Alþýðublaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 U t I ö n d „Vandamálið er samningur, sem Sovétríkin sálugu höfðu á sínum tíma gengið frá, sem kveður á um að Sovétríkin seldu írönum allt sem þarf til byggingar stórs kjarnorkuvers. ... Bandaríkjamenn leggja nú hart að Rússum að slíta samningnum." Jeitsín og Clinton: Þann 9. maí næstkom- andi fagna þeir saman í Moskvu sigrinum í heims- styrjöldinni fyrir 50 árum. Þótt kalda stríðið sé löngu iiðið eiga forsetarnir nú erf- iðar viðræður fyr- ir höndum. ■ Samband Rússland og Bandaríkjanna Kjarnorkuhugmyndir írana setja strik í reikninginn Ljóst er að margvísleg ágreiningsefni eiga eftir að koma upp í viðræðum Clinton og Jeltsín en þeir hittast 9. maí vegna 50 ára afmælis stríðsloka. Samband Rússlands og Banda- ríkjanna, sem viðurkennt er að verði að dafna, ef takast á að koma á nauðsynlegum efnahags- og lýð- ræðisumbótum í Rússlandi, hefur kólnað verulega síðan Tétsjeníu- stríðið hófst. Clinton Bandaríkja- forseti hugleiddi að aflýsa heim- sókn sinni til Moskvu í tilefni af há- tíðahöldum þar vegna 50 ára afmæl- is stríðslokanna, þann 9. maí næst- komandi. Þrátt fýrir þennan fyrir- vara er nú ákveðið að Clinton verði viðstaddur hátíðahöldin og eigi fund með Jeltsín Rússlandsforseta. Það liggur nú þegar fyrir, að við- ræður þessara tveggja mestu her- velda heims verða erfíðar. Auk Tét- sjeníu-málsins hefur nú bæst við ágreiningsefnin; Bóris Jeltsín lýsti því yfir nýlega, að hann teldi að erf- iðasta málið á fundinum yrði Iran. Vandamálið er samningur, sem Sovétríkin sálugu höfðu á sínum tíma gengið frá, sem kveður á um að Sovétríkin seldu írönum allt sem þarf til byggingar stórs kjamorku- vers. Upphæðin sem íranir voru til- búnir til að greiða Sovétmönnum fyrir greiðann nemur einum millj- arði bandaríkjadala. Bandaríkja- menn leggja nú hart að Rússum að slíta samningnum. í aprílbyijun flaug William Perry, vamamála- ráðherra Bandaríkjanna, til Moskvu til að telja Kremlverja á að selja ír- önum enga kjamorkutækni. Á aðal- röksemd hans - hinir olíuríku franir þyrftu ekki á kjamorku að halda til firiðsamlegra nota - var hins vegar ekki hlustað. Upplýsingar fengnar eftir leyniþjónustuleiðum um að ír- anir hefðu nú þegar komist yfir bún- að til smíði kjamorkuvopna var vik- ið til hliðar. Rússar em staðráðnir í að efna samninginn. Þeir segjast ekki sjá þá hættu á að írönum yrði kleift að kjamorkuvígbúast innan fárra ára sem Bandaríkjamenn halda fram. Rússar segja bestu sönnunina fyrir því að frönum geti ekki gagnast kjamakljúfurinn sem þeir hyggist kaupa af Rússum til kjamorkuvopnasmíði vera þá, að sá kjamakljúfur sem bandarískt-suð- urkóreskt-japanskt fyrirtæki hafi boðist til að smíða í Norður-Kóreu sé af sams konar „saklausri" gerð. Rússar segjast ekki síður áhuga- samir um að hindra útbreiðslu kjamorkuvígbúnaðar en Banda- ríkjamenn. Deilumar við Bandarík- in um þennan samning við íran snú- ist hins vegar ekki lengur um það, heldur séu Bandaríkjamenn að reyna að notfæra sér aðstöðu sína nú til að bola Rússum út af hinum alþjóðlega markaði með friðsam- lega kjamorkutækni. Við slíkt geti þeir ekki unað. Rússar nefna ekki sjálfir aðra ástæðu, sem þeir hafa fyrir að halda í samninginn við írani. Hún er sú, að þeir vilja með því að standa við samninginn múta Irönum til að við- urkenna að allt Kákasus- og Kaspía- hafssvæðið, með sínum ríku olíu- lindum, sé á hagsmunasvæði Rúss- lands. Þessi ágreiningur Rússlands og Bandaríkjanna er ekki góðs viti með tilliti til tveggja annarra mikilvægra mála sem varða bæði Rússland og Vesturlönd. í fyrsta lagi hóta Rússar að segja upp samkomulaginu um hefðbundinn herafla í Evrópu, sem nú er í gildi milli NATO-ríkjanna og Rússlands, ef