Vísir - 28.11.1976, Blaðsíða 7

Vísir - 28.11.1976, Blaðsíða 7
7 N vism Sunnudagur 28. nóvember 1976 ..... " OFNAR FATASKAPAR MERKI OFNASMIÐJUNNAR TRYGGIR YOUR GÆÐIN ÞJÓÐLÉIKHÚSIÐ sýnir um þessar mundir leikritið Vojtsek eftir þýska skáldið Georg Biichner. Sú sýning hefur að visu ekki hlotið sérlega jákvæð- ar viðtökur gagnrýnenda, en leikritið er engu að siður allrar athygli vert og hefur nokkra sérstöðu i sögu leikbdkmennt- anna, eins og raunar þau fáu verk sem Buchner lét eftir sig hafa sem heild — ekki sist hans besta verk, Dauði Dantons. Hér mun þó ekki fjallað um leikrit Búchners eða hann sjálfan heldur sagt ofurlitið frá raun- verulegri fyrirmynd þess leik- rits sem Þjóðleikhúsið sýnir nú, — Vojtsek eða Johann Christian Woyzeck eins og hann hét réttu nafni. Er stuðst við upplýsingar Victor Price i útgáfu hans á leikritum Búchners fyrir Oxford University Press. Búchner byggði Vojtsek á sakamáli fyrrverandi her- manns með þessu nafni. Sá hafði myrtástkonu sina og var tekinn af lifi opinberlega i Leip- zig árið 1824. Liklegt má telja að á heimili Búchners hafi menn skeggrætt mjög um mál þetta því að frásögn af fortið morðingjans birtist árið 1825 i læknatimaritinu „Zeitschrift fur die Staatsarzneikunde”, en faðir skáldsins var bæði áskrif- andi aðþviog lagði þvi stundum til efni. Það er ekki ótrúlegt að mál eins og þetta leitaði á skáld sem spurt hafði i örvæntingu: „Hvað er það innra með okkur sem lýgur, myrðir og stelur?”. Johann Christian Woyzeck, ör- lög hans sem mótuð voru af fá- tækt og þvi að hann heyrði ,,raddir”, var næsta eðlilegt við- fangsefni fyrir Buchner og féll að harmrænu lifsviðhorfi hans. Úr flökkulifi i raksturinn Samkvæmt lýsingunni i fyrr- nefndu læknatimariti, sem skrifuð var af dr. J.C.A. Clarus, konunglegum hirðlækni Sax- lands, var Johann Christian Woyzeck löngum á vergangi. Hann missti foreldra sina ungur að árum og flakkaði um gjör- vallt Þýskaland i atvinnuleit á tiunda áratug 18. aldarinnar, en þau ár voru hin mestu baslár i þvisa landi. Hann gerðist her- maður, en gekk ekki betur en svo að hann var handtekinn af svium. Þá gekk hann i herþjón- ustu hjá þeim, og var endur- sendur til Þýskalands, þar sem frakkar leystu upp herdeild hans. Hann gekk þá i mecklen- borgarherinn, en strauk úr hon- um til Sviþjóðar vegna stúlku einnar i Stralsund sem hann hafði getið með barn. Eftir Vinarfundinn var her- deild Woyzecks flutt i heild sinni yfir i prússneska herinn, sam- kvæmt þvi samkomulagi sem þar var gert. Þessu kunni hann illa, óskaðieftir að verða laus úr herþjónustu og fluttist til fæðingarstaðar sins, Leipzig, i leit að atvinnu. Hann varð hár- greiðslumaður eða rakari. SAGAN AF WOYZECK — hin raunverulegu fyrirmynd leikrits Georg Buchners sem Þjóðleikhúsið sýnir nú Morðið En þetta voru erfiðir timar. Woyzeck lenti i æ meiri fjár- hagserfiðleikum og varð að reiða sig æ meira á ölmusu og aðstoð annars fólks. Hann reyndi þá að komast i saxneska herinn, en fékk þar ekki inni á þeim forsendum að plögg hans vegna fyrri herþjónustu væru i óreiðu. Er þetta gerðist hafði hann tekið saman við ekkju að nafni frú Woost, dóttur skurð- læknis eins. En hún var sérstak- lega veik fyrir hermönnum og þegar Woyzeck var synjað um inngöngu i herinn neitaði hún að láta sjá sig opinberlega með honum. 1 afbrýðissemiskasti stakk hann ástkonu sina með hnffi til dauða 21. júni 1821. Hann stakk hana sjö sinnum, og flúði, en var handsamaður skömmu siðar. Hann var þá rúmlega fertugur að aldri. Johann Christian Woyzeck var að innræti ekki hinn dæmir gerði glæpamaður. Greind hans var fyrir ofan meðallag. Hann var fagmaður i hársnyrtingu og bókbandi. Helsti brestur hans var drykkjuskapur. Svo virðist sem margra ára auðmýking og vesaldómur hafi rekið hann út i morð. „Raddirnar” Við bráðabirgðarannsókn málsins hélt verjandi Voyzecks þvi fram að hann væri ekki i geðrænu jafnvægi, en dr. Clarus sem tilkvaddur var af réttinum úrskurðaði hann engu að siður sakhæfan. 1 febrúar 1822 var hann dændur til dauða. En þá sagði Woyzeck klerki einum sem heimsótti hann i dýflissuna frá „röddum” þeim sem hann heyrði i sifellu, og krafðist siðan verjandi hans þess að aftökunni yrði frestað. Frekari læknisfræðiieg rann-! sókn var fyrirskipuð, en ClaruSj breytti ekki úrskurði sinum.f Hann komstað þeirri niðurstöðu að þessar „raddir” hefðu ekki gert vart við sig fyrr en eftir að Woyzeck var fangelsaður, og stöfuðu að hluta til af likamlegu ásigkomulagi hans (en hann var með blóðrásartruflanir), að hluta til af samviskubiti og að hluta til af einmanaleik, sem magnaðist þeim mun meir vegna þess vana Woyzecks að tala sifelltvið sjálfan sig. Verj- andinn krafðist þess að til kvadduryrði annar læknir i stað dr. Clarus, en læknisfræðideild- in við Leipzigháskóla staðfesti úrskurð hans. 27. ágúst var Woyzeck hálshöggvinn með sverði á markaðstorginu i Leipzig að viðstöddu fjölmenni. Hann er sagður hafa staðið sig karlmannlega á dauðastund- inni, og fór með litla bæn, frum- samda, sem siðar var dreift á flugmiðum. En deilurnar um úrskurð dr. Clarus um sakhæfi Woyzecks héldu áfram i allt að 13 ár. Clarus virðist hafa verið sam- viskusamur og sanngjarn innan sinna takmarka, en mun ekki hafa búið yfir þeim skilningi á mannlegri hegðan og samúð sem Búchner hins vegar ljær sinni sögu af örlögum Johann Christian Woyzecks — I leikriti sem margir kalla fyrsta alþýð- lega harmleik leikbókmennt- anna. — AÞtóksaman * ■ •» .* Samtimat eikning Christian Woyzeck. af Johann Aftaka Woyzecks á markaðstorginu I Leipzig. Koparstunga frá þessum tima. 1936 1976 ”allt fertugum VÖRUHiLLUR STALVASKAR Vojtsek Hákons Waage á sviöi Þjóðleikhússins. OFNASMIÐJAN HÁTEIGSVEGI 7 - REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 5091 - SÍMI 21220 J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.