Tíminn - 31.05.1968, Blaðsíða 6

Tíminn - 31.05.1968, Blaðsíða 6
r TIMINN FÖSTUDAGUR 31. maí 1968. Ú R I úrvali Póst- sendum ViðgerSar þjónusta. Magnús Ásmundsson úra- skartgripaverilun Ingólfsstræti 3. RAFGEYMAR ENSKIR — úrvals tegund LONDON — BATTERY fyrirliggjandi. Gott verð. Lárus Ingimarsson, heildv. Vitastíg 8 a. Sími 16205. Hemlaviðgerðir Rennum bremsuskálar. — slfpum bremsudælur. Llmum á bremsuborða og aðrar almennar viðgerðir HEMLASTILLING H.F. Súðarvogi 14. Sími 30135 Það hefur fcomið fram í skoð anakönnun, sem gerð var í Þýzkalandi, að milli hundrað og hundrað og tuttugu þúsund þýzkir hermenn muni kjósa nýnazistaflokkinn í næstu kosningum, sem verða á næsta ári. Þeir sem helzt fylgja tOioikknum í hernum eru mið- aldra liðsforingjar, en margir ungir liðsforingjar hafa einnig veitt honum liðsinni. Skoðanakönnun þessi var ríkisstjórninni mikið reiðar- slag og var talað um að birta úrslit skoðanakönnunarinnar ekki opinberlega, enda þótt 'hiún væri greidd af opinheru fé. /★ Síð'an de Gaulle hershöfð ingi flutti inn í forsetahöllina í Paris, hefur franski saksókn arinn sent út þrjú hundruð fjörutíu og níu kærur vegna ærumeiðinga við forsetann, eða eina kæru á tíu daga fresti. Lögin um vemdun æru forsetans voru sett árið 1881 en fyrirrennurum de Gaulie virðist ekki hafa verið eins annt um æru sína og honum, því að samtals hafa aðeins ver ið gefnar út níu kærur vegna æru þeirra. Nú síðast var leirkerasmið- ur nokkur dæmdur i tuttugu þúsund króna sekt, þar sem hann hafði búið til öskubakka með mynd af de Gaulle á. Þótti það greinilega ekki til- heyra að slökkva í sígarettum eða vindlum á andliiti forset- ans. I Vestur-Berlín fæðast helm ingi færri börn en annars stað ar í Þýzkalandi, og á það ræt- ur sínar að rekja til þess að þar búa tvö hundruð og sjötíu þúsund ekkjur og fjölmargt eftirlaunafólk. Þegar hin ný- tízkulega útborg Berlínar, Gropiuisstadt var byggð var því lögð meiri áherzla á það, að byggja elli og hvíldarheimili, heldur en barnalheimili og leikvelli. En nú er barnavögn um efcið um ganga elliheim- ilanna í stað hjólastóla og það eru væntanlegar mæður, sem notfæra sér hvíldariheimilin, iþví að í Gropiusstadt fæðast 3,5 sinnum fleiri börn heldur en í hinum hluta Vestur- Berlinar. í ræðu, sem rithö'fundurinn og presturinn Kaj Munk, sem nazistar drápu síðar, hélt eitt sinn í stólprédikun, sagði hann: — Varið ykkur á lyginni, hún hefur klumpufót Þýzk hersetu yfirvöld í Danmörku urðu ösku reið og Kaj Munk var tekin til yfirheyrzlu. Hann útSkýrði jú fyrir nazistunum, að Satan hefði eins og allir vissu,, klumpufót. Gestapomaðurinn, sem yfirheyrði hann spurði mjög reiður:’ Vissi Kaj Munk ekki að þýzki áróðursmálaráð- herrann, Goebbels hefði klumpuiíót? Jú, Kaj Munk vissi það. — En ég vissi ekki að hann lygi, svaraði hann. Ljóshærð stúlka frá Prag, Olinka Berova hefur lagt Lond on að fótum sér. Hún er leik- kona og fyrir nokkru var henni boðið í Buckingham Palace til Elísabetar drottning ar. Þar var Karl prins af Eng- landi viðstaddur og varð hann yfir sig hrifinn af þessari ljós hærðu dís og gat varla slitið sig frá henni. Það var ekki fyrr en mamma EMsabet gaf honum smá áminningu, að hann fór að sinna sínum kon- unglegu skyldum í boðinu. Austurríski rithöfunduírinn, Siegfried Baum, sem búsettur er í Suður-Ameríku, barst sú fregn, að faðir hans væri Iiát- in. Til þess, að það sem faðir hans lét eftir sig, færi ekki í óviðkomandi hendur, tók Siegfried sér ferð á hendur til Austurríkis. Eyddi hann 215 pundum í ferðirnar og hótel- kostnað. Þegar til Austurríkis kom, komst hann að raun um það, að allt sem faðir hans lét eftir sig voru fjörutíu og þrjú pund. Þessi ísbjörn hér á mynd- inni á heima i dýragarði í Ham borg og hann virðist ekki sér lega hrifinn af þeirri meðferð sem hann fær þarna. Myndin er tekin þegar hann var ausin.n kampavíni og skírður Mireille í höfuðið á frönsku söngkon- unni Mireille Mathieu, sem sjálf framkvæmdi athöfnina. Svo sem bunnugt er, var tuttugasta og fyrsta alþjóða kvikmyndahátíðin í Cannes sett um miðjan mal Hátíðin gekk þó ekki sem bezt fyrdr sig, vegna óeirða þeirra, sem eiga sér stað í Frakklandi og höfðu ýmsir kvikmyndaleikar- ar sem voru í dómnefnd sagt af sér störfum, til þess að sýná samúð sína með stú'dent- um og verkföllunum, m.a. ítalska leikkonan Monica Vitti. Sjálfsaigt hafa margar upprenn andi kvikmyndastjörnur gert sér von um skjótan' frama og meðal annarra þessi stúlka hér á myndinni. Hún er ítölsk og heitir Stephania Caredou og hún var svo heppin að kvik- mynd sú, sem hún lék í var sýnd á hátíðinni áður en henmi var aflýst. Eftirfarandi klausu rákumst við á í sænsku blaði fyrir nokkru: i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.