Tíminn - 31.05.1968, Blaðsíða 10

Tíminn - 31.05.1968, Blaðsíða 10
10 TIMINN FOSTUDAGUR 31. maí 1968. BROSANDI LAND Síðustu sýningar. Nú eru aðeins eftir fjórar sýn- ingar af óperunni Brosandi land, og verður síðasta sýningin, sunnu daginn 9. júní. Nœsta sýning óperettunnar verður aftur á móti annað kvöld, laugardag 1. júní. Um 60 leikar- ar og söngvarar taka þátt í þess ari sýningu, en aðalihlutverkin eru sem kunnugt er sungin af Ólafi Þ. Jónssyni og Stínu Brittu Mel- ander. Myndi-n er af Ólafi Þ. Jóns syni. ÞINGROF Framhald af bls. 1. Hann sagði að lokum: ,,Lýðveldið mun ekki leysast upp, þjóðim mun sameinast á ný. Framfarir. friður og frjálsræði eiga að vinna sarnan með frelsinu. Lengi lifi lýðveldið. Lengi lifi Frakkland.“ Nokkrum mímútum eftir út- varpsávarp forsetans sagði leið- togi vinstri flokkanna í Frakk lamdi, Frairuoois Mitteirand að ræða de Gaulle væri hvatning til borgaras'tríðs. Þegar forseti franska þjóðþings ins Jacques Chaban-Delmas, kunn gerði í dag að þingið hefði verið rofið að ósk de Gaulle og efnt yrði til nýrra þingkosninga, varð svo mikil xúnglureið í franska þinginu að hún hefur ekki verið meiri síð'an seinni heimsstyrjlöld inni lauk. Gaullistar stóðu upp og fögn- j uðu ákaflega og strunsuðu út, en i kommúnistar og aðrir meðlimir 1 stjórnarandstöðunnar sátu eftir í sætum sinum, en stóðu síðan upp og sungu franska þjóðsönginn og hyLting'arsöngimn, Marseillas- inn, hrópuðu síð'an slagorð um að de Gaulle yrði að fara frá og hrópðu að lokum „Lengi li'fi lýð- veldiið." Leiðtogi hægra arms gaullista, Valery Giscard d‘Estaing, lagði til, að miynd.uð yrði þjóðstjórn al'lra flokka í Frakklandi. Áður en tii kosninga kæmi ætti að mynda bráðahirgðarstjórn, scm í væru fulltrúar allra raumveru- Legra pólitlízkra afla í Frakk- lamdi. Færi svo ’að úrslit kosning ana myndu hafa í för með sév vinstri simmaða stjórn munum við virða þau úrslit. Hinn óháði lýð ræðisf'lokkur d'Estaing hefur yfir 43 sætum að ráða í þjóðþinginuí Þess skal getið, að hæstiréttur Frakkla’nd'S hefur úrskurðað vœnt anlega þjóðaratkvæðagreiðslu ó- ■löglega, þar sem hún brjóti í bága við II grei.n stjórnarskrár de Gaulle síðan 1958 þess efnis, að aðeins megi efna til þjóðar atkvæðagreiðsilu í því tilfelli að um breytingar á ríkisstjórninni sé að ræða, en ekki um O’pinberar tillögur. í nýafstaðinni skoðanakönnun sem gerð var í P'arís kom í ljlós að næstum þriðji hlutinn af Parísarbúum óttast að útkoman úr ófremdarástandinu í Frakk- landi yrði bylting, borgarastríð eða stjórnleysi. Miklar mótmæl'aaðgerðir voru víðsvegar um París í dag. LÖGGÆZLA Framhald af bls. 12. hefðu gert nú síðustu da;a, þegar mikið hefur mætt á iög reglunni í heild, í S'ambandi við breytinguna yfir í hægri um ferð. í erindi um Daginm og veg inn, sem Bjarki hélt í útvarp ið fyrir skömmu, minntist hann 'þess, að þýzkur blaðamaður hafði spurt hanm, hvernig sum arleyfavandi væri leystur hér á landi, og þegar hann heyrði um hlutdeild námsmanna í lög gæzlunni, þótti honum það mer.k frétt og s'agðist mundi skrifa um það lamga grein í blað sitt. FLUGFÉLAGIÐ Framhafd af bls. 1. þar engin undantekning. Á s. 1. ári hefði félagið upplifað eitt sitt stoltasta augnablik þegar fyrsta þota landsmanna kom hingað og hóf flug á áætlunarleiðum nokkr um dögum síðar. Farþegafjöldi með flugvélum fé- lagsins árið 1967 hefði verið 182, 668 og hefði aukizt um 9%. VÖru flutningar hefðu numið 3410 lest um og hefði aukning þeirra flutn inga orðið 34% og póstflutndngar hefðu numið 