Vísir - 28.11.1976, Blaðsíða 2

Vísir - 28.11.1976, Blaðsíða 2
Cabiria (ttalía 1913-14. Leikstjóri: G. Pastrone) ÍJr fastri sýningarsyrpu Danska kvikmyndasafnsins, „LIFANDI MYNDIR”, sem hefur þaö aö markmiöi aö sýna öll helstu verk kvikmyndasögunnar i timaröö, þannig aö á nokkrum árum fáist haldgott yfirlit. Meö þessu er einkum veriö aö koma til móts viö þá sem leggja stund á kvikmyndasögu. 1 tveimur siöustu Helgarblööum VIsis var sagt frá kvikmyndum sem sýndar veröa I kvikmyndahúsunum í vetur. Yfirlit af þessu tagi eru forvitnileg , hvort heldur litið er fram I timann eöa til baka. Viö höfum drepiö á þaö áöur I þessum pistlum, hversu merkilegt tæki kvikmyndin getur veriö I þágu sagnfræöinngar. En ekki má gleyma þvi aö kvikmyndin á sjálf sfna sögu, sinar stefnur, blómaskeiö og hnignunarskeiö. Kvikmyndasöguiökun er svo til óþekkt fyrirbæri hér á landi enda ekki nema eölilegt þegar þess er gætt hve erfitt hún .á uppdráttar. Hér er tii aö mynda ekkert kvikmyndasafn og þvf er starfsemi á borö viö þá sem Listasafn Islands býður upp á ekki til aö dreifa. Nú stendur yfir yfirlitssýning á verkum Finns Jónssonar eins og kunnugt er en sú sýning varö eiginlega kveikjan aö þessum skrifum. Einn athyglisveröasti þútturinn i starfsemi Listasafns islands á undanförnum áratugum hafa veriö yfirlitssýningar á verkum einstakra listamanna. Frá þvi aö þessi starfsemi hófst hafa veriö haldnar tólf slikar sýn- ingar og á dögunum var sú þrett- ánda opnuð, yfirlitssýning á verkum Finns Jónssonar, list- málara. A sýningunni eru alls 198 verk og spanna þau yfir timabilið frá 1920-1976.” Þannig farast Ólafi Kvaran listfræöingi orö i Þjóöviljanum 7. nóv. siöastliðinn. Þaö væri óskandi aö einhvern tima yröi hægt aö segja slikt hiö sáma um Kvikmyndasafn ís- lands. En yfirlitssýningar á kvik- myndum meistara kvikmynd- anna þykja hinn mesti hvalreki á kvikmyndasöfnum erlendis. Hér hefur áöur veriö fjallaö um geymsluhlutverk kvikmynda- safna ensýningarþeirra gera þau hins vegar lifandi. Likt og Lista- safnið þarf aö leita viöa fanga til að setja upp meiri háttar sýn- ingar til aö fullkomna sýningar- syrpur sinar. Undirritaður átti þess kost aö stunda sýningar Danska kvik- myndasafnsins reglulega á ár- unum 1968-69 og liöur sá timi seint úr minni. Haustiö ’68 og fram að jólum voru yfirlitssýningar á öllum kvikmyndum Bunuels, Eisensteins og Dreyers svo dæmi séu nefnd. Mér verður á aö fletta upp I sýningarskrám danska safnsins frá þessum árum. Viö þaö rifjast nú upp fyrir mér að heiti pistla okkar „Lifandi myndir” var notað yfir fasta syrpu sigildra kvikmynda kvik- myndasögunnar og hóf hún göngu haustið 1969. Kvikmyndir voru viöa nefndar lifandi myndir i gamla daga, t.d. i Danmörku, „levende billeder” og i Þýska- landi, „das lebende bild”. Hér heima var einnig notað oröiö sjónleikur yfir kvikmyndir en vestur-islendingar segja hins vegar „hreyfimyndir” sbr. „motion picture”, sem notaö er i Ameriku yfir kvikmyndir. Ein önn hjá dönum. Til aö glöggva okkur frekar á starfsemi kvikmyndasafna skul- um viö glugga i aðfaraorð einn- ar starfsannar, er lesin verða i sýningarskrá Danska kvik- myndasfnsins september til október 1969. Þar segir: „A þessari önn snúum viö okkur aö