Vísir - 28.11.1976, Blaðsíða 15

Vísir - 28.11.1976, Blaðsíða 15
Viðtal: Rafn Jónsson Myndir: Jens Alexandersson f Sunnudagur 28. nóvember 1976 VISIR> ur fyrir rumu ári og er það eina skiptið sem hann hefur haft hér fast heimili unnaðvið Reykjavík, þannig að hann vildi búa hér. Höfðinglegt yfírbragð hefur alltaf farið svo- lítið í taugarnar á mér" „Maftur stóft upp á endann heilan eilífftartima, ýmist hreyfingar- laus eins og steinstytta efta maftur stjákiafti eftir ábendingum, steinþegjandi eins og múlbundinn asni, utan hvaft manni var gert að segja já einu sinni efta tvisvar, þar sem vift átti samkvæmt formúl- unni. Allan tfmann tók maður ekki eftir neinu, sem fór fram, og hift eina, sem tengdi mann vift tilveru líðandi stundar, var eftirvænting þess, hvenær þetta myndi enda taka”. Þetta skrifar Gunnar Bene- diktsson um prestvislu sina I nýrri bók sinni, sjálfsævisögu, sem ber heitift Stiklaft á stóru — Frá bernsku til brauftleysis. Gunnar þarf vart aft kynna is- lendingum, a.m.k. ekki þeim sem eldri eru, en hann er þjóft- kunnur maftur fyrir fjölmörg rit sin um túlkun sina á bibliuleg- um atriftum, skáldsögur og hug- leiftingar um sósialisma, en frá prestsstörfum hvarf hann á fjórfta tug aldarinnar, bæfti vegna þess aft hann var kominn I andstöftu vift kirkjulega yfir- drottna slna og auk þess orftinn eldheitur sósialisti. Konan var það eina Gunnar er nú á áttugasta og fimmta aldursárinu og er enn slskrifandi, enda gefur hann i skyn i bók sinni aft hann hafi þaft alls ekki i hyggju aft láta af þessu „llfstlftartómstunda- gamni” slnu, ritstörfunum. I til- efni bókarinnar og þess aft Gunnar er margfróftur maftur og hefur komift vifta vift á lifs- leiftinni ræddi Vlsir vift hann eina kvöldstund og spurfti fyrst, hvort honum heffti þótt prests- starfift jafn-óhátíftlegt og hvers- dagslegt og prestvigslan var. „Alls ekki,” segir Gunnar. „Fjarri því. Vigslan fannst mér ósköp innihaldslltil, en prests- dómurinn var þaö ekki. Og ég vildi nú benda þér á, aft I sambandi vift þessa ólundar- frásögn af vlgslunni, kemur önnur frásögn á eftir, þar sem ég hitti vinkonu mina frá fyrri tlft, sem ég þóttist þá hafa bjargaftí andlegum þrengslum. Og ég haffti tekiö eftir þessu sjálfur, þegar ég leit yfir þetta, hvaftallt hverfur fyrir þessu. Ég man ekki einu sinni eftir veisl- unni heima hjá mér, vigslu- veislunni, sem ég er ekki I vafa um aft hefur verift mjög skemmtileg stund. En þetta er I raun og veru þaft eina; þaft er þessi kona. Sennilega hefur þaft verift fyrir þaö aö I eftli mlnu haföi ég andúft á seremónlum, Vísir rœðir við Gunnor Benediktsson, rithöfund, prest og sósíolisto í tilefni nýrror bókar hans en er heils hugar vift sálgæslu þegar ég sný mér aft því.” Baslið ægilegt „En nú segiröu frá prest- skaparárum þlnum I Grundar- .þingum Ibókinniog ert ánægöur meft prestskapinn þar, finnst mér. En var þetta ekki erfitt hjá þér, þetta basl, andstafta frá kirkjuvöldum og ýmislegt fleira?” „Jú, þaft ætlaöi ég mér ekki aft draga fjöftur yfir og maftur sér þaft betur, finnst mér, eftir á, þegar ég rifja þetta upp, hvaft einmitt þetta ægilega basl hefur haft mikil áhrif á þróunina. Og ekki afteins þaft hvaö maftur átti bágt meft aft standa I skilum, heldur meira hitt.hvaö þaft var mikil nifturlæging I því. Maftur stóö ekki vift orft sln.” „En heldurftu þá aft þetta basl hafi átt sinn þátt I því að breyta llfsskoftunum þinum, aft sveigja þig aft jafnaftarstefnunni?” „Þaö veit ég ekki. Ég er ekki viss um þaft. En hins vegar ýtti þaft undir uppreisnarhneigft gagnvart