Alþýðublaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 S k o ð a n i r MMDUBUDIB 20905. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Rrtstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Einsflokkss tj órn tekur við völdum Helsti sigur kosninganna 8. apríl fólst í því að ríkisstjóm Al- þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks hélt velli, þvert á allar spár og kannanir. Það var því eðlilegt að forystumenn stjómarflokk- anna ræddu áframhaldandi samstarf - einsog þeir höfðu gefið fyrirheit um í kosningabaráttunni. Alþýðuflokksmenn gengu til viðræðna við sjálfstæðismenn af fullum heilindum enda náði ríkisstjómin verulegum árangri á síðasta kjörtímabili í möigum veigamiklum málum. Sjálfstæðismenn reyndust því miður leika tveimur skjöldum frá upphafi viðræðna, og stóðu afar óheiðarlega að málum. f síðustu viku gekk Halldór Ásgrímsson á fund Jóns Baldvins Hannibalssonar til að kanna hug alþýðuflokksmanna til mynd- unar vinstri stjómar. Halldór og ífamsóknarmenn höfðu í kosn- ingabaráttunni afdráttarlaust lýst yfir því, að vinstri stjóm und- ir forsæti Framsóknar yrði fyrsti kostur þeirra og því var eðli- legt að þeir leituðu hófanna hjá Alþýðuflokknum. Stjómarand- stöðunni var hinsvegar gert ljóst, að á meðan viðræður Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks stæðu yfír, væri útilokað að ræða önnur stjómarmynstur. Þetta vora eðlileg - og heiðarleg - við- brögð af hálfú Alþýðuflokksins. En Halldór Ásgrímsson fékk jafnframt að vita, enda tæpast mikið launungarmál eða undmn- arefhi, að ef uppúr slitnaði milli Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks, væm alþýðuflokksmenn reiðubúnir að skoða aðra kosti - ekki síst vinstri stjóm undir forsæti Halldórs Ásgrímssonar. Mikill meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflökksins var hlynnt- ur áframhaldandi stjómarsamstarfi við Alþýðuflokkinn, en sterk öfl hafa hinsvegar fyrir hvem mun viljað slíta samstarfi flokkanna. Það vekur óneitanlega nokkra furðu, að Davíð Oddsson skuli að lyktum hafa látið ffamsóknararm Sjálfstæðis- flokksins segja sér fyrir verkum. Hitt er þó ffemur rannsóknar- efhi, hvemig formaður Sjálfstæðisflokksins ætlar að réttlæta þau óheiðarlegu vinnubrögð sem hann beitti síðustu daga. í ijölmiðlum í gær töldu forystumenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að fátt standi í vegi fyrir því að samningar náist. Það em Ktil tíðindi. Milli þessara flokka er enginn hug- myndaffæðilegur ágreiningur af neinu tagi, samstjóm þeirra kemst býsna nálægt því að vera hreinræktuð einsflokksstjóm. Sjálfstæðismenn gengu fullkomlega stefnulausir til kosninga og neituðu einfaldlega að taka afstöðu í öllum mikilvægustu málaflokkum. Stefna þeirra í landbúnaðarmálum, sjávarútvegs- málum, Evrópumálum og ríkisíjármálum er óskrifað blað. Framsóknarmenn ráku kosningabaráttu sem einvörðungu mið- aði að því, að sannfæra þjóðina um að Halldór Ásgrímsson yrði betri forsætisráðherra en Davíð Oddsson. Nú er að vísu komið á daginn að Halldór hefur ekki í sér pólitískan manndóm til að takast á við embætti forsætisráðherra, og vísar á bug beiðni Kvennalista, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks um stjómar- myndunarviðræður. Helmingaskiptastjóm íhaldsins og afturhaldsins í íslenskum stjómmálum virðist því miður staðreynd. Það þýðir í reynd að öll markviss stefnumótun er sett í bið og framtíðin tekin af dag- skrá. Stjómarmyndunar 1995 verður einkum minnst fyrir tvennt: Óheilindi og óheiðarleika forystu Sjálfstæðisflokksins og kjarkleysi formanns Framsóknarflokksins. Endursýning á svarthvítri hrollvekju Ef Páll Pétursson verður ráðherra eru það vissulega pólitísk stór- merki, og reyndar miklu meira til: það er áþreifanlegasta sönnun sem