Alþýðublaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 S k o d a n Þvílík tík Það voru engin gleðitíðindi sem þessari þjóð voru færð í gær þegar fregnir bárust af slitum stjómarsam- starfsins. Heldur verri vom þó þær Pallborðiö | Aðalheiður fréttir að landsfeðumir tveir Halldór Ásgrimsson og Davíð Oddsson væm á leiðinni saman í ríkisstjóm. Faðir Davíð treysti sem sagt ekki sínum mönnum með nauman meiri- hluta til þess að halda tryggð við yfirlýsta stefnu sína um til dæmis sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál, Evrópumál, menntamál og fleiri smámál sem upp kunna að koma á næstu fjórum ámm. Það verður ekki af því skafið, að þessi þjóð á í vændum fjögur litlaus og lítt eftirminnileg ffamfaraár ef fram heldur sem horfir í stjómar- myndun gömlu ihalds- og aftur- haldsflokkanna. Það verður vægast sagt fróðlegt að sjá hvemig þessum flokkum gengur að ná samkomulagi eftir yfirlýsinga- gleði kosningabaráttunnar. Ánnars- vegar var Davíð og stöðugleikinn, en hinsvegar var það Halldór sem gleypti við stöðugleikanum, en hans menn töluðu um óspart um að vetja milljörðum í atvinnusköpun lýrir aldamót og nokkrir milljarðar áttu að fara í menntakerfið sem að Sjálf- stæðisflokknum hefur tekist svo vel upp með. Greiðsluvanda heimilanna átti að slá á frest - auk þess sem að ísland átti eingöngu að vera fyrir ís- lendinga og þá væntanlega ekki aðra. En auðvitað em til ákveðin mál sem meirihluti þessara flokka em nokkuð sammála um. En það myndu þá helst vera kvótatengd mál svo sem kvótakerfið sem faðir Halldór samdi fýrir alla smábátana og kvóta- kennd landbúnaðarstefnan sem Blöndal viðhélt - enda er hann nú orðinn besti vinur bændanna. Svo dettur mér líka í hug að fram- sóknarmenn vilji jafnvel fara að setja einhverslags kvóta á innflytjendur þar sem stjóm verður að vera á þess- um hömlulausa innflutningi erlendra verkamanna sem þeim var tfðrætt um í tíð síðustu ríkisstjómar. En þá fer kanski að vandast málið því að innan Sjálfstæðisflokksins em til staðar harðir Evrópusinnar sem eiga vafalaust ekki uppá pallborðið hjá Framsókn sem hvað eftir annað höfnuðu alfarið þeim möguleika að kanna það í framtíðinni hvað fæst út- úr samningum við Evrópusamband- ið. En það hefur sýnt sig að annað hljóð kemur í strokkinn þegar menn komast í stjóm - eins og Halldór Ás- grímsson sagði réttilega. Það er vægast sagt athyglisvert á þessari stundu að velta fyrir sér hugsanlegri ríkisstjóm þessara flokka og ekki síst hvemig hún yrði mönnuð. Sjálfúr hefur Davíð gefið út þá yfiríýsingu að hvor flokkur fengi fimm ráðherrastóla. Davíð sæti þá væntanlega sjálfur áffam sem for- sætisráðherra og Friðrik héldi vænt- anlega stól fjármálaráðherra - en þá fer líka að vandast málið. Bjöm Bjamason gerði eflaust tilkall til utanríkisráðuneytisins en það má væntanlega ekki hafa þrjá Reykvík- inga við borðið sérstaklega í ljósi þess að þar misstu sjálfstæðismenn einn mann. Það kæmi einnig fæstum á óvart þó að tveir nýir ráðherrar bættust í raðir Sjálfstæðisflokksins í stað Þor- steins og Olafs. Á Norðurlandi eystra unnu síðan þessir flokkar báðir stóran sigur og því er vait hægt að ganga framhjá „...eitt er víst að þetta verður ekki söguleg framfarastjórn með víð- sýni að leiðarljósi. En svo getur líka vel verið að þetta sé bara hluti af hinu árlega páskahreti og fuglasöngur vinstravorsins taki við. Já, hún getur