Alþýðublaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 8
4:V * < ^ V . 'mWFILL/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 MÞYÐUBUOIÐ VWREVFftZ/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 Miðvikudagur 19. apríl 1995 59. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■ Sjálfstæðisflokkurinn sýndi aldrei heilindi í stjórnarmyndunarviðræðum við Alþýðuflokkinn. „Þetta voru málamyndaviðræður, yfirbreiðsla, meðan alvöruviðræðurfóru fram við Framsóknarflokkinn," segir Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins í viðtali við Sæmund Guðvinsson Viðræður byrjuðu á laun í síðustu viku Davíð Oddsson virti ekki leikreglur og Halldór Ásgrímsson blekkti Alþýðubandalag og Kvennalista. Vinstra vori Ólafs Ragnars Grímssonar var andvana fætt og kjósendur létu blekkjast af fagurgala Jóhönnu Sigurðardóttur. „Þetta gef- ur mönnum innsýn inn í íslensk stjórnmál og er merkileg fót- nóta við fimbulumræðuna um nauðsyn siðbótar í íslenskum stjórnmálum sem einkum var nú haldið uppi af forystumönn- um stjórnarandstöðuflokkanna og einstökum talsmönnum Sjálfstæðisflokksins," segir Jón Baldvin. Ögurstund: Jón Baldvin Hannibalsson svarar spurningum fréttamanna að afloknum fundi ríkisstjórnarinnar í gær. A- mynd: E.ÓI. „Við Alþýðuflokksmenn virtum þær leikreglur sem gilda í samskiptum siðaðra manna og komum frá þessu með óflekkaðan skjöld. Það er ljóst að Davíð Oddsson virti ekki þær leik- reglur. Reyndar liggur nú ljóst fyrir að fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks hafa byijað sín samtöl á laun í síðustu viku án þess að frá því væri skýrt á sama tfma og haldið var uppi málamyndaviðræðum en ekki málefnaviðræðum við Alþýðuflokk- inn,“ sagði Jón Baldvin Hannibals- son, formaður Alþýðuflokksins, í við- tali við Alþýðublaðib í gær. „I kosningabaráttunni varaði ég og aðrir frambjóðendur Alþýðuflokksins við því að ónógur styrkur Alþýðu- flokksins yrði ávísun á nýja ríkisstjóm framsóknarmanna tveggja flokka. Ég sagði skýrt og skilmerkilega að vinstra vorið hans Olafs Ragnars væri and- vana fætt og þess vegna væri bara einn kostur fyrir hendi fyrir þá frjálslynda og umbótasinnaða kjósendur sem vildu tryggja áframhaldandi umbætur á íslensku þjóðfélagi. Það væri að gefa Alþýðuflokknum nægan styrk til þess að tryggja stjómarsetu hans áfram. Þrátt fyrir árangursríka kosninga- baráttu tókst okkur ekki að rétta okkar hlut. Fylgi milli 11 og 12 prósent er ekki nóg til þess að halda umbótunum áfram í íslensku þjóðfélagi. Það er at- hyglisvert fyrir þá kjósendur sem létu heillast af fagurgala Jóhönnu Sigurð- ardóttur að það eina sem uppúr því brölti hefur hafst er að leiða framsókn- armenn til öndvegis í stjómarráðinu, innsigla þannig óbreytt ástand og kæfa í fæðingu vonir frjálslyndra manna um áframhaldandi umbætur. Þetta ernú sá pólitíski boðskapur sem máli skiptir,“ sagði Jón Baldvin. Það eru á kreiki fréttir um að ýmsir hafi leikið tveim skjöldum í aðdraganda viðræðna Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. „Þessa stundina er rætt mikið um óheilindi í stjómmálum. Ekki síst varðandi þá sem stóðu fremstirí flokki að boða siðbót í stjómmálum á sein- asta kjörtfmabili. Ólafur Ragnar Grímsson og Krist- ín Astgeirsdóttir halda því fram að Halldór Ásgrímsson hafi aldrei sagt jjeim alla söguna um samtal okkar Halldórs mánudaginn eftir kosningar. Það er að segja, þau svör mín að ef Sjálfstæðisflokkurinn sliti stjómar- myndunarviðræðum og hafnaði sam- starfi við Alþýðuflokkinn væmm við reiðubúin til að mæla með því að hann fengi stjómarmyndunarumboð. Þau segja að Halldór hafi einungis túlkað þennan fund á þann veg að Alþýðu- flokkurinn hefði ekki áhuga á slíku