ásandinu.” „Þú hefur ekki fundift til neins biturleika I garft annarra, sem kannski voru mun betur stæftir en þú?” „Alls ekki, ekki til aft tala um. Hlutirnir voru bara alls ekki eins og þeir áttu aö vera. Og ég held aft ég geti ekki um þaft i bókinni, en mér er þetta svo minnisstætt, aft eftir aft svo er komift aö ég er byrjaftur aö velta fyrir mér ýmsum hugmynda - fræftilegum efnum, aft þá finn ég, aö vandræftin I heiminum eru fyrst og fremst skipulags- eölis. Þaft er nóg til af öllu og þaft vildi svo til á þessum árum aft þá komu fregnirnar um brennslu hveitihauga I Banda- rikjunum af þvl aft þaft var ekki til markaftur. Og á sama tlma koma svo aft- ur fregnir um þaft aö þaft deyja svona og svona margar þúsund- ir, hundraö þúsundir þarna og þarna.” „En hvaö fannst sveitungum þfnum þarna fyrir noröan um þessa breytingu? Nú hafa menn sjálfsagt verift andvlgir sósíal- isma svona almennt, var þaft ekki?” „Jú.þaftheld ég nú. En frjáls- lyndi á þessum tímum var nú I sæmilegra lagi og náttúrulega var flokkspólitik ansi mikil. En hins vegar finnst mér, aö ýmsir hlutir sem ég gerfti og upp- götvafti ekki fyrr en aö biskup- inn kemur til aft vlsitera, og eru I trássi viö kirkjuna eru m jög aft skapi sóknarbarnanna. Og ég býst vift aö ég hafi veriö gæddur töluvert miklum næmleika fyrir Sunnudagur 28. nóvember 1976 „Prestvlgsian fannst mér ósköp innihaldslitil... þvl, hvernig átti aft umgangast fólk, og biskup sjálfur svarar þvl, þegar hann er spuröur, hvers vegna hann setji mig ekki frá prestsskap aft söfnuftirnir hafi kosift þennan prest og á meöan ekki heyrist ein einasta óánægjurödd frá þeim þá hafi hann ekki rétt til þess aft gripa fram I.” Komst ekki á fast öðru- visi en i sósialisma „Þú varst kominn þarna eitt- hvaft lítilsháttar I pólitikina, kannski frekar nauöugur en viljugur. Eru ekki einhverjar sérstaklega skemmtilegar minningar frá fundi efta ein- hverri sérstakri baráttu þegar þú áttir aö vera aft semja stofn- skrá fyrir Framsóknarflokk- inn?” ,,Þaft var alveg hreint hug- myndalegs eftlis og ósköp rólegt þegar ég gekk aö þessu. Ég haföi ekkert hugsaft um pólitik áftur og gerfti þetta meft mikilli alvöru, en hef sjálfsagt haft knýjandi þörf aö komast niöur á eitthvaft fast. Og þegar ég finn aft ég kemst ekki á fast öftruvisi en I sóslalisma, þá bara gef ég þaö frá mér og þaö gekk allt af- skaplega vinsamlega. Þeir sem meö mér voru I þessu voru t.d. Davlft á Kroppi, Jónas Þor- bergsson, og Þorsteinn M. Jóns- son. Þetta voru perluvinir mínir til æviloka.” „En hvernig fannst þér þá fara saman sósialismi og kristindómur?” „Þaft hefur hvort tveggja sama menningargrundvöllinn. — Sovétrikin og afstaöa þeirra gagnvart kirkjunni blandast ekkert inn I þetta þá, því aft á þessum árum, frá 1923 fram undir 1930, var ég mjög spennt- ur fyrir þeim, aft þau brytust I gegn meft þetta.” Sovétríkin hafa afsalað sér áframhaldandi þró- un sósialismans „En svo vift vikjum afteins frá þessum tíma og jafnvel til dags- ins I dag. Hvaö finnst þér um þróun slsóalismans I dag?” „Þetta er margþættari spurn- ing en ég treysti mér til aö svara. Nú er þaö fyrst til aö mynda: Hvað eigum vift meft orftinu sóslalismi? Ég tel, eins og sakir standa, aft þá séu Sovétrlkin búin aft afsala sér möguleikanum fyrir þvl aft hafa forystu i framhaldi sósialskrar þróunar. Og þetta setti ég fram þegar Sovétríkin réftust inn I Tékkóslóvakiu, skrifafti um þetta rétt einn næsta dag I Þjóft- . viljann , Igrein sem hét: „Hvat brast svo hátt?” Með innrásinni I Tékkó- slóvaklu haföi brostift