verið þvílík tík þessi pólitík..." Halldóri Blöndal og Guðmundi Bjamasyni. Eg ætla ekki að fara spá fýrir um endanlega ráðherraskipan hér, en það er eitt er víst að þetta verður ekki söguleg ffamfarastjóm með víðsýni að leiðarljósi. En svo getur líka vel verið að þetta sé bara hluti af hinu ár- lega páskahreti og fuglasöngur vinstravorsins taki við. Já, hún getur verið þvílík tík þessi pólitík... Höfundur er annar varaformaður Sambands ungra jafnaðarmanna. Villtir á Vefnum kíkja á tvö undarleg netföng í dag... Ef þú stendur í þeirri meiningu að þú hafir persónuleika þá er tilvaiið að taka hið airæmda Myers- Briggs persónuleikapróf á http ://sunsite.unc.edu/jem bin/mb.pl og svara 70 ólíkum spurningum einsog: „Þegar síminn hringir, hleypur þú fyrstur allra til - eða bíðurðu eftir að einhver annar svari?“ og „Er það yfirleitt æskilegt að tryggja fyrirfram að allt sé í lagi - eða á að Iáta hlut- ina bara gerast?“ Hitt netfangið er http://www. iiahmann.edu/tap þar sem gaukur að nafni Paul Corr hefur komið sér upp stepp- dansheimasíðu með öllu því sem þér hefur aldrei dottið í hug, að væn skráð um steppdans frá A til O. Það væri kannski tilvaHð fyrir þig að fara fyrst á síðara netfangið og kynna þér stepp- dans á ýtarlegan hátt, en smella þér síðan á persónuleikaprófið til að finna út afhverju þú hefúr áhuga á steppdansi. Dó’... Sjálfstæðismenn á Suður- landi misstu bæði fylgi og þingsæti í kosningunum. En ekki var nóg með að Þorsteini Pálssyni og Árna Johnsen mistækist að koma Drífu Hjartar- dóttur á þing úr þriðja sæti -þeirfjandvinirnir urðu líka fyrir barðinu á útstrikunum í meira mæli en nokkriraðrir frambjóðendur í kjördæm- inu. 85 strikuðu Árna út og 55 kjósendur Sjálfstæðis- flokksins vildu ekkert með Þorstein hafa. Næstur í út- strikunum kom Guðni Ág- ústsson oddviti Framsókn- ar, með 40, þá áðurnefnd Drífa með 34. Það er lítil lukka meðal sjálfstæðis- manna á Suðurlandi, og nú heyrist þrálátur orðrómur um að Þorsteinn Pálsson sé loks á útleið úr pólitík. Það þykir að vísu stuðnings- mönnum Davíðs Odds- sonar of gott til að geta ver- ið satt... Sjálfstæðismenn héldu mikiðteiti í síðustu viku þarsem nýr þingflokkur kom saman. Samkvæminu lauk hinsvegar með ósköp- um, þegar þeim lenti sam- an, Ágli Jónssyni og Dav- íð Oddssyni. Egill mun hafa sagt við Davíð, að sem formanni flokksins bæri honum að halda sérstaka ræðu um þann árangur sjálfstæðismanna á Aust- fjörðum að bæta við sig jjingmanni. Austfjarðagarp- urinn bætti um betur, með því að benda Davíð á, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði tapað langmestu í Reykjavík og misst þar þingsæti. Dav- íð brást vægast sagt ókvæða við, og hellti ger- samlega óprenthæfum skömmum yfir Egil bónda, og rauk síðan á dyr. Geir Haarde og fleiri reyndu að sefa formanninn en án ár- angurs - hann yfirgaf part- íið í fússi en eftir sat ringlað- ur Seljavallabóndi sem vissi ekki hvort hann var að koma eða fara... Mikilltitringurernú meðal þingmanna Framsóknarflokksins vegna ráðherrastóla í nýrri helm- ingaskiptastjórn með Sjálf- stæðisflokknum. Gud- mundur Bjarnason, Finn- ur Ingólfsson og Ingi- björg Pálmadóttir eru ör- ugg um sæti ásamt Hall- dóri Ásgrímssyni. Barátt- an stendur um fimmta þingsætið, en allt bendir til að það falli í skaut Páli Pét- urssyni. Margirframsókn- armenn geta ekki til þess hugsað að hann verði ráð- herra, og