sænskum, enskum og frönskum kvikmyndum meö megin sýningarsyrpunni en undanfariö hálft annað ár höfum við sýnt ameriskar, Italskar, þýskar og japanskar kvikmyndir i um- fangsmestu syrpunum, auk þess Danska kvikmyndasafninu er haganlega komið fyrir I gömlum byggingum ásamt kvikmyndagerðarskólanum úti á Christians- havn. SÖFN Lifandi myndir eftír Erlend Sveinsson aö hafa á þessu timabili kynnt hina einstæðu höfunda kvik- myndalistarinnar Ford, Dreyer, Eisenstein, Bunuel og Disney með þvi að sýna verk þeirra i heild. Megin sýningarheildin að þessu sinni er mynduö úr þremur aöal syrpunum, sem helgaðar eru tveimur kvikmyndahöfundum á miöjum aldri. Báðir hafa þeir náð 20-25 ára starfsaldri og starfa af fullum krafti. Joseph Losey varð fimmtugur i janúar slðastliðnum og við höldum upp á þaö meö yfir- litssyrpu. Ingmar Bergmanvarö fimmtugur siöastliöiö ár (1968) Langt er um liöið siöan Bergman náði þeim listræna þroska sem skipar honum i flokk mikil- vægustu listamanna. Bergman hlaut veraldargengi sitt á sjötta áratugnum einkum og sér I lagi með kvikmynd sinni Bros sumar- næturinnar (Sommarnattens leende). Við höfum afráðið að sýna syrpu af kvikmyndum hins unga Bergmans, sem viö gerum ráð fyrir að séu ungu kynslóðinni næsta ókunnar, en fyrsta kvik- mynd hans er frá árinu 1944. Það var kvikmyndasafnið sem kynnti nokkrar kvikmynda Bergmans á sjötta áratugnum en hann hafði ekki mætt skilningi danskra gagnrýnenda fyrr en hann sló i gegn erlendis. Safnið harmar að ekki skyldi vera hægt að hafa syrpuna fulikomna.en væntir þess samt að hún gefi viðunandi hug- mynd um þróunarferil hins unga Bergmans. I fyrstu kvikmyndum sinum var Bergman undir sterkum áhrifum frá franskri kvikmyndagerð m.a. kvik- myndum Marcel Carné og hand- ritshöfundar hans- Jacques Prévert. Viö sýnum i þriöju aöal- syrpunni allar kvikmyndir þeirra félaga. Viö byrjum á nýrri syrpu um pólitik og kvikmyndir sem mun halda áfram á næstu starfs- önnum. Þar sem nú eru 30 ár siðan borgarastyrjöldinni á Spáni lauk, byrjum viö á fjórum myndum sem tengjast henni. VÍSIR Ctgefandi: Keykjaprent hf. I'ramkvæmdastjóri: Davfft Cubmundsson. Kitstjórar: I>orstelnn Fállsson, ábm. ólafur Kagnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi GuBmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guömundur Pétursson. Lm- sjón meö helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guöfinnsson, Guöjón Arngrlmsson, Kjartan L. Pálsson, Oli Tynes, Rafn Jónsson, Sigurveig Jónsdóttir. Akur- eyrarritstjórn: Anders Hansen. iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Ctlitsteiknun: Jón Osk- ar Hafsteinsson, Þórarinn J. Magnússon. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorstein.i Fr. Sigurösson. Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Auglýsingar: Hverfisgata 44.SImar 11660,86611 Afgreiösla: Ilverfisgata 44.SImi86611 Ritstjórn: Sföumúla 14.SImi86611, 71Inur Akureyri. Slmi 96-19806 Askriftargjald kr. 1100 á mánuöi innanlands. Verö i lausasölu kr. 60 eintakiö. Prentun: Blaöaprent hf. - Áskriftarsími Vísis er 86611 Hringið strax og tryggið ykkur eintak af Vísi til lesturs hvern dag vikunnar fyrir aðeins 1100 krónur 6 mánuði V

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.