fengist hefur fyrir lífi eftir dauðann. þó. Því verður að vísu illa trúað á kröftuga þingmenn Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum að þeir til- einki sér á einni nóttu Reykásisma í pólitík. Varla una þeir sér vel til lengdar í framsóknarfjósinu. Og hvað segja framsóknarmenn- imir sem ráku heila kosningabaráttu útá þau skilaboð ein tíl þjóðarinnar að Halldór Ásgrímsson yrði langtum betri forsætísráðherra en Davíð Oddsson? Ég átti því láni að fagna í kosningabaráttunni að hlýða á Guðna guðspjallamann Ágústsson setja á langar tölur iyrir sunnlenska kjósendur um þá dýrð sem í vændum væri - þegar heilagur Halldór hefði leyst Dabba af hólmi. Nú leiða framsóknarmenn Davíð á nýjan leik tíl hásætís. Leyfið mér að benda á einn sögulegan punkt: Ef að líkum lætur verður Davíð Odds- son fyrstí forsætisráðherra lýðveldis- ins sem situr samfellt í átta ár. Þökk sé maddömu Framsókn. En við vomm að tala um Guðna Ágústsson. Það var óneitanlega hug- ljúft að fylgjast með pólitísku til- hugalífi hans og Þorsteins Pálssonar í kosningabaráttunni. Aldrei vék Þorstein stöku styggðaryrði að Framsóknarflokknum - sem helgast að vísu af því meðal annars að sjáv- arútvegsráðherrann eyddi jafnvel meiri tíma en sjálfur Haukdal í að út- húða Alþýðuflokknum. Og þá er nú langt til jafnað. Það var kostulegt að heyra fokvondan Þorstein lýsa yfir því, á bændafundi austur á Hvoli, að mestur hugmyndafræðilegur ágrein- ingur í íslenskum stjómmálum væri millum Alþýðuflokks og Sjálfstæð- isflokks. Ekki skil ég afhverju Þorsteinn var svona pirraður: jafnan mæltum við tíl hans hlýlega, frambjóðendur Al- þýðuflokksins, - enda megum við jafnaðarmenn ekkert aumt sjá. En svona eftír á að hyggja: trúlega var jþetta hárrétt hjá Þorsteini. Lík- lega em engir flokkar í íslenskum stjómmálum jafh ólíkir og Alþýðu- flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn. Það helgast af því að Sjálfstæðis- flokkurinn er stefnulaust skrímsl, pólití'skur dínósár sem fyrir einhvem misskilning er enn á vappi. Alþýðuflokkurinn hefur stefnu. Kannski ern það mestu mistök flokksins. (Á fundi austur í sveitum sagði mér góðhjartaður bóndi að af- drifaríkustu feilar alþýðuflokks- manna væm tveir: Forystumenn flokksins tala of hratt, og þeir em of steftiufastir. Og þessi kunningi minn bentí á Guðna Ágústsson og Þorstein Pálsson tíl samanburðar: Þeir tala löturhægt, langtímum saman, um ekki nokkum skapaðan hlut. Og, verður að játast, fengu dijúgum meira fylgi en vélbyssukjaftar krata.) Nóg um lífsreynslusögur af Suð- urlandi. Á allra næstu dögum verður geng- ið ffá nýju ríkisstjóminni. Nú em þeir að víla og díla, og við skulum barasta fylgjast með. Þeir era auðvit- að ekki að vfla um stefnumál eða dfla um leiðir. íhaldið og afturhaldið þurfa ekki að eyða ti'ma í stefnumót- un. Nú sitja þeir og skipta ráðuneyt- um. Stólum. Einhversstaðar situr harla glaður Páll Pétursson og bíður þess að verða 104. ráðherra íslenska lýðveldisins. Við væntum þess að fyrsta tillaga ráðherrans nýja snúist um að sjón- varpið verði aftur í sauðalitunum. Og svo hefst hæg og seindrepandi end- ursýning á hrollvekjunni um ástír íhajds og afturhalds. Á maður að gratúlera? D a q a t a I 19 r í I Út og suður um nýja fjósamanninn hjá maddömu Framsókn, sjónvarp í sauðalitum og sitthvað fleira. Á maður að gratúlera: íhaldið og afturhaldið í íslenskum stjómmálum féllust í faðma á föstudaginn langa meðan Jón Baldvin var gmnlaus að spássera með Kínamanninum. Og hvort er þetta farsi eða harm- Einsog gengur| leikur? Davíð Oddsson orðinn fjósa- maður hjá maddömu Framsókn og Páll frá Höllustöðum á leið í stjóm- arráðið. Ef Páll Pétursson verður ráðherra em það vissulega pólitísk stórmerki, og reyndar miklu meira til: það er áþreifanlegasta