Tíminn - 31.05.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 31.05.1968, Blaðsíða 9
FÓSTUDAGUR 31. maí 1968. TIMINN Þorgrímur læknár í Keflavík tók eina krónu fyrir viðtal við sjúklinga, en það var þá óvana legt og illa þokkað. i Þorgrímur var kunnugur Hákoni í Nýlendu. Eitt sinn mætir hann Há- koni á götu í Keflavík, en hann heilsar honum ekki. „Hvað er þetta, Hákon? Heilsarðu mér ekki?“ segir þá Þorgrímur. . „Ég hélt, að það kostaði krónu,“ svaraði Hákon. Piltur og stúlka, er voru sam tímis í skólanum á Núpi í Dýra firði, voru eitthvað að draga sig saman. Einu sinni kom pilturinn út úr skemmu, er stóð á hlaðinu við skólann, en í henni voru geymd koffort nemenda. Sr. Sigtryggur skólastjóri kemur út í því og spyr piltinn, hvað hann hefði verið að gera í skemmunni. — Ég var bara að fara í koffortið mitt. — svaraði pilt ttrinn. En í þessum svifum keniur stúika sú, er pilturinn var 1 þingum við, út úr skerjjmunni. Þá varð sr. Sigtryggi að orði: — Og kemur svo koffortið þarna gangandi?" Danskur maður, Lambertsen að nafni, var verzlunarstjóri fyrir Ásgeirssons-verzlun á Arngerðareyri. Hann var stund um kallaður Lambi, en honum var illa við það uppnefni. Lambertsen talaði hið mesta hrognamái, eins og flestir Dan- ir, sem hér hafa verið. Maður einn, sem Jón hét og hafði viðumefnið „rolla", kom eitt sinn í búðina til Lambert- sens og sagði: „Hvemig líður lömbunum núna, Lambi minn?“ „Ta mega rollana bezt vita, Jón mín“, svaraði Lambertsen. 7 2/ 3 tr 6 7 s m ■ /o # m VÆý m /2 /3 /y m /r Lárétt: 1 Yfirhafnir 6 Höll 7 fiar 9 Stafrófsröð 10 Tæp 11 Eins bókstafir 12 Frumefni 13 Miá'lmur 15 ÖfuncL. Krossgáta Nr. 34 Lóðrétt: 1 Ileimska 2 Burt 3 Klípur 4 Bókstafur 5 Skakkari 8 Tíndi 9 Háls festi 13 Bandalag 14 Tek af- \ Ráðning á gátu nr. 33. Lárétt: 1 Efnileg 6 Ani 7 NS 9 Te 10 Slettir 11 Tó 12 LK 13 Áki 15 Karaðir. Lóðrétt: 1 Einstök 2 Na 3 Inntaka 4 LI 5 Glerkýr 8 Sló 9 Til 13 Ár 14 Ið. hafði ég kastað blómunum hans í ána — ó, hvernig gat ég feng- ið það af mér? — þá datt mér allt í einu nokkuð í hug, sem til- heyrði skilnaðinum. Að vísu lítii- fjiörlegt, en varð þó að gerast. —■ Hringurinn yðar, sagði ég. Ég tók hann af mér og rétci honum. Hann ljómaði í öllusn regnibog- ans litum í sólskininu, er hann lá í lófa hans. Hann horfði fast á hann. Sama gerði ég. Það var kveðja mín tffl þess, sem hafði ver ið mér svo lítið —_ og svo mik- ið. Allt of mikið. Ég vissi ekki, hvernig ég átti að afibera þetfa lengur. En þá tók hann demants hringinn og stakk honum í jakka- vasa sinn. Horfinn. Svo leit hann yfir brúna og mælti: — Við vorum ann'ars bú- in að ræða um þetta einu sinni. — Var það? Hvar v.ar stærilæti mitt? Ég ósk aði af heilum hug, að þetta gæti nú leitt til samtals. Ég vildi fórna öllu til að hafa hann nokkrar mínútur enn þá. . . þessi masandi franska fegurðargyðja átti að halda honum um aldur og ævi. Hún mátti þess vegna unna mér þess, að hafa hann stutta stund enm. — Já, munáð þér ekki, að þér sögðuðst