fyrirferðarmesta er ef- laust sú staðreynd að Ungverjar, líkt og aðrar þjóðir A-Evrópu, eru sjálfvirkir meðlimir í Comecon, Efnahagsráð kommúnistaland- anna ( Orðrétt: Ráð fyrir gagn- kvæma efnahagsaðstoð.) Come- con hefur í raun fullt vald á allri verslun og viðskiptum innan kommúnistalandanna í A-Evrópu. Hugmyndin bak við Comecon er fjölþjóðlegur áætlunarbúskapur í verslun og viðskiptum, þ.e.a.s. efnahagsráðið hvetur lönd A-Evr- ópu að sérhæfa sig í einstökum framleiðslugreinum og fullnægja þörfum hvers annars. Þessi gagn- kvæmu þjónustu- og vöruviðskipti ná ekki aðeins til ríkja A-Evrópu heldur einnig til Víetnam og Kúbu. Þar sem öll viðskipti fara fram í rúblum, hefur efnahagsráð- ið gert það að verkum að öll við- skipti austantjaldslandanna við Vesturlönd og heimsmarkaðinn eru í raun í rústum. Það er því mik- ið framfaramál fyrir hagvöxt um- getinna landa í framtíðinni að brjótast úr Comecon og bindast fríverslunarböndum við EFTA og / eða EB. Hagbinding við Sovét__________ Upplausn Comecon mun þó ekki ganga sjálfkrafa eða auðveld- lega fyrir sig. Hagfræðilega eru ríki A-Evrópu bundin Sovétríkj- um, t.d. fá austur-evrópskar verk- smiðjur niðurgreitt rafmagn frá Sovét og niðurgreitt hráefni. Á sama hátt nýta Sovétmenn auð- lindir ríkja A-Evrópu og flytja til Sovét. Að slíta pólitísk bönd við Moskvu er ekki það sama og losna alfarið undan hrammi Sovétbjarn- arins. Það sem gæti staðið upp- byggingu nýrrar og frjálsrar A-Evrópu fyrir þrifum er einmitt tvíbura-efnahagur Austur-Evrópu við Sovétríkin. Þar af leiðandi sýna Ungverjar og Pólverjar mikinn hug á því að bindast hagkerfum Vesturlanda og slá þar með tvær flugur í einu höggi; hraða fyrir hagvexti og við- skiptum við Vesturlönd og gera aðskilnaðinn við Sovétríkin hrað- ari og sársaukaminni. Fjórða ríkið? Hin nýja staða í málefnum Evr- ópu opnar ýmsar nýjar leiðir. Það virðist Ijóst eftir atburði síðustu sólarhringa að Berlínarmúrinn er endanlega hruninn (sjá leiðara) og landamæri A- og V-Þýskalands galopin. Þessi staðreynd ýtir mjög undir tilgátur að endursameining Þýskalands sé skammt undan. Margir óttast nýtt Stór-Þýskaland og kalla jafnvel slíkt ríki „Fjórða ríkið," sem framhald af Þriðja ríki Hitlers. Pólverjar eru ekki síst skelkaðir að nýtt og sameinað Þýskaland sem teldi 78 milljónir Þjóðverja gerði kröfu til gamalla landsvæða í Póllandi. Sporin hræða ennfremur á Vesturlönd- um, bæði Bretar og Frakkar hafa ýmsa fyrirvara á að Þýskaland sameinist að nýju. En slíkar mótbárur munu tæp- lega standa í vegi fyrir endursam- einingu Þýskalands. Það er enn- fremur staðreynd að V-Þýskland er í dag helsti EB-viðskiptaaðili margra ríkja í Austur-Evrópu eins og Póllands, Tékkóslóvakiu og Ungverjalands, og hefur með efnahagsaðstoð og viðskiptum byggt brú milli austurs og vesturs. Auk sögulegra og þjóðernislegra ástæðna, þykir því eðlilegt að end- ursameining Þýskalands sé fyrsta stóra skrefið í átt að nýrri Evrópu sem fæli í sér frelsun þjóðanna í A-Evrópu. Slík breyting fæli einnig í sér nýtt hlutverk hernaðarbandalag- anna. Bæði NATO og Varsjár- bandalagið hlytu óneitanlega að taka meira á sig mynd pólitískra stofnana en hernaðarlegra. EB og EFTA:___________________ Nýtt landnám í áustri? Næsta ár sem aðeins er sjö vikur undan, verður ár hinnar miklu óvissu. Miðað við þá öru þróun sem gerst hefur í Sovétríkjunum og ekki síst í A-Evrópu að undan- förnu, er ástæða til að ætla að um- bæturnar og breytingarnar haldi áfram. Hagkerfi Vesturlanda er hægt og sígandi að vinna á í ríkjum A-Evrópu og umbætur Sovétríkj- anna miða að sama hagkerfi þótt hin pólitísku formerki eigi að heita önnur. Lýðræði og frelsi Vestur- landa, hefðir þjóðþinga og fjöl- flokkakerfis munu sennilega rísa á ösku stalínismans. Slík þróun hef- ur þegar farið af stað og erfitt er að eygja hvað ætti að stöðva þessa