NATO stækkar lengra í austur. Og svo lengi sem framtíð NATO er óljós mun þing Rússlands ekki staðfesta START-2 samninginn, sem kveður á um enn frekari niðurskurð á kjamorkuvíg- búnaði bæði Rússlands og Banda- ríkjanna. „Það mun verða mjög erf- itt að útskýra fyrir rússneskum al- menningi að við eigum að halda áfram afvopnun þegar í vændum er að stærsta hemaðarvél heimsins færist nær landamærum okkar“ seg- ir Vladimir Lukin, formaður utan- ríkismálanefndar neðri deildar rúss- neska þingsins. I desember fara ffam þingkosn- ingar í Rússlandi. Enginn reiknar nú með því að ftjálslyndir menn eins og Lukin fari vel út úr þeim, og þar sem ekki er gert ráð fyrir að takist að staðfesta START-2 samninginn fyrir kosningar er orðið mjög ólík- legt að nokkuð verði af staðfesting- unni. au-a / Byggt á The Economist Eiga ráðamenn að taka hatt sinn og staf verði þeir uppvísir af hjúskaparbroti? Barbara Cartland, 92 ára rit- höfundur: „í gamla daga átti fólk í ástarævintýrum en það talaði bara enginn um þau. Þú hagaðir þér eins og séntilmenni á almannafæri og þagmælska var lykilatriði." Camille Paglia, 47 ára rithöf- undur: „Ég kýs að sjá þetta í gegn- um ítölsk gleraugu. Sýni pólitíkus á sér einhverjar hliðar Erosar stækkar það hann einungis og gerir hann mannlegri. I Vamps and Tramps sagði ég um Bill Clinton: „Ég er fyrir mjög fijáls- lynda forseta. Ef hann fer út og pikkar upp píu þá tek ég ofan fyrir honum.“ Engilsaxnesk menning er allt of siðsöm.“ Sir Bernard Ingham, 62 ára blaðafulltrúi Margrétar Thatc- her: „Það fer eftir aðstæðum hverju sinni og hvort hægt er að ef- ast um það hvort þeir geti sinnt sínu starfi. Ef Pennant-Rea hefði kosið að sitja áfram þá hefði það reynst honum erfitt. Það að hann hafi verið að daðra innan landa- mæra Englandsbanka bregður efa á dómgreind hans.“ Richard Ingrams, 57 ára rit- stjóri The Odie: „Það er ekki hægt að setja ófrávíkjanlegar reglur hvað þetta varðar. En ef ímynd þeirra hefur beðið skipbrot, eins og var með Rupert Pennant-Rea, þá eiga þeir að fara. Það mál allt er til þess fallið að hann virðist algjör vitleysingur." Bienvenida Sokolow, 37 ára greifynja og rithöfundur, en sam- band hennar við Sir Peter Hard- ing ráðuneytisstjóra vamarmála- ráðuneytisins leiddi til uppsagnar hans: „Þeir eiga skilið að fjúka - það þýðir ekki að boða eitt og gera annað. Maður sem yfirgefur konu sína mun búa við sömu vandamál gagnvart vinnunni - honum er ekki treystandi. En þann sem hefur hug- rekki til að bera að koma fram op- inberlega og viðurkenna að honum hafi orðið á mistök ber að virða. Annars virðast mér þessar upp- sagnir vera einskonar æfingar í al- mennatengslum. Þeir mála sjálfa sig upp sem einhveija píslarvotta, almenningur virðir þá og alltaf koma þeir aftur og þá í stærri og feitari stöðum." Claire Rayner, 64 ára þjáninga- frænka: „Það er ekki kynlífið sem slfkt eða hjúskaparbrotið sem skiptir máli í þessu sambandi held- ur skortur á heiðarleika. Lygi í einkalífinu er ekki gott veganesti því hún getur hæglega komið niður á hæfni þeirra til að sinna staríi sínu. Og ef flokkurinn gefur sig út fyrir að standa vörð um siðlega viðhorf þá á að dæma meðlimi hans út frá þeim gildum." Claude Angeli, 63 ára ritstjóri franska blaðins Le Canard Encha- iné: „I Frakklandi hafa opinberir þjónar aldrei þurft að standa frammi fyrir slíkum ásökunum frá yfirgefnum konum. Ef sú væri reyndin þá væri uppsagnaflóð. Pressan í Frakklandi er þagmæl- skari og það verður ekki séð að ástandið hér sé verra en f Bret- landi." jbg / Byggt á The European Magazine. Rupert Pennant-Rea: Enn einn íhaldsþingmaður breskur sem þarf að segja af sér vegna kyn- lífshneykslis.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.