Alþýðublaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UMRÆÐA Fimmtudagur 14. apríl 1994 MMÐIIBiiHIII) HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Leikrit fáránleikans Barátta sjálfstæðismanna í Reykjavík til að halda völdum sínum í borginni hefur nú tekið á sig örvæntingarfulla mynd. Lánleysi flokksins er að verða að hálfgerðum brandara á með- al borgarbúa. Fyrst hrökk einn vinsælasti borgarfulltrúinn, Katrín Fjeldsted, úr skaftinu með sögulegum hætti. Síðan guggnaði Markús og sagði upp borgarstjórastarfinu án nokk- urs fyrirvara en getur þó ekki slitið sig frá gamla starfinu eins og endalausar greinar um meint afrek bera vitni um. Síðan vaknaði nýsleginn borgarstjóri, Ámi Sigfússon, upp við vondan draum og uppgötvaði allt í einu að Sjálfstæðisflokk- urinn hefur ekki nýtilega stefnu í borgarmálum og hefur síðan við mikla furðu borgarbúa og fjölmiðla, eytt tíma sínum í að hirða það bitastæðasta úr stefnu Reykjavíkurlistans, og kynna sem eigin hugmyndir! / Ingibjörg Sólrún malaði Arna...! Það var húsfyllir í Háskólabíó í hádeginu í gær þegar Slúdentaráð Háskóla Islands efndi til opins fundar með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarstjóraefni Reykjavíkurlistans, og Arna Sigfússyni borgarstjóra. Fundurinn bar yfir- skriftina „Hvað gerir Borgin fyrir námsmenn? - Er úrbóta að vænta í atvinnumálum og dagvist- armálum?“. Að loknum framsögum gestanna tveggja gafst fundarmönnum færi á að spyrja þau spurninga. Þetta var í fyrsta skipti sem borg- arstjóraefni Reykjavíkurlistans og D-listans leiða saman hesta sína í kappræðum. Það var mál manna að loknum fundi að Ingibjörg Sólrún hefði staðið sig mun betur og spennandi yrði að fylgjast með framvindunni. Reykjavíkurlistinn hafði yfir 9-6 í síðustu skoðanakönnun og Sjálf- stæðismenn hafa virst ráðalausir hingað til. Ofa- ná allt saman hefur „lykla-trix íhaldsins", sem kynnt var í hagléli við Ægissíðuna íyrir nokkrum dögum, hlotið lítinn hljómgrunn kjósenda. „Kjósendur eru búnir að fá nóg af patentlausn- um íhaldsins,“ sagði einn fundargesta að loknum fundi og sagðist hæstánægður með frammistöðu Ingibjargar Sólrúnar, sem hann kaUaði litlu kraftaverkakonuna. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Pallborðið: Pétur Jónsson Lokuð eða opin borg Þessar aðferðir eru gamalkunnar úr landhelgisstríðum fyrri ára. Þá máluðu brotlegir skálkar yfir nafn og númer og skut- ust svo til veiðiþjófnaðar innan landhelginnar. En Áma Sig- fússyni fer líkt og þeim - hann er hirtur reglulega í landhelgi af skipherra.Reykjavíkurlistans og borgarbúar geta ekki nema brosað út í annað þegar Ingibjörg Sólrún lætur hann fínna til tevatnsins. Svo algert er lánleysi Sjálfstæðisflokksins í borg- inni að þær hugmyndir sem hann fær ekki að „láni“ hjá Reykjavíkurlistanum eru byggðar á tillögum, sem ekki falla undir verksvið borgarinnar, heldur Alþingis. Þannig hefur Ámi Sigfússon lýst yfir hátt og í hljóði að borgin muni beita sér fyrir lengingu fæðingarorlofs og breytingu á persónuaf- slætd! En þetta em hvort tveggja mál, sem Alþingi tekur ákvörðun um, - ekki borgarstjómarflokkur sjálfstæðismanna. Og spyija má: Síðan hvenær hafa sjálfstæðismenn á þingi stutt lengingu