Alþýðublaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 14. apríl 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Sparisjóður Þórshafnar: Hagnaðurinn 13 milljónir á 50 ára afmælinu HAGUR Sparisjóðs Þórshafnar og nágrennís virðist traustur á hálfrar aldar afmæli sjóðsins. Afkoma síð- asta árs var góð og hagnaður af rekstri nam 12,9 milljónum króna. Eiginfjárstaðan batnaði enn á árinu og nemur eigið fé sjóðsins 91 milljón króna. Hreinar fjármunatekjur jukust milli áranna 1992 og 1993 um 11,7%. Þókn- anir og aðrar þjónustutekjur jukust um 8,7% og rekstrarkostnaður jókst um 8,6%. Starfsmenn voru að meðaltali fimm og laun og launagjöld em því sem næst óbreytt milli ára. Annar rekstrarkostnaður jókst um 18,6% og vegur þar viðhald fasteigna þyngst. Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfírði Aðalfundur Aðalfundur Kvenfélags Alþýðuflokksins í Hafnarfírði verður haldinn fímmtudaginn 14. april klukkan 20.30. Fundurinn verður í Alþýðuhúsinu við Strandgötu. Fundarstjóri: Jóna Osk Guðjónsdóttir. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. TiUögur til lagabreytinga. 3. Önnur mál. Kaffiveitingar. - Stjórnin. Alþýöublabiö sími 62-55-66 Þegar litið er til efnahags sparisjóðs- ins er staðan góð. Eigið fé hefur aukist um 20,45% milli ára og nemur 91 milljón króna. Eiginfjárhlutfall var í árslok 22,3% en var 20% í ársbyijun. Samkvæmt alþjóðlegum reglum um eigið fé banka og sparisjóða, svoköll- uðum BlS-reglum, má eigið fé spari- sjóðsins ekki nema lægri ljárhæð en sem svarar 8% af áhættugrunni, það er heildareignum sparisjóðsins og liðum utan efnahagsreiknings metnum sam- kvæmt reglum sem Seðlabanki íslands setur um einstaka liði. Þannig reiknað er eiginljárhlutfall Sparisjóðs Þórs- hafnar og nágrennis 38,2%. Innlán sparisjóðsins námu í árslok 1993 310,1 milljón króna en var 269 milljónir í árslok 1992 og höfðu því aukist um 15,3% milli ára. Heildarút- lán námu í árslok 326,4 milljónum og höfðu aukist um 11,5%. Afskrifta- reikningur útlána nam í árslok 11,8 milljónum króna. Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis var stofnaður 17. september 1944. Kosin hafði verið undirbúningsnefnd á aðalfundi Kaupfélags Langnesinga 1944 og lagði hún fram uppkast að samþykktum fyrir sparisjóðinn 17. september. Ásamt Kaupfélagi Lang- nesinga lögðu 39 einstaklingar fram stofnfé að upphæð samtals 10.500 krónur sem skiptist í 105 hluti á 100 krónur hver. I þessi 50 ára hafa aðeins verið Qórir sparisjóðsstjórar. Karl Hjálmarsson, Einar Ólason, Sigurður Tryggvason og Þorkell Guðfinnsson sem verið hefur sparisjóðsstjóri frá ár- inu 1987. Sveitarstjómarkosniiigar 1994 Alþýðuflokksins - verður haldin í Munaðamesi 15. til 17. apríl Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands hefur ákveðið að bjóða frambjóðendum og starfsfólki kosningamiðstöðva um allt land til kosninga- ráðstefnu helgina 15 til 17 apríl næstkomandi Ráðstefnan verður haldin í Munaðarnesi í Borgarfírði þar sem gestum gefst kostur á að dvelja eina eða tvær nætur í orlofshúsum BSRB á svæðinu. DAGSKRA: Föstudagur 15. aprfl. Kl. 16.00: Svæðið opnar. - Skráning þátttak- enda. Kl. 17.00-20.00: Framsögn og ræðumennska (fyrir byrjendur) -1. hluti. Arnór Benónýsson leikari. Kl. 20.00-24.00: Kratakvöld í sveitasælunni. Laugardagur 16. apríl Kl. 0730-08.00: Morgunvcrður. Kl. 08.00-10.00: Framsögn og ræðumennska. - n. hiuti. KI. 10.00-11.00: Umhverfismál. Össur Skarphéðinsson umhveifisráðherra. Bryndís Kristjánsdóttir blaðamaður. Kl. 11.00-12.00: Verkaskipting ríkis- og sveitar- félaga. Sigfus Jónsson framkvœmdastjóri. Tryggvi Harðarson, bœ.fuUtr. í Hafnarfirði. KL 12.00-13.00: Hádegisverður. Kl. 13.00-14.30: Atvinnu- og efnahagsmál. Margrét Björnsdóttir. aðstoðarm. iðnaðarráðh. Ágúst Einarsson. próf. við Háskóla íslands. Bjöm Sigurbjörnsson bœ.fulltr. á SauðárkrókL KI. 14.30-16.00: „Við VINNUM saman“. - Markviss kosningabarátta. Sigurður Eðvarð Amórsson kosningastjóri. Sigurður Tómas Björgvinsson Jramkvstj. Guðmundur Árni Stefánsson heilbrigðisráðh. Kl. 16.00-16.15 Kaffihlé. KL 16.15-17.00: ÚtivisL — Gönguferð. ■■ Kl. 17.00-18.00: Fjölskyldumál. - Málefni sveit- arfélaga. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. Bmgi Guðbrandsson aðstoðarm. félagsmálaráðh. Kl. 18.00-19.00: Hlé. Kl. 19.00-20.00: Kokteill fyrir þátttak- endur. Kl. 20.00-03.00: Hátíðarkvöldverður. - Skemmtun. - Dans. * Avarp: Rannveig Guðmundsdóttir varaformaður Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands. Búnaðarblús í A-dúr: Gísli S. Einarsson varaformaður landbúnaðarnefndar Alþingis þenur nikkuna. Veislustjóri: Stefán Friðjmnsson forstjóri. Sunnudagur 17. aprfl KI. 10.00-11.00: „Brunch“. - Sameiginlegur morgun- og hádegisverður. Kl. 11.00-12.00 Lífsstfllinn fram að kosningum. - Andlegt og líkamlegt atgervi frambjóðenda. Gizur Gottskálksson bœjarfuUtrúi í Garðabœ. KI. 12.00 Ráðstefnuslit. Þátttaka og gisting á kosningaráðstefnunni í Munaðarnesi er ÓKEYPIS og matur og kafli verða til sölu á mjög lágu verði. Sýnum samstöðu og fjölmennum í Munaðarnes undir kjörorðinu: „Við VINNUM saman“. Tilkynnið þátttöku strax hjá skrifstofum Alþýðuflokksins, Hverfisgötu 8-10. Sími: 91- 29244. Össur. Sigfús. Margrét S. Bjöm. Sigurður T. Jóhanna. Stefán. Amór. Bryndís. TryggvL AgúsL Sigurður E. Guðmundur Á. BragL 9 El Rannvcig. Gisli S. íflK Gizur. -J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.