ætla að senda mér hring inn, er árfð væri liðið? Þá sagði ég — — Heyrið þér. tók hann fram í fyrir sjálfum sér. •— Er ekki veitingastaður hér i grenndinni, þar sem við getum borðað hádeg- isverð, á meðan við tölum sam- an? Ó, þá fékk ég nokkrar mitnút- ur ennþá. Á King's Road er lítil veitinga stofa. Þar borðuðum við, enn ^ einu sinni saman, hádegisverð. íl þetta skipti franskbrauð með i smjöri og ldnsoðnum eggjum. | Þar byrjaði hann aftur. — Stúlka, sem hefði verið raan verulega brúlofuð myndi að sjálf sögðu hafa sent hringinn aftur En hvers vegna að gera það ' þessu tilfelld? Og svo framvegis. Ég var hrædd um, að það liti | út sem ég væri að teygja tim- j ann og lét þess vegna eins og s mér lægi á .að Ijúka við máltíð- j ina, sem ég gat varla bragðað á ; Ég dró hanzkann á hepdi mér. Nú fannst mér fingurinn svo; nakinn og óviðkunnaniegur. ( i — Þér drekkið kaffibolla? | —• Nei, þakka yður fyrir, 6, • hvers vegna sagði ég ekki já? Nú var hann ekki lengur reið-| ur. Hann var farinn að fala eins i vingjarnlega og fyrrum, en þetta var í síðasta sinn. — Já, en mig langar i kaffi. Ef yður liggur ekki mjög mikið á, U'ngfrú Trant, þá tekur þetta aðeins stutta stund —. — Já. Aðeins stutta stund. Það var allt, sem ég óskaði og svo 'líka, að ég hefði ekki slíkan hjart slátt, ég var hálf máttlaus. — Komið hingað, drengur. — Það var blaðsöludrengur, sem ráf aði fram hjó með stóra rauða auglýsingu og pakka af miðdegis- blöðuinum. -r- Afsaikið, en ég þurfti að gá að dálitlu------ Hann braut sundur blaðið, sem enn var rakt ijr vélumum. Ég fékk tækifæri til að virða fyrir mér andlit hans á meðan hann starði á blaðið. Og ég sveikst ekk um það. En svo kom hvert undrunarefn ið á fætur öðru. Ég sá að aipdlit hans tók alger um breytingum. Hann komst í sýnilega geðshræringu. Hann sagði — so-oh og leit svo upp fjörlegur og ákveðinp- Hann stakk blaðinu í vasann, þagði nokkra stand og hleypti brú'num. Svo afþakkaði hann kaff ið. — Ég hefi engan tíma tí.1 þess, sagði hann og stóð upp. Hann ték hattinn af snaganum hjó litla speglinum. Svo fljótt? Ó, strax? Hver var ástæðan? Hvers vegna hafði hann engan tíma? Mér fannst sem ekki væri lengra liðið en mínúta frá því, að ég opnaði fyrir honum í Battersea, og nú ætlaði hann að fara. Svona fljótlega. Hvers vegna. En það hafði ekkert að segja. I-Ivað liafði það að segja, þótt ég gæti sannað, að ég væri dóttir off ursta, hermanns. Þess , var krafizt af æt.t md'nni, að hún gæti horfzt í augu við dauðann, og ég varð þess vegna að umbera það, sem verða vildi, án þess að ljóstra upp að hjartað var að springa í brjósti mér. Ég varð að hafa sfjórn á sjálfri mér. Á eftir, þeg- ar ég er komin heim------- Ég hleypti í mig kjarki, eins og þegar maður segir tannlæknin um:.