sönnun sem fengist hefúr fyrir lífi eftir dauðann. Pálí er að vísu fjörkálfur og gleðipinni, ein- sog alþjóð veit, en það er langt um liðið síðan pólitískt dánarvottorð hans var gefið út. Við verðum víst að láta okkur nægja að halla okkur aftur og horfa á sjónleikinn. Tekst Ólafi garminum Einarssyni að skæla sig inn í nýja ríkisstjóm? Og hvað verður þá um félaga Bjöm Bjamason, sem loksins sér hilla undir að fom draumur hans rætist um utanríkisráðuneyti án Jóns Baldvins. Bjöm Bjamason átti að vísu ekki að verða utanríkisráðherra strax. Þar hlammar sér Halldór Ás- grímsson enda hefúr spurst að hann tali norsku reiprennandi. Og hvað verður um Þorstein Páls- son? Getur hugsast að sá maður sem síðustu misseri hefur veitt óðals- bóndanum á Höllustöðum harða samkeppni sem mestur framsóknar- maður á Islandi fái ekki að verða ráðherra? Davíð er ekki orðinn al- valdur ennþá í Sjálfstæðisflokknum, og verður það aldrei meðan beiskur og samansúrraður Þorsteinn heldur áfram að þvælast fyrir honum. Auð- vitað vill Davíð sparka Þorsteini út í hafsauga, og sú vitneskja er kraftur- inn sem knýr Þorstein áffam. Þor- steinn er búinn að vera forsætísráð- herra, hann er búinn að vera formað- ur Sjálfstæðisflokksins, hann er bú- inn að vera í þeirri aðstöðu að velja sér ráðherraembætti, hann er búinn að vera... Ekki alveg. Endalok stjómmála- ferils Þorsteins Pálssonar em lang- dregnari en samanlagðar bíómyndir Rússa. Steini verður áfram um borð. Og hvað gera galvaskir sjálfstæð- ismenn á fjörðum vestur? Einar Kristínn og Einar Oddur skófu ekki utanaf hlutunum í kjamyrtum útlist- unum á dugleysi sjávarútvegsráð- herrans og spömðu ekki heldur köf>- uryrðin í garð Framsóknar. Þetta var að vísu fyrir kosningar. Nú berast varfæmislegar véfréttír frá Einumm. Ætla þeir að styðja rík- isstjóm Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknar? Kannski. Kannski ekki. Og Atburdir dagsins 1246 Hundrað drepnir á Haugsnessfundi, mannskæðustu orrustu á íslandi. Þar átt- ust við Brandur Kolbeinsson og Þórður kakali. 1882 Charles Darwin, höfúndur þróunarkenningarinnar, deyr. 1917 Leik- félag Akureyrar stofnað. 1956 Rainer fúrsti af Mónakó gengur að eiga kvik- myndastjömuna Grace Kelly. 1988 Rff- lega 9 milljónir dollara greiddar fyrir demant á uppboði hjá Sotheby’s í New York. Afmælisbörn dagsins Jayne Mansfield bandarísk kvikmynda- stjama og kynbomba, 1933. Dudley Moore Ieikari, 1935. Murray Perahia píanósnillingur frá Chile, einkum kunnur fyrir túlkun sína á Mozart, 1947. Annálsbrot dagsins Maður bráðkvaddur við Mývatn, sótti vatn handa lömbum sínum og dó á vatns- veginum. Maður hengdi sig á Þingeyrum í fjósi. Annar skar sig á háls þar nálægt. Einn lærbrotnaði í sömu sýslu. Annar fót- bromaði. Bam fæddist í ísafjarðarsýslu, var leon að mitti, var ei grafið að kirkju. Málsháttur dagsins Seint mun svín að sólinni gá. Heilræði dagsins Ég held mikið upp á eld. Það á ekki að liggja á misheppnuðum handritum, þetta snatt í þau er óskaplega leiðinlegt. Bara brenna. Gunnar Gunnarsson rithöfundur. Orð dagsins Hafðu í lúni hófá þér, hœglega kann að skeika. Gleðibyrinn böls á sker, ber þittfleyið veika. Steingrímur Thorsteinsson. Skák dagsins Nágrannalöndin við Svartahaf, Búlgaría og Rúmem'a, hafa marga hildi háð á skák- borðinu. Fremsti skákmaður Búlgara er Kiril Georgiev sem sló komungur f gegn. Hann er í hópi bestu skákmanna heims, þótt eklu hafi honum auðnast að ná á toppinn. f skák dagsins tekur hann Florin Gheorghiu í gegn: Florin þessi er einn af hinum óptúttnu stórmeistumm Rúmena. Kiril hefúr hvítt og á leik. 1. c5+! Kxc5 2. Hcl+ Kd6 3. Hc6+ Ke7 4. Ha7+ Kf8 5. Hd6 og hér gafst Florin upp enda fastur í neti Búlgarans herskáa. JÓN ÓSKAR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.