stjómarsamstarfi." En því er haldið fram að Alþýðu- bandalagið hafi viljað viðræður við Sjálfstæðisflokkinn? „Halldór Ásgrímsson segir að í síð- ustu viku hafi hann fengið það upplýst frá mönnum sem hann taki mark á, að Alþýðubandalagið hefði gert Sjálf- stæðisflokknum tilboð um stjómar- samvinnu. Ólafur Ragnar Grímsson neitar því og tínir til Ijarvistarsannanir: Veikindi sín, Svavar Gestsson í Dyfl- ini, Ragnar Arnalds á Spáni og Steingrímur J. Sigfússon í Þistilfirði, sem vekur upp spuminguna um hvort sjálfstæðismenn hafi komið þeim boð- um til Halldórs, án þess að það væri sannleikanum samkvæmt, til þess að hræða hann til samstarfs við sig á þeim forsendum að Alþýðubandalagið sæti á svikráðum við Framsókn." Þá er komið að hlut Davíðs Odds- sonar í þessarí fléttu. Hvemig kem- ur hans hlutur þér fyrir sjónir? „Þriðji kafli lýtur svo að framgöngu Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Það er upplýst og staðfest bæði af hon- um sjálfum og Halldóri Ásgrímssyni að þeir hafi átt fund á sunnudagskvöld án vitundar formanns Alþýðuflokks- ins og það hafi verið stjómarmyndun- arviðræður. Halldór hefur upplýst að á þeim fundi hafi hann heitið Davíð Oddssyni því að nefna hann til sög- unnar til stjómarmyndunarumboðs ef hann sliti ríkisstjóminni. Davíð Odds- son hafði ekki fyrir því að segja for- manni Alþýðuflokksins frá því. Hann reynir að rétta sinn hlut með því að segja að hann hafi áskilið sér rétt til þess að tala við forystumenn annarra flokka og að hann hafi í símtali sem Sighvatur Björgvinsson átti við hann síðla dags á sunnudag sagt honum að hann hefði í hyggju að ræða við Hall- dór Ásgrímsson." „Kjami málsins er sá að þær leik- reglur em yfirleitt hafðar í heiðri í samskiptum siðaðra manna, að meðan stjómarmyndunarviðræður fara fram með formlegum hætti, ég tala nú ekki um milli fyrrverandi samstarfsflokka og undir verkstjóm forsætisráðherra, þá sé virt að stjómarmyndunarviðræð- ur fari ekki fram samtímis á laun. Við Alþýðuflokksmenn höfum virt þær leikreglur og komum ffá þessu með óflekkaðan skjöld. Það er ljóst að Dav- fð Oddsson virti ekki þær leikreglur. Reyndar liggur nú Ijóst fyrir að fulltrú- ar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks hafa byrjað sín samtöl á laun fyrr í vikunni án þess að frá því væri skýrt á sama tíma og haldið var uppi máiamyndaviðræðum en ekki mál- efnaviðræðum við Alþýðuflokkinn. Þetta gefur mönnum innsýn inn í ís- lensk stjómmál og er merkileg fótnóta við fimbulumræðuna um nauðsyn sið- bótar í íslenskum stjómmálum sem einkum var nú haldið uppi af foiystu- mönnum stjómarandstöðuflokkanna og einstökum talsmönnum Sjálfstæð- isflokksins," sagði Jón Baldvin. Margir stóðu í þeirri trú að Hall- dór Ásgrímsson mundi reyna myndun vinstri stjómar ef' hann fengi tækifærí til þess? „Að loknum kosningum stóð það upp úr að stjómarflokkamir höfðu haldið velli. Fyrir kosningar höfðu þeir sagt að ef þannig færi teldu þeir rétt að stjómarflokkamir ræddust fýrst við og freistuðu þess að semja sín í milli um nýjan stjómarsáttmála. Freistuðu þess þar með að gera trúverðugan þann málflutning sinn að meginmálið væri að varðveita þann stöðugleika sem þessi ríkisstjóm hafði komið til leiðar. Fyrir kosningar sagði Halldór Ás- grímsson kjósendum sínum að hann myndi, fengi hann styrk til, fyrst leita til stjómarandstöðuflokkanna á þingi þótt hann útilokaði ekki tveggja flokka stjóm. Nú er upplýst að hann hafði í hendi sér stuðning meirihluta þings, 34 þingmanna, til þess að freista stjómarmyndunar undir sinni forystu og hefði þess vegna getað efnt kosn- ingaloforð sitt, en hafnaði því þegar á reyndi." En voru viðræður Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks komnar eitt- hvað áleiðis? „Að því er varðar málefni er það svo að stjómarflokkamir héldu sína þingflokksfundi á mánudegi eftir kosningar. Niðurstaða beggja var að stjómin hefði haldið velli og fyrsta mál á dagskrá væri að efna til málefnavið- ræðna milli flokkanna. Á fundi okkar fjögurra, mín Sighvats, Davíðs og Friðriks Sophussonar í hádeginu á þriðjudag var sú málefnavinna kort- lögð. Af okkar hálfu vom þar nefndir eftírtaldir málaflokkar: Framkvæmd GATT-samningsins, vegna þess að við emm samkvæmt samningnum skuldbundnir til að til- kynna Alþjóðaviðskiptastofnuninni fyrir 1. júlí hvemig við hyggjumst standa við samningsskuldbindingar okkar. í tengslum við það nefndi ég land- búnaðarmál. Ég hafði fyrir kosningar látið vinna hagfræðilega úttekt á því hvaða áhrif afnám á ffamleiðslutengd- um beingreiðslum hefðu á afkomu þeirra bænda sem verst em settir, sauðfjárbænda og kúabænda. Síðdegis á þriðjudaginn sendi ég samráðherrum mínum þessa greinargerð. Þá vom sjávarútvegsmálin nefnd. Við vísuðum til þess að tveir nýkjöm- ir þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Vestijörðum hefðu lýst því yfir skýrt og skorinort fyrir kosningar að þeir styddu enga ríkisstjóm sem héldi áfram óbreyttri fiskveiðistjómunar- stefnu. Við minntum líka á að við hefðum í stefnuyfirlýsingu okkar sett fram tilteknar gmndvallarbreytingar á núverandi kerfi fiskveiðistjómunar. Þessar tillögur fæm í ýmsu saman, en þö ekki að öllu leyti. Þama þyrftum við að leggja fram vinnu ef stjómin ætti að halda velli. Við nefndum Evrópumál og sögð- um að aðalatriðið væri að ný stjóm efndi samþykkt fyrri ríkisstjómar um að virkja stjómkerfið til vinnu við að undirbúa og meta kosti með og á móti aðild að Evrópusambandinu og setti á laggimar ráðgjafamefnd með fulltrú- um atvinnulffs og aðila vinnumarkað- ar, eins og hún hefði á sínum tíma samþykkt en ekki efnt. Því næst vild- um við einfaldlega að leiðum yrði ekki lokað fyrirfram ef mál þróuðust þann- ig í lok ríkjaráðstefnu Evrópusam- bandsins að hafin yrði ný samnings- lota á kjörtímabilinu." Voru fleiri mál til umræðu milli flokkanna? ,Já, það vom fleiri mál nefnd til sögunnar eins og til dæmis menntamál þar sem báðir flokkamir höfðu haft góð orð um að gera hlut þeirra meiri og nýta hluta efnahagsbatans til þess. Ég nefndi sérstaklega í þessum við- ræðum málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna þar sem við Alþýðu- flokksmenn höfðum heitið því að gera tvær breytingar. Taka upp samtíma- greiðslu námslána að loknu iyrsta námsári og að setja á laggimar hlut- lausan hóp til að gera úttekt á greiðslu- byrði vegna endurgreiðslu námslána í ljósi breytts húsnæðislánakerfis. Fjár- málaráðherra hafði á sínum tfma gagn- rýnt okkur Alþýðuflokksmenn fyrir eftirgjöf í þessum málum en síðar hafði Gunnar Birgisson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður stjómar LÍN, staðfest að hann væri sammála þessum markmiðum og tek- ið það fram að það væri hin rétta stefna Sjálfstæðisflokksins." Á hverju strönduðu þessar við- ræður flokkanna svona skyndilega? „Við fómm þannig yfir GATT, landbúnað, sjávarútveg, Evrópumál og menntamál fyrir utan að fjármála- ráðherra var falið að gera úttekt á ríkis- fjármálum. Menn komu sér saman um að setja niður vinnu í þessum mála- flokkum. Við Alþýðuflokksmenn gerðum það fyrir okkar leyti og höfð- um okkar fyrstu drög tilbúin fyrir fund sem boðaður var klukkan 18 á laugar- daginn. Það reyndi aldrei á það að við legðum þau fram. Einfaldlega vegna þess, að efitir lauslega umfjöllun um ríkisfjármál, ýtti forsætisráðherra þessum málum út af borðinu með þeim ummælum að það þýddi ekkert að ræða málefni að svo stöddu. Menn