því er enn mögu- leiki á að Guðni Ágústs- son oddviti Framsóknar á Suðurlandi hreppi hnossið. Siv Friðleifsdóttir á ekki möguleika, þrátt fyrir fræk- inn sigur á Reykjanesi, þar- sem Davíð Oddsson krafð- ist þess af Halldóri Ás- grímssyni að þeir semdu um að enginn ráðherra kæmi úr því kjördæmi. Það gerði Davíð vitaskuld til að losna við Ólaf G. Einars- son, en nú er óvíst að það takist þarsem Ólafur hefur snúið vörn í sókn og eygir enn von... "FarSide" eftir Gary Larson. „Sko, ég sagði þér það Hreinn... Þetta er bara pappírs- tungl!" Fimm á förnum vec Hvernig líst þér á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks? Unnur Björk Páisdóttir, versl- unarmaður: Mér líst mjög vel á hana. Eg trúi því að þeir geti unnið vel saman. Gylfi Júlíusson, sjómaður: Illa. Eg hefði viljað hafa vin minn, Jón Baldvin Hannibalsson, áfram í ríkis- stjóm. Haukur Bjarnason, lögfræð- ingur: Nokkuð vel. Þetta er besti kosturinn. Þóroddur Bjarnason, nemi: Ekki nógu vel. Blær Grímsdóttir, nemi: Mér h'st ekki alveg nógu vel á hana. Ég hefði viljað hafa Alþýðuflokk og Sjálfstæðisflokk áfram. V i t i m e n n Ég vil fá að ræða við Halldór Ásgrímsson augliti til auglitis um það hvað hann hefur sagt og ekki sagt. Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins. DV í gær. Það er hinsvegar voðalegt ef Jón Baldvin og Davíð halda áfram stjórnarsamstarfinu. Þá er þjóðin búin að vera. Regína Thorarensen fréttaritari. DV í gær. Þjóðin hefur ekki góða reynslu af samstjórn Sjálfstæðis og Framsóknar. Hér hefur áður verið sagt að það sé ríkisstjórn helmingaskipta, hagsmuna og kvóta. Ellert B. Schram í leiðara DV í gær. Ég tel fimm flokka ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarandstöðu vera ágætan kost sem menn eigi að skoða. Það gefur líka möguleika á samvinnu félagshyggjuflokk- anna sem yrði grundvöllur fyrir sameiningu þeirra fyrir næstu kosningar. Jóhanna Sigurðardóttir formaöur Þjóðvaka. DV í gær. Þessir málfarsfasistar höfðu af mér kosningaréttinn því ég framvísaði löglegu vegabréfi með mínu rétta nafni. Þorgeir Þorgeirson rithöfundur í DV í gær. Hann er skráður Þorgeir Þor- geirsson í þjóðskrá og kjörskrá, og því undi Þorgeir Þorgeirson ekki og neitaði að kjósa. Ef ég svara þessu, gætirðu strax fylgt spurningunni eftir með því að spyrja um heilsu- far hans. Chen Jian, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, aðspurður um afdrif Wei Jingsheng, kunnasta andófsmanns Kína. Líkur eru nokkrar til þess að það takist...Það er hins vegar ekki ljóst hvort þetta verður raunin...AHt eins er þó líklegt að...Iagt [verði] upp í nýja vegferð...Átök geta þó sett strik í reikninginn...Það getur því gengið á ýmsu. Leiðarahöfundur Tímans sló alla hugsanlega varnagla á spádómum sínum um stjórnarmyndun síðastlið- inn miðvikudag. Blóðþrýstingur gíraffans er tvisvar til þrisvar sinnum hærri en í heil- brigðum manni og er þannig senni- lega hæsti blóðþrýstingur sem fyrir- finnst í lifandi skepnu á Jörðinni. Þar sem gíraffinn hefur háls sem er á milli 3 og 4 metrar að lengd þarf hjartað gríðarlegan dælukraft til að koma blóðinu til höfuðsins og heil- ans. Og þessi ógnarpumpa gíraffans er engin smásmíði: hjartað er í kringum 13 kfló að þyngd, 60 til 70 sentimetra langt og með veggi tæp- lega 8 sentimetra þykka. Byggt á tsaac Asimov's Book of Facts.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.