614 lestum og aukizt um 23%. Heildarsætanýting á flug leiðum félagsins hefði verið 57% á árinu. Þá vék Birgir Kjaran að rekstrarfyrirkomulagi félagsins. Hér á landi ræki félagið sjálft sex skrifstofur en hefði auk þess j marga umboðsmenn. Erlendis \ Jón Einarsson, framkvæmdastj. sem andaðist 26. þ. m. verður jarðsunginn frá Fossvogsklrkju laug ardaglnn 1. júní kl. 10,30 f. h. Hólmfríður Eyjólfsdóttir, börn og tengdabörn. Vilhjálmur Ólafsson, fyrrverandi bóndi, frá Hvammi á Landi verður jarðsettur frá Skarðskirkju í Landssveit, laugardaginn 1. júní kl. 2. e. h. Kveðjuathöfn verður í Háteigskirkju, sama dag kl. 10 f. h. Vandamenn. starffrækti F.lugfélagið einnig sex skrifstofur. Við'komustaðir flug- véla félagsins í útlöndum væru sex en innanlánds ellefu utan Reykjavíkur. Vegalengd sem flug vélar félagsins flugu á árinu nam 4,2 mi'llj. km. Þá ræddi stjórnarfor maður hina miklu fjárfestingu sem félagið hefði lagt í við endur nýjun flugflotans til flugs á inn anlands og millilandaleiðum. Hún næmi 500 millj. króna. Afborgan Lr og vextir vairti um 80 mi'llj. kr. á ári. Fólagið liefði orðið fyrir fjárliagsLegu áfalli við gengislœkk unina þar sem mikill meirihluti skulda þess væri í diollurum. Einn ig væri það félaginu fjötur um fót, að ekki hefði enn, þrátt fyrir miklar tilraunir, tekizt að seljia tvær eldri flugvélar félagsins. Þá sagði Birgir Kjaran að tap Flug félagsins vegna gengisfellingarinn ar næmi rúmlega 104 millj. kr. Ennþá kynni að syrta í álinn uim stundarsakir vegna efnahagslegra erfiðleika hér á landi og £ ná- grannalöndunuim. Allir, sem hlut ættu að máli, yrðu að leggja sig alla fram til þess að sigrast á 'erfiðleikunum. Þá tók Örn O. Joihnson forstjóri til máls og f’lutti skýrslu um starf semi félagsins síðastliðið ár. Árið 1967, seim var þrítugasta starfsár Flugfélags íslands mótað ist mjög af megin viðburði ársins — upphafi íslenzks þotuflugs. — Árið hefði skipzt í tvo jafna helm inga, — sagði Örn. — Fyrri helm inginn án þotuflugs, sem þó hefðu einkénnst af því mikla starfi sem fylgdi undirbúningi þessa stóra skrefs, og síðari hg'lim ingur ársins með sínu þotuflugi og öllum þeim nýmælum og l>royit um viðhorfum sem það hafði í för með sér. Örn sagðist álíta að sumt hefði sæmilega til tekizt í starfinu, en annað miður. — Flutningar juk- ust að mun, nýr farkostur sem við bindum miklar vonir við var tek inn í notkun, ýmsum smærri áföngum var náð og ekki urðu slys á farþegum eða áböfnum fé- lagsins. Allt eru þetta jákvæð at- riði — sagði Örn O. Johnson. — Á hinn bóginn hlýtur að teljast neikvætt þegar ekki hefir tekist að Láta starfsemina hera sig hvað >á heidur skila eðlilegum arði. Þrátt fyrir 39 millj. kr. tekju- aukningu varð tap á rekstri fé- lagsins, sem nemur 22,8 milljón um króna, en þá hafa eignir félags ins verið afskrifaðar um 41,7 millj kr. Rekstrartekjur stóðu því undir um 19 millj. króna afskriftum, en 22,8 millj. koma til lækkunir höfuðstóls. M-egin ástæðurnar fyrir því, að svona hefir til tekizt að þessu sinni, eru þessar: 1. Launahækkanir innanlands, sem ekki varð mætt með hækkun fargjalda. 2. Hækkun ýmissa kostnaðarliða erlendis, svo sem lendingar- og afgreiðslugjalda. 3. Gengistap af rekstarskuldum, 1.1 mi'llj. kr. 4. Afskrift á gengistapi veð- skulda, 1,5 millj. kr. 5. Tap á Færeyjaflugi. 