möguleik- inn fyrir Sovétrikin til aft hafa forystu fyrir sósíalskri þróun. Hins vegar er ég dálitið sár vift suma út af þvi aft þaft er eins og þeir gleymi hvaft byltingin I Rússlandi gerfti fyrir sósialism- ann. Þaft er hlutur sem stendur og verftur aldrei aftur tekinn.” Hin nýja stétt hefur at- vinnutækin „Ertu ánægöur meö Islenskt þjóftllf?” „Þaö er nú fjarri þvi. Vift höf- um þróastmjög mikift niörá vift, menningarlega, undanfarin ár, og þaö á sínar ástæöur. Okkur t.d. vantar alveg þá borgara- legu menningu sem ná- grannarikin hafa aflaft sér, þvi aft á sama tlma og borgarastétt er aft byrja aft komast hér á legg þá er hún komin yfir sinn há- punkt, menningarlega, i um- hverfinu. Hún er ekki búin aft festa rætur hér ennþá. Og einu rætur hennar eru þær aft hún hefur komist yfir atvinnutæki. En aftur á móti borgarastéttir I nágrannalöndunum byggja meira aft segja á glæsileik aftalsins, sem var þar áftur.” „Enfinnstþér þá skorta ein- hverja hugsjón efta ungmenna- félagsanda, sem þú skrifar svo mikift um I bókinni, þar sem þú gerir mikift úr ungmennafé- lögunum.” „Já, já, þaö var ósköp eöli- legt. Þau voru I raun og veru, þegar ég byrja minn prests- skap, minn besti skóli. Þau höföu spunnift miklu sterkari þátt I manngeröina heldur en skólarnir gerftu.. Ég held mér hafi aldrei fundist ég eins and- lega fátækur eins og þegar ég var nýoröinn stúdent.” Orka sósialista hefur farið i að byggja glæsi- leg hibýli „Maftur er nú orftinn nokkuft gamall. Mér liggur alltaf á hjarta þessi opinberu mál, stjórnmálin, en hef tekift tiltölu- lega litinn þátt i þeim siftustu árin. Stundum er ég aö hugsa um þessa miklu breytingu á vinstra arminum frá þvi um 1930, sem mér finnst alveg ægi- leg, en á sinar orsakir. Fyrst þegar ég fer I pólitík, þá er hér á landi stétt, sem er alveg horfin og þaft er stétt öreiganna. Og seinna striftið og meft þvi strifts gróöinn flýtti þróuninni, sem oröiö hefur, þannig aft öreiga- stéttin hverfur á svipstundu. Og þess vegna hefur verkalýöurinn hér bætt á allt annan hátt úr aft- kallandi nauösynjum heldur en eins og t.d. á öftrum Norður- löndum. Það eina, sem er i ætt vift jafnaftarstefnu Noröurlanda I sambandi vift bætt kjör, þaft voru verkamannabústaftirnir, sem byggftir voru um 1930. Upp úr strlöi er þaft svo, aft þaft ber miklu meira á þvi, aö verkalýfturinn sé aft byggja hús fyrir smáborgara. Verkalýfts- hreyfing frá þessum tima hefur aldrei tekift þaft fyrir sem sér- stakt vandamál, hvernig eigi aft bæta úr þessu. Og þetta hefur fyrir vikift haft aftur svo mikil áhrif á byltingarsinnafta hreyfingu, fyrir fjöldann af mönnum, sem eru byltingar- sinnaftir I eftli sinu og sósialist- ar, aft orka þeirra hefur farift i þaft aö ná þvi marki aft geta búift I glæsilegum hibýlum eins og aörir. A bak vift þetta liggur náttúrulega þetta dásamlega, sem er I íslensku eftli, aft þaft á alls ekki aft vera til stéttaskipt- ing á tslandi. Ef einhver getur búift I flnu húsi, þá eiga allir aft geta gert þaft,” segir Gunnar og hlær vift. Misskipting fjár- magnsins veldur stéttaskiptingu i dag „En finnst þér þá vera stétta- skipting á Islandi? Finnst þér hún ekki hafa minnkaft, t.d. frá þvi aft þú hófst prestsskap og fram undir miftja öldina?” „Jú, á vissan hátt og á vissan hátt ekki. Vift töluftum um þetta áftan, þegar öreigalýfturinn var til, þá ..en prestdómurinn var þaft ekki.... var frá hans sjónarmiöi, stéttaskipting. Sérstaklega var maftur var vift þaft I þorpum. Þar voru kannski áberandi fjögur, fimm heimili, sem öreigar litu til sem yfirstéttar. En