yrðu fyrst að gera það upp við sig hvort þeir legðu í hann með svo naum- um meirihluta. Þar með hófst tal hans um veikleika þar sem hann nefndi til sögunnar marga nafngreinda menn í eigin flokki, en beindi einnig spjótum sínum að Guðmundi Áma Stefánssyni á grundvelli munnmælasagna milli þingmanna um það að hann væri óheill í afstöðu sinni til áframhaldandi stjómarsamvinnu." Var þetta tylliástæða til að slíta viðræðunum? „Þcssar staðreyndir sýna að allt frá því að vinnan átti að hefjast á þriðju- degi eftir kosningar og fram að helg- inni voru þessar viðræður raunveru- lega yfirbreiðsla. Okkur var haldið uppi á snakki í málamyndaviðræðum sem aldrei urðu málefnaviðræður. Á sama tíma er ljóst að forystumenn Sjálfstæðisflokksins vom búnir að efna til undirbúningsviðræðna við fulltrúa Framsóknarflokksins að minnsta kosti einhvem tímann eftir miðja síðustu viku, sem leiddu að lok- um til stjómarmyndunarviðræðna Halldórs og Davíðs án þess að fyrir því væri haft að skýra okkur ffá því fyrr en eftir á og þá að okkar eigin kröfu. Nið- urstaðan af þessu sjónarspili þegar ég lít til baka er þess vegna sú að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi aldrei staðið með heilindum að þessum viðræðum. Þetta vom málamyndaviðræður, yfir- breiðsla, meðan alvömviðræður fóm fram við Framsóknarflokkinn á laun,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson. Síðasti rikisstjórnarfundurinn var stuttur. A-mynd: E.ÓI. Ólafur G. Einarsson: Menn eru dá- lítið á undan bæði sjálfum sér og öðrum þegar þeir eru að teikna þetta svona upp. Ég er alveg ró- legur. A-mynd: E.ÓI. ■ Ólafur G. Einarsson telur óhugsandi að Dav- íð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafi gert með sér samkomulag um að enginn ráðherra kæmi úr Reykjanesi „Menn gera ekki svoleiðis sam- komulag" -segirólafur og hló aðspurður hvort hann væri arftaki Salome Þorkelsdóttur. Alþýðublaðið telur sig hafa fyrir því staðfestar heimildir að Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafi gert með sér samkomulag þess efnis að enginn ráðherra kæmi úr Reykjanesi í stjóm Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þegar þetta var borið undir Ólaf G. Einarsson, 1. þingmann Sjálfstæðis- flokksins á Reykjanesi, taldi hann það ekki rétt og sagði einfaldlega: „Menn gera ekki svoleiðis sam- komulag. Það eralveg óhugsandi." Ólafur vildi ekkert um það full- yrða hvort hann yrði menntamála- ráðherra í næstu stjóm og sagði að enn væri ekki búið að skipta ráðu- neytum á milli flokka. „En ég geri að sjálfsögðu ráð fyrir því að Sjálfstæð- ismenn í Reykjanesi með 5 þing- menn og 16.500 atkvæði haldi ráð- herrastól." Ólafur bar af sér að hann hafi haft samband við meðlimi þingflokks Sjálfstæðisflokksins og leitað eftir stuðningi þess efnis að hann yrði áfram menntamálaráðherra. „Við þingmenn flokksins í Reykjanes- kjördæmi höfum að sjálfsögðu hist og ætli ég hafi ekki talað við tvo aðra svona til að óska þeim til hamingju með kosningamar. Ég gæti trúað því og man ekki eftir fleirum." Ólafur hló þegar sú kenning var nefnd við hann að hann tæki stól Sal- ome Þorkelsdóttur. „Jú, jú, ég hef heyrt þetta líka og brosi bara að því. Menn eru dálítið á undan bæði sjálf- um sér og öðrum þegar þeir eru að teikna þetta svona upp. Ég er alveg rólegur." Og varðandi frétt í DV í gær þess efnis að óvissa ríkti um veru hans í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins hafði Ólafur þetta að segja: „Það er enginn vandi að búa til svona sögur. Það er mjög auðvelt." Ólafur vildi ekkert tjá sig um það hvort Björn Bjarnason væri að búa sig undir að taka við af honum sent ráðherra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.