6. Ca. 4,5 milljón króna auka- kostnaður vegna þeirrar kvaðar, að rekstur Gullfaxa fara fram frá Keflavíkurflugvelli. Um Gullfaxa er það að se^ja, að brúttótekjur af rekstri hans þá sex mánuði, sem hann var starf ræktur, námu 100.6 millj. króna, en reksturskostnaður, án afskrifta varð 85,6 millj. króna. Varð því 15 miilj. kr. hagnaður á rekstri flugvélarinnar áður eq, afskrift, siem nam 19 millj. króna. er tckin til greina. Með afskriftinni varð halli á rekstri Gullfaxa er nain 4 millj. króna, eða tæpl. þeirri upp hæð, sem útgerð hans frá Kefla víkurflugvelli kostaði okkur auka lega. Hleðslunýting Gullfaxa vatð 49, 9% og mun láta nærri að rekst ur hans hefði orðið hallalaus ef hleðslunýting h-efði orðið 52%. Heildartekjur Flugfélags ís- lands árið 1967 voru 314,5 millj. kr. Reksturskostnaður varð 337,3 millj. króna. Tap á v kstrinum varð því 22,8 rnillj. kr. eftir að afsikrifaðar höfðu verið 41,8 millj. króna, eins og að framan greinir. Þá greindi Örn O. Jhonson frá því, að á s.l. ári heíur runnið út samningar u-m ískönnunarflug fé- lagsins í Grænlandi og þar sem flugvél sú sem notuð var til þess starfs hefði þarfnazt gagnigerðar endurbyggingar hefði félagið ekki óskað eftir að endurnýja samn- inginn. FlU|gvélin hefði síðan verið seld. Þá ræddi forstjórinn nokkuð samninga þá sem gerðir hafa verið við SAS urn Færcyjaflug. Einnig um sameiginlega fragtafgreiðslu sem Flu-gfélagið og Loftleiðir starfræktu í sameiningu og sem giefið hefði góða raun. Þá ræVdi Örn hið mikla átak sem Flugfélag ið hefir að undanförnu gert í landikynningu, en á s. 1. ári bauð félagið hingað til lands sex hóp um fer’ðaskrifst'ofumanna og blaðamanna auk einstaklinga í þessu skyni, Um s. 1. áramót störfuðu 378 fastráðnir starfsmenn hjá Flug félagi íslands, en í fyrrasumar var starfsmannafjöldi um 450. Beinar kaupgreiðslur á árinu námu 95,2 millj. króna. Forstjórinn þakk aði samstarfsfólki gott samstarf, svo og stjórn félagsins og hluhf f u m. Fjörugar umrœður urðu á fund imiim og var samþykkt tillaga sem borin var fram af Geir Zoega for stj'óra, þar sem fmndurinn skorar á rikisstjórn að leyfa nekstur ]»t unnar Gullfaxa frá Reykjavíkur- flugyelli. í stjórn Flugfélags íslands fyrir næsta ár voru kosnir: Bergur G. Gíslason, Birgir. Kjaran, Björn Ólafsson, Jakob Frímannsson og Óttar Möller. í varastjórn voru kosnir Eyjólfur Konráð Jónsson, Sigtryggur Klemenzson og Thor R. Thors. FLÓÐAHÆTTA Framhald af bls. 1. suimarbúðir 14. júní næst- kom'andi, og létu þar fyrir berast yfir sumarið — en þeir eiga enm eftir 170 mílna leið að þeim s-tað, er ætlaður var til sumardval arinmar. Sem stemdur er ástandið þa'nnig, að leiðangursmenn geta aðeins haldið í eina átt til baka, þá leið er þeir hafia lagt að baki. Og j-afn vel það er mjög hætlulegt, að þeirra áliti. Munu þeir því vænitamlega bíða um stund og sjá hva'ð setur. Samkvæmt „The Times'* var leiðangurinn sí'ðast er vitað var staddur á 89 gráðum og 50 mínútum noi'ð ur og 165 gráðum og 40 míiniútum vestur. KAPPREIÐAR Framhald af bls. 3. öðrum mannvirkjum á gamla staðn U3i um ófyrirsjáanlega framtíð, þó að skeiðvöllurinn leggist nið- ur. S'veinbjörn kvað st'arfsemi Fáks vera mjög öfluga um þessar mun.d ir og stöðugt fjölgaði þeim, sem legðu stund á hestamennsku sér ti-1 hressingar. Núna væru rúm lega 700 télaga.r í Fák, en segja má að starfsemin nái til nær- fellt 2 þús. manna, því að nærri lœtur að allur sá fjöldi taki þátt í útreiðartúi'um og annarri sam eiginlcgri starfsemi fólagsins, Sem dæmi um viðgang félagsins mó nefna, að órið 1963 voru 40 þús. fóðurdagar, en það er mæli- kvarði hestamanna, hjá Fák, en á s. .1 ári voru þeir orðnir 80 þús. 450 hestar eru nú á fóðrum hjá Fák og komast færri að með hesta sína en viljia. Áberandi er hin vaxandi þátttaka unglinga í .