hins vegar fer stéttaskipting ört vaxandi núna, hvaft viðkemur fjármagninu. En þaft er miklu erfiftara aö skilgreina það. Þaft er svo erfitt aft fá skýrslur eöa komast aft þvi hvaft menn eru rlkir núna. Maft- ur veit þaft bara aft einn banka- stjóri meira aft segja, segir aö auftvitaft eigi þaft fé, sem hefur verift geymt I Sviss og annars staftar utanlands, aö vera hér innanlands.Hann talar um þetta eins og hlut sem allir viti, aft þaft liggi svo og svo mikið af földu fé úti I löndum. En hins vegar þeg- ar maftur ætlar aft fara aft byggja ofan á þetta, þá er þaft enginn grundvöllur, þvl maftur þekkir þetta svo lltift. Og ég állt, aft aldrei hafi komift fram eins hörö yfirdrottnunarstefna hjá auftstétt á Islandi og þessi tvö síftustu ár. Þaö felst fyrst og fremst i þvi, hvernig öllu er stefnt inn á rýrnun lifskjara undir þvl yfirskini aft þaft sé svo ógurlegt skelfingarástand I at- vinnumálum og þess háttar, sem er bara tómur, bölvaöur kjaftháttur I blekkingarskyni. Opinberar skýrslur sýna stöft- ugt meiri bata. Unga fólkið gáfað og þróttmikið Þessi síöustu ár hefur farift stöftugt vaxandi uggur hjá mér varftandi menntamál á Islandi. Mér finnst yfirleitt aft skóla- kerfift sé alveg i lausu lofti og vanta alla forystu. Þaft er eins og enginn hafi fengift þá hugsjón og þann kraft sem þarf til þess aö beina þvi inn á ákveftna braut. „En áttu þér ekki einhverja framtiðarhugsjón, eitthvaft sem þú vilt aft rætist?” „Ja, ég er ekkert svartsýnn á framtiftina, fjarri þvl, en mér finnst vift vera I ákaflega djúp- um dal núna. Ég get vel játaft þaft aft ég hef ákaflega mikla trú á unga fólkinu. Þaft var ein, jafnvel tvær kynslóftir, sem virkilega fóru illa eftir strlftift út af strlftsgróftanum og þvi öllu saman, misstu fótfestu. En þaö erekkert um þaft að tala, og það er aft jafna sig aftur. Þaft er aft renna upp ný kynslóft, þar sem vill bregfta fyrir óþægilegum vlxlsporum, eins og oft vill verfta á gelgjuskeifti, en þetta er þrottmikift fólk og þetta er gáfaft fólk.” „Er þetta fólk þá borgara- stéttin á Islandi?” „Ég veit ekki nema aft þessi heiti á stéttunum séu aft ganga úr sér I sambandi vift þróunina. Ég segi nú svona. t staöinn fy rir borgarastétt myndi ég segja aft þetta væri auftstétt, sem ræftur núna. Þaö er ákaflega óskil- greinanlegt hver sú stétt er. Þaö þýftir ekki stétt sem er rlk, heldur stétt sem hefur aft- gang aö peningunum. Hún þarf ekkert aft eiga sjálf. Þaft getur meira aft segja verift aft sá sem á ekki nokkurn skapaftan hlut og vinnur ekki neitt, þaft getur ver- ift hann, sem hefur peningana.” ...og ég sneri mér heils hugar aft sálgæslu.” Gamaldags mórall i kirkjunni „Segftu mér aft lokum, Gunn- ar, hefurðu einhvern timann séft eftir þvl aft hafa hætt prests- skap?” „Nei, nei. Náttúrulega var mig farið aft langa til þess áftur en aft þvl kom. Ég finn að þaft var einhver gamaldags mórall I þessu, ég fann aft þótt ég sinnti þessu starfi af heilum huga, aft þá sinnti ég þvi aldrei eins og til var ætlast og ég rækti ekki þaö starf sem ég fékk peninga fyrir aft rækja.” „Þig skorti llka þetta höffting- lega yfirbragft, sem prestar áttu aft hafa, en frá því segiröu I bók- inni.” „Alveg hreint, ég haffti ekkert I þá áttina. Og þaft hefur alltaf farift svolitift i taugarnar á mér þetta höfftinglega yfirbragft. Maftur þekkti ekki höfftingja I Skaftafellssýslu, en þaftan haffti ég allt mitt uppeldi og grund- vallarlifsskoftanir.” — RJ ,/Ég fann aöég komst ekki á fast nema i sósíalisma.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.