Vísir - 28.11.1976, Blaðsíða 3

Vísir - 28.11.1976, Blaðsíða 3
VISIR Sunnudagur 28. ndvember 1976 .Lifandi niyndir” var notað yfir kvikmyndir I gamla daga bæði hér heima og erlendis, t.d. i Danmörku levcnde billeder og i Þýskalandi das lebende Bild, r teateR' : I^ITlevcndc i rri PBlt‘UCDtiv’1 Gaman og alvara Við höfum heldur ekki gleymt spaugilegu hliöinni. I sýningar- syrpu um Gög & Gokke munum við sýna dæmi um græskulaust gaman þeirra félaga bæði i stuttum og löngum kvikmyndum. Með þessari syrpu verður gefið út fullkomið yfirlit yfir allar kvik- myndir þeirra. Fred Astaire verður sjötugur á næsta ári. Við höldum upp á það með smá-syrpu sem við vonum að geti orðið for- smekkurinn að lengri syrpu ameriskra söngleikjakvikmynda. Við höldum áfram aö sýna danskar þöglar myndir oe i stað- myndir þær sem safnið sýnir i syrpum sinum.” Svo mörg voru þau orð. Það er eftirtektarvert hve starfsemi safnsins er i beinum tengslum viö hræringar utan þess. Safnið er opið fyrir að notfæra sér þau til- efni sem gefast við skipulag sýn- inga sinna. Danska kvikmynda- safnið var stofnað 11. nóvember 1941. en hóf kvikmyndasýningar ekki fyrr en um haustið 1948. Safnið átti á 30 ára afmæli sinu 1971 5000 afrit og frummyndir og hélt i tilefni af afmæli sýningar á eigin kvikmyndum. en yfirleitt leitar það til annarra safna og stofnana, við uppsetningu á sýningarsyrpum. Syrpurnar „Lifandi myndir” og „Þöglar danskar kvikmyndir” héldu þó áfram sinu striki afmælisárið þvi eins og segir i sýningarskrá er það að sjálfsögðu eitt meginhlut- verk safnsins að varðveita danskar kvikmyndir og gera þær aðgengilegar þeim sem áhuga hafa á þeim. önnur megin skylda safnsins er að hafa yfir aö ráða eintökum af mikilvægustu verkum kvikmyndasögunnar og sýna þau stöðugt nýjum áhorf- endum. Draumur um Fjalakött Eflaust verður langt i land með að slik paradis kvikmyndaunn- enda sjái dagsins ljós hér á hjara veraldarinnar.en vonandi rennur samt sá dagur upp. Þvi skyldi ekki starfsemi kvikmyndasafns geta orðið jafn sjálfsögö i menn- ingarllfi okkar og starfsemi Listasafns tslands svo hliðstætt dæmi sé tekið.’ Það er athyglis- vert að sýningar danska safnsins hófust ekki fyrr en 7 árum eftir stofnun þess. Þetta getum við haft i huga nú þegar kemur til alvarlegrar umræðu um kvik- myndasjóð og safn á Alþingi eftir áramót. Fyrst er að fá varanlega geymslu tilað forða kvikmyndum frá eyðileggingu, i tengslum við viðgerðar- og skráningaraðstöðu Þarna gætu einnig aðrir aðilar fengið geymslusláss fyrir kvik- myndir sinar t.d. Þjóðminjasafn og sjónvarpið sem á við mikið plássleysi að striða. En kvik- mýndasafn Islands lifnar ekki við fyrr en með sýningaraðstööunni. Það yrði alveg sérstakur ánægju- auki ef hægt yrði að gera upp eitt elsta kvikmyndahús landsins sem nú er i niöurniðslu eins og sýnt var i sjónvarpsþættinum „tlr einu i annað” á dögunum. 