Alþýðublaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ VINNA Fimmtudagur 14. apri'l 1994 Atvinnumál: Er styttri vinnuvika lausn atvinnulevsis? Vinnuveitendur eru þeirrar skoðunar að tillögur Kvennalistans á Alþingi myndu enn auka á atvinnuleysið STYTTING VINNUVIK- UNNAR er ein sú hugmynd sem víða hefur flogið sem lausn á atvinnuleysisvandan- um, meðal annars hefur sú hugmynd verið ítarlega rædd í Evrópulöndum. A Islandi gengu 9.500 manns atvinnu- lausir í janúar síðastliðnum. Atvinnuleysið er orðið þvflíkt þjóðarböl að því verður að mæta með öllum tiltækum ráðum. Það er því eðlilegt að rætt sé um að einhverskonar vinnumiðlun eigi sér stað. Vit- að er að fjölmargir eru að kafna undan álagi í störfum sínum, meðan aðrir hafa ná- , kvæmlega ekki neitt að gera. Kvennalistakonur fluttu þingsályktunartillögu þessa efnis seint á síðasta ári. Guðni Niels Aðalsteinsson, hagfræðingur Vinnuveitenda- sambands íslands, fjallar um þessa hugmynd í síðasta eintaki Stytting vinnuvikunnar er engin lausn á atvinnuleysi, og tillaga Kvennalistans mundi aðeins auka á atvinnuleysi, segir Guðni Ni- els Aðalsteinsson. Myndin er úr ritínu Af vettvangi. tímarits VSÍ, Af vettvangi. Hann telur lausn atvinnuleysis- ins ekki fólgna í aðgerðum sem þessum. „Sú hugmynd að leyfa fleir- um að njóta tiltækrar vinnu, læt- ur í fyrstu vel í eyrum og virðist vel til þess fallin að ná árangri, að ekki sé minnst á hversu sann- gjörn hún er. Sé inálið skoðað nánar kernur í ljós að svo fer víðs fjarri", segir Guðni Niels í grein sinni. Segir Guðni að með réttu megi segja að til skamms tíma megi auka atvinnu með því að deila henni á fleiri hendur, það er að stytta vinnutímann. En sá böggull fylgi skammrifi að þessi leið sé einungis fær ef launþegar eru tilbúnir til þess að sætta sig við samsvarandi launalækkun. Þar sé komin skýringin á því hvers vegna þessi aðferð hefur ekki verið reynd eins víða og ætla mætti. Telur Guðni Niels óráðlegt að GUÐNI NIELS AÐALSTEINSSON, liagfrœðingur Vinnuveit- endasambands Islands, fjallar um styttingu vinnuvikunnar í síð- asta eintaki tímarits VSI, Af vettvangi. Hann telur lausn atvinnu- leysisins ekki fólgna í aðgerðum sem þessum. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason stytta vinnuvikuna, jafnvel þó að það sé gert með skerðingu launa. Launalækkun fylgi minni kaupmáttur, minni neysla og fjárfestingar. Allt orsaki þetta enn frekari samdrátt í þjóðfélaginu. Að þvinga hæfan starfsmann til að vinna minna en hann sjálfur vill, leiði til minnkandi sveigjanleika á vinnumarkaði og ynni sannan- lega gegn kröfum um hag- kvæmni. Ekki fellst Guðni heldur á að stytta vinnutíma án skerðingar launa, eins og felst í tillögu Kvennalistans. Það sé ekki ann- að en launahækkun, sem sam- stundis framkalli hærra atvinnu- leysi. Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 Innlausnardagur 15. apríl 1994. 1. flokkur 1991 Nafnverð: Innlausnarverð: 1.000.000 kr. 1.361.946 kr. 100.000 kr. 136.195 kr. 10.000 kr. 13.619 kr. 3. flokkur 1991 Nafnverð: Innlausnarverð: — 1.000.000 kr. 1.211.869 kr. 500.000 kr. 605.935 kr. 100.000 kr. 121.187 kr. 10.000 kr. 12.119 kr. 1. flokkur 1992 Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 5.967.980 kr. 1.000.000 kr. 1.193.596 kr. 100.000 kr. 119.360 kr. 10.000 kr. 11.936 kr. 2. flokkur 1992 Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 5.874.321 kr. 1.000.000 kr. 1.174.864 kr. 100.000 kr. 117.486 kr. 10.000 kr. 11.749 kr. s Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. d*b HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ húsbréfadeild • SUÐURtANDSBRAUT 24 • I08 REYKJAVÍK • SÍMI 69 69 00 semja um afsláttarkjör innanlands: / • j t 25 hótel um land allt eru aðilar að samningnum FERÐANEFND Alþýðu- sambands íslands hefur gert samning við nokkra af stærstu aðilum í hótel- og ferðaþjón- ustu um verulega afslætti á gistingu og sérverð á ferðum innanlands í sumar. Alls cru 25 hótel um land allt aðilar að samningnum. Afslátturinn fæst gegn framvísun félags- skírteina verkalýðsfélaganna innan ASÍ. Markmiðið með samningnum er meðal annars að auka mögu- leika íslendinga til að ferðast um eigið land í .sumar og leggja þannig grunn að auknum ferða- iögum landsmanna innanlands allt árið. Markmiðið erjafnframt að stuðla að aukinni atvinnu í ferðaþjónustu og tengdtim greinum hér á landi. Aðilar að samningnum eru fjögur hótel í Reykjavík, Hoii- day Inn, Hótel Esja, Hótel Loft- leiðir og Hótel Óðinsvé, átta Eddu- hótelanna, Regnbogahót- elin fyrir hönd tíu hótela víða unt land, Hótel Bifröst í Borgar- firði, Hótel Flúðir og Nesbúð á Nesjavöllum. Auk þess er í samningnum boðið upp á ferðir innanlands á hagkvæmu verði, en aðildarfclögum ASÍ gefst kostur á að ganga inn í tilboðin og setja upp lerðir á eigin veg- uin á þessum skilinálum. Flest hötelin bjóða upp á til- boðsrétti SVG sem nteðal ann- ars fcla í sér sérmatai-verð týrir böm. Vonast er til að samningurinn geti orðið grunnur að nýju við- horfi íslendinga til ferðalaga bæði að sumri og vetri. Alþýðu- sambandið mun standa fyrir víðtækri kynningu á hinum ódýru térðakostum innanlands og er vonast til að félagsmenn í Alþýðusambandsfélögunum nýti sér þennan hagkvæma samning í sumar. Alls er félags- menn í aðildarfélögum ASÍ um 65 þúsund talsins. Bæklingi um afsláttarkjör til ASI-fólks í sumar hefur verið dreilt til allra aðildarfélaga auk þess scm hann mun liggja frammi í orlofshúsum félag- anna. Meðfylgjandi ntynd var tekin við undirskrift samningsins í fynadag. ■ Alþýðublaðsmynd / EinarÓlason /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.