Alþýðublaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 14. apríl 1994 SKOÐANIR ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 PALLBORÐIÐ: Sigurður Pétursson Verkalýðshreyfíngin er í eðli sínu pólitísk. Uppruni hennar, tilgangur og saga sýna það og sanna. Mark- mið verkalýðsfélaga er að bæta kjör og öryggi vinn- andi fólks og um leið að auka jöfnuð og réttlæti í þjóðfélaginu. Eins og allir vita (eða ættu að vita) þá var Al- þýðuflokkurinn stofnaður sém stjómmálavettvangur verkalýðshreyfingarinnar. Hér á landi, eins og annars staðar, varð barátta launa- fólks fyrir auknum réttind- um og bættum kjörum ekki einungis háð við at- vinnurekendur, heldur einnig á sviði stjórnmála. Því voru og eru jafnaðar- menn í forystu verkalýðs- hreyfingar í velflestum löndum og forysta verka- lýðsfélaga starfar í nánum tengslum við flokka jafn- aðarmanna. Markmiðin eru í stómm dráttum hin sömu, baráttumálin samof- in og lykillinn að áhrifum byggist á stjómmálalegu og efnahagslegu valdi j afn aðar m an n afl okk a og verkalýðshreyfmgar. Gjáin milli hreyfínga launafóiks og jafnaðarmanna Áhrif verkalýðshreyf- ingar og jafnaðarstefnu hér á landi hafa verið og em veruleg. Þó er það stað- reynd að jafnaðarmenn hafa ekki haft jafn sterk áhrif á Islandi og víða í Evrópu. Nægir að nefna að áratugum saman hafa þeir ekki haft með höndum stjómarforystu í ríkis- stjómum landsins. Á sama tíma hafa áhrif jafnaðar- manna innan verkalýðs- hreyfingarinnar verið að minnka og um leið ber meira á sérsinnuðum skoð- unum einstakra hópa innan hreyfíngarinnar. Má benda á afstöðuna til EES, land- búnaðarmála og skatta- mála í því sambandi. Innan verkalýðshreyf- ingarinnar hefur gætt stöðnunar. Hreyfmgin hef- ur múrað sig inni í þröngu skipulagi og virðist ófær um að aðlaga það breyttum aðstæðum vegna innbyrðis togstreitu um völd og áhrif. Jafnframt skortir hana frumkvæði og afl til að bera fram breytingar í stómm málaflokkum eins og lífeyrismálum og hús- næðismálum, þar sem úr- bóta hefur verið þörf. Þar hafa jafnaðarmenn komið fram með hugmyndir til bóta, en verkalýðshreyf- ingin ýmist barist gegn þeim eða í besta falli verið hlutlaus. í þessu hafa birst allir vankantar og veikleik- ar þeirrar gjár sem liggur á milli hreyfmga launafólks og jafnaðarmanna hér á landi. „Innan verkalýðshreyfingarinnar hefur gætt stöðnunar. Hreyfingin hefur múrað sig inni í þröngu skipulagi og virðist ófær um að aðlaga það breyttum aðstæðum vegna innbyrðis togstreitu um völd og áhrif....Þar hafa jafnaðarmenn komið fram með hugmyndir til bóta, en verkalýðshreyfingin ýmist barist gegn þeim eða í besta falli verið hlutlaus. í þessu hafa birst allir vankantar og veikleikar þeirrar gjár sem liggur á milli hreyfinga launafólks og jafnaðarmanna hér á landi.“ Alþýðuflokkurinn þarf að líta í eigin barm Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur ís- lands - þarf að líta í eigin barm. Áhrif flokksins inn- an verkalýðshreyfingar- innar hafa aldrei verið minni en nú. Ofan á það bætist skeytingarleysi og sambandsleysi flokksfor- ystu og þeirra jafnaðar- manna sem standa í for- ystusveit launþegahreyf- ingarinnar. Sú staðreynd veikir bæði flokkinn og hreyfmguna. Því ástandi sem hér er lýst verður ekki breytt í einu vetfangi. Tengsl jafn- aðarmanna og verkalýðs- hreyfingar þarf að auka, með umræðu og starfi á vettvangi Alþýðuflokks- ins. Það mun leiða til betri stöðu flokks og hreyfingar; aukinna áhrifa jafnaðar- manna í þjóðfélaginu. Jafnaðarmannafélag ís- lands sem verður stofnað á Komhlöðuloftinu í Reykjavík í kvöld mun verða vettvangur umræðu um þetta mál og önnur í framtíðinni. Höfundur er sagnfræðingur. PETRISAKARI, maðurinn bak við uppgang Sinfóníuhljóiusveitar íslands snýr aftur: AÐALSTJÓRNANDI Sinfóníuhljómsveitar ís- Iands á tónleikum í gulri áskriftaröð í kvöld er enginn annar en Finninn Petri Sakari. Hann stýrði sveitinni um 5 ára skeið og náði frábærum ár- angri. Sá tími er mesti uppgangstími Sinfóníu- hljómsveitarinnar, sem stöðugt hefur aukið við hróður sinn, innanlands sem utan. -Sakari er aðalgesta- stjómandi hljómsveitar- innar í ár og verður án efa PETRI SAKARI, - rnaðurinn bak við betri Sinfóníu- hljómsveit stjórnar sínum gömlu félögum sem gesta- stjórnandi. aufúsugestur, bæði meðal hljómsveitarmanna sem og tónleikagesta, svo hæf- ur sem hann er. Sakari er nú aðalhljóm- sveitarstjóri Lohja hljóm- sveitarinnar í Finnlandi, auk þess að starfa sem gestastjómandi víða á meginlandinu og á Norð- urlöndum. Nýlega stjómaði hann uppfærslu Gautaborgar- ópemnnar á Töfraflaut- unni eftir Mozart. Einleikari annað kvöld er Guðríður Steinunn Sig- urðardóttir, píanóleikari, og er þetta í fyrsta sinn sem hún leikur einleik á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar. Guðríður Steinunn hefur hinsvegar verið einn aðalpíanóleik- ara hljómsveitarinnar þeg- ar á hefur þurft að halda og er því tónleikagestum kunn. Á efnisskránni annað kvöld er Sinfónía nr. 93 eftir Haydn, píanókonseil númer 5, ópus 103, eftir C.Saint Saéns, og tónlist fyrir strengi, slagverk og celsta eftir Bartok. Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands Flokksstjómarftmdur Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur ísiands - boðar til flokksstjórnarfundar laugardaginn 23. apríl 1994. Fundurinn verður haldinn í Borgartúni 6, Reykjavík, og hefst klukkan 10.15. Dagskrá auglýst síðar. Að venju er fundurinn opinn öllum flokksmönnum, en ef til atkvæðagreiðslu kemur hafa einungis kjörnir fulltrúar í flokksstjórn atkvæðisrétt. - Formaður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.