1 gamla Fjalakettinum hóf Reykjavikur Biógrafteater, i daglegu tali nefnt Bió.göngu sina árið 1906 en fluttist siðar i húsakynni Gamla biós við Ingólfsstræti 1927. A þessu stigi eru þetta ekki annað en draum- órar. A meðan við biðum eftir þvi að draumurinn rætist verðum við að gera okkur að góðu það sem sjónvarpið býðuraf og tiluppá af sigildum myndum kvikmynda- sögunnar og þeir sem eru svo lánsamir að eiga aögang aö kvik- myndaklúbbi framhaldsskól- anna, Fjalakettinum, fá hungur sitt satt að nokkru. Þegar litið er yfirstarfsemiþessa ágæta klúbbs undanfarin ár verður ljóst að hann hefur skapað þann jaröveg sem sýningar kvikmyndasafnsins geta vaxið upp úr i framtiöinni. Lesefni stendur okkur og til boöa bæði af bókum og blöðum. Að visu miðast það allt við útlönd. Til jafnvægis getur verið stór- skemmtilegt að glugga i islensk dagblöð liðinna ára og undrast hve mikið hefur i raun verið sýnt hér af sigildum kvikmyndum. Þannig getur verið engu að siöur fróðlegt að kynnast þvi sem sýnt hefur verið forðum daga hér heima og að lesa um væntanlegar sýningar kvikmyndahúsanna nú. Vita menn til að mynda hvaö gekk i kvikmyndahúsunum á þvi herrans ári 1925? Mér datt þetta ártal i hug á sýn- ingu Finns Jónssonar á dögunum vegna þess að þaö hefur svipaö giídi i listasögu Finns og i kvik- myndasögunni almennt. Þetta var ár nýrra strauma og frum- rauna. bæði i myndlist og kvik- myndalist. Púls þessara tveggja forma sló einna örast einmitt i Þýskalandi þar sem Finnur var við nám á árunum 1921-25. En meir um þetta næst, auk þess sem við skulum þá huga að þvi sem hæst bar á sýningum kvikmynda- húsanna hér heima þetta merkis- ár og hvað af þeim kvikmyndum hefur lifað sem sigild verk og ævinlega er verið að sýna í kvik- myndasöfnum heimsins. Getum við látið okkur dreyma um að sýningar Kvikmyndasafns tslands verði i einu elsta kvikmyndahúsi landsins, Reykjavikur Biógrafteater, sem siðar varð Gamla bfó? Þessi gömlu húsakynni i Fjalakettinum eru nú i niðurniöslu. inn fyrir sigildu syrpuna sem veriö hefur að undanförnu kemur ný föst syrpa sem verða mun i framtiöinni og við nefnum „Lifandi myndir”. I staö til- viljunarkenndra sýninga á helstu myndum kvikmyndasögunnar hyggjumst við með þessari syrpu bjóða upp á skipulegar sýningar kvikmyndasögulegra kvik- mynda. Hugmyndin er að kynna á nokkrum árum öll helstu verk kvikmyndasögunnar i timaröð i þessari syrpu. Syrpan „Lifandi myndir” er til komin ekki hvað sist vegna hins sivaxandi fjölda kvikmyndafræðinemenda, auk þeirra sem leggja stund á kvik- myndagerö. Þetta fólk verður að hafa tækifæri til að sjá þær kvik- myndir sem stöðugt er verið að lesa um i bókum. Að lokum verðum við meö nokkrar nýjar sænskar stuttmyndir og i tengslum við finnsku vikurnar i Kaupmannahöfn i september og október munum við kynna nýjar finnskar kvikmyndir á nokkrum aukasýningum. P.S. Við viljum vekja athygli á þvi að fjölritaöar tilvisanir i kvikmyndabækur og blöð fást ókeypis fyrir þá sem vilja lesa sér frekar til um kvik- . Söfn leita viða fanga til að fullkomna allar viðameiri sýningar. Þetta á jafnt við um Listasafn islands og Danska kvikmyndasafnið. Með góðum samböndum þyrfti þvlskortur á kvikmyndaeign Islenska kvikmyndasafnsins ekkiaðstanda sýningarstarfsemi þess fyrir þrifum. Vert er að minnast þess að sýningar danska safnsins hófust ekki fyrr en 7 árum eftir stofnun þess. (Brimlending eftir Finn Jónsson)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.