framrás. Að öllu samanlögðu er ljóst, að hagkerfi V-Evrópu, EFTA og EB verða mjög að taka mið af þróun- inni í Austur-Evrópu og í Sovétríkj- unum. Þar bíða ný samskiptaríki ef ekki ný aðildarlönd að hinum sameiginlega, innra framtíðar- markaði EB. Þróun EB á næstu árum og ára- tugum á eftir að draga mjög dám af þróuninni í austri. Röð Trabant-bíla frá Austur-Þýskalandi í biðröð við landamæri Tékkóslövakíu og Vestur-Þýskalands. Flóttinn vesturyfir er ekki aðeins flótti frá pólitísku einræði, heldur einnig flótti frá stöðnuðu hagkerfi og úreltu neytenda- þjóðfélagi. Opnun landamæra milli austurs og vesturs, byIting umbótastefnunnar og hugsanleg endursameining Þýskalands og sameiginlegur, innri markaður EB 1992 gera það aö verkum að nú djarfar fyrir nýrri Evrópu. ÁR MIKILLA UMBÓTA í AUSTUR-EVRÓPU 11. janúar: Þjóðþingið í Ungverjalandi samþykkir frjálst flokkakerfi. 6. febrúar: Pólland: Viðræður ríkisstjórnarinnar, Sam- stöðu og kaþólsku kirkjunnar hefjast. 5. apríl: Stjórnvöld og leiðtogar Samstöðu ná sam- komulagi um að lögleiða starfsemi Sam- stöðu og halda frjálsar þingkosningar í Pól- landi. 2. mai: Ungverskir hermenn taka niður gaddavírinn meðfram landamærum Austurríkis. 8. maí: Janos Kadar, leiðtogi Ungverjalands frá því að uppreisnin var kveðin niður 1956 með að- stoð sovéska hersins, er settur af. 17. maí: Pólsk yfirvöld viðurkenna Rómversk-kaþ- ólsku kirkjuna í landinu. 30. maí: Ungverski kommúnistaflokkurinn viður- kennir að fyrrum forsætisráðherra landsins, Imre Nagy, hafi verið tekinn af lífi án dóms og laga vegna uppreisnarinnar 1956. 4. júni: Samstaða vinnur yfirburðasigur í pólsku þingkosningunum. 25. júni: Jaruzelski forseti Póllands, býður Samstöðu að mynda samsteypustjórn. Um miöjan ágúst: Sendiráð Vestur-Þýskalands í Austur-Berlín, Búdapest og Prag yfirfyllast af Austur-Þjóð- verjum sem sækja um útflytjendaleyfi til Vesturlanda. 19. ágúst: Jaruzelski forseti Póllands tilnefnir Tadeusz Mazowiecki, einn af leiðtogum Samstöðu, sem fyrsta forsætisráðherra Póllands eftir síðari heimsstyrjöldina í ríkisstjórn sem ekki er skipuð kommúnistum. 10. september: Búdapest slítur 20 ára gömlu samkomulagi við Austur-Þýskaland sem kveður á um að hleypa ekki Austur-Þjóðverjum til vesturs. Afleiðingarnar: 57 þúsund Austur-Þjóðverj- ar flýja til Ungverjalands. 12. september: Ný andófshópur í Austur-Þýskalandi mynd- aður sem nefnir sig Nýjan vettvang. 3.—4. október: Um 10 þúsund Austur-Þjóðverjar lenda í átökum við lögreglu við að reyna að komast um borð í flóttamannalestir sem fara gegn- um Dresden áleiðis til Vestur-Þýskalands. 7. október: Ungverski kommúnistaflokkurinn leggur niður sjálfan sig og kommúnískri stjórn landsins þar með lokið. 7.-8. október: Átök lögreglu og mótmælenda í fjöldasam- komum í Austur-Berlín, Leipzig og Dresden. 18. október: Eric Honecker leiðtogi Austur-Þýsklands er hrakinn frá völdum og Egon Krenz settur í stól hans. 23. október: Ungverjaland lýsir yfir sjálfstæði landsins og að það sé nú fullvalda lýðveldi. Þjóðarat- kvæði við forsetakosningar í byrjun næsta árs samþykkt af þinginu. 25. október: Gorbatsjov lýsir því yfir í Helsinki að Bré- snjeff-kenningin sé öll. 1.—3. nóvember: Hreinsanir á háttsettum stuðningsmönnum Honeckers í A-Þýskalandi. Krenz boðar stór- felldar breytingar á stjórnmálaráðuneytinu. Flótti tugþúsunda yfir til V-Þýsklands gegn- um Prag. 4. nóvember: Ein milljón manna á mótmælendafundi í A-Berlín. Flóttamannastraumurinn látlaus yfir til V-Þýskalands. 7.—8. nóvember: Ríkisstjórn A-Þýskalands segir af sér. Krenz boðar löggjöf um frjálsar kosningar í land- inu. 9. nóvember: Allar hömlur á ferðafrelsi til Vestur-Þýska- lands frá A-Þýskalandi afnumdar. íbúar A- og V-Berlínar skála í kampavíni beggja megin Berlínarmúrsins yfir hruni múrsins.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.