fæðingarorlofs? Væri ekki ráð að ungi borgar- stjórinn kannaði viðhorf þeirra, áður en hann fer að lofa upp í ermi fjármálaráðherrans? Hámarki náði lánleysið þegar veðurguðimir, sem hingað til hafa haldið sig frá átökum flokkanna, lýstu yfir vanþóknun sinni á háttemi sjálfstæðismanna. Á blaðamannafundi, sem borgarstjórinn ungi hélt á bekk við Ægissíðuna, helltu þeir yf- ir hann úr skálum reiði sinnar. Þangað hafði Ámi Sigfússon boðað fjölmiðlaheiminn til að kynna hugmyndir sínar í fjöl- skyldumálum, en þegar betur var að gáð reyndust þær flestar vera úr smiðju Reykjavíkurlistans. Ekki nóg með það: Marg- ar þeirra höfðu áður verið felldar af Sjálfstæðisflokknum sjálfum í borgarstjóm. En það var ekki hægt annað en hafa samúð með borgarstjóranum nýja, þegar hann hímdi kaldur og hrakinn undir regnhlíf á bekknum, - og beljaði á móti vot- viðrinu hugmyndir, sem hans eigin flokkur hefur áður fellt. Er hægt að kalla kosningabaráttu af þessu tagi annað en leik- rit fáránleikans? „Opin borg“ er fyrir- sögn stefnuyfirlýsingar Reykjavíkurlistans. Áf hveiju þarf að taka þetta sérstaklega ffam? Er þetta ekki opin borg? Hér eru engir virkis- múrar eins og í gömlum borgum miðalda. Hvað er það þá sem er lokað og við viljum opna? Það eru lokuð gamaldags vinnu- brögð sem notuð eru við ákvarðanir sem skipta okkur íbúa Reykjavíkur miklu. Kannski öllu máli. Ákvarðanir sem eru teknar inni í lokuðum fá- mennum hópi meiri- hlutafulltrúa í borgar- stjóm einkavina þeirra. Vom Reykvíkingar spurðir hvort þeir heldur dýrt stælveitingahús sem kostar borgarbúa millj- ónatugi á ári, auk bygg- ingarkostnaðarins, eða hvort þeir vildu lækkað orkuverð til heimilanna? Vom þeir spurðir hvort þeir vildu hækka kostnað ráðhússins um helming, mest án útboða, vegna „aukaverka“, eða bæta aðstöðu skólabama eða aldraðra í borginni? Hvort þeir vildu ráðhús yflrleitt eða bara lægra útsvar? Svarið við spuming- Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að gera það upp við sig, að hann er dæmdur til að falla í kosningunum í vor. Þess vegna er nú leitað dauðaleit að ráðum, sem kynnu að breyta þeirri ákvörðun, sem borgarbúar eru í hjarta sínu búnir að taka. For- ysta flokksins skilur, að stefna flokksins gengur ekki. Því er nú skipt um hross í miðri á, og tekin upp stefnumál Reykja- víkurlistans hvert af öðru. Það er út af fyrir sig lofsvert, þegar Ámi Sigfússon lýsir yflr, að hann hyggist útrýma biðlistum bamaheimilanna. En sat ekki Ámi Sigfússon í borgarstjóm síðustu átta árin? Hvers vegna útrýmdi hann ekki biðlistunum þá? Stefnumálin ríma ekki við fortíð flokksins. Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá, segir í merkri bók. Af verkunum verða menn dæmdir, og í því felst yfirvofandi fall Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík. Innantóm loforð breyta engu um afstöðu borgarbúa. Þeir vilja nýjan meirihluta. Og hann kemur. unni hér á undan er nei. Þetta er nefnilega „lokuð borg“. I lokaðri borg vaxa skuggaplöntur, sem ekki em til sýnis á kjördegi, en sjást ýmsa aðra daga. í raun er borgin að því leyti svo lokuð að áhugi á borgarmálum er lítíll meðal almennings, kannski er það einmitt það sem einkastjómend- ur borgarinnar vilja til