íélaginu og segja má, að þeir séu að verða í meirihlu'ta í útreiðar- túrum. Þessa gleðilegu þróun ber líklega að þakka reiðskólanum, sem Fákur rekur árlega á útmán uðum og fjöldi unglinga sækír. Pákur hefur á undanförnum ár um efnt til fjöldamargra útreiðar ferða, lengri eða skemmri, og njóta þær sífellt meiri vinsæl'da. í fyrra var t. d. farin hópreið á fjórðungsmót hestamanna á HelLu í Þórsmörk o. fl. staði. Nú í ár fór t. d. fríður flokkur, aills 300 rnanns, í hópredð upp að Hafra vatnsrétt. Stjónþ Fáfcs hefuc ný le.ga gefið út „Áætlun um fer'ða lög á hestum í sumar“, þar er að finna lýsingu á fyrirhuguðum ferð um í Heiðmörk, sem stendur ein- mitt yfir núna, lýsi.ng á nœfcur- ferð um Miosfe'llsheiði og á 7 daga isumarleyifisfer'ð um Borgarfjörð O'g upp um Biorigarfjarðardali. Að lofcum er sagt frá 3 daga Krýsu víkurferð. Sveinbjörn sýndi blaðamöinnum á fundinum kort, sem stjóm Páiks hefur látið gera. Helztu reiðgötur og reiðleiðir í Landmámi Imgólfs hafa verið merktar inn á Herfor ingjaráðsuppdrátt, og ætti þetta korf að geta orðið hestamönnum hið mesta þing. Á mæstunni er fyrii'hugað að gCjfa út samskonar kort af reiðgötum í Borgarfir'ði og nágrenmi. Ýimliskonar ötnnur iþjónusta við hestamenn er á döf inni hj-á félaginu og hafa Fáks- menin t. d. útvegað hestamönnum aðstöðu til hrossageymslu rnætur langt á Slóru-Drageyri í Borgar- firði, Kirkjubæ á Ranigárvöllum og Hivammi í Ölfusi, þannig að einstaklingar geta náttað sig þar fyrirvana'lítið. í framtíðinni verður iieyint að auka slíka fyringreiðslu. Félagslieimili Fáks, sem tekið var í notkun á árinu 1963, hefiur verið miki'l lyftistöng fyrir fiélagis Mf Fáksmanna. Þar eru baldin regluleg spilakvöld kvikmyndasiýn ingar og í vetur hafa þar verið flutt fjögur fræðsluerándi, og allt hefur þetta verið sériega fjtíl sófct. Sveinbjörn sagði, að eitt aðal 'hagismumamiál hestamanma núrnj væri, aufcin reiðvegalagning. Það hlyti reyndar að vera jafn mikið hagsmu.namál fyrir ökumenn og hesta.menn að koma hestunucn úr hílaumferðinni. Þess vegna væri þ'að ekki til of mikils mælzt, að ríkisva'ldáð veitti meiri fjárhæð til reiðgatnagerðar heldur en þennan píring sem til þess væri varið nú og dreifðist um allt land ið. Að lokum sagði Sveinbjörin, að uindanfarið hefðu dagblöðin, og þó sér í la.g.i Tíminn, birt hvað of an í an.naff frásagnir af óviður- kvæmi'legri framkomu hesta- manna. Á síðum dagblaðsins Tím ans hefði mátt sjá myndir og 1-esa um fordxukkna hestamenn, hestamenn sem riðu húsum og væru stórhættulegir í umferðinni. Sagði Sveinbjörn, að frásagnir af slíkum leiðin.daatviku'm ættu full an rétt - á sér í fréttablö'ðum, en einhliða frásögn af slíkum undan tekningaratvikum kæmu iliu orði á alla hestamenn. Sitt álit væri að blöðin gerðu alltof^lítið af þvi að kynna jákvætt starf hesta- manna, t- d. hinar miklu hópreið ar Fáks. Stjórn Fáks hefði beitt sér fyrir því að brýna fyrir félags mönnum sínum að sýna tillits- semi í umferðinni og að áfengi væri óvel'kominn förunau-tur á hestbaki. Þetfca hefði borið mikinin árangur, vín sézt varla í hinum fjölmennu hópreiðum og flestir hes'tamenn gæta tillitssemi í um fcrðinni. Slæ-rnar undantekningar væru alls sfcaðar til, en dagblöðin ættu að sjá sóma sin;n í því að láta þær ekki koma óorði á alla þá, sem leggja stund á hesta- mennsku eða ala á úlfúð milli öfcu manna og hestamanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.