— Ég er tilbúin. Takið hana, og rétti honum hendina, þegar hann var búinn að borga frammi stöðustúlkuni. Ég verð að.segja það fyrst. _ — Ja, verið þér sælir, herra Waters. Hann virtist e'kki heyra það. — Ég verð að fara strax til City, ungfrú Trant. — Jæja, — ég held að ég hafi talað eðlilega — já þá verðum við að skilj a hér. Waters svaraði hvasst í gamla skipandi toninum: — Nei, ef yð- ur er sama, þá ætla ég að biðja ýður að koma með. Með honum Og andartaki síðar þaut ég af HARÐVSÐAR DTIHURÐIR TRÉSMIÐJA Þ. SKÚLASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 I DAG stað í bíl með honum frá King's Road til Sloane Square, meira undrandi en ég hefi nokkumtíma orðdð áður. Hvað gat þetta þýtt? Hann sagði ekki orð. Hann hafði sökkt sér niður í blaðið, er hann var biúinn að taka upp aftur. Vitanlega viðskiptamál — en því átti ég að fara með? Hann staðnæmdist hjá pósthús- inu og fór inn í símklefa. Því næst kom hann aftar. — Til skipaimiðlunarfélagsins í Leadenhall Street, sagði hann vð ökumanininn, „eins hratt og þér getið. \ 28. KAPÍTULI. Nú rofar tiL Á skrifstofunni var allt í sín- •um gamia stað og . óbreytt. Sá fyrsti, sem við hittam, viar Dun donald. Hann rakst á okkur við dyrnar á einkaskrifstofu forstjór- ans. Hann hneigði sig fyrir mér — fyrir viku hefði ég getað skelli- hlegð að þvj —1 gekk að forstjór anum og mælti eitthvað við hann í lágum hljóðum og mjög alvar- legur. — Já, ég, veit það. En ég má ÚTVARPIÐ Föstudagur 31. maí 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Há- degisútvarp. | 13.15 Lesin da ]________ skrá næsta vfflcu. 13.30 Við vinnuna: Tón- leikar. 14.40 Við, sem heima sitjum. Jón Aðils leikari endar lestar sögunnar „Valdimars munks" eftir Sylvanus Cobb (19). 15.00 Miðdegisútvarp. 16. 15 Veðurfregnir. fslenzk tón- list. 17.00 Fréttir. Klassísk tón list. M. a. Ezio Pinza syngur ítölsk lög. 17.45 Lestrarstund fyrir litlu börnin. 18.00 Þjóðlög Tilk. 1845 Veðurfregnir. Dag skrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Efst á baugi. Biörn Jó- hannsson og Tómas Karlsson fjalla um erlend málefni. 20. 00 Þjóðlagaþáttur. Helga Jó- hannsdóttir flytur sjöunda þátt sinn um islenzk þjóðlög. 20.35 KvÖldvaka. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.15 Kvöldsag an: „Ævintýri i hafísnum" eft ir Björn Rongen. Stefán Jóns- son fyrrverandi námsstjóri les i6). 22.35 Kvöldbljómieikar: Sinfóníuhljómsveit íslands leik ur í Háskólabíói kvöldið áður. Stjórnandi: Bóhdan Wodiczko. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dag s'krárlok. Laugardagur 1. júní 7.00 Morgunútvarp, 12.00 Há- degisútvarp 13.00 Óskalog sjúH inga 15.00 Fréttir. 15.15 Á graenu ljósi. 15.25 Laugardags syrpa. í umsjó Baldurs Guðlauigssonar. 17,15 Á nótum æskunnar. 17.45 Lestrarstand fyrir litlu börnin. 18.00 Vöggu vísur og þjóðlög. 18.20 Til- kynningar 19,30 Daglegt lif Árni Gunnarsson fréttamaður sér um þáttinn. 20.00 Leikrit: „Rómúlus mikli", ósagnfræði- legur gamanleikur f fjórum þáttum eftir Friedrich Diirren matt. Leikstjóri: Gísli Halidórs ir 22,20 Á ýmsum strengjum Else Snorrason kynnir lög f hálfa aðra klukkustund 23.50 Fréttir í stuttu máli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.