að fá að stjóma í friði fyrir fólkinu. í þeim stjómmála- flokkum sem standa að Reykjavíkurlistanum er fólki ljóst að fulltrúar þeirra í núverandi borg- ,wOpin borg46 er fyrirsögn stefinuyfiriýsingar Reykjavíkurlistans. Reykjavíkuriistínn vill opna borgina- Reykjavíkuriistínnhlust- ar og tekur góðum ráðum.. ..Opin og lýðræðisleg borg er það sem koma skal... J sameiningu skulum við öll opna þessa borg.6 u arstjóm og borgarráði ráða núna sorglega Iitlu. Ég hef stundum sagt það, kannski meira í kaldhæðni en alvöru, að fólkið sem nennti að standa í borgarmálum hafí verið allt að því skrítið af því að það lagði þetta á sig. Svo rækilega var, og er ennþá, lokað fyrir áhrif þeirra og ann- arra en einkastjómend- anna á borgarmálin. Hugsjónafólk er stund- um talið skrítið. En þetta á ekki bara við um fólk í Alþýðubanda- laginu, Alþýðuflokkn- um, Framsóknarflokkn- um og Kvennalistanum, sem standa að kosninga- bandalagi Reykjavíkur- listans - heldur á það einnig við um allt ópólit- ískt fólk, sem hefur held- ur engin áhrif á ákvarð- anir í borginni. Og síðast en ekki síst á þetta við um hinn al- menna sjálfstæðismann, sem er heldur ekki spurð- ur. Hann heyrir fyrir kosn- ingar, borgarstjóra og hjálparmenn hans, tala um áætlanir og fram- kvæmdir á vegum borg- arinnar, og hvemig er tal- að til hans? Honum er tilkynnt að þetta sé svona og hinseg- in, þetta eigi að gera og hitt eigi að gera. Svona töluðu forðum gamal- dags kóngar og barónar sem ekkert tillit tóku til fólksins. Þeir sögðu bara, við einir vitum og ráðum. Svona er ennþá talað til Reykvíkinga. En vill hann stórfram- kvæmdir án útboðs, vill hann mörg hundmð pró- senta hækkun á fram- kvæmdum á bygginga- tíma, vill hann raunvem- lega nokkuð hafa þessa einkavinavæðingu? Vildi hann hækka skuldir borgarinnar að meðaltali um 2,5 milljón- ir hvem virkan dag ffá 1982. Ég efast um það. Hann var ekki spurður. Fyrir þetta fólk, venju- legt sjálfstæðisfólk, er Reykjavík líka lokuð borg. Meira að setja úrslit prófkjara þar sem fólkið sýndi vilja sinn em hun- suð. Éinkastjómendur ráða því sem öðm. Al- mennur flokksmaður má bara setja X á réttan stað á kjördag og loka borg- inni áfram næstu íjögur árin. Vilja Reykvíkingar nú að skuldir borgarinnar aukist um fimm milljónir hvem virkan dag á þessu ári, 1994, eins og einka- stjómendumir hafa ákveðið á kosningaári? Þeir em spurðir núna. Það er Reykjavíkurlist- inn sem spyr. Þetta er munurinn á opinni og lokaðri borg. Ekki lokuð sýnilegum virkismúmm, heldur ósýnilegum valdamúr- um, þó ekki ósýnilegri en svo að allir sem vilja geta séð þessa múra og allir geta áttað sig á því að þá múra má brjóta. Reykjavíkurlistinn vill opna borgina - Reykja- víkurlistinn hlustar og tekur góðum ráðum. Opin og Iýðræðisleg borg er það sem koma skal. Það er markmið Reykjavíkurlistans að auka valddreifingu í borginni, þannig að frumkvæði borgarbúa fái notið sín. Stjómkerfi borgarinnar verði fært til nútímahorfs, gert lýð- ræðislegra, ábyrgara og skilvirkara en nú er. I sameiningu skulum við öll opna þessa borg. Höfundur er viðskiptafræð- ingur og skipar 4. sæti Reykjavikurlistans í borgar- stjómarkosningunum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.